Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Síða 10
Fimmtudagurinn 17. nóvember 1994
Hjónin Wolfgang Zeller frá Þýskalandi og Nazanin Naimi frá Jórdaníu:
Umburðarlyndi
skiptir höfuðmáli
S
- í samskiptum Islendinga og nýbúa.
Fjölskyldan að Kirkjuvegi 72: Wolfgang og Nazanin með frumburðinn Cyrus á milli sín,
Nazanin Naimi og Wolfgang Zeller
búa við Kirkjuveg. Hún kemur frá
Jórdaníu cn cr af írönskum ættum
en hann er Þjóðverji þrátt fyrir að
útlit hans sé nokkuð austurlenskt.
Nazanin kom fyrst til landsins árið
1988, fór út að nýju en kom aftur
til landsins 1991 og flutti til Vest-
mannaeyja. Wolfgang kom til Eyja
1985 sem ferðamaður en var boðin
kcnnarastaða við Framhaldsskól-
ann sem hann þáði og hefur verið
hér allar götur síðan. Leiðir þeirra
lágu saman í Bahá’ii söfnuðinum.
Þau giftu sig í hitteðfyrra og í
sumar eignuðust þau sitt fyrsta
barn, dreng sem hefur hlotið
nafnið Cyrus. Heimili þeirra er
skemmtileg blanda af evrópskri og
austurlenskri menningu sem sam-
cinast í syni þeirra. Bæði tala þau
ágætis íslcnsku en þeirra sam-
skiptamál á heimilinu er enska.
Wolfgang hefur orðið í byrjun og
segist líða mjög vel í Eyjum. Það hafi
reyndar komið fyrir að hann hafi
verið einmana eða fundið fyrir inni-
lokunarkennd á þessari litlu eyju. En
þá sé nú lítið mál að skreppa til
Reykjavíkur eða jafnvel til útlanda.
Einnig séu ættingjar duglegir við að
heimsækja þau til landsins.
Nazanin segir að það hafi verið
undarleg tilfinning þegar hún fór að
ganga um Heimaey fyrstu vikumar
vegna þess hve fólki varð starsýnt á
Wolfgang á Styrktartónleikum
Lúðrasveitarinnar sl. laugardag.
Hann spilar á flautu.
hana. Þetta hafi ekki verið óþægileg
tilfinning en Vestmannaeyingar hafi
bara horft en verið feimnir að tala við
sig. Þess vegna hafi hún verið nokkuð
einangruð til aö byrja með, sérstak-
lcga vegna tungumálsins en hún segir
að enskan hafi orðið sinn bjargvættur.
Nazanin segist aldrei hafa orðið vör
viö kynþáttafordóma og trúir því ekki
að þeir séu til hér í Eyjum. Wolfgang
tekur undir það en segir það ansi
skondið að fólk hafi fyrirfram á-
kveðna skoðun á Þjóóverjum og búist
við ýmsu af honum sem Þjóðverja.
Hann tekur sem dæmi að fólk haldi
að hann sé mjög nákvæmur og stund-
vís en sjálfur segist hann ekki vera
mjög nákvæmur, án þess að vera
kærulaus.
Þrír menningarheimar í
einni fjölskyldu
Þegar Nazanin fær spuminguna
hvað kona úr Arabalandi, þar sem
jafnrétti erekki komið eins langt og á
Vesturlöndum, hafi verið að gera á
Islandi, hlær hún enda hefur hún ansi
oft verió spurð að þessu. Hún segist
hafa komið hingað til að heimsækja
Baháíi söfnuðinn eftir að hafa farió
fyrst til nokkurra Vestur-Evrópu-
landa. A Islandi gat hún fengió vinnu
og verið sjálfstæð kona og getað lifað
sínu lífi án þess að þurfa á peninga-
lcgum stuðningi foreldra sinna að
halda.
Wolfgang segir að ekki sé hægt aö
loka augum fyrir því að alls staðar
séu einhverjir fordómar hjá hluta
fólks og tekur hann eigið föðurland
sem dæmi. Hins vegar beri lítið sem
ekkert á því hér og það sé af hinu
góða.
Samband Nazanin og Wolfgang
hefur vakið athygli fyrir það hversu
ólík þau eru og segja þau að margt
fólk hafi orðið hissa þegar þau voru
að slá sér upp. Wolfgang segir að
ættingjum og vinum í Þýskalandi hafi
þótt það afar merkilegt að þau tvö,
sem koma úr mjög ólíkum heimum,
hafi hist á þessari pínulitlu eyju í
Noróur-Atlantshafi og fallist i faðma.
Samband þeirra sé auðvitað öðmvísi
en önnur að því leyti að í flestum til-
fellum er annar aðili hjónabandsins
nýbúi en í þeirra tilfelli séu þau bæði
útlendingar. Nazanin finnst að Vest-
mannaeyingar hafi verið mjög glaðir
að sjá svona öðruvísi samband á
þessari litlu eyju.
I þessari litlu fjölskyldu mætast
þrír ólíkir menningarheimar, hinn
austræni, evrópski og íslenski, og ber
heimili þeirra töluverðan keim af því.
Það er skemmtileg blanda af þessu
öllu saman og þau taka undir það.
Fimm tungumál á
heimilinu
Nazanin og Wolfgang varð sonar
auðið í sumar og segja þau spennandi
að sjá hvemig honum gengur að að-
lagast þessum óvenjulegum
heimilisaðstæðum og íslensku þjóð-
félagi. Líklega verði hann meiri
íslendingur en þau en hann mun alast
upp á heimili þar sem ægir saman
fimm tungumálum. Nazanin talar tvö
tungumál reipbrennandi frá sínu
heimalandi, arabísku og persnesku,
móðurmál Wolfgangs er þýska,
hjónin tjá sig á ensku sín í milli og
svo er það íslenskan. „Við verðum
aldrei Islendingar og enginn sem
gætur ætlast til þess af okkur,“ segir
Wolfgang. Nazanin segir mjög auð-
velt fyrir útlendinga að einangrast og
það sé' beinlínis hættulegt fyrir þá.
Það sé ósköp eðlileg tilhneiging að
útlendingar dragi sig saman vegna
aðstöðu sinnar. Wolfgang bendir á að
síðan vaxi ný kynslóð úr grasi,
afkomendur nýbúa, sem séu Is-
lendingar en með annan uppruna.
Þau segjast vera sest að í bili í
Vestmannaeyjum en séu opin fyrir
öllum möguleikum og öðrum tæki-
færum. Þau hugsa stundum út í
eldgosið fyrir rúmum tveimur ára-
tugum en stendur engin ógn af því.
Þau eru sátt við lífið og tilveruna og
líður vel. Wolfgang bendir á að það
sem skipti mestu máli í samskiptum
íslendinga og nýbúa sé umburðar-
lyndi. „Við sem komum hingað
verðum að sætta okkur við nýtt um-
herfi og þeir sem fyrir eru verða að
sætta sig við nýja þjóðfélagsþegna."
Jólaföndur
Jólaföndrið í ár hjá Starfsmannafélagi Vestmanna-
eyjabæjar verður í höndum Bergþóru Þórhallsdóttur
handavinnukennara.
Bergþóra var með mjög skemmtilegt jólaföndur hjá
okkur í fyrra og er með fullt af nýjungum í ár.
Föndrið verður á eftirfarandi tímum:
Fimmtudagur24. nóv. kl. 20:00-23:00
Laugardagur26. nóv. kl. 10:00-17:00
Sunnudagur27. nóv. kl. 10:00-17:00
Fimmtudagur 1. des. kl. 20:00-23:00.
Föndrið verður með svipuóu sniói og undanfarin ár, þ.e.
opin vinnuhelgi og kvöld fyrir alla félagsmenn, maka og
börn þeirra. Námskeiðsgjald er ekkert, en fólk kaupir
efni og áhöld eftir þörfum.
Sýnishorn veróa á skrifstofu félagsins vikunni áóur.
Vinsamlegast skráió ykkur á skrifstofu félagsins í síma
11095 eða á símsvarann fyrir 24. nóvember nk.
Stjórnin
STARFSMAN N AFÉLAG
VESTMAN N AEYJ ABÆJ AR
Félagsmenn / 4-ý
í Sjómanna-tefc^
félaginu Jötni
Atkvæðagreiðsla stendur yfir um breytingar á
kjarasamningi sem undirritaður var 22. sept. sl. á
milli Sjómannasambands íslands annars vegar og
Landssambands íslenskra útvegsmanna hins
vegar.
Atkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjómanna-
félagsins Jötuns alla virka daga frá kl. 13:00 til
16:00 og stendur til og með 30. nóv. 1994.
Eftirfarandi breytingar voru gerðar á samn-
ingnum:
a) Breytingar á kaupliðum.
b) Um skiptaverð þegar siglt er með aflann.
c) Breytingar á hafnarfríum á togurum.
d) Rækjuveiðar þegar afli er unninn um borð.
e) Um hafnarfrí o.fl. á skipum sem stunda
úthafsveióar og landa erlendis.
f) Samningur fyrir togara sem salta aflann um
boró.
g) Samningur fyrir línuveiðar með beitningavél og
netaveiðar þegar aflinn er saltaður, frystur eða hluti
ísaður um borð.
h) Samningur fyrir tveggja skipa botnfisksveiðar,
þ.e. eitt frystiskip og eitt dráttarskip sem veiða með
einu trolli.
i) Samningur um humarveiðar þegar aflinn erfryst-
ur um borð.
j) Samningur um frystingu á loðnu um borð í frysti-
skipi þegar aflinn er keyptur af ööru skipi.
k) Um gildistíma samningsins og uppsagnarfrest.