Hafnarfjörður - Garðabær - 01.02.2013, Side 14
14 1. febrúar 2013
Áður birt mynd:
Emil Randrup og fjölskylda
Efst standa Magnús Kristinn 24.10.1946 d.06.01.2006 og Emil Vilhelm Randrup f. 1888
d. 1969. Fyrir framan þá, eru frá vinstri,
Ögn Guðmundsdóttir f.1892 d. 1989,
Emma Walter f.14 júlí 1922 d. 2011,
Hulda f.21 ágúst 1920 d.02.12.1999,
Jakobína Magnúsdóttir f.1861 d.1939.
Fremst er Ágústa Vilhelmína f. 11. okt
1927 .
Emil Randerup
Ekki er vitað með vissu hvenær Emil
kom fyrst til Íslands frá Danmörku, en
til til Hafnarfjarðar kom hann 1912.
Emil vann alla almenna vinnu bæði á
landi og sjó þar til hann nam málara-
iðn, árið 1932 setti hann á fót verk-
stæði á Hverfisgötu 48 hér í bæ, þar
sem hann tók að sér að „lakkera“ bíla
og þess háttar. Emil var málarmeistari
Hafnarfjarðarbíós þegar það opnaði
1943.
Emil hafði áður verið kvæntur
Helgu Jakobsdóttur, en hún lést úr
spænsku veikinni árið 1918 þau bjuggu
þá á syðri Lækjargötu 24, kallað bæj-
arbyggingin, byggð út frá gömlu Gróf
sem var Öldugata 1. Emil var hress og
léttur í skapi og þótti góður sögumaður.
Ögn kölluð Agga
Ögn eða Agga eins og hún var oftast
nefnd var fædd á Seljanesi nálægt
Kúvíkum við við Reyðarfjörð. Foreldrar
Öggu voru Guðmundur Þorkelsson og
Jakobína Magnúsdóttir. Agga ólst upp
hjá móður sinni og til Hafnarfjarðar
komu þær árið 1916. Ögn bjó með
Eysteini Jakobssyni og með honum
eignaðist hún tvo drengi, Gunnar og
Helga en Eysteinn var bróðir Helgu
fyrri konu Emils.
Agga vann við fiskþvott hjá Einari
Þorgilssyni ásamt almennum heimil-
isstörfum. Frá árinu 1943 – 1972 vann
Agga á dagheimilinu Hörðuvöllum.
Hún var mikil jafnaðarmanneskja og
ein af stofnendum Kvenfélags Alþýð-
uflokksins í Hafnarfirði. Agga var
hláturmild, lífglöð og sá jafnan hinar
jákvæðu hliðar á tilverunni. Agga og
Emil gengu í hjónaband árið 1922,
þeim entist ekki hamingjan og skildu,
Emil fluttist á Borðeyri en Agga bjó
áfram í Hafnarfirði á Öldugötu 3a.
Emma Hulda Ágústa
og Magnús
Emma Randrup seinna Emma Walker
flutti til Michigan í U.S.A eftir stríð.
Hún eignaðist þar 5 börn. Emma lést í
mars árið 2011. Emma var hágreiðslu-
kona og rak eigin hárgreiðslustofu í
Flint í Michigan mestan hluta ævinnar.
Hulda giftist Adolfi Sveinssyni bif-
vélavirkja (1920-1967) Þau fluttu til
Keflavíkur árið 1950 þar sem Adolf
stofnaði bílaverkstæði ásamt svila
sínum, Georgi.
Ágústa Vilhelmína, umboðsmaður
DV í Keflavík, giftist Ingvari Georg
Ormssyni leigubifreiðastjóra f.11.08.
1922. Georg vann í eitt ár hjá Vél-
smiðju Hafnarfjarðar , þau fluttu til
Keflavíkur 1950.
Magnús ól allan sinn aldur í Hafnar-
firði. Hann þótti undrabarn á tónlist
og bauðst ungum að fara utan til tón-
listarnáms sem ekki varð úr.Hann lék
á saxafón en hans aðal hljóðfærið var
harmonikkan. Hann byrjaði að spila
opinberlega á harmonikku aðeins 11
ára gamall og kom fram á rekstra-
sjónum í Reykjavík. Emil fylgdi honum
í strætó og beið á meðan hann spilaði
og fylgdi honum síðan aftur heim.
Magnús var giftur Auði Guðmunds-
dóttur f. 10.10.1928 d.05.08.1998. Þau
eignuðust 5 börn. Auður var húsmóðir
í Hafnarfirði og áhugaleikkona með
Leikfélagi Hafnarfjarðar, þar sem hún
lék mörg burðarhlutverk. Þau fluttu
til Reykjavíkur árið 1962 og bjuggu
þar til æviloka, að undanteknum 3
árum í Kópavogi. Auður lauk námi
frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins
1967 og starfaði sem leikþulur hjá
Þjóðleikhúsinu til ársins 1995.Magnús
var einn af stofnendum Lúðrasveitar
Hafnarfjarðar.
Um Jakobínu Magnúsdóttur er fátt
um orð, hún kom með dóttur sína
til Hafnarfjarðar 1916, líklega hafa
þær mæðgur unnið samhliða í fiski
og við heimilisstörf, þær voru mjög
samrýmdar.
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242
Allan sólarhringinn
Komum heim til
aðstandenda ef óskað erSverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
ÞEKK IR ÞÚ FÓLK IÐ?
Bæj ar blað ið Hafn ar fjörð ur og Byggða safn Hafn ar fjarð ar birta mynd ir í hverju tölu blaði úr
safni Byggða safns ins. Til gang ur inn er
að leita lið sinn is íbúa bæj ar ins við að
nafn greina fólk ið á mynd un um. Átak
stend ur yf ir hjá Byggða safn inu við að
skrá mynd ir í eigu safns ins en Ljós-
mynda safn Byggða safns Hafn ar fjarð ar
varð veit ir í kring um 140 þús und film ur,
mynd ir og gler plöt ur.
Ef þú þekk ir fólk ið á mynd un um, vin
sam leg ast hafðu sam band við Byggða
safn ið með því að senda tölvu póst á
net fang ið:
ro sak ar en@hafn arfj ord uris, senda
bréfa póst til safns ins á heim il is fang ið
Strand götu 4, eða hringdu í síma 585-
5780.
Myndin af þessum fjórum ljóshærðu stúlkum er tekin í febrúar 1941. bjarni
erlendsson Suðurgötu 49 er skráður fyrir myndinni.
Hafnarfjörður - Garðabær
Auglýsingasíminn er 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.