Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 21.03.2014, Blaðsíða 6
21. mars 2014 Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Vestfirðir. Konan mín er frá Flateyri þannig að ætli fallegustu konurnar komi ekki þaðan líka. En í Hafnarfirði? Finnst alltaf gaman að koma í Hellis- gerði en minn uppáhaldsstaður er klár- lega Gaflaraleikhúsið. Eftirlætis íþróttafélag? KR (hef ekki alltaf búið í Hafnarfirði) og Liverpool Hvað áttu marga „vini“ á Facebook? Eitthvað yfir 200 Uppáhaldstónlistarmaður eða tón- listarstefna? Hef alltaf verið mest fyrir þungarokk og ætli Zakk Wylde og Dave Mustaine séu ekki mínir menn þar. Hér heima er það hljómsveitin Dimma sem heillar mig mest þessa dagana. Hvaða bók eða listaverk hefur haft mest áhrif á þig og hvers vegna? Tinnabókin Veldissproti Ottokars kon- ungs. Þessi bók var til á sveitabæ þar sem ég var í vist þegar ég var fimm ára og mér fannst svo pirrandi að geta ekki lesið hana að ég ákvað að læra að lesa og var orðin fluglæs þegar ég byrjaði í grunnskóla. Hvert sækirðu afþreyingu? Ætli það sé ekki sjónvarpið og þá helst góðir þættir. Er núna að horfa á bresku útgáfuna af Shameless. Síðan hef ég alltaf lesið mikið en geri það mest- megnis á iPadinum í seinni tíð þar sem mér finnst rafbækur alger snilld. Nóg að taka með sér eitt tæki hvert sem maður fer í staðinn fyrir að troða bókum í hvert skúmaskot í töskunni. Síðan er netið í upplýsingaöflun hvort sem það eru fréttir eða lærdómur. Hvert var fyrsta starfið, og hvað hefurðu tekið þér fyrir hendur fram að þessu? Fyrsta alvöru starfið mitt (fyrir utan blaðaútburð) Var í fiskvinnslu í Ólafs- vík þegar ég var 13-14 ára og var mest í saltfisknum. Síðan var ég lagerstjóri hjá Apple umboðinu sáluga. Síðan vann ég í Hampiðjunni, Plastos og Kassa- gerðinni áður en ég fór í Iðnskólann Af hverju leiklist? Þetta er gömul baktería sem tók sig upp þegar Sædís Enja dóttir mín ákvað þetta vildi hún gera í fram- tíðinni. Ég setti mig í samband við LH og fór á opin fund hjá þeim fyrir nokkrum árum. Var svo beðin um að koma í stjórnina og hef verið þar síðan. Við Sædís lékum svo saman í Fúsa froskagleypi sem var einstaklega gaman og gaf okkur feðginunum tæki- færi til að eyða góðum tíma saman í sameiginlegu áhugamáli. Nú er yngsta dóttirinn komin með þennan áhuga og vonandi náum við öll að vera í sömu sýningu í framtíðinni. Það eru ekki mörg áhuagamál sem bjóða börnum og foreldrum upp á að stunda það saman. Hvað er skemmtilegast við leik- listina? Það er þessi sköpun sem á sér stað í leikhúsinu. Sem áhorfandi finnst mér alltaf gaman að koma í salinn og sjá sviðið uppsett en geta kannski ekki gert mér grein fyrir hvaða tilgang hlutirnir á sviðina hafa en sjá þetta svo allt lifna við eftir því sem líður á sýninguna. Síðan er einstaklega gaman að fá að vera einhver annar í smástund og fá að taka þátt í því að láta söguna lifna við. Að leika níræðan fallbyssukóng var td alveg frábær upplifun. Ef þú værir ekki að vinna við það sem þú gerir, hvað gerðir þú þá? Myndi ekkert slá hendinni á móti því að vera leikari. Áttu þér fyrirmynd í leik eða starfi? Held að börnin mín séu mínar fyrir- myndir í dag. Hvað er að þínu mati mikilvægast fyrir Hafnarfjörð? Að hafa nóg upp á að bjóða fyrir börn og unglinga hvort sem það eru íþróttir, leiklist, tónlist, myndlist eða eitthvað annað. Þetta eru einfaldlega bestu forvarnir sem hægt er að bjóða upp á. Hafnarfjörður hefur sem betur fer staðið sig með sóma hvað þetta varðar þó að ég myndi vilja sjá meira lagt í menningarhlutann í þessum málum. Að því sögðu, hvað mættu bæjaryf- irvöld gera betur? Hvað okkur í leikfélaginu varðar myndi ég vilja sjá framtíðarlausn í húsnæðismálum félagsins og er ég ekki í nokkrum vafa um að sú lausn muni finnast og að við getum sett meiri kraft í unglingastarfið hjá okkur og haldið áfram að setja upp metnað- arfullar sýningar sem bæjarbúar geti verið stoltir af. Hvaða stundir í lífinu eru gleðileg- astar? Góðu stundirnar ekki spurning. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í leikhús er í uppáhaldi hjá fjölskyldunni og er dóttir mín nánast með lögheimili í Gaflaraleikhúsinu þar sem Leikfélag Hafnarfjarðar er með aðstöðu. Leiðinlegast? Hvað gerir þú þegar þér leiðist eða ekki í góðu skapi? Reyni að finna mér eitthvað annað að gera og það virkar oftast Hvenær líður þér best? Þegar ég geri eitthvað skemmtilegt, hvort sem það er með fjölskyldunni, í leikhúsinu eða að grúska í einhverju tæknitengdu. Hvað er framundan hjá Styrmi Bolla? Nú um helgina ætla ég að sjá Hið vikulega sem er nýtt verkefni hjá LH sem nær yfir fjórar sýningarhelgar. Þar munu handritshöfundar hafa viku til að skrifa stuttverk sem leikararnir hafa svo aðra viku til að æfa og setja svið á laugardagskvöldi. Á meðan eru höfundar að skrifa ný verk fyrir næsta laugardagskvöld sem leikarar fá afhent daginn eftir fyrstu sýningu og svo gegnur þetta koll af kolli. Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta nánar má fara inn á www.leikhaf.is Þar er einnig hægt að skrá sig á póstlistann okkar til að fá sendar tilkynningar um sýningar og námskeið og svo erum við að sjálf- sögðu á facebook. Síðan fer ég á árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi þar sem sjálfur Robbie Fowler verður heiðursgestur og er bara nokkuð spenntur fyrir því líka. Lífsmottó: You'll Never Walk Alone. 6 Styrmir Bolli Kristjánsson: Lærði að lesa á Tinnabók fimm ára gamall Styrmir Bolli Kristjánsson prentsmiður og hönnuður hjá Prentun.is, býr í Hafnarfirðinum ásamt konu sinni og hefur átt hér heimili í hátt í tveggja áratuga skeið og lengi starfað í bænum. Hann hefur lengi verið virkur í Leikfélagi Hafnarfjarðar og er meðal annars varaformaður félagsins nú um stundir og heldur úti heimasíðu félagsins, www.leikhaf.is. Hann á þrjár dætur, sem hann telur til sinna allra mestu sigra og fyrirmynda ekki síður. Eftirlætis staðurinn hans í Hafnarfirði er Gaflaraleikhúsið, en svo er hann líka „Poolari“ og finnst það ekki leiðinlegt hlutskipti þessa dagana. Styrmir Bolli Kristjánsson er í yfirheyrslunni að þessu sinni. styrmir Bolli hefur tekið að sér mörg hlutverk hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Hér má sjá hann í Fúsa froskagleypi.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.