Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 04.02.1988, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 04.02.1988, Side 9
FRÉTTIR — Fimmtudaginn 4. febrúar 1988 9 UTSALA Útsalan hófst í dag íimmtudag 4. febrúar 10-70% afsláttur afskóm Notið tœkifœrið og gerið góð kaup og töskum Leðurjakkar 10% afsláttur Skólavegi 6ISÍS2349 Guðlaugur Gíslason: Gjald fyrir veiðileyfi yrði nýr skattur á landsbyggðarfólkið f Morgunblaðinu 28. janúar sl. er frásögn af fundi í Heimdalli, F.U.S., þar sem iðnaðarráðherra lét þá skoð- un sína í Ijós að bráð nauð- syn vœri fyrir íslenskan út- flutningsiðnað að starfsskil- yrði sjávarútvegs og iðnaðar yrðu jöfnuð með því að selja veiðileyfi á miðunum um- hverfis landið. Þessa hug- mynd mátti einnig lesa út úr sjónvarpsviðtali við fjár- málaráðherra fyrir nokkru, þó hann tæki ekki eins ákveðið til orða og iðnaðar- ráðherra gerði á umræddum fundi í Heimdalli. Samanber frásögn Morgunblaðsins, sem engin ástæða er til að véfengja, lauk iðnaðaráð- herra ræðu sinni með því að það væru. „úrelt byggða og afturhalds sjónarmið að halda uppteknum hætti,“ það er að leyfa eftirgjalds- lausan aðgang að fiskimið- unum í kringum landið. Ég held að það sé nauð- synlegt fyrir stjórnvöld og reyndar íandsmenn alla að skoða þetta dæmi nánar. Þegar Verðlagsráð sjávar- útvegsins ákveður verð á fiski er lagður til grundvallar rekstrarkostnaður fiski- skipaflotans og yrði þá greiðsla fyrir veiðileyfi, ef til kæmi, að sjálfsögðu meðtal- in og fiskverðið síðan ákveð- ið með hliðsjón af því. Þetta yrði því í rauninni ekki skattur á útgerðina, nema að því leyti sem afli er seidur erlendis á mörkuðum. Gjald fyrir veiðileyfin myndu því færast beint yfir á fiskvinnsl- una í hækkuðu fiskverði, sem þýða mundi aukin út- gjöld hennar, sem hún gæti ekki vellt af sér þar sem frantleiðslu hennar er háð verðlagi á erlendum mörkuðum eins og allir vita. Myndi þetta skerða rnögu- leika fiskvinnslunnar til hækkunar á launum þess fólks sem þar vinnur, sem allir eru þó sammála um að óhjákvæmileg sé. Það furðulega er að þessi hugmynd umræddra ráð- herra skuli vera sett fram á sama tíma og forsætisráð- herra, og án efa sjávarút- vegsráðherra einnig, eru í óða önn að leita að leiðum til að sjá fiskvinnslunni far- borða og er þá að sjálfsögðu reiknað með þeim óhjá- kvæmilegu kauphækkunum til fiskvinnslufólks sem framundan er. Nýr skattur á landsbyggðina Samkvæmt skýrslum Fiskifélags íslands eru rúm- lega 93% af afla landsmanna lagður á land úti á lands- byggðinni, en aðeins 7% á Reykjavíkursvæðinu og eru þá Hafnarfjörður og Kópa- vogur meðtaldir. Sala veiði- Ieyfa yrði því að langmest- um hluta til nýr skattur á landsbyggðarfólkið sem nota ætti til eflingar iðnaði á þéttbýlisstöðunum eins og iðnaðarráðherra boðaði í umræddum Heimdallar- fundi. Ég hef satt að segja verið svo grunnhygginn að halda að stjórnvöld hefðu áhyggj- ur af fólksflóttanum frá landsbyggðínni til þéttbýlis- svæðanna við Faxaflóa á undanförnum árurn, en mið- að við framanritaðar hug- myndir virðist svo ekki vera. Þó allir stjórnmálaflokkarn- ir telji sig hafa það á stefnu- skrá sinni að styrkja stöðu landsbyggðarinnar. En eins og kunnugt er byggjast fólksflutningar að undan- förnu að miklu leyti á því að fólk í dreifbýlinu telur af- komumöguleika á Reykja- víkursvæðinu betri vegna hærra kaupgjalds þar og yfirborgana í flestum grein- um. umfram það sem aðalat- vinnuvegirnir úti á lands- byggðinni, fiskvinnsla og landbúnaður eru færir um að bjóða. Vonandi sjá stjórnvöld að sér í þessum efnum. Guðlaugur Gíslason ZXseyjais AÐALFUNDUR Eyjaís hf. heldur aðalfund fyrir árið 1987 laugardaginn 6. febrúar 1988 kl. 16:00 (4 e.h.) í Básum v/Básaskersbryggju. Stjórn Eyjaís hf. Verkafólk, sjómenn! Eins og undanfarin ár bjóða undirrituð stéttarfélög uppá aðstoð við skattframtöl félagsmanna sinna. Skattframtölum verði skilað á skrifstofu Verkalýðsfélags Vestmannaeyja Miðstræti 11 eða skrifstofu Verkakvennafélagsins Snótar, Heiðarveg 7. Sjómannafélagið Jötunn Verkakvennafélagið Snót Verkalýðsfélag Vestmannaeyja TIL LEIGU Sælgætisverslunin og mynd- bandaleigan PINNINN, er til leigu. Nánari upplýsingar gefur Jón Hauksson í síma 2000, og Guðjón Hjörleifsson í síma 2548 eftir kl. 17. Atvinnuhús- næði óskast Atvinnuhúsnæði óskast til leigu, á Hafn- arsvæðinu. Upplýsingar © 1484 eða 2243. STARFSFÓLK ÓSKAST Vegna slátrunar á laxi, óskar ÍSNO h/f eftir starfsfólki við aðgerð og pökkun. Unnið verður 2 daga í viku. Upplýsingar gefur Guðni Georgsson í síma 2929 og 2131 (h.s.) í hádeginu. ÍSNO HF. KJALLARI — AUGLÝSINGAR — KJALLARI — AUGLÝSINGAR — KJALLARI —

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.