Hafnarfjörður - Garðabær - 09.08.2013, Page 2
2 9. ágúst 2013
Vel heppnaður
Járnmaður
Þríþrautakeppnin Herbalife hálfur járnmaður var haldin í júlí af Þríþrautardeild Sundfé-
lags Hafnarfjarðar, 3SH. Fjöldi fólks
tók þátt og heppnaðist mótið vel.
Þetta var í sjötta sinn sem keppnin
var haldin á Íslandi og er sú lengsta
sinnar tegundar. Hákon Hrafn Sig-
urðsson sigraði í karlaflokki og Birna
Björnsdóttir í kvennaflokki.
Það er óhætt að segja að starfið hjá
3SH sé viðburðarríkt. Á morgun,
laugardag verður meistaramót Ís-
lands í tímakeppni haldið. Keppt er
á hjólum og er kepnnisleiðin 20 kíló-
metrar á Krísuvíkurveginum. Keppt
verður í mörgum aldursflokkum og
vegleg verðlaun verða veitt. Mótið
hefst kl 17 og má nálgast nánari upp-
lýsingar á heimasíðu félagsins, 3sh.is.
LHÞ
Ólöglegar
framkvæmdir
stöðvaðar af
bygginga-
fulltrúa
Við eftirlit á Blómvangi kom í ljós
að breytingar standa yfir á einbýl-
ishúsi, þar sem fyrirhugað er að
gera tvær íbúðir inní húsinu og eina
íbúð í bílskúr. Um er að ræða brot á
lögum um mannvirki nr. 160/2010,
9. grein.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
gerir eiganda skylt að stöðva fram-
kvæmdir án tafar og veita tilhlýð-
andi upplýsingar um málið.
Nýtt
svæðisskipulag
kostar
Hafnarfjörð
4.4 milljónir
Stjórn SSH, samtaka sveitarfé-
laganna á höfuðborgarsvæðinu,
hefur kynnt kostnað við gerð nýs
svæðisskipulags fyrir bæjarráði
Hafnarfjarðar
Hlutdeild Hafnarfjarðar í kostnað-
inum er kr. 4.414.399 eða 13,07%.
Bæjarráð lýsir
yfir áhyggjum
vegna Flens-
borgar skóla
Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsir veru-
legum áhyggjum sínum ef til þess
kemur að skerða þurfi þjónustu við
nemendur í Hafnarfirði og skora
á mennta- og menningarmála-
ráðherra að beita sér fyrir því að
skólanum verði gert fjárhagslega
kleift að sinna nemendum sínum
í samræmi við lög og reglugerðir.
Vísað er í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar þar sem fram kemur að
skólinn hafi verið rekinn með halla
undanfarin ár. Þá hafi skólameistari
boðað niðurskurð í starfseminni í
blaðaviðtali og þar með yrði þjón-
usta við nemendur skert á næsta
skólaári.
STUTT OG LAGGOTT
Ný kynslóð
sólarkrema
Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18
Sími 565 0500 • 897-1923
Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í k
Ábendingar
um efni í blaðið
sendist á
netfangið:
hafnarfjordur@vedurehf.is
Velferðarráðherra hafnar
erindi Hafnarfjarðar-
bæjar um að fá húsnæði
St. Jósefsspítala til eignar
-beðið eftir svörum frá ráðherrum um framtíð húsanna
Velferðarráðherra hefur hafnað beiðni Hafnar-fjarðarbæjar um að fá afhent
húsnæði St Jósefsspítala. Bæjaryfir-
völd kynntu hugmyndir sínar um
nýtingu húsnæðisins í þágu bæjarbúa
en ráðherra telur sig ekki hafa heim-
ild til að afhenda eignirnar á þeim
forsendum sem lagðar voru til grund-
vallar í erindi bæjaryfirvalda. Í erindi
bæjaryfirvalda var gert ráð fyrir því
að Suðurgata 44, Kató, yrði rifið,
lóðin seld og svæðið yrði skipulagt
að nýju og Hafnarfjarðarbær myndi
eignast spítalann.
Í bréfi bæjarstjóra til velferðarráð-
herra kemur fram að Hafnarfjarðar-
bær óski eftir því að fá húseignirnar
sem tilheyrðu St Jósefsspítala án
endurgjalds og yrðu þær nýttar í
þágu nærumhverfisins. Hugmyndir
bæjaryfirvalda eru að nýta húsnæðið
sem menningarhús, Héraðsskjalasafn
yrði stofnað, Tónlistarskólinn fengi
aðstöðu í húsinu, Tónlistardeild
Bókasafns Hafnarfjarðar yrði flutt
þangað og einnig yrði þar vinnustofa
fyrir listamenn og kaffihús.
Í svarbréfi ráðherra kemur fram að
hann telur sig ekki hafa heimild til
að afhenda Hafnarfjarðarbæ þessar
eignir á þeim forsendum sem fram
koma í erindi Hafnarfjarðarbæjar og
var erindinu því hafnað.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
bæjarstjóri, segir að bæði fjármála-
og velferðarráðherra hafi verið send
bréf þar sem óskað er eftir upplýs-
ingum um hvaða áform séu varðandi
nýtingu hússins . Ríkissjóður á 85% í
húsunum og því 15% í eigu Hafnar-
fjarðarbæjar. Ekki hafa borist svör
frá ráðuneytinu né svör við beiðni
bæjarins um að formlegar viðræður
verði hafnar.
Hákon Hrafn sigurðsson sigraði í karlaflokki. Mynd: Egill Ingi Jónsson
sigurvegari í kvennaflokki var Birna
Björnsdóttir. Mynd: Egill Ingi Jónsson
Álftanes:
Víum ehf bauð lægst í bíla-
stæði við Álftanesskóla
Víum ehf bauð lægst í endur-nýjun bílastæða við Álftanes-skóla en 8 tilboð bárust í
verkið þar af tvö yfir kostnaðaráætlun.
Tilboðin voru:
Fjarðargrjót ehf. kr. 24.395.454
Víum ehf. kr. 24.210.350
Loftorka hf. kr. 27.089.200
Bjössi ehf. kr. 25.991.500
SS verktakar ehf. kr. 29.952.100
Rein sf kr. 24.910.820
Jákvætt ehf. kr. 26.617.810
Fagverk ehf. kr. 26.548.000
Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá kr.
26.626.300.
Bæjarrráð samþykkti að fela bæj-
arverkfræðingi að leita samninga við
Víum ehf. sem var með lægsta tilboðið.
Skattadrottning
og skattakóngur
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, greiðir hæstu opinberu gjöldin í
hópi einstaklinga í Hafnarfirði en
hún er númer fjögur á lista Ríkis-
skattstjóra yfir hæstu gjaldendur á
landsvísu. Númer 5 á listanum er
Garðbæingurinn Sigurður Örn Ei-
ríksson, tannlæknir og er hann því
skattakóngur Garðabæjar.
Ólafur Björnsson, Hafnarfirði er í
9. sæti listans og í því 12. er Finnur
Reyr Stefánsson, fjárfestir, Garðabæ.
Sigurbergur Sveinsson, kaupmaður í
Fjarðarkaupum vermir það 13. Ólöf
Vigdís Baldvinsdóttir, fjárfestir í
Garðabæ er í 18. sæti og Helgi Vil-
hjálmsson í Góu í því 20. Ágúst Sig-
urðsson, eigandi Stálskipa, Hafnarf-
irði er í 19. sæti listans
guðbjörg Edda Eggertsdóttir er
skattadrottning Hafnarfjarðar