Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.09.1987, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.09.1987, Blaðsíða 4
Opið bréf til Atvinnumálanefndar SEINNI HLUTI Hér keniur seinni hluti bréfs frá Jóhannesi Kristinssyni Gámavini um hina umdeildu skýrslu Hilmars Viktorssonar um gámaútflutning sem Atvinnumálanefnd lét gera. Ef fleiri vilja tjá sig um málið, er blaðið þeim opið. I Jóhannes Kristinsson hjá Gámavinum. 6.0. Þegar kemur að þessum kafla skil ég hvað Atvinnu- málanefnd er annt um að ég og fleiri sjái ekki skýrsluna, því ég held að þegar lestur þessa kafla er lokið skammist þeir sín og feli bókmenntirnar. „Þar sem eignaraðild vinnsl- unnar í flotanum er minni.“ Um þetta þarf ekki að fjölyrða, það hefur komið fram áður að fiskvinnslan á um 70% kvótans, hvað svo sem fiskvinnslan hefur sagt vesalings skýrslugerðar- manninum. Ég nenni ekki að fjölyrða meira um þennan kafla, enda er hann eins og hinir í kross, og allir sem til þekkja hlæja. 7.0. Almennt reikningsrugl. Þó skal bent á því til glöggv- unar reiknislist skýrslugerðar- mannsins að: „árið 1985 voru afskriftir 24 milljónir, sem jafn- gildir 10% afskrift af vátrygg- ingamati fjögurra báta, Gullberg, Huginn, Kap og Sig- hvatar Bjarnasonar. 1986. Afskriftir voru 29 millj: sem jafngildir 10% af vátrygg- ingamati bátanna Gullberg, Kap II og Sighvatar Bjarnason- ar. Bátum í viðmiðun afskrifta hefgur fækkað um einn milli ára.“ Fyrir svona reiknislist, hefði maður verið rekinn úr 1. bekk Barnaskóla. ^8.0. Þetta er hrikalegasti kafli skýrslunnar, og hafa menn ver- ið settir bak við lás og slá fyrir minna. Agalegast er að vita hvað öll þjóðin lætur blekkjast af allskonar skýrslugerðum, nefndarálitum og öðru fargani. Fjölmiðlar grípa skýrsluna, rífa út tölur, samanber 1.0 milljarð- , ur í tap fyrir þjóðarbúið, án þess að sannreyna nokkuð hvað á bakvið er. Ég mun reyna að halda áfram með að taka hvern kafla fyrir sig, þó að erfitt sé, því þetta er svo hrikalega illa uninn skýrsla að næstum ómögulegt er að halda sér við hvern kafla, því þetta er allt í kross. 8.1. Augljósir. 8.2. Allt í einu hækkar skila- verðið úr gámum úr 38.95 í 40.00 pr. kg. Skýrslugerðar- maðurinn gefur sér 7.5% toll, til að lækka skilaverð úr gámum. Takið eftir í skýrslunni draumórunum! „Með gámatolli yrði skila- verð 36.00 kr.pr.kg. hráefnis. Frystihúsin hafa möguleika á 36.00 kr.pr.kg. hráefnis. Kaup- verð frystihúsanna pr.kg. hrá- efnis gæti hækkað í 36.00 kr.pr.kg.,“ og hugsanlega áfram: Kaupverð verður, kaup- verð skal vera og svo framvegis. Stýring er aðeins hugsanleg á einn veg: Bannað að flytja úr kvóta sem fiskvinnslan á í gámum, né sigla með hann ísaðan í veiðiskipum. 8.3. „Þjóðhagslegir hagsmun- ir.“ Þar með talið Vestmanna- eyjar. Ég vil benda atvinnu- málanefnd á að þegar skýrslu- gerðarmaðurinn fer að sýna snilld sína í útreikningi, tekur hann allar hagstæðustu tölurn- ar fyrir frysta fiskinn. Einfalt reiknisdæmi, það væri óskandi að Atvinnumála- nefnd liti á tölur og það sem liggur á bakvið, áður en hlaupið er, og fólk gerir sig að athlægi, tala nú ekki um fjölmiðlafárið: 34.400.000 kg. x 40 kr. = 1.376.000.000 skilaverð til út- gerðar. 34.400.000 kg. x 130 kr. = 4.472.000.000 x 43% 1.922.960.000 eða 34.400.000 kg. x 43% nýting = 14.792.000 kg. x 130 = 1.922.960.000. Hugsið ykkur, annarsvegar skilaverð til útgerðar en hins- vegar söluverð í U.S. A. Kr. 130.00 er: 168 cent/pr.lbs, x 2 = 336 cent pr.kg. : 100 = $ 3.36 pr.kg. x 38.70gengi dollar- ans = 130. Það er rétt að það komi fram að skilaverð til útgerðar kr: 40.00 eru skilaverð kr. 40.00 nettó. Það þýðir að búið er að greiða allan tilfallinn kostnað: Hafnargj., flutningsgj., erl.kostn. og allt smotterí sem fylgir. Mismunur kr: 555 millj. fyrir þjóðarbúið. Til athugunar fyrir Atvinnumálanefnd: Þjóðarbú- ið = allt ísland. Vestmannaeyj- ar aðeins hluti. 1.927 millj. er söluverð í U.S.A. Miðað við þærforsend- ur sem skýrslugjafi gefur sér, eða 168 cent pr.lbs. sem eru nýjustu tölur á þorski, nær hefði verið að taka eitthvað sem líktist verðinu á viðmiðun- artímabilinu. Það kemurhvergi fram í skýrslunni, hugsardegur kostn., t.d. flutninguro.fi. eða hvert raunverulegt skilaverð til frystihúsa er. Ef skýrslugjafi gæfi sér sömu forsendur og við kolan yrði framleiðsluverðmæti fisk- vinnslu af 34.400 tonnum 616.640 þús. Mism. 1.310 millj. framlag gáma umfram fisk- vinnslu, sem er ekkert ósenni- legri tala en 555 millj. hina leiðina. Það má líka reikna, ef menn vilja fá réttar tölur sem eru 232 mill. umfram fisk- vinnslu. 8.4. Sama sagan um marg- földunaráhrif, sem ómögulegt er að gera sér grein fyrir. 8.5. „Fækkún vinnustunda fiskvinnslufólks er vegna til- komu gámana, ásamt aukinni hagræðingu.“ Út úr þessum kafla er ekki hægt annað að lesa en allt verkafólk eigi að vera á sömu launum og fiskvinnslufólk. Skýrslugjafi getur ekki hugs- að sér sjómenn með þreföld laun fiskverkamanns, hins veg- ar get ég vel hugsað mér fisk- verkamann með þrefalt meiri laun en hann hefur í dag. 8.6. „Verð á erlendum mörkuðum." Af hverju ekki bara verð á U.S.A. mörkuðum? Um þenn- an kafla get ég lítið sagt, finnst eins og skýrslugjafi hafi lesið ámóta skýrslur eftir ámóta skýrslugjafa. Þó endar hann þennan kafla með þversögn: Með tilkomu gámanna hefur leitt til aukins möguleika við afsetningu á fiski. Heildarverð á bolfiskaaf- urðum hefur aukist vegna gámafisks. 9.0. „Bátum í Eyjum þarf að fjölga." Þessum hlutum er ég einna kunnastur hér í Eyjum. S.l. 10 til 15 ár voru bátar bannvara, en togarar voru keyptir. Það er skoðun bátamanna, þeirra fáu sem eftir eru, að ef fiskverð hefði verið sambærilegt til þeirra og togaranna, væri hér allt með felldu, bátar hefðu verið endurnýjaðir og nýir komið. „Fiskmóttaka." Sameigin- lega kælda fiskmóttöku hefur maður séð á teikniborðinu all oft. Staðreyndin er: Engin samstaða frystihúsanna. „Vertíðarfiskur.“ Það hefur verið gert að á dagróðrabátum svo lengi sem ég man eftir í landi og miklu lengur. „Hlutdeild vegna kvóta.“ Ég er hræddur um að allir hefðu breytt sinni sókn, ef þeir vissu hvað framtíðin ber í skauti sínu. „Fiskmarkaður.“ Ég mæli með gólfmarkaði, tel fjar- skiptamarkað ekki raunhæfan. „Myndun verðgrundvallar.“ Ég er óhræddur við þá hug- mynd sem er sett fram í þessum kafla. Hversvegna eftirlit og niðurstöður yrðu unnar af hlut- lausum aðila? Er ekki skýrslu- gjafinn að segja þarna að hann sé ekki hlutlaus. 10.0. „Allar nýjungar í fisk- iðnaði krefjast aukins mann- afla, frá því sem nú er.“ Nýjungar leiða í mörgum til- fellum til meiri fullvinnslu, skortur á starfsfólki. „Tollar.“ „Mikiívægt er að aflétta toll- um á ferskum flökum til Evrópu." Ég get í sjálfu sér verið sam- mála tollaafnáminu, en það er ekki svo mikið í þágu Vest- mannaeyja, hinsvegar finnst mér eins og að ef ekki nást tollalækkanir á fersk flök skuli hækka tolla á gámafisk. í Vest- mannaeyjum eru mjög slæmar aðstæður til að flytja út férsk flök. Fiskur sem búið er opna alla vöðva geymist ekki ferskur nema tvo daga. Þau skip sem hér koma við eru 3 daga að koma sér í erlendar hafnir. Til að komast í flug er alltof dýrt. Skortur á starfsfólki, átak þarf til að fjölga starfsfólki í fiskvinnslu. „Fiskvinnslufólk og kjör þess, plús gámatollur til fisk- vinnslufólks.“ Það er búið að setja lög á gámafisk, sem er rúmlega 1.0%, þetta rúmlega 1.0% fer til fiskvinnslunnar og er senni- lega til uppbyggingar á Aðal- stræti 8, Reykjavík. Ef taka á allt að 8.5% í tolla af gámafiskinum leggst hann hreinlega niður og því verður ekkert til skiptanna handa fisk- vinnslufólkinu. Skortur á starfsfólki á næstu árum getur hamlað nýjung- um í fiskiðnaði. Það er stað- reynd að það vill helst enginn vinna í fiskvinnslu, tökum dæmi: Það eru starfandi at- vinnumiðlanir, ef talað er við þær er fullt af fólki að leita að allskonar vinnu, nema ekki í fiski. „Hugsanlegar úrbætur.“ Þetta eru svo sem ágætar tillögur að undanskildum gám- atollinum. 11.0. „Niðurstöður og álit.“ „Það getur verið varhuga- verð fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar, sem byggja nær eingöngu á útgerð og fisk- vinnslu og fámennur hópur út- gerðar og sjómanna geti ráðið afkomu margra bæjarbúa.“ Að skýrslugjafinn skuli ekki segja það beint, að það er betra að mjög svo fámennur hópur neðan Strandvegar ráðskist með hag allra bæjarbúa. Það er staðreynd að í Vest- mannaeyjum búa 4.800 manns, óg hefur það verið nokkur síð- astliðin ár, ef 13% fækkun væri um að ræða plús þessi marg- földunarstuðull, ættu að vera um 4.000 manns í dag hér. Aðal draugurinn er að fisk- vinnslufólk er að flytja úr Vest- mannaeyjum. Það er hvergi talað um flótta sjómanna, úr Vestmannaeyjum. Það er hvergi talað um að ef gámafisk- urinn hefði ekkúkomið til væri nú þegar 1200 til 1500 manns færra en ella, í Vestmannaeyj- um. „Lokaorð." í lokaorðunum er svo sem ekkert nýtt, en sem flestir myndu vilja styðja í framkvæmd, en því miður, flest ef ekki allt er óframkvæman- legt. Því hefur skýrslugerðar- maðurinn svarað hér á undan með þessari langloku skýrslu sinni. Jóhannes Kristinsson Aðalfundur Briddsfélags Vestmannaeyja verður haldinn miðvikudaginn 23. sept- ember kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu. Allir hjartanlega velkomnir. Létt spilaæfing á eftir. STJÓRNIN

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.