Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 14
Fullkomið heitt súkkulaði Hitið að suðu, setjið í bolla, skreytið með þeyttum rjóma og njótið. 3100 g Lindu suðusúkkulaði 1 l mjólk 1 2 PIPA R \ TBW A • SÍA • 123408 – ómótstæðilega gott 14 21. mars 2014 Oddviti Pírata vill opna stjórnsýsluna upp á gátt og opna bókhaldið: Brýnt að tryggja aukið þátttökulýðræði Brynjar Guðnason er oddviti Pírata í bæjarstjórnarkosningunum í vor, en Píratar völdu lista sinn í prófkjöri á netinu. Brynjar er 25 ára gamall, einhleypur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Hann hefur haft afskipti af pólitík í gegnum Samfylkinguna en en átti ekki samleið með henni. Hann segir Pírata leggja áherslu á opið bókhald og þátttökulýðræði – þátttökufjár- lagagerð ekki síður – en hann nefnir einnig að taka verði á fjármálum bæjarfélagsins og hvernig þróa megi grunnskólana til að mæta breyttum kröfum á vinnumarkaði. „Ég hef alltaf haft skoðanir og fylgst með stjórnmálum, var skráður í Sam- fylkinguna sem unglingur en áttaði mig fljótlega á því að ég ætti ekki samleið með þeim og sagði mig úr flokknum áður en ég fékk kosningarétt. Frá þeim tíma og þangað til ég skráði mig í Pírata var ég virkur í ópólitískum fé- lagsstörfum,“ segir Brynjar Guðnason í samtali við blaðið. Hönnuður og björgunar- sveitarmaður Brynjar starfar hjá eigin fyrirtæki, Góða dátanum, sem hann rekur í félagi við annan, en starf hans er einkum fólgið í hönnun og umbroti. Hann hefur meðal annars starfað hjá Fréttablaðinu, íslensku auglýsingastofunni og fyrir vefritið Kjarnann. Brynjar er útivistarmaður, fjallgöngukappi, og starfar með björg- unarsveit. Auk þess er hann áhugamaður um heimspeki, fjölmiðla, hönnun og tækni. Hann segist ekki eiga sér beinar fyrirmyndir, en reyni að tileinka sér hið góða í fari annarra. En nokkur listaverk hafi haft mikil áhrif á lífsskoðanir sínar og nefnir hann bæði bókina um Góða dátann Svejk og kvikmyndina Dr. Strangelove (or How I learned to stop worrying and love the bomb). Upplýstar ákvarðanir Brynjar lýsir grundvallarhugsjónum sínum þannig að hann vilji taka ákvörðun og mynda stefnu í ljósi þeirra gagna og þekkingar sem hafi verið aflað í hverju máli. Þetta sé raunar grunnstefið í stefnu Pírata. „Ég tengi í rauninni vel við alla grunnstefnuna, sem er ástæðan fyrir því að ég skráði mig í Pírata.“ Fjármálin, bókhaldið, lýðræðið - Hver eru að þínu mati þrjú brýnustu málin fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að beita sér í til skemmri tíma? „Það brýnasta er að ná betri tökum á fjármálum, opna bókhaldið fyrir bæjar- búum og tryggja aukið þátttökulýðræði.“ Til lengri tíma telur Brynjar það til mikilvægustu markmiðanna að „opna stjórnsýsluna upp á gátt og gera hana gegnsæja og aðgengilegri bæjarbúum – þar á ég við t.a.m. opið bókhald, að gera íbúum auðveldara að fylgjast með og hafa áhrif á mál sem tekin eru fyrir í nefndum og ráðum og að bærinn leggi áherslu á að birta öll gögn á opnum sniðum. Opið bókhald veitir mikið og nauðsynlegt aðhald á meðferð bæði kjörinna fulltrúa og embættismanna með peningana okkar,“ segir Brynjar. „Ágætt fyrsta skref“ Þess má geta að bæjaryfirvöld byrjuðu nýlega að birta nákvæmar upplýsingar um fjárreiður bæjarins, þar á meðal eru framlög til einstakra skóla og leikskóla, til íþróttafélaga og félagasamtaka, kostn- aður við mokstur og hirðingu, auk þess sem greint er frá kostnaði við stjórnsýslu bæjarins, auk skatttekna. Rauntölur eru birtar með samanburði við fjárhagsá- ætlun bæjarins; bæði fyrir hvern mánuð og einnig miðað við árið. „Þetta er ágætt fyrsta skref en við viljum að hver færsla í bókhaldinu sé birt á netinu, fyrir utan þær sem er eðlilegt að birta ekki sem stakar færslur vegna persónuverndarsjónarmiða, og það sé hægt að leita í þeim á þægilegan hátt,“ segir Brynjar. Þátttökufjárlagagerð Hann nefnir einnig að fjármál bæjarins séu líka langtímaverkefni. „Og svo held ég að það sé mikilvægt að skoða hvernig við þróum grunnskólana til að mæta breyttum kröfum á vinnumarkaði, það er mjög jákvætt skref að Áslandsskóli taki nú þátt í verkefninu Forritarar fram- tíðarinnar. Svo þarf að skoða hvernig við getum innleitt þátttökufjárlagagerð – sem hefur gefið mjög góða raun í borgum eins og Porto Alegre í Brasilíu.“ Kjörnir fulltrúar sitji ekki of lengi Um gengi Pírata í Hafnarfirði í bæj- arstjórnarkosningunum í vor, segist Brynjar vera hóflega bjartsýnn. - Gæti það haft áhrif á gengi Pírata, sem hafa mælst með 9,5 prósenta fylgi í Hafnarfirði í könnun sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birt var í byrjun mánaðarins, að þið eruð ný í bæjarpólitíkinni? „Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif það hefur að við séum ný í bæjarpólitíkinni en eins og við sáum með Besta flokkinn í Reykjavík þá getur verið styrkur að vera nýr. Mér finnst já- kvætt ef að hér komast að nýir bæjar- fulltrúar, mín skoðun er að við ættum að takmarka verulega þá lengd sem hægt er að sitja í kjörnum embættum, hvort sem það er í sveitarstjórn eða á Alþingi.“ Auki traust á Pírötum Brynjar bætir því við að það skipti máli að Píratar hafi verið kjörnir á Alþingi. Það hafi hjálpað til við að auka traust á Pírötum. „Það styður líka vel við sveitarstjórnaframboðin að hafa full- trúa á Alþingi, sbr. frumvarp Pírata um breytingu á sveitarstjórnalögum sem myndi gera einstökum sveitarfélögum kleift að lækka það hlutfall íbúa sem þarf til að krefjast atkvæðagreiðslu um einstök mál.“ Spurður um hvort hann stefni á bæj- arstjórastólinn, er svarið afdráttarlaust: „Nei“. -En myndu Píratar starfa með hverjum sem er í meirihluta? „Ef okkur byðist að fara í meirihluta- samstarf þá væri ég auðvitað ekki einn um að taka þá ákvörðun en mér finnst mjög mikilvægt að opna bókhald bæj- arins, ég held að það yrði erfitt að fara í samstarf með flokki sem vildi það ekki.“ Brynjar Guðnason Brynjar efstur hjá Pírötum Brynjar Guðnason varð efstur í próf-kjöri Pírata í Hafnarfirði. Tíu gáfu kost á sér en 21 greiddi atkvæði. Í öðru sæti lenti Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Finnur Þ. Gunnþórsson í þriðja sæti og Kristlind Viktoría Leifsdóttir í fjórða sæti. Píratar hafa mælst með töluvert fylgi enda þótt listi þeirra hafi ekki legið fyrir fyrr en nú. Þannig var fylgið 9,5 prósent í könnun sem birt var í byrjun mánað- arins. Garðabær: Sjálfstæðismenn breyttu listanum Framboðslista Sjálfstæðisflokksins Garðabæ var breytt í kjölfar mik- illar óánægju með uppstillingu á listann. Uppstillingarnefnd setti Gunnar Einars- son, bæjarstjóra, í fyrsta sætið, en hann ákvað, í kjölfar mikillar gagnrýni að gefa kost á sér í áttunda sætið í staðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann verði áfram oddviti listans og bæjarstjóraefni. Röð annarra í efstu sætum listans er svona: Áslaug Hulda Jónsdóttir, verður í efsta sætinu, Sigríður Hulda Jónsdóttir í öðru sæti. Þá Sigurður Guðmundsson, Gunnar Valur Gíslason, Jóna Sæmunds- dóttir, Almar Guðmundsson, og Sturla Þorsteinsson í sjöunda sæti. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ mældist með tæplega 59 prósenta fylgi í skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið í nóvember. Yrðu þetta niðurstöður kosninganna fengi Sjálfstæðisflokkurinn níu bæjarfulltrúa af ellefu, eða 80 prósent bæjarfulltrúa að sögn Morgunblaðsins. Þetta er í fyrsta sinn sem bæjarstjórn- arkosningar fara fram í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Sjö bæjarfulltrúar voru í hvoru sveitar- félagi fyrir sameiningu, en nú verða þeir 11. Þreifingar hafa verið um sameigin- legt framboð nokkurra hreyfinga undir merkjum Bjartrar framtíðar, en fólk af Á-lista á Álftanesi og M-lista fólksins í Garðabæ mun vilja taka þátt í fram- boðinu en óvíst er með Vinstri græn. Samfylkingin hafði þegar síðast spurðist, ekki vilja taka þátt í slíku framboði og framsóknarmenn bjóða fram sér. sveitarstjórnakosningar 2014 auglýsingasíminn er 578 1190 netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.