Hafnarfjörður - Garðabær - 01.02.2013, Side 4
4 1. febrúar 2013
Allt falt fyrir rétt verð
Í Hvítum múrum borg-arinnar lýsir
Einar Leif Nielsen
framtíðarsýn þar
sem allt er falt
fyrir rétt verð,
hverfi eru afgirt
og ólíkar stéttar
aðskildar. Þetta
er áhugaverð
vísindaskáldaga
sem sækir í sama brunn
og Cyberpunk og Blade Runner.
Bókin kemur út í rafbókaformi í dag!
Í borg framtíðarinnar er allt falt
fyrir rétt verð. Hverfi eru girt af með
veggjum til að verja borgarana fyrir
hvor öðrum og mismunandi stéttir
aðskildar. Þeim sem standa ekki
við skuldbindingar sínar er vísað
úr borginni eða jafnvel teknir af lífi.
Lex Absque er starfsmaður Vegarins
sem innheimtir skuldir fyrir stórfyrir-
tækið Mammon. Þegar fjármálastjóri
fyrirtækisins er myrtur kemur það í
hlut Lex að leysa málið. Morðinginn
er auðfundinn en Lex er ósáttur við
lyktir málsins og ákveður að leita
sannleikans upp á eigin spýtur. Þar
með setur hann af stað atburðarás
sem mun hafa áhrif á alla borgarbúa.
Bankastarfsmaður skrifar
vísindaskáldsögu
Einar Leif Nielsen er fæddur í Reykja-
vík og uppalinn í vesturbænum. Hann
er stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík og með
B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá
Háskóla Íslands. Að prófi
loknu lá leiðin til Dan-
merkur í framhaldsnám þar
sem Einar lauk M.Sc. prófi
í hagnýtri stærðfræði árið
2006. Síðan þá hefur Einar
starfað á Íslandi og lengst í
fjármálatengdum störfum.
Hvítir múrar borgarinnar
er fyrsta skáldsaga Einars
en hann hefur ávallt skrifað mikið
þó það hafi ekki ratað á opinberan
vettvang fyrr.
Rafbók – aðgengileg öllum
rafbókalesurum
Bókin kemur út í rafbókaformi í
dag fyrir alla gerðir rafbókalesara
og verður fáanleg hjá Skinna.is og
Emma.is. Bókin er gefin út af bókaút-
gáfunni Rúnatý sem leggur áherslu á
útgáfu bókmennta sem alla jafna hafa
lítið sést hérlendis,s .s. hrollvekjur,
fantasíur og vísindaskáldsögur. Rúna-
týr leggur einnig mikið upp úr raf-
bókaútgáfu og gefur alla sína titla út
á rafrænu formi sem aðgengilegt er
fyrir alla rafbókalesara. Þess má geta
að Rúnatýr merkir guð rúnanna, eða
sá sem valdið hefur yfir rúnum, sem
verður að teljast skemmtilegt nafn á
bókaútgáfu.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Einar Leif Nielsen
Álverið í Straumsvík:
17 milljarðar í fjár-
festingar á síðasta ári
Á dögunum var 1.400 tonnum af nýjum búnaði landað í Hafnarfirði fyrir álver Rio
Tinto Alcan í Straumsvík. Um er að
ræða síðustu sendingu á alls 3.000
tonnum af búnaði vegna uppfærslu
á þurrhreinsistöðvum, sem hreinsa
útblástur frá kerskálum álversins.
Stöðvarnar verða efldar vegna fyrir-
hugaðar 20% framleiðsluaukningar og
felur uppfærslan í sér að hreinsivirkni
mun aukast til muna. Uppsetning á
þeim búnaði sem áður var kominn til
landsins er þegar hafin en uppsetning á
búnaðinum í heild stendur að líkindum
eitthvað fram á næsta ár.
Búnaðurinn er keyptur frá Kína.
Skipið var tæpa tvo mánuði á leið til
Íslands og lagðist að bryggju í Hafnar-
firði sunnudaginn 13. janúar. Löndun
hófst á mánudagsmorgni og lauk á
fimmtudagskvöld, á undan áætlun og
án óhappa.
Efling þurrhreinsistöðvanna er sem
fyrr segir liður í viðamiklum og marg-
þættum fjárfestingarverkefnum Rio
Tinto Alcan í Straumsvík sem staðið
hafa yfir undanfarin misseri. Stór
áfangi náðist síðastliðið sumar þegar
hluta steypulínunnar í steypuskála var
umbreytt, þannig að auk barra eru þar
nú einnig framleiddir boltar, sem eru
verðmætari vara. Alls var á síðasta ári
varið 135 milljónum dollara í framan-
greind fjárfestingarverkefni í Straums-
vík eða um 17 milljörðum króna.
Jóhanna Sigurðardóttir skrifar:
Sóknaráætlanir landshluta
- Ábyrgð og völd til landshluta
Markmiðið með sóknaráætl-anum landshluta er að færa aukin völd og aukna ábyrgð
til landshlutanna við forgangsröðun
og skiptingu almannafjár til verkefna
á sviði byggða- og samfélagsþróunar.
Tilgangurinn er að ná fram betri nýt-
ingu fjármuna og færa ákvarðanatöku
nær heimamönnum sem þekkja best
til aðstæðna. Landshlutarnir átta skila
allir sóknaráætlunum um miðjan
febrúar. Stofnað hefur verið til sam-
ráðsvettvangs á hverju svæði þar sem
saman koma fulltrúar sveitarstjórna og
hagsmunaaðila, undir forystu stjórnar
landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þarna
er vettvangur til að móta framtíðarsýn
og stefnu og forgangsraða markmiðum
og verkefnum.
Í fyrstu verða verkefni á víðu sviði
atvinnumála og nýsköpunar, markaðs-
mála og mennta- og menningarmála
fjármögnuð í gegnum sóknaráætlun. Í
kjölfarið er gert ráð fyrir að aðrir þættir
byggðamála s.s. velferðarmál og þróun
innviða, falli undir sama verklag.
Sóknaráætlanir landshluta er sam-
eiginlegt þróunarverkefni ráðuneyta
og sveitarfélaga og byggir á samvinnu.
Ráðuneytin skipa öll fulltrúa í hóp
sem myndar stýrinet af hálfu Stjórn-
arráðsins. Samband íslenskra sveitarfé-
laga á aðild að stýrinetinu. Á milli þess
og landshlutasamtaka sveitarfélaga er
samskiptaás sem sóknaráætlirnar og
samskiptin fylgja. Með þessum hætti
er tryggð góð samvinna stjórnsýslu-
stiganna tveggja. Þetta verklag er ný-
sköpun í íslenskri stjórnsýslu og vinnur
Stjórnarráðið sem ein heild með einn
málaflokk, byggðamál.
Ný aðferð við skiptingu fjár
Í dag renna um 5,7 milljarðar króna
milli ríkis og sveitarfélaga samkvæmt
192 samningum. Að mestu er þetta fé í
formi styrkja og samninga til einstakra
verkefna.
Það er skýr vilji stjórnvalda að reyna
nýtt verklag til þess að einfalda þessi
samskipti og í því skyni hefur ríkis-
stjórnin samþykkt að setja 400 millj-
ónir króna í sóknaráætlanaverkefni
árið 2013 sem skiptast á milli lands-
hlutanna átta eftir gagnsæjum við-
miðum. Hugmyndin er svo að færa
hluta þess fjár sem bundið er samn-
ingunum 192 í þennan nýja farveg.
Árið 2013 er reynsluár þar sem
hverjum landshluta er falið að ákveða, á
grundvelli sóknaráætlana, hvernig 400
milljónum króna verður varið. Því er
það formið sjálft frekar en fjármagnið
sem þarf að standast prófið þetta árið.
Fjárupphæðin er þó engu að síður mik-
ilvæg, en með því gefst gott tækifæri til
að reyna verklagið.
Til lengri tíma litið er markmiðið
að fjármunir sem Alþingi ráðstafar
af fjárlögum til verkefna í einstökum
landshlutum á sviði atvinnumála og
byggða- og samfélagsþróunar byggi á
svæðisbundnum áherslum og mark-
miðum sem koma fram í sóknaráætl-
unum landshlutans. Þá er framtíðar-
sýnin sú að sóknaráætlanir verði
hafðar til hliðsjónar þegar kemur að
stefnumótun og áætlanagerð ríkisins
og hafi gagnvirk áhrif á fjárlagagerð.
Ögrandi viðfangsefni
Til að ná settu markmiði, að færa aukin
völd og aukna ábyrgð til heimamanna
í hverjum landshluta, þarf að koma
til breytt verklag stefnumótunar og
áætlanagerðar, bæði í landshlutunum
sjálfum og innan Stjórnarráðsins. Við
sjáum nú þegar talsverðan árangur
hvað þetta varðar með skipan stýrinets
Stjórnarráðsins og samráðsvettvanga í
hverjum landshluta. Við sjáum einnig
bætta og markvissari nýtingu fjármuna
með aukinni aðkomu og bættu samráði
heimamanna.
Sóknaráætlanir landshluta fara vel af
stað en það er ljóst að verkefnið er ögr-
andi bæði fyrir ríki og sveitarfélög og
reynir á samvinnu innan landshlutanna
og milli þeirra og ríkisins. Það er mín
trú að ef vel tekst til með sóknaráætl-
anir og þetta nýja skipulag hafi verið
stigið eitt stærsta skref sem stigið hefur
verið í byggðamálum síðustu áratugi.
Jóhanna Sigurðardóttir
höfundur er forsætisráðherra
Eins og landsmönnum er kunnugt um styttist nú í kosningar til Alþingis sem fara fram þann 27. apríl og er ekki laust við að kosningabaráttan sé hafin innan þings og utan. Búast má við að baráttan um atkvæðin í
SV-kjördæmi verði óvenju hörð að þessu sinni, í kjördæminu takast á þunga-
vigtarmenn og konur úr ýmsum áttum. Nú bregður svo við að þingmönnum
kjördæmisins fjölgar um einn, einn þingmaður færist úr NV-kjördæmi í
SV-kjördæmi í vor.
Bæjarblaðið Hafnarfjörður hyggst gera kosningunum góð skil, við munum
kynna forystumenn allra framboða í blaðinu og allir fá jafnt pláss. Fyrstur
þeirra er Eygló Harðardóttir en hún segir aðeins frá sjálfri sér í blaðinu í dag.
Við erum tveggja ára!
Um þessar mundir eru tvö ár liðin síðan Bæjarblaðið Hafnarfjörður hóf
göngu sína. Menn höfðu almennt enga trú á því að blaðið ætti möguleika á
blaðamarkaði og því spáð hrakförum frá fyrsta degi. En hér er það enn og
aldrei sprækara. Þeir sem voguðu sér að auglýsa í blaðinu í upphafi fengu
sumir símtöl þar sem það var harmað að viðkomandi auglýsti í þessu blaðinu
en ekki hinu. Þeim sem stóðu með okkur er sérstaklega þakkað fyrir sinn
hlut. Á síðasta ári var ákveðið að stækka útbreiðslusvæði blaðsins sem nú fer
inn á öll heimili í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi og Vogum.
Viðtökur lesenda hafa sannfært okkur um að blaðið eigi erindi til lesenda, við
leggjum áherslu á að blaðið sé fjölbreytt og ákveðnar reglur eru um hlutföll
auglýsinga og efnis. Við þökkum fyrir okkur og hlökkum til að eiga samleið
með lesendum á þriðja starfsári blaðsins og erum sannfærð um að við eigum
eftir að eiga samleið um langa hríð.
Lifið heil
Hólmfríður Þórisdóttir, ritstjóri
Kosninga-
maskínur ræstar
Leiðari
HAFNARFJÖRÐUR / ÁLFTANES / VOGAR
3. TBL. 3. ÁRGANGUR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@
fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri:
Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang:
auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf.
is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is, Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson,
sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Umbrot: Prentsnið,
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 14.000 eintök. dreifing: Pósthúsið. Veffang: hafnarfjordurblad.is.
Fríblaðinu er dreiFt í 14.000 e intökum
í allar íbúðir í HaFnarFirði / ÁlFtanesi / Vogum