Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagrinn 4. febrúar 1988 — FRÉTTIR Loðnan fór á skrið Nú hafa tæplega 20.000 tonn af loðnu borist hingað og brætt er dag og nótt i báðum bræöslunum. Deyfð er yflr veiðunum eins og er, en vonandi að úr rætist mjög fljótlega, enda eru menn bjartsýnir á að svo verði þegar loðnan kemur upp að landinu. En hvað um það, Palli Pálma er þama staddur ■ gelluþrónni, þar skriðu fram um 3000 tonn af loðnu þcgar planki gaf sig i einni þrónni. Ekki var um tjón að ræða, en tíma tók að moka upp þessum 3000 tonnum. Munið Sunnudaga- skólann í Landakirkju n.k. sunnudag kl. 11. SÓKNARPRESTUR Ljósbrot í Betel Við syngjum um Jesú Tölum um Jesú göngum með Jesú Valgeir Jónasson: Þetta með Kerta- verksmiðjuna Vegna skrifa þinna, Arn- mundur Þorbjörnsson, í FRÉTTUM 2.2. 1988, lang- ar mig undirritaðann til þess að leggja nokkrar spurning- ar fyrir þig um málefni Vern- daðs vinnustaðar í Vm. Áður en ég fer út í spurn- ingarnar langar mig til þess að segja þér þetta: Ég er stoltur af bróður mínum fyr- ir það hve rösklega hann gekk í það að koma V.V.V. af stað og læra á þessi heldur ófullkomnu tæki sem þarna hafa verið notuð. Ég er líka hrifinn af því hve fljótur hann var að læra að blanda efni og liti og búa til nýja liti sem þóttu góðir. Mér fannst líka ótrúlegt hvernig hann gat ráðið fram úr öllum utanaðkomandi áhrifum svo sem hita og raka o.s.fr.v (Ég held að stýritölvan sé t.d. mjög ófullkomin og viðkvæm. Verst ef hún hefur staðið ónotuð lengi.) En þá eru það spurning- arnar. 1. Hvaða menn sóttu um starf framkvæmdastjóra VVV í upphafi? 2. Hverjir voru það í stjórn- inni sem ekki voru sérstak- lega hrifnir af íáðningu Bjarna eins og þú orðaðir það? • Valgeir Jónasson. 3. Finnst þér merkið hans Bjarna ljótt, og af hverju fékkstu það ekki birt í lit í Fréttum þann 2.2. 1988? 4. Finnst þér óeðlilegt að merkið hverfi um leið og Bjarni úr verksmiðjunni? 5. Var nokkurn tíma hægt að ná verði á því sem keypt var til verksmiðjunnar niður svo sem raflagnaefni o.fl.? 6. Hver var vélgæslumaður þegar kertin sem voru endursend, voru framleidd og hver sá um pökkun og frágang, gerði Bjarni það? 7. Hvers vegna talar þú um að Bjarni sé kunnugur hjá saksóknara? (Að vísu var hann dæmdur fyrir landhelg- isbrot, en var sýknaður eins og fleiri). 8. Finnst þér stjórnin hafa verið lánsöm í sínu starfi? 9. Hvað leit stjórnarformað- urinn oft inn í verksmiðjuna á að ég held 4 árum sem Bjarni er búinn að starfa við VVV? 10. Svo langar mig alveg sérstaklega til þess að fá að vita hvers vegna það tók rúm 3 ár að sjá hvað Bjarni er slæmur? 11. Hefur stjórninni nokk- urn tímann dottið í hug að segja af sér ? 12. Er búið að ráða nýjan framkvæmdastjóra? 13. Hvers vegna var svarta skýrslan svokallaða birt öll- um vistmönnum VVV, en ekki skýrsla sú sem sál- fræðingur og félagsráðgjafi í Vestmannaeyjum unnu fyrirV.V.V.? Að lokum vil ég segja við þig Arnmundur, Bjarni er ekkert illmenni og það er ekki gott að skrifa í blöð þegar maður er mjög reiður, það er betra að telja upp að tíu fyrst, stíllinn verður betri Arnmundur minn. Óska eftir svari við tölu- settum spurningum mínum. Með vinsemd Valgeir Jónasson L EIG UB ÍLA ÞJÓNUS TA Opið 7:00 - 24:00 virka daga og aiian sóiarhringinn um heigar. — ÖRUGG ÞJÓNUSTA. ÞÚ HRINGIR OG VIÐ KEYRUM. — Síminn er 2038 I VI \«&*T\\I Hann er konungur sem indœlt er að þjóna. Velkomin(n) á samkomurnar í Betel LÚRIR ÞÚ! í tilefni 50 ára afmælis Golfklúbbs Vest- mannaeyja er ákveðið að gefa út stórglæsi- legt afmælisrit. í blaðinu á m.a. að rekja sögu klúbbsins og er nú auglýst eftir efni í blaðið. Ef þú lúrir á gömlum munum og eða myndum sem tengjast sögu golfsins í Vestmannaeyjum og Golfklúbbsins hafðu samband. Það er sama hvað er, hversu lítilfjörlegt það er allt kemur að gagni. Vinsamlegast hafið samband við Guð- mund Þórarinsson (Týssa) ® 1276. Starfsmaður óskast Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga auglýs- ir eftir starfsmanni á skrifstofu sjóðsins. Um er að ræða 50% starf. Umsóknir skulu sendar Lífeyrissjóði Vestmannaeyinga, Pósthólf 265, 902-Vest- mannaeyjum, fyrir 20. febrúar 1988. LÍFEYRISSaÓOUR VESTMANNEYINQA •KÓLMm 2 •OXVKSTM.IVJUM rb»THbLF 26» •lM«R:«lt-IOIIi-20IH FRÉTTIR TVISVAR ÍVIKU AUGLÝSINGAR — KJALLARI — AUGLÝSINGAR — KJALLARI — AUGLÝSINGAR —

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.