Hafnarfjörður - Garðabær - 09.08.2013, Page 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 09.08.2013, Page 4
4 9. ágúst 2013 Stórtíðindi úr handboltaheiminum: ÍH mætir til leiks í handboltanum á ný – stjórnin óskar eftir stuðningi Hafnfirðinga við félagið Handknattleiksdeild Íþróttafé-lags Hafnarfjarðar (ÍH) var endurreist fyrr í sumar og verður með lið á Íslandsmótinu sem hefst þann 20. september næstkom- andi. Félagið hefur ekki starfrækt handknattleiksdeild síðan árið 1999. Liðið spilar í 1. deild og sjá þeir Ás- geir Gunnarsson og Árni Stefán Guð- jónsson um þjálfun liðsins. Formaður handknattleiksdeildar ÍH er Sævar Már Gústavsson og segir hann að deildin hafi nú þegar hafið samstarf við hand- knattleiksdeild FH um leikmannamál. Leikmenn í 2. flokki Fimleikafélags- ins munu æfa undir merkjum FH/ÍH. Vel hefur gengið að fá leikmenn til liðs við félagið og hópurinn er að skýrast. Má þar nefna að Þorkell Magnússon, Bjarki Jónsson og Sigurður Örn Arnar- son munu spila með félaginu í vetur en þeir voru allir á mála hjá FH á síðasta tímabil. Vilja verða þriðja liðið í Hafnarfirði til frambúðar Sævar segir að takmarkið í vetur verði að ýta við rótgrónum liðum í deildinni og stefnan er sett á að vera í miðri deild eða ofarlega. ,,Við viljum verða þriðja liðið í Hafnarfirði til frambúðar,‘‘ segir Sævar. Heimavöllur ÍH er íþróttahúsið við Strandgötu. ,,Það var búið að út- hluta tímum við íþróttahúsið en við erum að vinna í því að komast þar að með okkar æfingar,‘‘ segir Sævar. ÍH á aðild að Íþróttabandalagi Hafnar- fjarðar (ÍBH) og segir Sævar að hliðra þurfi til svo æfingaaðstaðan sé nægileg fyrir félagið. Við erum að koma með lið sem mun ýta undir að Hafnarfjörður sé hand- boltabærinn og okkur finnst eðlilegt að heimaleikir ÍH fari fram í höfuð- vígi handboltans í Hafnarfirði,‘‘ bætir Sævar við. Mikil spurn eftir liði eins og ÍH Íþróttafélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1983. Félagið var stofnað utan um handknattleiksdeild félags- ins en knattspyrnudeild var stofnuð við félagið árið 1996. Hvatinn að endurreisn deildarinnar var að gefa handboltamönnum, sem af ýmsum ástæðum hættu að spila handbolta, tækifæri til að spila á ný. Ungir hand- boltamenn sem vegna náms, barneigna eða annarra aðstæðna geta ekki lengur stundað æfingar sex sinnum í viku geta þess í stað æft þrisvar til fjórum sinnum í viku. Einnig gefur þetta eldri hand- boltamönnum gott tækifæri sem vilja áfram spila handbolta en æfa sjaldnar. ,,Við sem stóðum að því að endur- reisa handknattleiksdeildina vorum allir í handboltanum sjálfir en duttum út. Það hefur verið mikil spurn eftir liði eins og ÍH, bæði frá leikmönnum og frá handboltahreyfingunni. Þetta verkefni mun án efa efla handbolta- hreyfinguna í Hafnarfirði,‘‘ segir Sævar. Ennfremur segir Sævar að brotfall úr íþróttinni sé of mikið og mun ÍH nýtast vel til að minnka brottfallið og þannig styrkja undirstöður hand- knattleiks á Íslandi í heild sinni. Óska eftir stuðningi hafn- firskra velunnara hand- boltans Sævar segir að mikill hugur sé í fé- lagsmönnum ÍH, sama hvað á gengur. Nýtt blómaskeið er framundan hjá ÍH og leikgleðin og samheldni hópsins er höfð í fyrirrúmi. ,,Uppgjöf finnst ekki í orðabók félagsins," segir hann. Handknattleikdeild ÍH þarf á styrktar- aðilum að halda til að standa undir sér og óskar stjórn handknattleiksdeildar ÍH eftir góðum stuðningi hafnfirskra velunnara handboltans. ,,Svona klúbbur gengur ekki án velunnara. Ef við sem Hafnfirðingar viljum geta sagt með stolti að við búum í höfuðvígi handboltans á Íslandi þá þarf þetta verkefni að ganga upp. Ég hvet alla Hafnfirðinga til að styðja við félagið með hvaða hætti sem er,‘‘ segir Sævar að lokum. LHÞ HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 16. TbL. 3. ÁRgANgUR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@ fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@ fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf.is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is, Ljósmyndaar: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049, Þórður Ingi Bjarnason, sími 822 0068, Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Veffang: fotspor.is Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Það eru góð tíðindi að Íþróttafélag Hafnarfjarðar, ÍH hafi verið vakið upp af værum blundi. Þótt Hafnfirðingar státi af tveimur bestu hand-knattleiksliðum landsins þá er alltaf rými fyrir fleiri til viðbótar. Segja má að ÍH sé eins og litli bróðir risanna tveggja, FH og Hauka. Hjá ÍH eru nefnilega ekki ströngustu kröfur um æfingar og ástundun eða eins og formaður félagsins orðar það hér í blaðinu að hvatinn að endurreisn deildarinnar hafi verið að gefa handboltamönnum, sem af ýmsum ástæðum hættu að spila handbolta, tækifæri til að spila á ný. Ungir handboltamenn sem vegna náms, barneigna eða annarra aðstæðna geti ekki lengur stundað æfingar sex sinnum í viku geta þess í stað æft þrisvar til fjórum sinnum í viku. Einnig gefi þetta eldri handboltamönnum gott tækifæri sem vilja áfram spila handbolta en æfa sjaldnar. Það er von aðstandenda félagsins að bæjarbúar styðji vel við bakið á liðinu og þeim skilaboðum er hér með komið á framfæri. Furðulegar útihátíðir Það er með ólíkindum að á hverju ári á þessum árstíma skuli berast fréttir af ofbeldisglæpum sem framin eru á þessari eða hinni hátíðinni. Ef það er ekki á Eldborg þá er það á Akureyri eða Vestmannaeyjum eða hvar þar sem fjöldinn kýs að safnast saman. Furðu vekur að aðstandendur slíkra hátíða lýsi svo yfir í kjölfarið að viðkomandi hátíð hafi farið vel fram. Í ljósi þess hversu mörg fíkniefnamál koma upp á hverju ári á hátíðum sem þessum þá vekur það ýmsar spurningar um með hvaða hugarfari fólk sækir slíka mann„fagnaði“. Og ekki síður, hvað þarf til að mönnum þyki hátíð hafa farið úrskeiðis? Maður spyr sig? Lifið heil Hólmfríður Þórisdóttir Litli bróðir mætir til leiks Leiðari Hvað veistu um bæinn þinn eru laufléttar spurningar um Hafnarfjörð og sögu hans. Svar á bls 14 HVAÐ VEISTU UM BÆINN ÞINN? ?Spurningin í þessu blaði er:Hvað er Helgafell, bæjarfjall Hafnfirðinga hátt? HaFnarFJörður / garðabærkemur næSt út FöStudaginn 23. ÁgúSt BÆKUR 2013 grípandi saga um framandi heim Það fylgir því alveg sérstök tilfinn-ing þegar sílesandi bókaormur dettur niður á framúrskarandi bók. Ekki síst þegar lesandinn á ekki von á neinu sérstöku, ákveður að gefa bók smá séns en heillast á stundinni af seiðandi texta og frábærri sögu. Þannig er sögunni Flekkuð rétt lýst. Kápan er fjarri því aðlaðandi og alls ekki söluvænleg. En umbúðir eru eitt og innihald annað. Hér er sagt frá Jamilet, ungri stúlku í Mexíkó sem flýr yfir landamærin til Bandaríkj- anna í von um betra líf og dreymIr um að hitta lækni sem getur fjarlægt valbrá á baki hennar sem af ýmsum er talin merki djöfulsins. Hún kynnist eldri manni á geðveikrahæli sem segir henni magnaða sögu með óvæntum endalokum. Í sögunni fylgir lesandinn herra Peregrínó eftir á ferðalagi hans um Jakobsveginn á Spáni til Santiago og áhugaverðum persónum sem eru með honum í för. Hinsvegar er sagt frá tilraun Jamilet að laga sig að lífinu í Bandaríkjunum, sambúð hennar við móðursystur sína og samskipti hennar við jafnaldra sinn. Frásögnin er grípandi og spennandi í senn og auðvelt er að heillast af sögu- umhverfinu og persónunum. Það er full ástæða til þess að mæla með þessari lesningu. Þessa dagana þegar mikið magn bóka kemur úr þá getur þýðingin verið upp og ofan er í þessu tilfelli er þýðingin afbragðsvel heppnuð. Hólmfríður Þórisdóttir Flekkuð Eftir Ceciliu Samartin Þýðandi Nanna B Þórsdóttir Vaka- Helgafell Þorkell Magnússon og Bjarki Jónsson sem hafa gengið til liðs við félagið árni stefánsson fræðslustjóri HsÍ og sævar Már gústavsson, formaður handknattleiksdeildar ÍH. Myndin er tekin þegar þátttökubeiðnin um að leika í 1. deild var send inn

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.