Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 2
2 21. febrúar 2014 Gaaraleikhúsinu 565 5900 midi.is gaaraleikhusid.is Sýningar Sunnudagur 23. febrúar kl.20.00 Sunnudagur 2. mars kl 20.00 Sunnudagur 9 mars kl 20.00 Sunnudagur 16 mars kl 20.00 Miða pantanir Það er alltaf gaman í ÓMAR ÆSKUNNAR Sögur af sérstæðu fólki einstök kvöldstund með Ómari Ragnarssyni Brýnt að verja friðlandið Talning á fuglum í Hafnar­firði sýnir að fuglalíf á vatna­svæðum er í góðu gengi, en fuglafræðingar telja brýnt að bæjar­ yfirvöld haldi vöku sinni. „Sérstaklega þarf að verja friðlandið Ástjörn,“ segja Jóhann Óli Hilmars­ son, fuglafræðingur og Ólafur Jó­ hannsson, en þeir sáu um talningu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Þeir segja í skýrslu sinni til bæjar­ ins að friðlandið hafi mikla þýðingu fyrir náttúru landshlutans og sé auk þess eitt af höfuðvígjum flórgoðans á Íslandi. Þeir segja að einungis tveir flórgoðaungar hafi komist þar á legg í fyrra, og það sé lítið. Þeir leggja til að samin verði sérstök verndaráætlun fyrir svæðið, gæsla verði tekin upp að nýju, fræðsla aukin og sett upp skoðunarskýli. Fram kemur í skýrslu þeirra að fuglar voru taldir á Ástjörn, Hval­ eyrarvatni og Hamarkotslæk. Síðast var talið árið 2006 við Ástjörn og Hvaleyrarvatn, en ekki hefur verið talið við Lækinn síðan árið 2000. Fuglalíf á öllum stöðum var í góðu standi miðað við fyrri ár, segja fugla­ fræðingarnir. Gunnar Axel efstur Gunnar Axel Axelsson varð efstur í flokksvali Samfylk­ingarinnar sem fram fór um síðustu helgi. Hann hlaut 400 atkvæði í fyrsta sætið. Margrét Gauja Magnús­ dóttir hlaut 354 atkvæði í 1. ­2. sætið. Þau eru bæði sitjandi bæjarfulltrúar. Adda María Jóhannsdóttir, fram­ haldsskólakennari, hlaut örugga kosningu í þriðja sætið, en bæjar­ fulltrúinn Eyjólfur Þór Sæmundsson hlaut fjórða sætið. Í fimmta og sjötta sæti lentu Ófeigur Friðriksson og Eyrún Ósk Jónsdóttir. Friðþjófur Helgi Karlsson varð í sjöunda sæti og Eva Lín Vil­ hjálmsdóttir í því áttunda. Rúmlega 900 manns greiddu at­ kvæði í flokksvalinu sem mun vera um þriðjungs kjörsókn. Næstum fimmtungur kvótans Fiskistofa fer nú yfir kaup ÚA, Síldarvinnslunnar og Gjögurs á veiðiheimildum Stálskipa í Hafnarfirði. Stálskip fengu úthlutað um 1,2 prósentum af heildarkvóta á Íslandsmiðum, mælt í þorskíg­ ildistonnum. Fiskistofa getur gert athugasemdir ef aðilar – eða tengdir aðilar – fara upp að eða upp fyrir mörk leyfilegs heildarkvóta. Samkvæmt lögum um stjórn fisk­ veiða má heildaraflahlutdeild fiski­ skipa í eigu einstakra eða tengdra að­ ila ekki fara yfir 12% af samanlögðu heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda. Einnig er kveðið á um há­ mark í einstökum tegundum. ÚA, Síldarvinnslan og Gjögur eru öll tengd innbyrðis. Samherji á ÚA og stóran hlut í Síldarvinnslunni. Eins á Gjögur hlut í Síldarvinnslunni. Þá hefur útgerðin Bergur­Huginn úr Vestmannaeyjum verið keypt til Síldarvinnslunnar. Hins vegar mun vera óvíst hvort þessi félög teljast vera „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Ef marka má upplýsingar á vef Fiskistofu um kvótaúthlutun sem birtar voru nýlega, eftir að kvóta­ kaupin áttu sér stað, nema sam­ anlagðar aflaheimildir Samherja, ÚA, Síldarvinnslunnar, Gjögurs og Bergs­Hugins hátt í 18 prósentum af heildarkvótanum við Ísland, í þorskí­ gildistonnum mælt. Hafnarfjarðarbær bíður með viðbrögð sín í málinu meðan Fiski­ stofa hefur það til umfjöllunar, en hann hefur viljað fá forkaupsrétt á aflaheimildum Stálskipa. Ursus vill eignast vatnsveitur, hafnir, raflínur og vegi: Fjárfestar í innviðum samfélagsins Samlagshlutafélagið Ursus I sem keypt hefur stóran hlut í HS veitum hefur það eina markmið að eignast fyrirtæki í grunnþjónustu samfélagsins og hagnast á slíkum kaupum. „Félagið mun fjárfesta með arðsemi hluthafa félagsins að leiðar­ ljósi,“ segir í stofnskrá sem send var fyrirtækjaskrá 23. ágúst í fyrra. Félagið hefur nú keypt ríflega þriðj­ ungshlut í HS veitum af ýmsum sveitar­ félögum á Reykjanesi og Orkuveitu Reykjavíkur. HS veitur færa íbúum á Reykjanesi og víðar neysluvatn, heitt vatn og rafmagn. Fram kemur í tilkynningu Reykjanesbæjar um söluna til Kaup­ hallarinnar í vikunni, að Ursus I slhf. sé í meirihlutaeigu lífeyrissjóða, en ekki er greint frá því í sams konar tilkynningu Orkuveitunnar. „Með kaupum á eignarhlut í HS Veitum er stórt skref tekið í átt að aukinni fjárfestingu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta í innviðum lands­ ins,“ er haft eftir Heiðari Má Guð­ jónssyni, fjárfesti og fyrirsvarsmanni Ursusar I, í áðurnefndri tilkynningu Reykjanesbæjar. Hvaða lífeyrissjóðir? Enginn lífeyrissjóður hefur lýst því yfir að hann hafi tekið þátt í þessum viðskiptum. Heiðar Már Guðjónsson, sagði í samtali við blaðamann að um væri að ræða níu sjóði. Hann vildi ekki upplýsa hvaða lífeyrissjóðir þetta væru, en sagði að þeir ættu „mikinn meirihluta“ í Ursus I. Samkeppniseftirlitið er að sögn að fara yfir viðskiptin og segjast aðilar málsins ekki munu ræða það frekar fyrr en að þeirri skoðun lokinni. Ætla að hámarka „arðsemi“ Reykjanesbær verður áfram stærsti hluthafinn í HS veitum, með ríflega helmings hlut. Hafnarfjarðarbær ætlar að halda sínum 15 prósentum en Ursus I eignast ríflega 34 prósent. Fyrir hlutinn greiðir félagið ríflega 3 milljarða króna. Fram kemur í hluthafasamkomu­ lagi sem gert var samhliða sölunni til Ursusar I, og Hafnarfjörður/ Garðabær hefur í höndum, að 2/ 3 hluthafa þurfi til að taka allar meiriháttar ákvarðanir í félaginu. Þar segir enn fremur að hluthafarnir, Reykjanesbær, Ursus og Hafnarfjarðar­ bær, skuldbindi sig til að vinna m. a. að „arðsemi félagsins sé ávallt hámörkuð“ og fjallað um að hluthafar eigi að fá „bestu mögulegu ávöxtun“ af fjár­ festingu sinni. Fullnægi þörfum almennings Tilgangur starfsemi HS veitna er hins vegar ekki að greiða eigendum arð, ef marka má lög um vatnsveitur sveitarfélaga. Þar segir meðal annars að sveitarfélög í þéttbýli skuli „starfrækja vatnsveitu í þeim tilgangi að fullnægja vatnsþörf almennings, heimila og at­ vinnufyrirtækja“. Ekki verður séð af gögnum til fyrirtækjaskrár að tilgangi samlagshlutafélagsins Ursusar I hafi verið breytt. Sveitarfélögin hafa undanfarin ár tekið hátt í milljarð króna út úr félaginu í formi arðgreiðsla, ef marka má árs­ reikninga HS veitna. Heimildarmynd um Hraunavini Tvær bandarískar kvikmynda­gerðarkonur hafa verið á ferð hér á landi og unnið að heim­ ildarmynd um baráttu Hraunavina gegn vegagerð í gengum Gálgahraun. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu hafa níu verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, þegar til stóð að halda vegagerð áfram í október í fyrra. Fjölmargir voru hand­ teknir og ýmist dregnir út af svæðinu eða settir í fangaklefa. Fyrirtaka í máli þeirra verður í héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn. „Við fengum styrk frá skólanum okkar til að gera myndina,“ segja þær Ashley Moradipor og Katie Ywist, en þær stunda nám við háskóla í Suð­ ur­Kaliforníu í Bandaríkjunum. „Við heyrðum um mótmælin og hugsuðum strax að þetta yrði gott efni.“ Þær greina blaðamanni frá því að þær hafi lesið slatta af greinum um málið á netinu. Mótmæli vegna vega­ gerðar vöktu athygli þeirra, en þær vissu ekki um ákærur og dómsmál fyrr en þær komu hingað. Þær voru viðstaddar fyrirtöku málsins í héraðs­ dómi Reykjaness fyrir skömmu. Þær segja að það hafi komið á óvart að réttað sé yfir fólkinu. Þær þekki engin slík dæmi úr Kaliforníu. „Að vegagerð sé svona umdeild kemur á óvart. Síðan eru þetta friðsöm mót­ mæli og allt friðsamt fólk. Okkur finnst þetta mjög óvenjulegt,“ segja Ashley og Katie. Þær vonast til þess að fá mynd sína sýnda á stöðinni PBS, sem er almanna­ þjónustusjónvarp þar vestra. Kvikmyndagerðarkonurnar ræða við ragnhildi Jónsdóttur sem er í hópi hinna ákærðu. Gunnar axel og Margrét Gauja. adda María Jóhannsdóttir. flórgoði Mynd: Wikipedia.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.