Hafnarfjörður - Garðabær - 09.08.2013, Page 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 09.08.2013, Page 6
9. ágúst 2013 Frumkvöðlastarf í umhverfismálum grænfáninn afhentur í sjötta skipti í leikskólanum norðurbergi Í byrjun júnímánaðar var mikið um að vera í leikskólanum Norð-urbergi. Árleg sumarhátíð var haldin á veglegan hátt og Grænfáninn var afhentur í sjötta sinn. Leikskólinn Norðurberg var fyrsti leikskólinn á landinu til að fá fánann afhentan og hefur því mikið frumkvöðlastarf í um- hverfismálum átt sér þar stað. Anna Borg Harðardóttir, leikskólastjóri hefur stýrt verkefninu ötullega frá upphafi og fræddi blaðamann meira um starfið í Norðurbergi. Allir starfsmenn virkjaðir Anna Borg segir að byrjað var að vinna að umhverfismálum í Norðurbergi árið 1996. Ári seinna fékk skólinn þróunar- styrk frá Mennamálaráðuneytinu til að vinna að þróunarverkefni um um- hverfismennt í leikskóla. Það var fyrsta verkefni sinnar tegundar í leikskólum hér á landi. ,,Þetta verkefni lagði grunninn að þeirri umhverfisstefnu sem rekin er í leikskólanum í dag,‘‘ segir Anna. Auð- veldlega gekk að fá starfsmenn í lið með sér og ekki voru margar hindranir í upphafi. Anna segir að áhugi starfs- manna hafi aukist eftir því sem þeir fengu meiri fræðslu, upplýsingar og tækifæri til að ræða hlutina. ,,Allir voru virkjaðir til að marka umhverfisstefnuna, ekki bara fáir út- valdir. Þetta skipti öllu máli og skiptir enn að allir telji sig eiga hlutdeild í stefnumótun og verða því ábyrgari fyrir vikið að fylgja stefnu leikskólans eftir,‘‘ bætir Anna við. Útikennsla, flokkun og átthagafræði Umhverfismenntunin í Norðurbergi er í stöðugri þróun að sögn Önnu og verður svo um alla framtíð. Stefnan í umhverfismálum er skýr og starfandi er umhverfisráð sem fundar einu sinni í mánuði. Einnig er umhverfisráð barna starfandi en í því ráði eru elstu nemendur skólans. Hlutverk ráðsins er að fara yfir ákveðna þætti sem snúa að umhverfismálum og sinna eftirliti á öllum deildum leikskólans. Margt hefur þróast frá því mark- visst var byrjað að vinna að um- hverfismálum við skólann. Allir matarafgangar fara í ,,Svanga Manga‘‘ sem er sérstök tunna sem er á hverri deild. Svangi Mangi á helst alltaf að vera svangur og börnunum er kennt að skammta sér hæfilega á diskana svo sem allra minnst fari til spillis. Í garðinum eru stærri moltutunnur sem matarleifar eru settar í til moltugerðar. Allt heimilissorp er flokkað og hugað er sérstaklega að umbúðum og flutn- ingaleiðum þegar verslað er inn. Allir nemendur skólans fara reglulega í úti- kennslu og læra átthagafræði auk þess sem elstu börnin fara í skógarferðir í Skógrækt Hafnarfjarðar. Regnvatnið er nýtt sérstaklega í útileikjum og úti- eldun er við eldstæði leikskólans. ,,Við erum í sífelldri þróun og möguleikarnir eru endalausir í fram- tíðinni,‘‘ segir Anna. ,,Það sem við getum gert inni, getum við gert úti‘‘ Anna segir að umhverfisstefnan fléttist eðlilega inn í daglegt líf barna og starfs- manna í Norðurbergi. Allir flokka, molta og setja að lokum heimilissorpið í endurvinnslugám sem stendur á lóð leikskólans. ,,Útikennslan verður sífellt sterkari þáttur í starfinu og í skólanum gildir viðhorfið; það sem við getum gert inni, getum við gert úti,‘‘ segir Anna. Starfsmenn eru sífellt að finna nýjar leiðir til að auðga útikennsluna og má sjá glöggt merki um það við Lund sem er deild fyrir elstu börn skólans. Þar er búið að koma upp útikennslustofum með seglþaki á milli trjánna sem skýlir fyrir veðri. Opið eldstæði er á staðnum og þrífótur, pottar og pönnur eru til staðar. Mikill kraftur og áhugi er hjá starfsmönnum leikskólans að elda meira og oftar úti yfir vetrartímann. Starfsmenn á yngri deildum munu koma meira að útieldun næsta vetur og hefur það verið sett inn í starfsá- ætlun skólans. Grænfáninn hjálpar til við að gera betur í dag en í gær Eins og fram hefur komið var Norð- urberg fyrstur allra leikskóla til að fá Grænfánann afhentan og var það árið 2003. Upphaflega var fáninn hugsaður fyrir öll önnur skólastig en leikskóla- stigið. En öflugir starfsmenn Norður- bergs sönnuðu fyrir Landvernd, sem heldur utan um verkefnið, að fáninn ætti fullt erindi í leikskólum. Með þessu frumkvöðlastarfi var brautin rudd fyrir aðra leikskóla að fara sömu leið. ,,Grænfáninn er frábært verkfæri sem heldur okkur við efnið og hjálpar okkur að innleiða nýjar leiðir í bættum háttum í tengslum við umhverfið okkar nær sem fjær. Hann hjálpar okkur að viðhalda stefnunni og gera betur í dag en í gær. Norðurberg er stolt af Græn- fánanum og ætlar sér að flagga honum um ókomna framtíð,‘‘ segir Anna. Starfsmenn Norðurberg eru bjart- sýnir á að gera enn betur í nánustu framtíð og dýpka umhverfismenntun- ina með börnunum enn meira. ,,Við viljum sýna ábyrgð með því að skila Móður Jörð í betra ásigkomulagi en við tókum við henni,‘‘ segir Anna að lokum. LHÞ 6 Frá afhendingu grænfánans á dögunum, Anna Borg Harðardóttir ávarpar gesti. átthagafræði er kennd í útikennslu við skólann. Veglegt eldstæði er notað í útieldun- inni.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.