Hafnarfjörður - Garðabær - 09.08.2013, Síða 9
99. ágúst 2013
Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reykja-
hlíð, Egilsstöðum, Hellu, Selfossi,
Laugarvatni og Hveragerði. Ennfremur
er fjöldi verkstæða og viðgerðaaðila allt
kring um landið sem veitir félögum í
FÍB forgangsþjónustu og sérkjör. „Segja
má því að FÍB aðstoð nái til alls lands-
ins, nótt sem dag“ nefnir Stefán.
Ný verkefni þá
öðrum lýkur
Runólfur segir að aldrei skorti verk-
efnin. Allt þróist þetta í samræmi við
breyttar þarfir. Hjá félaginu starfi til að
mynda lögmenn og tæknimenn sem
veita félagsmönnum ráðgjöf og aðstoð
í álitamálum sem tengjast bifreiðum
og kaupum, sölu og rekstri þeirra. Þá
hafa félagsmenn aðgang að hverskonar
afsláttum og sérkjörum, ekki bara á Ís-
landi heldur líka á ferðalögum erlendis.
„Félag íslenskra bifreiðaeigenda
er hagsmunafélag bifreiðeigenda og
viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum“
segir Runólfur. Fulltrúar FÍB eiga setu-
og tillögurétt í nefndum á vegum hins
opinbera og félagið fær til umsagnar
frumvörp, tillögur og reglugerðir frá
löggjafar- og framkvæmdarvaldinu.
„Allt skiptir þetta máli og áherslurnar
á hverjum tíma taka tilllit til þess tíðar-
anda sem í gangi er. Þannig var það
fyrir atbeina FÍB að bónuskerfi bifreiða-
trygginga var tekið upp með stofnun
Hagtryggingar 1965. Þegar Skandia
kom inn á íslenska tryggingamarkað-
inn 1992 gerði FÍB afsláttarsamning við
það félag. Samningurinn varð til þess
að önnur vátryggingafélög lækkuðu sín
iðgjöld og tryggingamarkaðurinn nálg-
aðist kröfu FÍB um að bifreiðaeigendur
greiddu iðgjöld í samræmi við áhættu.
Þá var það að frumkvæði FÍB að 92
og 95 okt. blýlaust bensín var sett á
markað hér á landi og félagið heldur
uppi reglubundnu eftirliti með gæðum
bifreiðaeldsneytis með sýnatökum, sem
send eru til greiningar hjá hollenskri
rannsóknarstofu.“ segir Runólfur. Fleira
má nefna sem of langt mál yrði að telja
upp hér.
Umskipti urðu á
stríðsárunum
Á þessum ríflega 80 árum sem félagið
hefur starfað hefur vegakerfið meira
en fimmfaldast að lengd. Vaxið úr tor-
færum, 2.500 kílómetrum í yfir 13.000
kílómetra af vel akfærum vegum. En
það er auðvitað krafan að tryggja ör-
uggar og greiðar vegasamgöngur um
land allt.
„Það er ekkert launungamál að mikil
umskipti urðu á stríðsárunum með
komu mun betri og fjölhæfari bíla til
landsins. Jeppinn kom og hann nán-
ast opnaði Ísland fyrir Íslendingum.
Bifreiðaeign varð almennari en áður.
Í upphafi stríðs voru ríflega 2.000 bílar
skráðir á landinu. Tíu árum seinna voru
þeir 10.500“ segir Runólfur og bætir
við: „en bílar voru skömmtunarvara
og leyfisveitingarnar bundnar við sér-
hagsmuni og klíkutengsl. FÍB hefur ætíð
barist fyrir því að aflétta hömlum og
lækkun gjalda af innflutningi og verslun
með bifreiðar og varahluti. Fyrir 50
árum eða síðla árs 1961 náðist loks sá
áfangasigur að bifreiðainnflutningur
var gefinn frjáls á Íslandi. Frelsið var
takmarkað þar sem allt var líkt og nú
í kjölfar hruns, háð gjaldeyrisleyfum.“
Staðan í dag
FÍB varð 80 ára á síðasta ári. „Þegar
litið er yfir farinn veg verðum við þess
áskynja hversu ótrúlegt þrekvirki hefur
verið unnið í sögu lands og þjóðar á
liðnum áratugum. FÍB hefur komið
að mörgum góðum málum á þessum
tíma. Félagið hefur alltaf barist fyrir
neytendaréttindum, viðskiptafrelsi,
heilbrigðri samkeppni og öryggi veg-
farenda. FÍB þarf stöðugt að halda vöku
sinni í baráttunni fyrir hagsmunum
bifreiðaeigenda enda er rekstur heim-
ilisbílsins með þyngri útgjöldum ís-
lenskra heimila“ segir Runólfur í senn
stoltur af félaginu og líka fullur af
áhyggjum þegar þrengir að.
„Ég hef staðið vaktina í 20 ár sem
framkvæmdastjóri þessa félags og ég
man varla eftir þeim degi að verkefni
skorti. Hagsmunabaráttu íslenskra
bifreiðaeigenda lýkur aldrei. Það
verður alltaf þörf fyrir félag eins og
FÍB á Íslandi. Sagan og reynslan sýnir
það“ segir Runólfur Ólafsson fram-
kvæmdastjóri að lokum um leið og
hann hvetur fólk til aðgæslu á vegum
landsins í sumar í ferðalögum sínum.
Viðtal: Sigurður Þ. Ragnarsson
Komin malbiksklæðning en aðgreining akreina eða umferðarskilti, hvað var það? Myndir: FÍB
Vegaþjónusta FÍB var meðal þátta í starfsemi félagsins. Upphafið má rekja til þess að félagið fékk gefins 6 Land
Rover jeppa frá systursamtökum sínum í Bretlandi, AA. Hann er reffilegur á myndinni, fulltrúi FÍB sem þarna gerir
við forláta Willýs jeppa.
Hvar er vegurinn? Vegirnir voru á köflum hrein skelfing og vart færir venjulegum bílum eins og sjá má á þessari
mynd. stundum spurðu menn sig: Hvar er vegurinn?