Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 04.02.1988, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 04.02.1988, Síða 10
□ta Fimmtudaginn 4. febrúar 1988 — FRÉTTIR 2. deildkvenna: Mikilvægir leikir um helgina Stúlkurnar í ÍBV leggja land undir fót um helgina lcika tvo mjög mikilvæga leiki í 2. deildinni, og ef úrslitin verða hagstæð, skýrast línurnar verulega I deildinni. Á laugardaginn leika stúlkurnar við Gróttu sem eru í 3. sæti deildarinnar, og á sunnudaginn við ÍBK. 2. deild karla: Selfoss og ÍBY á laug' ardaginn 13. umferð í 2. dcildinni verður um helgina. ÍBV leggur land undir fót, og leika á Selfossi. ÍBV er í efsta sæti með 21 stig en Selfoss í því 8. með 9 stig en einum leik færra. Þórarar: Margar hendur vinna létt verk! Vegna þess hve vel hefur géngið við framkvæmdir við nýja félagsheimilið okkar, bendir flest til þess að það verði opnað seinni partinn í febrúar. Okkur vantar sjálfboða- liða í vinnu n.k. laugardag I kl. 10. Þórarar! Mætum vel og I munið að margar hendur | vinna létt verk. Bygginganefnd I Handbolti: Fimm Eyjapeyjar valdir til æfinga með drengj alandsliðinu Helgi Bragason Guðfinnur Kristmannsson Björgvin Þór Rúnarsson Sigurður Ingi Ingason JónLogason Fimm strákar úr 3. flokki i»órs og Týs, hafa verið valdir til æfinga með drengjalandsliði íslands, skipað lcikmönnum 16 ára og yngri. Piltarnir heita Helgi Braga- son, Jón Logason og Björgvin Þór Rúnarsson frá Þór, og Guðfinnur Kristmannsson og Sigurður Ingi Ingason frá Tý. í hópnum sem búið er að velja eru 22 leikmenn, en þeim verður fækkað fljótlega í 16. Þá hefst undirbúningur af full- um krafti fyrir mót sem fer fram í Belgíu um páskana. Piltarnir verða á landsliðs- æfingum í Reykjavík um helg- ina. Sigmar Þrostur íþróttamaður ársins í Garðabæ Eyjamaðurinn, Sigmar Þröstur Óskarsson var um síðustu helgi, valinn íþrótta- maður ársins 1987 í Garða- bæ. Sigmar, sem er mark- vörður, hefur s.l. tvö ár leik- ið með handknattleiksliði Stjörnunnar, og varð m.a. bikarmeistari með liðinu s.l. vor. Sigmar Þröstur er 26 ára. fæddur og uppalinn í Eyj- um. Hann lék lengst af með Þór en hefur einnig leikið með Fram og KA. Hann á einnig að baki 4 A-lands- leiki, 15 leiki með landslið- inu U-21 og 6 leiki með landsliðinu U-18. Þess má einnig geta að Sigmar Þröstur var kjörinn íþróttamaður Vestmanna- eyja árið 1981. 9 Sigmar Þröstur Óskars- son. Golfklúbbur Vm.50 ára: Stórt afmælisrit í burðarliðnum Golfklúbbur Vestmannaeyja verður 50 ára á þessu ári og meðal þess sem gert verður að því tilefni, er útgáfa myndar- legs afmælisblaðs. Bergur Sigmundsson for- maður klúbbsins sagði að út- gáfa blaðsins væri bara brot af því sem til stæði að gera vegna Hermann sigraði afmælismót NOVU — Var einnig með hæsta skorið. Hermann Þorvaldsson sigr- aði á Afmælismóti billjardstof- unnar NOVU í ballskák, um síðustu helgi. Góð þátttaka var I mótinu, eða 18 keppendur, og var þeim skipt niður í þrjá riðla. Tveir efstu menn komust áfram í úrslitakeppnina. Her- mann sigraði eins og áður sagði, og náði einnig besta skorinu, eða 31. Ósvald Guð- jónsson hafnaði í 2. sæti og Úraníus Ingi í 3. sæti. þessara merku tímamóta. Raunar einkenndist starfsárið Knattspyrna: af afmælinu, en á þessum mótum, væri nauðsynlegt fyrir afmælisbarnið að líta til baka og þar kæmi blaðið til sögunn- ar, ætlunin er að skrá þar sögu klúbbsins í máli og myndum. Bergur sagðist heita á alla golfara, unga sem aldna að láta þeim í té gamla muni sem tengjast golfinu, frásagnir, myndir, það er sama hvað er, allt getur komið að gagni. Golfarar, bregðið nú skjótt við og hringið í Týssa í síma 1276, því fyrr því betra. Lúðvík i Leiftur ÍBV hefur orðið fyrir enn einu áfallinu. Lúðvík Berg- vinsson, miðjumaðurinn sterki, hefur ákveðið að ganga til liðs við 1. deildarlið Leifturs frá Ólafsfirði. Lúðvfk staðfesti þetta í samtali við FRÉTTIR í gær. Annars vildi hann lítið tjá sig um þetta, sagði að ekki væri enn búið að skrifa undir en það yrði væntanlega gert mjög fljótlega. TIPR Þeir félagar og fóstbræður, Elias Frið- riksson og Björn Elíasson (ekki feðgar) skildu jafnir í síðustu umferð tippsins. Þeir verða því að kljást að nýju. 121. leikviku islenskra getrauna reynd- ust3með12réttaogfenguhverumsig 213.725 kr. Meðal þeirra var bóndi úr \ Skagafirðinum, annar úr Reykjavik og sá þriðji hafði skilað nafnlausum miða til Getrauna í Laugardalnum. Kíkjumátippið: ELIAS FRIÐRIKSSON: Liverpool-West Ham............... 1 Norwich-Watford.................. 1 Nottingham Forest-Chelsea....... 1 Portsmouth-Derby .................X \ Q.P.R.-Charlton.................. 1 Wimbledon-Newcastle...............X \ Biackburn-Man. City.............. 1 C. Palace-Birmingham............. 1 Leeds-lpswich ....................X | Millwall-Bradford................ 1 Plymouth-Barnsley.................XI Swindon-Middlesbro..............2 Björn hefur greinilega látið hendur standa fram úr ermum um siðustu \ helgi og hrist fram úr erminni einhvern töfratening. Hann er SEIGUR strákur- inn i orðsins fyllstu merkingu. Annars er lítið varið í seðilinn að þessu sinni, ekkertnema2. deildarleikir. BJÖRN ELÍASSON: Liverpool-West Ham.............. 1 I Norwich-Watford................. 1 \ Nottingham Forest-Chelsea...... 1 \ Portsmouth-Derby ................X \ Q.P.R.-Chariton................. 1 Wimbledon-Newcastle.............. 1' Blackbum-Man. City...............X \ C. Palace-Birmingham............ 1 Leeds-lpswich ...................2 Millwall-Bradfordi. ‘i.......... 1 Plymouth-Barnslby................X j Swindon-Middlesbro...............2 Ég hugsa að Elli hafi hætt við að fara út til Sviþjóðarþegarhann fékkþá flugu i höfuðið að hann ætti séns i mig i tippinu. Þetta var nokkuð gott hjá honumsíðast. Hann var búinn að liggja yfir skruddunum í heila viku áður en hann tippaði, en ég afgreiddi þetta á tveim mínútum. ÍÞRÓTTIR — ÍÞRÓTTIR — ÍÞRÓTTIR— ÍÞRÓTTIR — ÍÞRÓTTIR — ÍÞRÓTTIR — ÍÞRÓTTIR —

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.