Fréttir - Eyjafréttir - 04.02.1988, Page 1
15. árgangur Vestmannaeyjum, 4. febrúar 1988 9. tölublað
Sjoppa
í sókfi
Smarabar
19.440 tonn eru komin á land af loðnu frá áramótum, 8.440 tonn hjá FIVE og 11.000 tonn hjá FES. Leiðindaveður var á
miðunum i gær, Iítið um að vera og ekki vitað um báta á leið hingað. Guðmundur VE landaði um 500 tonnum í FES’í gær og
í fyrradag lönduðu ísleifur VE og Gullberg VE samtals um 600 tonnum. Myndin var tekin þegar löndun var að hefjast úr
Gullbergi. •
Alþjóð-
legt
skákmót
í Eyjum?
Fyrirhugað er að halda
alþjóðlegt skákmót í Eyjum
i vor eða sumar. Bæjarráð
hefur þegar samþykkt að
leita eftir því við Taflfélag
Vestmannaeyja að sjá um
framkvæmd mótsins og
leggja fram kostnaðaráætl-
un áður en það tekur afstöðu
til tjárveitinga.
Líklegast er að ofan á
verði alþjóðlegt mót sem
gæfi áfanga til alþjóðlegs
meistara. íslendingar eiga
um þessar mundir marga
unga skákmeistara sem allir
standa á þröskuldi þess að
ná áfanga til alþjóðlegs
meistara eða jafnvel alþjóð-
legum meistaratitli. Kepp-
endur verða líklega 12,
þ.á.m. íslenskir og erlendir
stórmeistarar, og einnig 2-3
Vestmannaeyingar.
Það er tímaritið SKÁK
sem sér um allan undirbún-
ing að mótinu. en ætlunin er
að skipa framkvæmda-
stjórn.
Vestmannaeyjabær stóð
síðast fyrir alþjóðlegu skák-
móti árið 1985 í samvinnu
við tímaritið Skák og vakti
það mót heimsathygli.
Nýr Herjólfur:
Ráðherrum kynnt-
ar teikningarnar
Stjórn Herjólfs hf. hefur
kynnt forsætis- og samgöngu-
ráðherra teikningar og útboðs-
gögn af nýju skipi.
Magnús Jónasson fram-
kvæmdastjóri sagði að þeir
hefðu gengið á fund Þorsteins
Pálssonar forsætisráðherra og
Matthíasar Á Mathiesen sam-
gönguráðherra á mánudaginn.
„Þeir tóku okkur einstaklega
vel og allt gott um það að
segja,“ sagði Magnús og sagði
að þeir stæðu alveg stífir með
stjórn fyrirtækisins varðandi
nýtt skip.
Sagði Magnús að fljótlega í
næstu viku gengu þeir á fund
fjárveitinganefndar Alþingis og
fjármálaráðherra.
Nokkur aukning var í
farþegaflugi Flugleiða á síð-
asta ári, eða úr 43.655 far-
þegum 1986 í 47.313 farþega
1987. Þessar upplýsingar lét
Bragi Ólafsson, umdæmis-
stjóri Flugleiða blaðinu í té.
Á árinu 1987 var farin 831
flugferð á vegum Fíugleiða
og 31 ferð með öðrum vélum
á vegum Flugleiða. Ekkert
var flogið í 46 daga á síðasta
ári og 69 dagar voru „hálfir“
dagar. Til samanburðar var
ekkert flogið í 29 daga 1986.
Árið 1987 var það næst-
besta í fólksflutningum milli
lands á Eyja á vegum Flug-
leiða. Metárið var 1975 en
þá voru farþegar um 49.000.
Þess má geta að heildar-
fjöldi lendinga á flugvellin-
um í Vestmannaeyjum á
síðasta ári voru 4.308.
Flugleiðir:
47.313 farþegar
á síðasta ári
— Aðeins einu sinni áður
meiri fólksflutningar.
Mynd-
bands-
tæki m/
fjarstýr-
ingu:
Verð kr. 25.300
Hljóm-
tækja-
sam-
stæóur
með plötu- og
leiserspiip^
Verð kr. 35 350
HJÓL
12“,16“,20“ og
einnig þríhjól.
Hitapúðar
og teppi
á lager
Ruglastu
ekki í ríminu
og fáðu þér
afruglara
Sjón er sögu
ríkari!
Skólavegi 1
Sími1300