Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 4
4 21. mars 2014 Ljósveituvæðing í Hafnarfirði Tvöföldun hraða á Ljósveitu á völdum stöðum Míla áformar að tvöfalda hraða á ljósveitukerfi sínu á völdum stöðum á þessu ári en með því gæti hraði á heimilis- tengingum náð allt að 100 Mb/ s. Þá er þróun á allt að 1 gígabita tengingum langt komin. Mikil uppbygging hefur verið á Ljósveitunni í Hafnarfirði síðustu misseri. Um 80% heimila í Hafnarfirði hafa nú þegar möguleika á að nýta sér háhraðaþjónustu fjarskiptafyrirtækj- anna um Ljósveitu Mílu og áætlað er að lokið verði við að tengja öll íbúða- hverfi í Hafnarfirði fyrir árslok 2014. Þessa dagana er verið að vinna við upp- setningu götuskápa í Kinnum og við Selvogsgötu og Öldugötu, svo eitthvað sé nefnt. Verkáætlanir Mílu er hægt að skoða á heimasíðu fyrirtækisins www. mila.is undir liðnum Ljósveita. Uppbygging á Ljósveitu Mílu hefur staðið yfir um allt land, samhliða upp- byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Um 65% heimila á íslandi geta nú tengst þessu öfluga háhraðaneti Mílu. Nú þegar hafa um 85 þúsund heimili tengst Ljósveitunni og hafa þá möguleika á að nálgast háhraðaþjónustu hjá sínu fjarskiptafyrirtæki. Samkvæmt áætlun Mílu fyrir 2014 mun heimilum með aðgang að Ljósveitu fjölga um 15 pró- sentustig og hafa þá um 80% heimila aðgang að þessari fjarskiptalausn. Ljósveitan er opið aðgangsnet sem öll fjarskiptafyrirtæki geta haft aðgengi að. Ljósveitan veitir heimilum 50 Mb/ s tengingu internethraða til sín og 25Mb/ s frá sér sem uppfyllir þarfir flestra heimila og vel það, því að auki er mögulegt er að horfa á fimm mis- munandi sjónvarpsrásir eða tvær mis- munandi háskerpurásir í einu, án þess að uppgefinn 50Mb/ s internethraði skerðist. Míla hefur sett stefnuna á að byrja að bjóða 100 Mb/ s á völdum svæðum á þessu ári, og þá er þróun á 1Gb/ s tengingum langt komin. Ef spár ganga eftir þá verður 1Gb/ s tengingar komnar í gagnið innan þriggja ára. Tenging við Ljósveituna er einföld og hagkvæm fyrir viðskiptavini því sjaldn- ast þarf að breyta innanhússlögnum. Hvorki er þörf á framkvæmdum á lóðum eða í húsum þeirra sem vilja tengjast. Nútímatæknin nýtir fyrirliggj- andi lagnir við símstöð eða götuskáp. Þar tekur öflugur ljósleiðari við gagna- flutningnum og hraðinn bæði til og frá heimilum margfaldast. Hraði og öryggi tengingarinnar skapar kjöraðstæður til fjarvinnu, afþreyingar og samskipta. Hraði Ljósveitunnar er það mikill að streymi í tölvu hefur ekki áhrif á móttöku sjón- varpsefnis eða nettengdrar leikjatölvu og snjallsíma, svo dæmi séu tekin. Almenn notkun á rafrænum gögnum hefur aukist jafnt og þétt og er hún ekki eingöngu bundin við tölvur og snjallsíma, því rafræn miðlun marg- vísleg afþreying er þegar mikil og sér ekki fyrir endann á þessari þróun. Míla starfar eingöngu á heildsölu- markaði og veitir öðrum fjarskipta- fyrirtækjum aðgang að netum sínum, þar með að Ljósveitunni. Til að kaupa þjónustu að Ljósveitu Mílu þarf að hafa samband við það fjarskiptafyrirtæki sem óskað er eftir að eiga viðskipti við. Á http:/ / www. mila.is/ adgangsnet/ ljosveitan/ vidskiptavinir/ má sjá þá þjónustuaðila sem veita þjónustu á Ljósveitu Mílu. Árangursrík endurfjármögnun - Hafnarfjörður kominn með sama lánshæfismat og Kópavogur Hafnarfjarðarbær er með lán í erlendri mynt hjá FMS Wert-management í Þýskalandi sem er með reglulegum afborgunum ársfjórðunglega ásamt stórum loka- gjalddaga í desember 2015. Í bæjarráði 13. mars sl var kynnt lánstilboð frá Íslandsbanka til að endurfjármagna erlent lán Hafnarfjarðarbæjar hjá FMS. Vinnunni sem er að ljúka með til- komu lánstilboðs Íslandsbanka hófst í júní á síðasta ári. Við sem höfum komið að þessari vinnu fyrir sveitarfélagið höfum að sjálfsögðu lagt áherslu á mik- ilvægi þess að vel takist til við endur- fjármögnunina. Þó svo að lokagjald- dagi erlenda lánsins hjá FMS/ DePfa sé ekki fyrr en í lok árs 2015 töldum við mikilvægt að hefja strax undirbúning, ekki síst vegna þeirra gjaldeyrishafta sem í gildi eru hér á landi. Lykillinn að árangursríkri endur- fjármögnun er að tryggja aðgengi að meira fjármagni en þarf að nota. Með lánsloforði Íslandsbanka allt að 13 milljörðum króna, hefur bærinn náð að tryggja það og er þar með í betri samningsstöðu gagnvart kaupendum skuldabréfa og öðrum mögulegum lánveitendum. Það er því ólíklegt að allt fjármagnið sem felst í lánstilboði Íslandsbanka verði nýtt. Lánatilboð eins og það sem Íslands- banki hefur nú samþykkt er staðfesting á tryggri og ábyrgri fjármálastjórn sveitarfélagsins. Þetta sést líka í láns- hæfismati Reitunar sem hefur metið lánshæfi Hafnarfjarðar sem i. BBB1 (sem er besta B-einkunn), sama láns- hæfiseinkunn og bæði Kópavogur og Arionbanki hafa. Nú er beðið viðbragða Seðlabanka Íslands við umsókn bæjarins um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að fyrirframgreiða erlenda lánið. Hins vegar tryggir samþykkt lánatilboðs Ís- landsbanka endurfjármögnun erlendra lána sveitarfélagsins að fullu óháð því hvert svar Seðlabankans verður. Fjárhagsstaða Hafnar- fjarðarbæjar enn sterkari en áður Með endurfjármögnun erlenda láns- ins styrkist fjárhagsstaða Hafnarfjarðar enn frekar. Greiðslubyrði lækkar, endurfjármögnunaráhættu hefur verið eytt og verulega dregur úr gjaldeyr- isáhættu sem reyndar hverfur alveg ef Seðlabanki Íslands heimilar upp- greiðslu á láninu. Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðar- bæjar hefur styrkst jafn og þétt. Á kjör- tímabilinu hefur núverandi meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingar unnið að endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins ásamt undirbúningi að að endurfjármögnun á erlendu láni sveitarfélagsins. HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 6. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Það er umhugsunarefni að einn af hverjum fjórum sem svarað hefur í skoð-anakönnunum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands segist ætla að kjósa óskrifað blað. Björt framtíð hefur hvorki kynnt frambjóðendur né sýn í málum Hafnarfjarðar, en mælist með 15 prósenta fylgi. Svipaða sögu er að segja af Pírötum. Þeir mældust með upp undir 10 prósenta fylgi í upphafi mánaðarins. En nú hafa þeir gengið frá lista. Oddviti flokksins, Brynjar Guðnason, er í viðtali hér í blaðinu og greinir frá áherslumálum flokksins. Nú vill svo raunar til að meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hefur þegar efnt að minnsta kosti eitt kosningaloforð fyrir Pírata. Enda eru þeir fleiri sem hafa gegnsæi á stefnuskránni. Hafnarfjarðarbær hefur gengið hvað lengst, ef ekki allra lengst, allra sveitarfélaga í landinu í að auka gegnsæi í stjórnsýslunni, til að mynda með því að birta fylgigögn með fundargerðum sem birtar eru á vef bæjarins. Það er sjálfsögð þjónusta við íbúa. Svo má vitaskuld hrósa fyrir það framtak, sem raunar tíðkast víða, að senda beint út frá bæjarstjórnarfundum á netinu. Fólk hefur góð tækifæri til að fylgjast með kjörnum fulltrúum sínum. Brynjar nefnir einnig beint lýðræði. Góð reynsla er af þátttöku íbúa í ýmsu sem varðar mikilvæg mál úti í heimi, líka gerð fjárhagsáætlana. Mikilvæg grunnvinna í þessum efnum hefur verið sett í gang í Reykjavík. Framkvæmdin er ekki gallalaus, en tilraunin er allrar athygli verð. Sömuleiðis hefur var unnið ötullega að þátttökulýðræði í innanríkisráðuneytinu á síðasta kjörtímabili. Það er gott að málið sé á dagskrá. Nýju fólki fylgja stundum nýjar hugmyndir og ný sýn. Björt framtíð er óskrifað blað í Hafnarfirði. Píratar eru að byrja að kynna stefnu sína og frambjóðendur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim reiðir af í vor. Spyrja má hvort skoðanakannanafylgið komi til af ímynd og framgöngu samnefndra flokka á Alþingi. Kannski af því að flokkarnir urðu til eftir Hrun? Aðrir flokkar verða væntanlega dæmdir af verkum sínum, en stefnan er yfirleitt skýr hvað varðar hina rótgrónari flokka. En einstrengingsleg framganga ríkisstjórnarinnar getur haft áhrif á viðhorf fólks til sveitarstjórnarkandídata stjórnarflokkanna. Það verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur. Ingimar Karl Helgason Óskrifuð (og skrifuð) blöð Leiðari Höfundur er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Höfundur er Sigurrós Jónsdóttir, deildarstjóri Samskipta hjá Mílu. Miðbærinn okkar Á heimasíðu Hafnarfjarðar-bæjar þar sem fjallað er um hverfin og skipulag segir m. a. um miðbæinn: „Miðbær Hafnar- fjarðar er miðstöð opinberrar þjón- ustu í Hafnarfirði og verður efldur sem einn af helstu kjörnum verslunar, þjónustu og menningar á höfuð- borgarsvæðinu. Markmið skipulagsins er að í miðbæ Hafnarfjarðar sé mikið framboð verslunar og þjónustu og þar sé líflegt mannlíf og menningar- starfsemi sem laði að bæði íbúa og ferðamenn.“ Verslun og þjónusta. Nú vitum við öll að miðbærinn er hvorki miðstöð opinberrar þjónustu né einn af helstu kjörnum verslunar, þjónustu og menningar á öllu höfuð- borgarsvæðinu. Sýslumaður flutti á Bæjarhraunið og ÁTVR mun flytja úr Firði þannig að opinber þjónusta fjarlægist miðbæinn sem er miður. Á sama tíma hefur jákvæð þróun verið t. d. á Strandgötu. Þar hafa vinsælar verslanir með handverk og veitinga- og kaffihús opnað og Víkingaþorpið sem á engan sinn líka er þar starfrækt. Allt er það góð þróun fyrir miðbæ- inn. Einnig hafa nokkrar verslanir fest sig í sessi í Firði sem á eftir að eflast þegar fram líða stundir. Nýtt hús með verslunarkjarna mun rísa fljótlega á Strandgötunni aftan við Fjörð sem mun styrkja starfsemi í miðbænum því skortur er á góðu verslunarrými þar. Skipulagið Þó svo að umgjörð miðbæjarins sé ein sú besta á landinu frá náttúrunnar hendi ber skipulag miðbæjarkjarn- ans þess ekki merki að svo sé. Því miður hafa skammtímahagsmunir oftar en ekki ráðið för í skipulaginu þar sem stórar byggingar hafa orðið fyrir valinu í stað lágreistar, þéttrar og samfelldrar byggðar sem hefði fallið betur að byggðinni í kring með tilheyrandi þjónustu. Unnið er að skipulagi svæða við miðbæinn þ. á. m. á Dvergsreitnum þar sem gert verður ráð fyrir húsum sem samsvara sig að nærliggjandi byggð. Einnig hefur svæðið frá Drafnarslippnum að Flensborgarhöfn verið til umfjöll- unar en mikilvægt er að skipulagið þar byggi á þjónustumiðaðri byggð þar sem við bæjarbúar og aðrir geti notið handverks og veitinga í návist við höfnina. Miðbær Hafnarfjarðar hefur alla burði til þess að verða einn af helstu kjörnum verslunar, þjónustu og menningar á höfuðborgarsvæðinu. Við Hafnfirðingar höfum tækifæri í skipulaginu og þurfum að sameinast um að byggja upp miðbæinn okkar til framtíðar en ekki með skamm- tímahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er Ó. Ingi Tómasson, situr í skipulags- og byggingaráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.