Hafnarfjörður - Garðabær - 01.02.2013, Side 6
1. febrúar 2013
Leiklistargríslingar skrifa:
Leiklistarbrautin í FG-
fyrsta sinnar tegundar á landinu
Hér erum við, þrír nemendur í fjölbrautarskóla Garðabæjar, og nemendur í fjölmiðlaá-
fanga .Þar sem tveir okkar eru nemar
á nýjustu braut skólans þá fannst okkur
það vera sniðug hugmynd að taka að
okkur viðtal við fyrverandi kennara
okkar og leiðarljós leiklistardeildar-
innar í FG, Bjarna Snæbjörnsson.
Stutt lýsing á leiklist
arbrautinni
„Leiklistarbrautin í FG er fyrsta sinnar
tegundar á Íslandi og frumkvöðlastarf.
Hún hófst haustið 2008 af frumkvæði
Unnars, námsráðgjafa í FG og eins
nemanda sem var þá í skólanum sem
langaði að læra meiri leiklist og fannst
skrítið að það væri ekki leiklistarbraut í
framhaldsskóla. Svo kom ég inn í þessa
vinnu og Þorsteinn, þá verand skóla-
meistari var mjög hrifinn af þessu og
Kristinn, sem tók við sem skólameistari
líka. Svo sóttum við um hjá Mennta-
málaráðuneytinu að gera braut og það
tókst. Svo erum við bara búin að vera
að vinna hérna að henni síðan.
Hún lýsir sér í rauninni þannig að
nemendur byrja á því að læra grunninn
í leiklist, sem er spuni og ákveðin vinnu
siðfræði og einnig vinnu aðferðir, svo
sem samvinnu, einbeitingu, jákvæðni,
traust; sérstaklega gangvart sjálfum sér,
læra að ritskoða sig ekki og að treysta
að sínir eigin innpölsar séu góðir. Svo
þegar nemendur eru komnir á annað
ár, þá er farið meira út í raddvinnu,
leiklistarsögu, dýpri senuvinnu og
fleira af því tagi. Svo á lokaári er farið
meira út í það að nemendur skapi eigin
verkefni sjálfir og undir handleyðslu
kennara eru þeir að búa til frá grunni
heilu verkin eða að vinna sjálfstæðir
í karaktersköpun. Svo endar þetta á
lokaverkefni sem að nemendur gera
alveg frá grunni.“
-Hefur leiklistarbrautin breyst frá því
að hún byrjaði?
Já, hún hefur mikið breyst. Fyrsta
uppkast af henni var mjög einfalt og
við vissum ekki alveg hvað við vorum
að fara út í. Svo á hverri einustu önn,
eftir hvern einasta áfanga var farið í
endurmat á öllu sem var gert þá önn-
ina og hugsað um það í samhengi við
brautina í heild. Þannig að það hefur
mikið breyst frá því að þetta byrjaði.
Kannski ekki á fyrsta ári því að við
vissum í rauninni nákvæmlega hvað
það var sem við vildum gera þar og
það hefur virkað mjög vel.
Fyrsta hugmyndin á blaði hefur
breyst mjög mikið en svo þegar hver
og einn áfangi hefur verið búinn til,
þá hefur ekkert mikið breyst við það,
heldur bara smáatriði og núansar sem
að við höfum lagfært.
-Hvað eru margir á brautinni og er
hún að vaxa hratt?
Já, þetta er fjórði veturinn sem að við
erum að byrja núna og ég held að í skól-
anum séu um sextíu nemendur á braut-
inni. Það er greinilega þörf á þessu,
því að það eru alltaf miklu fleiri sem
sækja um en komast að. Það er alltaf
verið að hafna mörgum umsóknum á
hverri önn, því að því miður þá höfum
við ekki pláss fyrir fleiri.
-Eru einhverjar breytingar sem þú býst
við í nánustu framtíð?
Ég er að skoða ýmsa hluti, en það er
erfitt að svara þessu. Það eru nokkrir
hlutir sem ég vill reyna á næstu önn,
vorið 2013, sem ég veit í rauninni ekki
hvernig eiga eftir að virka, þannig að ég
ætla að taka stöðuna eftir þá önn og sjá
til. Maður veit í rauninni aldrei; maður
fer inn með hugmynd sem er rosalega
góð á blaði en svo þegar maður fram-
kvæmir hugmyndina, þá veit maður í
rauninni ekki hvert hún fer og þó að
ákveðnir áfangar og hugmyndirnar
í kringum hann breytist, þá er hann
ekkert endilega orðinn eitthvað betri
eða verri, áherslurnar eru bara orðnar
öðruvísi. Fólk lærir á ólíka hluti og við
þurfum í rauninni bara að komast að
því hvað það er sem við viljum leggja
áherslu á. Við erum í raunninni ennþá
að átta okkur á því, á leiðinni, hver
áherslan á brautinni er.
-Þegar fyrsti hópurinn kláraði braut-
ina, fékkstu einhvert input frá þeim
um hvað þeirra sýn á brautinni væri?
Já, við tókum mjög góðan fund í vor
með fyrsta hópnum sem hafði klárað
alla leiklistaráfanga í skólanum. Það er
mjög mikilvægt að fá skoðanir nem-
enda á náminu sínu og vita hvað var
gott, hvað þeir lærðu mest af, hvernig,
hvaða aðferðir hentuðu þeim best og
líka hvað gekk ekki eins vel og hvað
þeir hefðu vilja sjá öðruvísi. Þetta sníst í
raun allt um nemendurna og þeir verða
að hafa eitthvað um það að segja líka.
-Eru önnur fög á leiklistarbraut heldur
en bara leiklist og verður meira af því
framtíðinni?
Já, það tók ný námskrá gildi núna
í haust, 2012 og krakkarnir sem eru
að byrja núna munu allir fá nýju
námskránna og inni í því er tildæmis
dans áfangi sem að getur komið í staðin
fyrir íþróttir. Við erum líka með miklar
áherslubreytingar á lokaáfanganum,
sem er leikstjórnaráfangi, en þetta er
allt í skoðun núna. Það gæti jafnvel
verið að við breytum námskránni
algjörlega næsta vetur. Upprunalega
hugmyndin af þessu var í rauninni
bara leikara miðað nám, en við hættum
því fljótlega því að við vildum frekar
bjóða upp á sviðslistarnám og listnám
þar sem nemendur læra að hugsa út
frá öðrum forsendum og hugsað um
samfélagið á ólíkan hátt og ekki bara
það að þjálfa leikara, því að fólk getur
notað þetta nám í miklu meira en það;
til dæmis allt annað listnám, hugvís-
indanám, skriftir og tungumálanám.
Þetta tengist svo mörgu í lista- og hug-
vísindasviðinu.
-Sérðu fyrir þér að samskonar brautir
eigi eftir að koma í öðrum skólum?
Já, ég hef heyrt um nokkrar út á
landi; ein í Menntaskólanum á Eigil-
stöðum og fer að byrja bráðum. Þannig
að það er einhver snjóbolti að fara að
stað núna, þannig að það er greinilega
þörf á þessu.
-Þú segir að þetta nám sé ekki bara
fyrir þá sem vilja vera leikarar heldur
líka fyrir aðra?
Ég held að þetta sé bara frábært
listnám. Það er það sem við viljum
gera. Fyrir þá sem að finna sig ekki
í að búa eitthvað til í höndunum eins
og í myndilst, hönnun og textíl, þá er
þetta gott listnám þar sem þeir geta
einfaldlega notað sjálfan sig og sinn
eigin líkama til að tjá sig og það getur
verið með hreyfingu eða leik, svo er
söngur og tónlist inn í þessu og þau
geta fundið sína leið til að tjá sig með
þessum tólum og tækjum.
-Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Bara að ég er stoltur af þessari braut
og finnst gaman að taka þátt í henni.
Höfundar:
Alexander Ívar Birgisson
Guðlaugur Kjartan Þorgeirsson
Hans Alexander Margrétarson Hansen
6
Frá nemendum á Fjölmiðlabraut FG
Víkurhvarf 5
Vagnar og stálgrindahús
frá WECKMAN Steel
STÁLGRINDAHÚS
Fjöldi stærða og gerða í boði
Stærð palls 2,55 x 8,60 m
Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti
Weckman flatvagnar
/ löndunarvagnar
RÚLLUVAGNAR –
LÖNDUNARVAGNAR
Stærð palls 2,55 x 8,6m
Vagnar 6,5 - 17 tonn.
Verðdæmi:
8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti.
12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti.
Weckman sturtuvagnar
STURTUVAGNAR
Burðargeta 6,5 – 17 tonn
þak og veggstál
galvaniserað og litað
Bárað•
Kantað•
Stallað•
Fjöldi lita í boði
Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130
hhaukssonehf@simnet.is
Víkurhvarf 5
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
2
Gullkistan
FRAKKASTÍG 10 – SÍMI 551 3160
thjodbuningasilfur.is