Fréttir - Eyjafréttir - 04.02.1988, Síða 7
FRÉTTIR — Fimmtudaginn 4. febrúar 1988
Björgvinsbeltið:
Merk björgunarnýjung
AUGLÝSIR:
• Björgvin Sigurjónsson með beltið góða.
# Björgvinsbeltið.
Björgununarbeltið, Björg-
vinsbeltið, sem sagt var frá í
blaðinu á þriðjudaginn hefur
vakið talsverða athygli, en það
er ætlað til björgunar manna
sem fallið hafa útbyrðis, eða
lent í sjónum á annan hátt.
Beltið var reynt af nemendum
Stýrimannaskólans og reyndist
það vel ■ alla staði, þó er
Björgvin Sigurjónsson,
hönnuður beltisins, að vinna
að smávægilegum endurbótum
á því.
Björgvin sagði í viðtali við j
blaðið, að hugmyndina hefði
hann fengið fyrir nokkrum
árum, en ekki gefið sér tíma til
að útfæra hana fyrr en núna.
Ekki var það hugmynd Björgv-
ins að kalla beltið Björgvins-
beltið, heldur eru það menn
sem hafa fylgst með gerð þess,
sem hafa gefið því það nafn og
þykir þeim það við hæfi.
En í hverju felast kostirþessa
beltis umfram annan björgun-
arbúnað? Björgvin sagði að
ekki væri hægt að segja að
beltið kæmi í staðinn fyrir
eitthvað af þeim björgunarbún-
aði sem fyrir er. Beltið er létt,
flýtur í sjó og er áfast líflínu
þannig að auðvelt er kasta því
til manns í sjónum. Geturhann
smeygt því utan um sig og
fljótlegt er að draga hann að
Friðrik Ásmundsson um B jörgvinsbeltið:
„Góð yiðbót við
það sem fyrir er“
Friðrik Ásmundsson var við
prófanir á Björgvinsbeltinu á
laugardaginn, sagði að sér
finndist þetta mjög gott tæki.
„Þetta er góð viðbót við það
sem fyrir er og tekur björgun-
arhring fram. Það er kannski
erfitt að alhæfa en ég tel þetta
miklu betra, en björgunarhring
og net. Þetta tæki er svo lipurt
og auðvelt er að ná inn mönn-
um sem hafa fallið í sjóinn.
Fyrirferðin er lítil og hægt að
koma því fyrir hvar sem er. Þá
má ekki gleyma þeim ofurhug-
um sem henda sér fyrir borð á
eftir félögum sínum. Þeir geta
brugðið beltinu um sig áður en
þeir stökkva og tekið annað
með sér til að smeygja utan um
þann sem er í sjónum.
Þetta byggi ég á því að við
erum búnir að fara út í sjó og
prufa þetta.“
Að lokum sagðist Friðrik
vilja óska Björgvin og reyndar
öllum sjómönnum til hamingju
með þessa merku nýjung.
skipinu. Ef með þarf er hægt að
hífa hann um borð með gils og
nota til þess járnsilgju sem er á
beltinu. Þá getur beltið komið
sér vel ef þarf að kasta sér í
sjóinn á eftir manni. Getur sá
sem kastar sér brugðið beltinu
um sig og haft annað með, til
að smeygja utan um þann sem
er í sjónum
í tilrauninni á laugardaginn,
sem reyndar var gerð við bestu
skilyrði, tók ekki nema 2 mín-
útur að ná manni inn á dekk
eftir að hann fór í sjóinn.
Reyndist beltið vel í alla staði.
En prófunum verður haldið
áfram og vildi Björgvin nota
þetta tækifæri til að koma því á
framfæri að gera þyrfti tilraun
á yfirbyggðum bát og hvort
skipstjóri á einum slíkum væri
ekki til í að gefa sér tíma til
þess.
Flandhægur poki fylgir,
þannig að hægt er að koma
beltinu fyrir nánast hvar sem er
um borð í bátum, á bryggjum
eða hvar sem henta þykir.
Björgvin vildi að lokum koma
því á framfæri að Stefán Sigur—
jónsson skósmiður hefði verið
sér mjög innanhandar og kæmi
hann til með að framleiða
beltið, þegar að því kæmi.
Hvít millistykki 45 sm. ... kr. 245 m.
Hvít millistykki 65 sm. ... kr. 290 m.
Rúff hvít 90 sm. og 120 sm ódýr
Flónel m/barnamvndum á . kr. 230 m.
Bómullarefni
m/ barnamyndum_____frá kr. 140 m.
Handklæði 50 X 85 ..á kr. 230.
Handklæði 70 x 125 .á kr. 460
Handklæði 75 x 150 .... á kr. 340
Þurrkur 3 st. í pk..á kr. 285
Hvíttdamask ....... ákr. 260 m.
Rúllukragabolirnir vinsælu á
morgun föstudag í hvítu, svörtu
og rauðu á kr. 790.
ÖRYGGIS- OG
H LÍFÐAR VÖRUR
Vestmannaeyingar athugið! Höfum sýningu á
öryggis- og hlífðarbúnaði laugardaginn 6. febrúar kl.
13-17 í sal Sveinafélags járniðnaðarmanna.
FRÉTTIR — AUGLÝSINGAR — FRÉTTIR — AUGLÝSINGAR — FRÉTTIR — AUGLÝSINGA