Hafnarfjörður - Garðabær - 01.02.2013, Side 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 01.02.2013, Side 8
8 1. febrúar 2013 Námskeið í Klifinu í febrúar: Íkonagerð, skrímsli og poppmenning Á vornámskeiðum Klifsins er að finna ýmis námskeið fyrir skapandi börn, unglinga og fullorðna sem finnst gaman að teikna, mála og hanna. Í byrjun febrúar hefjast fjölbreytt myndlistarnámskeið í Klifinu. Sköp- unin tekur á sig ótal myndir og eru viðfangsefnin og tjáningin í forgrunni. Áhersla er lögð á styrkja þátttakendur í listsköpun sinni þar sem þeir eru staddir og þeim leiðbeint í gegnum ýmsa tjáningarmiðla. Námskeiðin eru einu sinni í viku á laugardags- morgnum. Sem dæmi um námskeið þá munu yngstu börnin (5-7 ára) skapa sinn eigin ævintýraheim með Hörpu Rún Ólafsdóttur myndlistarkonu. Við vinnum með skrímsli, skúlptúra og teikningar með 8 – 10 ára hópnum sem Harpa Rún myndlistarkona og Rúna Thors vöruhönnuður stýra. 10 – 12 ára hópurinn fær þjálfun í teikningu hjá Guðnýju Rúnarsdóttur myndlistarkonu og notar Guðný mjög fjölbreytta miðla í sköpun sinni. Ung- lingarnir í hópnum 13 – 16 ára takast á við japanska poppmenningu ásamt ýmsum verkefnum sem þjálfa teikn- ingu og örva ímyndunaraflið. Í vor verða einnig í boði myndlistar- námskeið fyrir fullorðna, þar sem við- fangsefnið er fjöll og firnindi. Á fyrra námskeiðinu verður unnið að sköp- uninni inni á vinnustofu, en á seinna námskeiðinu sem haldið er í apríl og maí verður farið út af vinnustofunni og málað í faðmi náttúrunnar. Fyrir þá sem vilja læra handbragði gömlu meistaranna þá bjóðum við í þriðja sinn upp á íkonagerð með skreytilistamanninum Konstantinos, en hann hefur áratuga reynslu af forvörslu, íkonagerð og fleiru því tengdu. Námskeiðin fara fram í Flata- skóla Garðabæ og eru opin öllum áhugasömum. Skráning er hafin á námskeiðin á vefsíðu Klifsins www.klifid.is og í síma 565 0600. Allsherjaratkvæðagreiðsla Tillögur uppstillingarnefndar og stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar um stjórn, skoðunarmenn reikninga, stjórn sjúkrasjóðs og stjórn orlofsheimilasjóða félagsins fyrir árið 2013, liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með 25 janúar 2013. Kosið er samkvæmt B-lið 22. gr. laga Hlífar í eftirtaldar stöður: 1. Varaformann og tvo meðstjórnendur til tveggja ára 2. Þrjá varamenn í stjórn til tveggja ára 3. Tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs. 4. Stjórn sjúkrasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara. 5. Stjórn orlofsheimilasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 4. febrúar 2013 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Til þess að bera fram lista eða tillögu þarf skrifleg meðmæli eða stuðning 1/10 hluta fullgildra félagsmanna þó ekki fleiri en 100. Kjörstjórn Vlf. Hlífar. Hjartaspaðar- leikhúsrýni Stuð á elliheimilinu Tveir fulltrúar HAFNAR-FJARÐAR, þau Guðný Helga Haraldsdóttir og Þórir Snær Sig- urðarson, kíktu á leikritið Hjartaspaða sem var frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 12. janúar síðastliðinn en þetta er samstarfsverkefni leikhússins og Skýja- smiðjunnar. Leikritið fjallar um tvo félaga, Grím og Hannes, sem búa á dvalarheimili fyrir aldraða. Þegar Gréta gamla flytur á dvalarheimilið umturnast líf þeirra og þeir finna leiðir til að lífga uppá lífið og tilveruna til að drepa leiðindin. Þeir beyta ýmsum brögðum til þess, þegar þeir eru ekki að spila skák og hirða af hvorum öðrum úrin þá eru þeir að reyna að heilla Grétu gömlu upp úr skónum. „Greinilega vel æft“ Að mínu mati þá stóðu leik-ararnir sig alveg frábærlega, mér fannst sérstaklega gaman að því hvernig þeir túlkuðu leikritið, það var greinilegt að þetta var vel æft. Það var mikið lagt upp úr því að láta áhorfendur hlæja og skemmta sér en eitt af mínum uppáhaldsatriðum var einmitt þegar Grímur og Hannes eru að reyna að vinna hylli Grétu með því að dansa við lagið Gold Digger. Tón- listin var einstaklega góð en það var ekki bara spiluð þessi hefðbundna tón- list heldur voru spiluð brot úr þáttum sem eru á Rás 1. Það voru einnig sett inn leikhljóð sem gerðu þetta allt miklu fyndnara. Nú leikmyndin var frekar einföld, það voru þarna tveir stólar, taflborð og svo bekkur en á bak- við var svo eitt stykki rúm. Allt í allt þá fannst mér þetta mjög athyglisverð sýning og einmitt sú fyrsta sem ég fer á þar sem er ekkert talað. Leikstjórinn stóð sig með prýði og greinilegt að þessi sýning hefur náð langt. Guðný Helga Haraldsdóttir Tónlistin mikilvæg- líka á klósettinu Hér er á ferð óvenjulegt verk miðað við það sem við eigum að venjast. Í fyrsta lagi er um látbragðsleik að ræða, sem eins og nafnið bendir til, byggist eingöngu á líkamlegum hreyfingum leikaranna án þess að þeir mæli orð af munni. Þeim tekst með afar skemmtilegum hætti að skapa áhugaverðar persónur með þessum hætti auk þess sem sögu- þráðurinn kemst vel til skila, ekki síst vegna þess að leikararnir klæðst grímum, sem gerir það að verkum að ekki er unnt fyrir þá að sýna til- finningar með svipbrigðum, líkt og í þöglu myndunum frá því í gamla daga, heldur er allur líkaminn notaður til túlkunarinnar. Þar sem ekkert er talað í sýningunni skiptir tónlist miklu máli. Samspil leik- ara og tónlistar er afar skemmtileg og á köflum ákaflega fyndin. Sem dæmi má nefna bráðfyndna klósettferð einnar af aðalpersónunum þar sem hann gerir þarfir sínar í takt við Ungverskan dans nr. 5 eftir Brahms. Til að brjóta upp er einstaka sögulestrum og dag- skrárkynningum á Rás 1 skotið inn í verkið þegar félagarnir tveir sitja við taflborðið og spila upp á úr hvors annars, sem er skemmtilegt uppbrot. Leikmyndin í sýningunni er frekar einföld en afar skýr. Uppistaðan er pappírsklædd skilrúm sem auðvelt er að færa til eftir þörfum. Þeim til við- bótar voru ýmsir leikmunir notaðir til að gefa til kynna í hvaða rými atriðin gerast. Talfborð, tveir stólar og setu- bekkur gáfu til kynna setustofu elli- heimilisins en þegar áhorfendur voru færðir inn á herbergi vistmannanna voru skilrúmin færð og rúm dregið fram. Sviðsmennirnir voru sjálfir klæddir sams konar búningum og leikararnir, sem gerir þá að hluta af sýningunni. Hér er um tilfinningaríkt verk að ræða sem er á köflum það sem stundum er kallað Chaplinskt, þ.e. fyndið og sorglegt í senn. Lokaatriði sýningarinnar er stórfenglegt en það minnir einmitt mikið á lokaatriði kvikmyndarinnar Nútíminn (Modern Times) eftir Chaplin, þar sem aðal- persónurnar þrjár ganga með ferða- töskur í átt burt frá áhorfendunum inn í birtuna. Enn er ein sýning eftir af þessu verki svo ég hvet þá sem hafa áhuga á óvenjulegu leikverki á borð við þetta til að gera sér ferð í Gafl- araleikhúsið og lýta á dýrðina. Þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum. Þórir Snær Sigurðarson Guðný Helga Haraldsdóttir. Þórir Snær Sigurðarson.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.