Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 15

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 15
1521. mars 2014 Kynning: Hvað er Optishot golfhermir? Optishot golfhermirinn er tölvu- forrit sem er mjög einfalt í upp- setningu fyrir alla og hentar öllum kylfingum sem vilja æfa með sínum kylfum og vera í góðu formi fyrir komandi sumar á vellinum. Það sem þú þarft að hafa er tölva sem getur tengst netinu á meðan forritið er sett upp þú þarft ekki að vera nettengdur á meðan þú ert að spila. Optishot pakkinn inniheldur tölvuforritið og mottuna sem í eru 16 skynjarar sem reikna út sveifluferilinn þinn, stöðu kylfuhausins þegar hann kemur í boltann, sveifluhraðann og taktinn í sveiflunni, og þú sérð bolta flugið. Það fylgja svampboltar sem hægt er að nota en forritið býður einnig upp á það að nota venjulega golfbolta eða engan bolta. Með pakkanum koma 13 heims- frægir golfvellir sem forritið býður þér upp á að spila m.a. Barseback, Scotts- dale TPC og Torrey Pines, Long Island Black, The Canadian club og Black Mountain GC Hua Hin, þar sem þú getur spilað eða æft einn eða með allt að þremur vinum. Einnig er hægt að kaupa fleiri heimsþekkta velli á heima- síðu hjá dancindogg.com sá nýjasti er Melbourne Golf Club völlurinn þar sem forsetabikarinn var spilaður í nóvember 2011 fleiri vellir eru í boði í dag eins og Old Scot Golf Course (sem er eftirlíking af Old Course á St. Andrews), Atlanta Highlands og Royal St. Marks (sem er eftirlíking af Royal St. Georges). Hægt er að æfa sig á völlunum hvort sem þú spilar holuna frá upphafi til enda eða staðsetur þig einhvers staðar til að æfa eitthvað sérstakt högg. Einnig er hægt að fara á æfinga- svæðið til að sjá sveifluferilinn og stöðu kylfuhaussins þegar hann kemur í boltann því þetta tvennt er það mikilvægasta þegar kemur að því að slá boltann. Einnig kemur með for- ritinu driving range þar sem upp koma 6 flatir með lengdum frá 79 til 268 metrum. Þar er gott að æfa allar kylfur, hægt er að æfa stutta spilið á driving range og einnig á öllum brautum á völlunum sem koma með tækinu. Á flötunum færðu að sjá hallann frá öðrum kúlum og þá þarf að lesa rétt úr eins og venjulega á golfvellinum. Æfingar í Optishot herminum skila sér vel úti á golfvelli þar sem þú lærir mikið á því að sjá hvers vegna það er að gerast það sem gerist. Optishot hermirinn er mjög góður hermir. Hann er ótrúlega einfaldur í uppsetningu og uppfyllir mínar þarfir fyrir golf á veturna. Í herminum getur þú valið einn af 13 frábærum golf- völlum sem eru mjög raunverulegir. Einnig getur þú valið aðstæður í hvert skipti, Leirulogn eða bara logn, hraðar eða hægar flatir. Umsögn frá Erni Ævari úr GS Ég get farið hvert sem er út á völl og æft eina tegund af höggum því ég hef tekið eftir því að höggin úr Optishot herminum er mjög lík þeim sem ég slæ úti á velli t.d. er meðalhögglengdin mín í herminum með 8 járni um 138 metra en fullt högg með áttunni á sumrin flýgur um 140 metra hjá mér. Ég get fylgst með sveifluferlinum mínum en mitt vandamál í gegnum tíðina hefur verið að ég er að koma of mikið yfir toppinn í niðursveiflunni og kemur það mjög vel fram í herm- inum þegar sveiflan verður þannig. Þetta er tæki sem ég get mælt með fyrir hvaða kylfing sem er því þetta er í senn mjög góð skemmtun og gott æfingatæki til að fylgjast með sveiflu- ferlinum og stöðu kylfuhaussins í högginu. Mæli með að kylfingar skoði tækið og prófi það í verslun iRobots þar sem tækið er uppsett til að upplifa frábæru eiginleika tækisins af eigin raun. Hægt er að kaupa Optishot golf- herminn í Verslun iRobot í Hafnar- firði HVERFAFUNDIR bÆJARSTJÓRA bEINT SAMbAND Miðvikudaginn 26. mars kl. 19:30-21.00 Fundarstaður: Hraunvallaskóli Mánudaginn 24. mars kl. 19:30-21.00 Fundarstaður: Hvaleyrarskóli Þriðjudaginn 25. mars kl. 19:30-21.00 Fundarstaður: Lækjarskóli VELLIR, ÁSLAND, SETbERG SUÐURbÆR, HVALEYRARHOLT NORÐURbÆR, VESTURbÆR MIÐbÆR, HRAUN bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundina Dagana 24.- 26. mars mun bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir halda hverfafundi þar sem fjallað verður m.a um fjármál bæjarins, hjúkrunarheimili í Skarðshlíðinni, endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins og annað sem er á döfinni í bæjarfélaginu í viðkomandi hverfum. Að kynningu lokinni mun bæjarstjóri svara spurningum sem brenna á fundargestum og tekið verður við ábendingum um það sem betur mætti fara í bænum. bEINT SAMbAND Hverfafundirnir eru góð leið til að koma skoðunum á framfæri og fá svör við spurningum. Öllum ábendingum verður komið áfram til þeirra sem hafa með málin að gera og þeim er síðan fylgt eftir. Hverfafundir eru góður vettvangur til að fylgjast með því sem er á döfinni og þar hafa bæjarbúar tækifæri til að spyrja bæjarstjórann beint um málefni bæjarins. ÞINN FUNDUR ÞITT HVERFI

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.