Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.02.2014, Blaðsíða 8
8 21. febrúar 2014 „Markmiðið er að sigra“ Kvennalið Hauka leikur til úrslita gegn Snæfelli í bikarkeppninni á morgun. Leikið verður í Laugardalshöll og hefst leikurinn klukkan 13:30. Snæfell hefur haft nokkra yfirburði í vetur, en Haukarnir ekki langt undan. Hafnar- fjörður/Garðabær settist niður með Guðrúnu Ósk Ámundadóttur, fyrirliða og Bjarna Magnússyni þjálfara, og spáði í spilin fyrir leikinn. „Stemmingin í hópnum er mjög góð og allir spenntir fyrir því að fá að tak­ ast á við þetta verkefni,“ segir Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði kvennaliðs Hauka í körfuknattleik. Á morgun verður leikið til úrslita í bikarkeppni kvenna. Haukastúlkur keppa þá við Snæfell, en bæði lið hafa sýnt góða takta í vetur. Snæfell hefur verið á toppnum í deildinni í vetur og hefur þegar tryggt sér deildarmeistara­ titil, en Haukastúlkur hafa einnig átt gott tímabil og verið skammt undan. Hörkuleikur Ljóst er að barist verður um bikarinn. „Þetta verður án efa hörkuleikur og við förum í þennan leik eins og alla aðra leiki með það markmið að sigra. Snæfell var að tryggja sér deildameistaratitilinn og hafa verið að spila mjög vel upp á síðkastið svo við þurfum að hitta á okkar besta leik til að ná sigri.“ Fimmtán leikmenn eru í hópnum og tveir þjálfarar hafa verið með liðinu auk sjúkraþjálfara sem hefur verið til taks á bekknum. Að því sögðu, eru allar heilar? Hvernig er staðan á liðinu með tilliti til meiðsla? „Hún er bara góð,“ segir Guðrún Ósk, „eitthvað af smávægilegum meiðslum en það verða allir klárir í þeinnan leik.“ Hún hefur sjálf glímt við slitin kross­ bönd, en reiknar ekki með öðru en að vera til með í slagnum á morgun. Góð tilfinning hjá þjálfaranum Bjarni Magnússon tók við kvennaliði Hauka sumarið 2011 og er því á sínu þriðja tímabili með liðið. Hann segir að „góð blanda“ sé í liðinu. Nokkrir leik­ manna hafi leikið lengi í efstu deild, en einnig séu í liðinu stúlkur sem séu að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. En hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á morgun? „Tilfinningin er góð, mikil tilhlökkun hjá leikmönnum, þjálfurum og hjá þeim sem standa hvað næst liðinu. Allir stað­ ráðnir í að gera sitt besta, skemmta sér og njóta stundarinnar,“ segir Bjarni. Allt getur gerst í bikarnum Spurður um hvort hann sé sigurviss segir hann að Haukastúlkur geri sér grein fyrir því að andstæðingarnir séu sterkir. Snæfell hafi haft nokkra yfirburði í deildinni í vetur og hafi þegar tryggt sér deildarmeistaratitil, enda þótt enn séu nokkrir leikir eftir. Á pappírunum sé Snæfell þannig sterkara lið og ekki sé hægt að ákveða neitt fyr­ irfram um sigur. „En ég veit það að við komum vel undirbúnin í þennan leik, staðráðin í að gera okkar besta og gera þetta að spennandi leik. En að sama skapi vitum við að til að ná í sigur þá þurfum við að eiga topp leik og á sama tíma vonast til að Snæfell komi ekki alveg eins vel stemmdar. En er það ekki róm­ antíkin við bikarkeppni, það getur allt gerst!“ Gott tímabil Bjarni segir að tímabilið í vetur hafi gengið nokkuð vel. Byrjunin hafi þó ekki verið eins og vonast hafi verið eftir. Liðið sé hins vegar í öðru sæti í dag „og markmiðið að vera í því sæti þegar deildarkeppni líkur og úrslita­ keppni hefst. Þannig að við erum sátt við hvar við erum í dag og erum bjartsýn á framhaldið.“ Guðrún Ósk segir að góður andi sé í hópnum og stúlkurnar nái vel saman. Félagslífið sé bæði innan vallar og utan. En körfuboltinn sé líka tímafrekur. „Það fer mikill tími í æfingar og undirbúning fyrir leiki og æfum við mjög mikið, en sem betur fer ekki mikið af ferðalögum.“ Frábærir stuðningsmenn „Við eigum frábæra stuðningsmenn og ég skora á Hafnfirðinga og alla aðra sem vilja styðja okkur að mæta á þennan leik,“ segir Guðrún Ósk. Undir þetta tekur Bjarni. „Ég vona svo innilega að körfuknattleiksunnendur, Hafn­ firðingar sem og vinir okkar í Hólm­ inum fjölmenni á völlinn og styðji sín lið og njóti dagsins, því þessar stelpur eiga það skilið að fá góðan stuðning. Svo er voðalega fátt sem toppar það að mæta á svona úrslitaleiki og upp­ lifa stemminguna sem getur myndast í slíkum leikjum. Þannig að ég hvet alla til að ná sér í miða í forsölu í Schenker höllinni og mæta í rauðu á leikinn, frítt fyrir 12 ára og yngri.“ Bæði Guðrún Ósk og Bjarni lýsa ánægju með hvernig búið hefur verið að liðinu. Einnig eru þau þakklát fyrir stuðninginn í vetur. „Aðsóknin á völlin hefur verið fín en maður vill alltaf sjá fleiri mæta í stúkuna,“ segir Guðrún Ósk. Og Bjarni bætir því við að stuðningsmenn hafi verið frábærir. „Auðvitað vildum við stundum fá fleiri til að styðja okkur, en þessi kjarni sem hefur verið að styðja okkur í vetur og síðustu ár hefur verið alveg frábær. Al­ veg sama á hverju hefur gengið inn á vellinum þá fáum við alltaf frábæran stuðning. Þannig að við bíðum spennt eftir að heyra í þeim á laugardaginn í Höllinni.“ Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garða­ bær óskar Haukum góðs gengis í leiknum og hvetur alla sem geta til að mæta og styðja sínar konur. Guðrún Ósk Ámundadóttir. bjarni Magnússon. Í leik gegn Kr í vetur. Mynd: Karfan.is Mynd: Karfan.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.