Fréttir - Eyjafréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 6
Fimmtudaginn 4. februar 1988 — FRÉTTIR
Rósa Magnúsdóttir, formaður svd. Eykyndils:
Slysavarnafélag
Islands 60 ára
• „Öryggisnáinskeið sjómanna höfðu verið haldin vítt um landið
og sjómenn voru að vakna til vitundar um eigið öryggi og líf við
störf sín á sjónum.“
• Rósa Magnúsdóttir.
Slysavarnafélag íslands var
stofnað 29. janúar 1928 og er
því orðið 60 ára.
All langur aðdragandi var að
stofnun þess. Oddur V. Gísla-
son prestur í Grindavík er
ótvírætt frumkvöðull slysa-
varna hér á landi. Árið 1888
hélt séra Oddur fyrirlestur í
Reykjavík um „Bjargráð í sjáv-
arháska“. Kynnti hann þar ým-
islegt sem til hjálpar gæti orðið
í sjávarháska. Svo sem, sund-
kunnáttu, bárufleyga, notkun
lýsis og olíu til að lægja öldur,
sjó í kjölfestu í stað grjóts og
margt fleira. Einnig hvatti hann
menn til samstöðu um slysa-
varnir. Hélt séra Oddur fyrir-
lestra um þessi mál í mörgum
stærstu verstöðvum landsins.
Áhrif þessara fyrirlestra urðu
þau að stofnaðar voru bjarg-
ráðanefndir víða á Suðurnesj-
um. Pá gaf hann út blaðið
„Sæbjörgu" árið 1892 sem var
helgað að mestu slysavörnum
og hagsmunamálum sjómanna.
Skrifaði hann mjög mikið um
þessi mál, smárit, bæklinga og
í blöð. Árið 1894 flytur sér
Oddur vestur um haf.
En eldmóður hans og hvatn-
ing átti eftir að hafa áhrif.
Óhætt er að fullyrða að séra
Oddur kveikti þann neista sem
átti eftir að verða að þeim
hugsjónaeldi sem Slysavarna-
félag íslands hefur byggt og
starfað eftir í 60 ár.
Þó líða áratugir þar til SVFÍ
er stofnað. Ekki var hugsjónin
gleymd og urðu ýmsir til að
halda henni á lofti. Eldeyjar
Hjalti var einn þeirra. Árið
1906 ritar hann í „Lögréttu",
að við Suðurland þurfi skip til
aðstoðar viö fiskiskipaflotann. ;
Einnig þurfi að koma fluglínu-
byssur sem víðast við strendur
landsins. Karl Einarsson þing-
maður fékk samþykkt á Alþingi
1918 að landstjórnin veitti
sveitarfélagi. fiskifélagsdeild
og félagi einstakra manna í
Vestmannaeyjum styrk til
kaupa á björgunarskipi.
Skömmu síðar er Björgunarfé-
lag Vestmannaeyja stofnað og
er Sigurður Sigurðsson frá Arn-
arholti ráðinn erindreki þess.
Var hann mikill eldhugi í þessu
rnáli. Fór hann utan og gekk
frá kaupunum á „Þór". Hinn
26. mars 1920 kom Þór hingað
til heimahafnar. Með stofnun
Björgunarfélags Vm og komu
Þórs er brotið blað í sögunni og
vísir lagður að öflugu starfi í .
sjóslysavörnum, björgunar-
starfi og landhelgisgæslu. Þá
var Guðmundur Björnsson
landlæknir ötull frumherji.
Árið 1912 skorar hann á Fiski-
félag fslands að hefja baráttu
gegn hinum tíðu og válegu sjó-
slysum. Loks árið 1926 er sam-
þykkt á fiskifélagsþingi stofnun
Björgunarsjóðs íslands, fáist
samþykkt á Alþingi ákveðið
framlag til sjóðsins. Þingmenn
felldu þá tillögu. En á þessu
Fiskiþingi var stigið það gæfu-
spor fyrir slysavarnir á fslandi
að Jón Bergsveinsson er ráðinn
erindreki Fiskifélagsins í björg-
unarmálum. Þegar Slysavarna-
félag fslands er stofnað 1928
varð hann fyrsti starfsmaður
þess. Fór hann utan að kynna
sér siysavarnir. Eftir heimkom-
una hófst hann þegar handa við
að kenna meðferð björgunar-
tækja og miðla af þekkingu
sinni. Ferðaðist hann um
landið, kynnti SVFÍ og vakti
fólk til vitundar um nauðsyn
slysavarna. HvarsemJón Berg-
sveinsson kom tendraði hann
áhuga og samstöðu fólksins um
þetta mál. Stofnaði hann, eða
hafði áhrif á að stofnaðar voru
slysavarnardeildir vítt og breitt
um landið. í dag eru deildir í
félaginu 134, þ.e. karla-,
kvenna-, unglingadeildir og
björgunarsveitir. f upphafi
beindist starfsemin einnig að
því að afla björgunartækja á
sjó og land, kenna meðferð
í þeirra og miðla almennri
| fræðslu um slysavarnir. Þetta
1 kom í hlut Jóns og var hann
ötull og virtist oft óstöðvandi í
áhuga sínum. Jón Bergsveins-
son var erindreki og fram-
kvæmdastjóri SVFÍ í 21 ár. Var
það mikil gæfa ungu félagi að
fá notið krafta og eldmóðs
hans.
Þessir menn voru frumkvöðl-
ar að stofnun SVFÍ ásamt öðr-
um góðum mönnum og konum
sem of langt er hér upp að telja.
Fyrsti formaður Slysavarna-
félags íslands var Guðmundur
Björnsson landlæknir. Hann
hafði verið kjörinn form. undir-
búningsnefndar í desember
1927. Vel hefur verið unnið að
undirbúningnum, því mánuði
síðar er félagið orðið að veru-
leika. Var því gefið nafnið
Slysavarnafélag íslands að til-
lögu Guðmundar. Stofnendur
félagsins voru á annað
hundrað. Guðmundur var
form. félagsins í fjögur ár eða
meðan honum entist heilsa til.
Annar formaður var Þor-
steinn Þorsteinsson skipstjóri,
sem hafði verið varaforseti fél.
frá stofnun þess. Var hann
form. í 6 ár að Friðrik V.
Ólafsson var kosinn form.
Hann hafði verið 1. stýrimaður
á Þór. Var hann form. til 1940
er hann baðst undan endur-
kosningu vegna anna við önnur
störf, en var áfram í stjórn
SVFÍ þar til hann andaðist
1962.
Fjórði forseti var kosinn
Guðbjartur Ólafsson hafnsögu-
maður. Var hann einn af stofn-
endum þess og í stjórn þess frá
1938 og forseti frá 1940 til 1960.
Gunnar Friðriksson var kos-
inn forseti 1960 til 1982 að
Haraldur Henrýsson var kosinn
forseti SVFÍ. Allir hafa þessir
menn unnið SVFÍ mikið og
gott starf. Við hlið þeirra hafa
# „Á síöustu árum hefur oröið
vakning hér á landi um nauðsyn
slysavarna bæði á landi og sjó.“
starfað margir merkir menn og
konur sem lagt hafa SVFÍ lið af
hugsjón og dugnaði. Vert væri
að geta þeirra allra t.d. Árna
Árnasonar gjaldkera félagsins
um áraraðir, Henrý Hálfdánar-
sonar framkvæmdastjóra
SVFÍ í 28 ár og svo ótal margra
annarra.
í fyrstu lögum félagsins var
ákveðið að markmið þess sé
fyrst og fremst „Að sporna við
sjóslysum, drukknunum og
öðrum slysum og vinna að því
að hjálp sé fyrir hendi handa
þeim sem lenda í sjávarháska."
Var þetta eðlilegt vegna hinna
tíðu sjóslysa hér við land.
Eins og áður sagði beindist
starfsemin í upphafi að því að
stofna deildir sem víðast um
landið, afla björgunartækja á
sjó og land, almennri fræðslu
um notkun þeirra. Þá var einnig
unnið markvisst að því að auka
öryggi skipa og herða eftirlit
með búnaði þeirra. Þannig hef-
ur starfsemi SVFÍ verið tvíþætt
frá upphafi. Útbreiðslu og
fræðslustörf og hjálpar og
björgunarstörf á sjó og landi.
Þá hefur frá upphafi verið á
stefnuskrá SVFÍ að byggja
skipbrotsmannaskýli við
strendur landsins og síðar sælu-
hús á heiðum uppi. Eru þessi
hús nú orðin um 80. Langflest
skýlanna eru með fjarskipta-
búnað sem nú er verið að
endurnýja og nauðsynlegan
öryggisbúnað til varnar vosbúð
og kulda. Er sárt til þess að vita
að á síðustu árum, eftir að
umferð fólks fór að aukast um
fáfarna staði, að til eru svo
vanþroska og tillitslausir ein-
staklingar að þeir víla ekki fyrir
sér að skemma þann nauðsyn-
legasta búnað sem í þessum
húsum eru. Þennan búnað sem
getur skipt sköpum um líf eða
dauða þurfandi samborgara.
Árið 1931,24. mars var brot-
ið blað í sögu slysavarna hér á
landi. Þann dag bjargaði Slysa-
varnarsveitin Þorbjörn í
Grindavík, 38 skipsbrotsmönn-
um af franska togaranum Cap
Fagnet er strandað hafði nálægt
Grindavík. Voru fluglínutæki
þá notuð í fyrsta sinn hér á
landi. Hefur verið bjargað á
þriðja þúsund manns með
björgunartækjum SVFÍ á þess-
um 60 árum frá stofnun þess.
Bátagæsla á grunnslóð hefur
ávallt verið áhugamál SVFÍ,
deilda þess og björgunarsveita.
Á árunum 1938 til 1956 átti
SVFÍ hugmyndir og frumkvæði
að smíði fjögurra skipa, með
miklum stuðningi almennings.
Voru það: Sæbjörg, María Júl-
ía, Albert og Gísli J. Johnsen.
Ríkið sá um rekstur þessara skipa
Íiar til 1952 að Landhelgisgæslan
slands er gerð að sjálfstæðri
stofnun og tók við skipunum.
En þróunin heldur áfram og
á síðustu árum hafa björgunar-
sveitir SVFÍ víða um land eign-
ast létta og hraðskreiða björg-
unarbáta, sem eru ávallt til taks
örf krefur.
rið 1947 hafði SVFÍ for-
göngu um að þyrla var fengin
hingað til lands og kynnt hér
með björgunarstörf í huga. Var
stofnaður þyrlusjóður til kaupa
á þyrlu ef ríkissjóður tæki að
sér rekstur hennar. En því var
hafnað. 1964 eru hafnar við-
ræður við dómsmálaráðherra
og forstjóra landhelgisgæslunn-
ar um hugsanlega sameign á
þyrlu. Varð það til þess að
þyrlan TF Eir var tekin í notk-
un í apríl 1965. Fjármagnaði
SVFÍ yfir 50% af kaupverði
hennar. Þegar TF Gná var
keypt lagði SVFÍ fram vænan
sjóð. Enn eru til umræðu þyrlu-
kaup og verður fylgst náið með
framvindu þeirra mála.
Á síðustu árum hafa deildir
og björgunarsveitir reist félags
og björgunarstöðvar fyrir starf-
semi sína, víða um land. Hefur
þar skapast góð aðstaða fyrir
starfsemina og áhugi á starfinu
aukist til muna.
Stór áfangi náðist í öryggis-
málum sjómanna þegar Til-
kynningaskylda íslenskra skipa
tók til starfa í maí 1968. Var
SVFÍ falin skipulagning og
framkvæmd hennar. Imaí 1977
voru samþykkt lög um Tilkynn-
ingaskyldu íslenskra skipa og
SVFÍ falin framkvæmd hennar.
Hefur þetta verk verið í þróun
æ síðan og er nú unnið að
tölvuvæðingu hennar og fleiri
nýjungum. Enn vill brenna við
að bátar tilkynni sig ekki eða
illa en þó hefur skilningur sjó-
manna aukist á þessari þörfu
þjónustu, sem fyrst og fremst
eykur öryggi þeirra sjálfra.
Á síðustu árum hefur orðið
vakning hér á landi um nauðsyn
slysavarna bæði á landi og sjó.
Er það mikið fagnaðarefni okk-
ur öllum.
Öryggisfræðsla sjómanna
hefur verið eitt stærsta verkefni
SVFÍ á síðustu árum. Er SVFÍ
eignaðist varðskipið ÞÓR fyrir
tilstuðlan góðra manna, á rétt-
um stað, á réttri stundu, rættist
óskadraumur. Með samstilltu
átaki, mikilli vinnu óteljandi
fórnfúsra handa var skipinu
komið í sjóhæft ástand, breitt í
skólaskip, gefið nafnið Sæbjörg
og tekið í notkun sem Öryggis-
skólaskipið SÆBJÖRG.
Öryggisnámskeið sjómanna
höfðu verið haldin vítt um land-
ið og sjómenn voru að vakna til
vitundar um eigið öryggi og líf
við störf sín á sjónum. Starf-
semi Öryggisskólans í SÆ-
BJÖRGU hefur þegar lyft
Grettisátaki og á eftir að hafa
stórkostleg áhrif á öryggismál
sjómanna um ókomin ár. Við
megum þó ekki sofna á verðin-
um og halda að öllu sé borgið.
Það bíða okkar óteljandi verk-
efni sem þarf að gefa gaum og
starfa að, starfa af sama eld-
móði og krafti og þeir sem á
undan okkur voru. Því þótt
mikið hafi áunnist er margt
ógert sem bíður okkar í SVFÍ.
Stöndum öll saman og eflum
starfsemi Slysavarnafélags
íslands.
Hér hefur verið stiklað á
stóru og margt látið ósagt. Þó
má ekki sleppa því að minnast
á kvennadeildirnar, um land
allt. Þær hafa verið ötular í
starfinu frá upphafi og Iagt
vænan skerf til starfsemi SVFÍ.
Slysavarnafélag íslands 60
ára. Megi gæfa og gengi fylgja
þér um ókomin ár og sá hug-
sjónaeldur sem gaf þér líf, loga
um aldir.
Rósa Magnúsdóttir
forni. svd. Eykyndils
Heimildir: Skyldu þeir róa í dag, Tómas
Þorvaldsson. Ráðst. um öryggismál sjó-
manna 1987. Björgunarstarfið. Árbækur
SVFÍ. Hannes Hafstein.
• „Fluglínutæki hefur bjargað á þriðja þúsund manns.“
SVFÍ 60 ÁRA — SVFÍ 60 ÁRA — SVFÍ 60 ÁRA — SVFÍ 60 ÁRA — SVFÍ 60 ÁRA — SVFÍ 60