Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Page 1
Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum staó. HÚSEY /T- BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garöavegi 15 - sfmi 1_X151 þar sem fagmennirnir versla. 21. árgangur Vestmannaeyjum, 17. nóv. 1994 46. tölublað - Verð kr. 120 - 5ími: 96-13310 - Myndriti: 93-11293 Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga kaupirhlutí Vinnslustöðinni: Styrkir stoðir stærsta vinnustaðar í Eyjum -en lítum líka á þetta sem góóa fjárfe£tii?gu, segir Magnús Kristinsson, stjómarformaður. Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði Vestmannaeyinga var samþykkt að kaupa hlutabréf í Vinnslustöðinni hf. fyrir 25 miiljónir króna þegar félagið fer á opinn hlutafjár- markað. Einnig var samþykkt að taka þátt í frekari hlutafjár- kaupum með eignarhaldsfélagi Alþýðubankans. Stjórn eiganr- haldsfélagsins tekur ákvörðun á næstunni hvort og fyrir hvað mikið verður keypt í Vinnslustöðinni. Forráðamenn Vinnslustöðvar- innar lýsa ánægju sinni með kaup Lífeyrissjóðsins og vona að þau hafi jákvæð áhrif á aðra fjárfesta. Þeir segjast ekki hafa orðið varir við afturkipp í forsölu á hluta- bréfum í félaginu í kjölfar skrifa Rífandi „Það hefur verið rúmlega uppselt á sumar sýningarnar og yfir 700 manns hafa séð Dýrin í Hálsaskógi á þeim fimm sýningum sem búnar eru,“ sagði Halldóra Magnúsdóttir þegar hún var spurð um aðsókn að nýjasta verki Leikfélags Vest- mannaeyja. Halldóra segir að þessar viðtökur á fyrstu sýningum hafi farið fram úr björtustu vonum því stundum hafi þau lent í því að sýningar hafi farið rólega af stað. „Þetta er rífandi að- Viðskiptablaðsins í síðustu viku. Magnús Kristinsson, stjómar- formaður Lífeyrissjóðs Vestmanna- eynga, segir að skýringin á kaupum sjóðsins í Vinnslustöðinni sé mjög einföld. Stjórnin hafi litið á kaupin sem góða fjárfestingu þegar til lengri tíma er litið. „Staða Vinnslu- stöðvarinnar hefur lagast mikið síðustu tólf mánuði. Haldi stjóm- endur hennar rétt á spilunum næstu árin getum við ekki verið annað en bjartsýnir fyrir hönd fyrirtækisins og litið björtum augum til þess að það skili arði í framtíðinni. Með þessu framlagi erum við að styrkja stoðir stærsta vinnustaðar í bænum sem skiptir ekki minna máli,“ sagði Magnús. aðsókn sókn og það er þegar byrjað að selja miða á sýningar um næstu helgi sem verður næstsíðasta sýningahelgin. Foreldrar hafa tekið sig saman ásamt bömum sínum í skólunum. Byrjað er á því að fara í leikhúsið og fara að sýningu lokinni í pizzu eða ís og gera þetta aó eftirminnilegu kvöldi fyrir sig og bömin. Að lokum vil ég koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa fyrir þessar frábæru móttökur sem Dýrin í Hálsaskógi hafa fengið.“ Um aðild Lífeyrissjóðsins aó kaupum Alþýðubankans í Vinnslu- stöðinni sagði Magnús: „Eiggar- haldsfélag Alþýðbankans hefur í samstarfl við lífeyrissjóði keypt hlut í mörgum fyrirtækjum. Taki stjóm bankans myndarlega á því aö kaupa hlut í Vinnslustöðinni erum við til- búnir til að taka þátt í því með þeim. Okkur í stjóm Lífeyrissjóðsins er mikill akkur í að Vinnslustöðin verði öflugt og myndarlegt fyrirtæki í náinni framtíð." Aðspuróur sagði Magnús að ekki væm hugmyndir innan Lífeyris- sjóðsins að fá fulltrúa í stjóm Vinnslustöðvarinnar. „En við gerum miklar kröfur til stjómendanna og munum leggja okkur fram um að vera í góðum tengslum við þá,“ sagði Magnús að lokum. Ulfar Steindórsson, fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar, var mjög. ánægður með ákvörðun Lífeyris- sjóðsins. „Þetta er viðurkenning á því sem við höfum verið að gera og vonandi verður þetta öðmm fjárfestum hvat- ning til að kaupa hlut í félaginu. Það liggur fyrir að búið er að selja hluta- bréf fyrir rúmar 200 milljónir í lbrsölu og við höfum ekki orðið varir við að neikvæð skrif Viðskipta- blaðsins í síðustu viku haft haft áhrif. Forsölunni lýkur í dag og þá mun liggja fyrir hver heildarupphæð útboðsins verður,“ sagði Ulfar Steindórsson. Doddi í Olíunni glottir framan í vetrarsólina. Engin verkfallsáhrif Verkfall sjúkraliða hefur engin á- hrif haft á starfsemi sjúkrahúss- og hcilsugæslustöðvarinnar í Eyjum. Ástæðan er sú að sjúkraliðar hér eru ekki í stéttarfélagi sjúkraliða heldur eru í Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar. Að sögn Hjördísar Kristinsdóttur, sjúkraliða á sjúkrahúsinu, hafa lands- byggðarsjúkraliðar smátt og smátt verið að tínast í stéttarfélagið en sjúkraliðar í Eyjum hafi hins vegar verið trúir sinni heimabyggð. I fram- tíðinni munu þær allar ganga í stéttarfélagið og eiga laun ekki að skcrðast við flutninginn. Hjördís segir að ef verkfall hefði skollið á í Eyjum hefði það haft mikil áhrif á starfsemi sjúkrahússins. 011 starfsemi myndi skerðast og einungis bráða- þjónustu hefði verið sinnt. Húsnæöi Skútans slegið Sparisjóönum: Hörður heldur áfram rekstri Húsnæði veitingastaðarins Skútans var slegið Sparisjóði Vestmannaeyja á uppboðinu hjá sýslumanni á þriðjudaginn fyrir 9,8 milljónir króna. Hörður Adólfsson, eigandi Skútans, tekur húsnæðið á leigu og verður starfscmin óbreytt. Sparisjóðurinn átti 6 milljón kröfu í hús Skútans. sem kom á eftir kröfu Byggðasjóðs þannig að í raun kaupir Sparisjóðurinn húsið á 16 milljónir. Að sögn Amars Sigurmundssonar, stjómarformanns Sparisjóðsins, er stefnt að því að leigja Herði húsnæðið og heldur hann áfram rckstri í sömu mynd. Sjálfur sagöi Höröur að ekkert yrði því til fyrirstöðu aó Eyjamenn fjölmenni á Skútann um helgina og hlýði á Bubba Morthens á föstudags- og laugardags- kvöld. Eggert Haukdal útilokar ekki sérframboö: Fólk í Eyjum tilbúið að koma á lista með honum Eggert Haukdal, alþingismaður, útilokar ekki að hann fari í sér- framboð í kosningunum I vor. Hann segist hafa fundið fyrir hvatningu vítt um kjördæmið tíl að fara fram og fólk bæði í Eyjum og annars staðar sé tilbúið að fara á lista með sér. Eggert, sem í dag skipar þriöja sæti lista Sjálfstæóisfiokksins, hafnaði í fjóróa sæti í prófkjöri fiokksins fyrir skömmu. Hann sættir sig ekki við þá nióurstöðu og ætlar ekki að gefa kost á sér á listann í vor. í samtali vió FRÉTTIR sagði Eggert að á þessari stundu væri lítið um málið að segja en hann neitaði ekki að hreyfing væri komin á málin. „Það hafa margir vítt og breitt um kjördæmið hvatt mig til að fara fram. Fólk um allt kjördæmió cr til- búið til aó koma meó mér á lista og það á líka við um Vestmannaeyjar. Annað er ekki um þetta að segja að svo komnu máli,“ sagöí Eggert Haukdal að lokum. FJÖLSKYLDU-] TRYGGING | TRYGGINGA FASTEIGNA- j MIÐSTÖÐIN HF. TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINNs/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 -Sími 11535 VIÐGERÐIR OG SMURSTOÐ: Græðisbraut 1 -sími 13235 FAX13331 r BRÚAR BILIÐ . _Sími_112800; Fax Vetraráætlun Herjólfs | Frá Vestmannaeyjum: Kl. 08:15 \ Frá Þorláksböjh: KL 12:30 Sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum kL 14:00 | Frá Þorlákshöjh kL 18:00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.