Hafnarfjörður - Garðabær - 08.08.2014, Page 4
4 8. ágúst 2014
Sumarstarfsfólk á Ísafold
Í sumar fengu starfsfólk og íbúar á Ísafold í Garðabænum liðs við sig þrjá starfsmenn sem eru
í sumarátaki Garðabæjar fyrir ung-
menni. Þar á meðal eru þau Hörður
Fannar Þórsson, Íris Hafþórsdóttir
og Sigurjón Daði Sigurðsson, en birt
var viðtal við þau á vefsíðu Ísafoldar
fyrr í sumar. Þar segir meðal annars
að þeim hafi þótt vinnan ánægjuleg
og sagði Hörður að vinnan hafi verið
þægileg og andrúmsloft gott og Sig-
urjón talaði um að sér hafi fundist
gaman að vera í kringum heimilisfólk
og dagdvalargesti. Íris tók undir það
og sagði að það hafi verið rosalega
gaman í sumar, þetta sé mjög gefandi
vinna og hún finni hvað verið sé að
gera mikið gagn, jafnvel bara með
nærveru.
Kynntu spjaldtölvur
Verkefni þeirra á Ísafold voru fjölbreytt,
segir í umfjölluninni. „Við höfum verið
að aðstoða í sjúkraþjálfun og dagdvöl,
verið með gönguhópa, upplestra og
aðstoðað í bingó og boccia“ er haft eftir
Herði. „Við höfum líka unnið ýmis verk
eins og uppvask og frágang, fara með
rusl, aðstoða við verkefni sem tengj-
ast húsnæðinu, garðvinnu og fleira“
sagði Sigurjón við. Íris greinir frá því
á vefsíðunni frá því að þau hafi verið
að kynna nýju I-Padana fyrir heim-
ilisfólki og dagdvalargestum og sýna
hvaða möguleika þeir bjóða upp á.
Gönguhóparnir segja þau að hafi
verið skemmtilegastir; fólk hafi verið
ánægð með þá og góð tilbreyting, þrátt
fyrir veður. Íris nefndi sérstaklega
saumaklúbbana.
Kvíða ekki ellinni
Þremenningarnir segjast vera sammála
um að sumarið hafi verið lærdóms-
ríkt. „Ég hef lært að ég þarf alls ekki
að kvíða ellinni“ segir Íris í samtali við
vefinn og segist þakklát fyrir tækifærið.
„Eins mikið og ég hef kannski gefið
þeim, þá hafa þau gefið mér rosalega
mikið í staðinn“. Sigurjón segist annars
hafa lært uppvaxt og ýmislegt fleira, en
Hörður nefnir sérstaklega að lærdóms-
ríkt hafi verið að hlusta á íbúa ræða um
lífið og tilveruna.
HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR
14. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang:
as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík.
Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri:
Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com,
Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is,
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing.
Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum
í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ
Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar gagnrýna aðferð við ráðningu bæjarstjóra. Fullyrt er að þrátt fyrir sameiginlegan vettvang til að fjalla um umsækjendur, hafi meirihlutinn í bakherbergi, tekið
ákvörðun um að ráða bæjarstjóra.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins blæs á þetta í samtölum við fjölmiðla. Þetta
er áhugavert, því í orðum oddvitans og ekki síður bókun oddvita Samfylk-
ingarinnar í bæjarráði er fólgið að annar segir ósatt.
Kannski fæst botn í þetta einhvern tímann.
Fulltrúar minnihlutans virðast hins vegar sannfærðir um að Haraldur L.
Haraldsson, sem ráðinn var, sé vel hæfur til starfans, enda reyndur maður
við stjórnvölinn hjá sveitarfélögum.
Gagnrýni þeirra virðist sprottin af vinnubrögðum meirihlutans í málinu.
Það er ekki gott til þess að hugsa ef nýr meirihluti, með Bjarta framtíð inn-
anborðs, sem öðru fremur talar um breytt og bætt vinnubrögð, skuli byrja á
baktjaldamakki. Það er ekkert sérstaklega bjart við það.
En svo er annað. Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuð máli hvort laun bæjar-
stjóra hækka um 20 eða 30 prósent. Spyrja þarf hvers vegna hækka þarf laun
bæjarstjórans um tugi prósenta yfir höfuð.
Ef marka má Rósu Guðbjartsdóttur voru laun bæjarstjóra um 1.250.000,
eða 1,25 milljónir á mánuði. Ætti það ekki að duga nokkurn veginn hvaða
launamanni sem er?
Samkvæmt minnisblaði sem birt er með fundargerð bæjarráðs þar sem
gengið var frá ráðningunni segir að launin eigi að vera 1.480.000 krónur á
mánuði. Þetta er hækkun upp á 230.000 krónur á mánuði, eða ríflega 2,8
milljónir króna á ári.
Bæjarstjórinn er ráðinn út kjörtímabilið, með fyrirvara um sex mánaða
uppsagnarfrest. Á kjörtímabilinu öllu leggur einungis hækkunin sig á ríflega
11 milljónir króna.
Hvaða óbreyttur launamaður sem er yrði vafalaust alsæll með 11 milljóna
króna bónus á fjórum árum.
Rétt eins og minnihluti bæjarráðs segir í bókun sinni sem fjallað er um hér
í blaðinu: Það er sannarlega mjög umhugsunarvert hvaða skilaboð er verið
að senda með þessari hækkun. Hvað á bæjarbúum að finnast?
Á tímum þegar almennu launafólki eru boðin 2,8 prósent ofan á kaupið,
sem lítið var fyrir, menntastéttir þurfa að leggja niður störf til þess að fylgja
sanngjörnum kröfum sínum eftir, á meðan þau glíma á sama tíma við niður-
skurð og gjaldskrárhækkanir, er ekki hægt að segja að svonalagað skapi gott
fordæmi. Ekki frekar en stórfelldar hækkanir á launum stjórnenda fyrirtækja,
sem fjallað hefur verið um í tekjublöðum og fréttum.
Kannski er þetta bara jákvætt. Kannski eru skilaboðin þau að stjórnin sem
fór frá í síðustu kosningum hafi staðið sig svo vel í fjármálum bæjarfélagsins
að nú sé nóg til skiptanna?
Eiga þá leikskóla- og grunnskólakennarar, eða aðrir starfsmenn bæjarins
von á 20 prósenta launahækkun? Eða meiru. Eiga þeir starfsmenn von á 11
milljóna króna innspýtingu í heimilisbókhaldið úr sjóðum bæjarins?
Er von að spurt sé?
Ingimar Karl Helgason
11 milljónir
Leiðari
Snyrtilegustu lóðirnar í Garðabænum
Eigendur sjö einbýlishúslóða og einnar fjölbýlishúsalóðar fengu á dögunum afhentar viðurkenn-
ingar fyrir snyrtilegt umhverfi 2014.
Jafnakur var valin snyrtilegasta gatan
og viðurkenningar fyrir lóð fyrirtækis
eða stofnunar fékk fyrirtækið Þykkva-
bæjar, Austurhrauni 5. Forsvarsmenn
Stjörnunnar og garðyrkjustjóri Garða-
bæjar fengu viðurkenningu fyrir snyrti-
legt opið svæði á Stjörnutorgi.
Einbýlishúsalóðirnar sem veittar
voru viðurkenningar fyrir í ár eru:
Ásbúð 26, Bæjargil 65, Gullakur 6,
Norðurtún 9, Smáratún 17, Sunnakur
2 og Sunnuflöt 3. Auk þess var veitt
viðurkenning fyrir fjölbýlishúsalóðina
við Löngulínu 33-35. Umfjöllun dóm-
nefndar má finna á vef Garðabæjar, en
þaðan koma þessar myndir af lóðunum
sem fengu viðurkenningu.
Hörður, Íris og sigurjón.
ásbúð.
Bæjargil.
sunnuflöt.
Bæjargil.
Norðurtún.
smáratún.