Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Page 18
Fimmtudagurinn 17, nóvember 1994 Landakirkja $unnuctegur20. nóv. Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í klrkjunni Kl. 13:15 Sunnudagaskóli á Hraunbúðum Kl. 14:00 Almenn Guösþjónusta - Bamasamvera meóan á prédikun stendur. - Aðalfundur Kórs Landakirkju að messu lokinni. Messunni verður útvarpaó á ÚV 104 kl. 16:00. Kl. 20:00 Poppmessa. - Létt sveifla I helgri alvöru. - Heltt á könnunni I safnaðarheimil- inu að lokinni messu. Mánudagur 21. nóv. Kl. 20:00 Saumafundur Kvenfélags Landakirkju Þriöjudagur 22. nóv. 16:00 Fermingartímar - Bamaskóllnn. Mlðvlkudagur 16. nóv. Kl. 10:00 Mömmumorgunn Kl. 12:10 Kyrróarstund I hádegi. Einfalt, fljótlegt, innihaldsríkt. Kl. 16:00 Fermíngartimar - Hamarsskólinn. Kl. 17:30 T.T.T.-fundur. Allir grunnskólakrakkar undír fermingar- aldri velkomnir. 20:30 Helgisamkoma í kirkjunni þar sem minnst verður allra þeirra sem látist hafa í prestakallinu á liðnu ári. Að samkomu lokinni veróur boðió upp á stutt fræðslu- erindi um sorg og sorgarvibrögð. Fimmtudagur 24:11. 10:30 Kyrrðar- og baenastund á Hraunbúðum. Betel Fimmtudagur kl. 20:30 Biblíukennsla Föstudagur kl. 17:30 Krakkaklúbburinn. Ef foreldrar versla geta börnin komið i Betel. Kl. 20:30 Unglingasamkoma fyrir 13áraogeldri. Laugardagur kl. 20:30 Brauðsbrotning. Sunnudagur Kl. 16:30 Vakningasamkoma. Vérvitum að þeim sem Guð elska, samverktar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvöróunum Guðs. Allir hjartanlega velkomnir í Betel. xK |. ^ Aðventkirkjan Föstudagur: kl. 20:00 Samvera fyrir unga fólkið Laugardagur: kl. 10:00 Bibliurannsókn kl. 11:00 Guósþjónusta Ræðumaður; Ólafur V. Þóroddsson kl. 14:00 Ungskátar Sunnudagur: kl. 20:30 Bænastund Verið velkomin í Aðventkirkjuna. Bahá'í samfélagiö Opíð hús að Kirkjuvegi/2B, fyrsta flmmtudag hvers mánaðar kl. 20:30. Almennt umræðuefni. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja varhaldinn um síðustu helgi: Vantar fíármagn til að ljúka við völlinn Aöalfundur Golfklúbbs Vest- mannaeyja var haldinn um síðustu hclgi. Stjórnin var öll endurkjörin og verður Bergur Sigmundsson áfram formaður. Einu breytingar- nar urðu að Sigfríður Þórsdóttir verður varaformaður í stað Hall- gríms Júlíussonar sem verður meðstjórnandi. Að sögn Bergs Sigmundssonar fór aðalfundurinn friðsamlega fram. Á- nægja hefði verið með sumarið og reksturinn verið réttu megin við núllið þrátt fyrir aó skuldir væru nokkrar. „Okkur vantar enn 4-5 milljónir til að kiára völlinn endan- lega á næsta ári og þá pcninga þurf- um við aö ná í, hvernig sem við förum að því. En nú þegar byggingu vailarins og skálans er að mestu lokið er hægt að snúa sér að uppbygging- unni í sjálfu golfstarfinu sem hefur þurft að sitja á hakanum. Það sem aðallega var samt rætt á aðalfundin- um var landsmótið í golfi sem hér veröur haldið sumarið 1996. Þetta er stórt og mikið mót sem við verðum aö vanda ti!.“ Á fundinum kom fram að GV hefur gert samning við Urval-Utsýn um markaðssetningu á golfvellinum fyrir næsta sumar en hann verður kynntur í bæklingi ferðaskrifstofunn- ar. I framhaldi af því hefur verið gerður samningur við Flugleiðir um að flytja farþegana til Eyja en þeir munu bjóða upp á pakkaferðir. Mark- aðssetningin er aðallega ætluð út- lendingum en einnig hér innanlands. Bergur segist bjartsýnn á að þetta verði helsti vaxtarbroddurinn í ferða- mannaiðnaðinum í Eyjum. „I fyrsta skipti var boðið upp á 18 holu golfvöll í Eyjum í sumar. Völl- urinn þykir mikil náttúruperla og gestir sem hingað koma eru berg- numdir. Þetta þurfum við að notfæra okkur en það liggur mikil vinna á bak við uppbyggingu vallarins. Oðruvísi gerist þetta ekki og stjómin hefur verið mjög samhent í sínum verkum,“ sagði Bergur. Hann vildi jafnframt hvetja fólk til að styrkja GV í gegnum getraunirnar en félags- númerið er 902.1 skála GV er gervi- hnöttur og jafnframt góð aðstaða til að horfa á beinar útsendingar. Ragna Birgisdóttir tekur fram handboltaskóna á ný: „Undirverktaki“ Það vakti athygli á leik ÍBV og Stjörnunnar að gamla(l) kempan Ragna Birgisdóttir var á bckknum hjá IBV og hoppaði nokkrum sinnum inn í vörnina. Ragna lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum en hún er orðin 33 ára. Ragna sagði í samtali við FRÉTTIR að hún hcfði ekki hugsað sér að fara spila aftur en vegna mann- fæðar á æfingum hjá IBV hefði hún tekið frani skóna á ný sér til gamans. í framhjáhlaupi Vegna nijög dræmrar þátttöku í At- skákmóti TV vcrður reynt að hafa það næstkomandi föstudag en aðeins fjórir mættu til leiks síðasta föstudag. Varð því ckkert úr því að það hæfist og voru því bara tcknar nokkrar æfingaskákir. Vonandi verður betri niæting næst en nú stendur síldarvertíðin yfir eins og allir vita og niá kannski kenna því' uni. Ég hef því lítið að segja núna og ætla því að gamni mínu að leggja fyrir ykkur skákþraut sem ég rakst á fyrir skönimu og heillaði mig. Hvítur á að máta svartan í þriðja leik, en eins og meö allar góðar skákþrautir er ekki alltaf allt sem sýnist í fljótu bragði. Mcð skákkvcðju Stebbi Gilla. Stöðumyndin í skákþruutinni. Fimm leikmenn ÍBV búa í Reykavík og allir eru þeir í byrjunarliði og því er oft frekar fámennt á æfingum liðsins í Eyjum. Að undanförnu hefðu þrjár stelpur verið frá vegna meiðsla, Sara, Vigdís og María Rós og við það hefði hópurinn þynnst enn frekar. „Ég álít mig sem einskonar undir- verktaka í þessu. Ég kom inn í þetta því það voru frekar fáar stelpur á æfingum og til að berja þetta saman móralskt. Það er mjög góóur andi í hópnum. Ég kom inn á í síðasta leik því Bjössi þjálfari var að láta okkur spila nýja vöm, 3:2:1. Hún er mjög erfið og hann þurfti að hvíla Judit, Andreu og Stefi í vörninni af og til. Þær stóðu sig frábærlega vel, sérstak- lega Stefí sem var nánast á annarri löppinni allan leikinn. En þær eru í mjög góðu formi og þetta er allt að smella saman hjá liðinu. Vonandi fara stelpumar að ná sér af meiðsl- unum svo liðið sleppi viö að senda undirverktakann inn á,“ sagði Ragna. Ragna Birgisdóttir. Huginn Helgason skrifar um þreksalinn í íþróttamiðstöðinni: Hvað með almenning? Ég rita þessar línur vegna óánægju minnar og margra annarra sem ég.hef rætt við (þar á meðal starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar) varðandi opnunartíma þreksalar í Iþróttahúsinu fyriralmenning. Ef ég tek sjálfan mig sem dæmi, þá vinn ég frá kl. 7:30-17:15. Ef ég ætlaði að fara í þreksalinn og svitna aðeins á virkum dögum, hefði ég samtals um fjórar klukkutíma á viku, eða þar um bil, á föstudögum frá kl. 17-20:30. Aðra daga er þreksalurinn upptekinn. Það verður að segjast eins og er að þetta er ekki mikill tími fyrir vinnandi fólk sem vill nýta salinn sér til heilsubótar. Ástæðan fyrir þessum fáu tímum er sú ^ð þreksalurinn er upptekinn fyrir kvennaleikfimi og karate. Það má ekki skilja þessi skrif mín sem svo að ég hafi eitthvað á móti kvennaleikfimi eða karate, síður en svo. En að hertaka salinn svo til alla virka daga þannig að almenn- ingur komist varla að, finnst mér alveg út í hött. Með þessum skrifum langar mig til að vekja athygli á þessu óréttlæti. Að lokum langar mig að beina tveimur spumfngum til stjórnar Iþróttamiðstöðvar: 1. Finnst ykkur rétt að leigja salinn svon út þannig að almenningur komist ekki í hann þegar því langar til? 2. Stendur til að bæta eitthvað úr þessu? Virðingarfyllst. Huginn Helgason IÞROTTIR Liðsstyrkur? Tveir knattspymumenn, Anthony Karl Gregory sem áður lék með Val, og Ivar Bjarklind /rá KA, skoöuðu aðstæöur hjá IBV um síðustu helgi. Að sögn knatt- spyrnuráðsmanna leist báðum mjög vel á sig í Eyjum. Hins vegar eru litlar líkur taldar að Anthony Karl komi til Eyja en bundnar nokkrar vonir vió að ívar klæðist hvítu treyjunni næsta sumar. Svar er að vænta frá þeim félögum á allra næstu dögum. Þess má geta að um síðustu helgi kom Atli Eðvaldsson, þjálf- ari IBV, ásamt líffræðingi úr Háskólanum. Þeir tóku alla leik- menn IBV í mjólkursýrupróf sem er oróið algengt í knattspyrnunni. Tilgangur þess er að rnæla í hve góöu líkamlcgu ásigkomulagi leik- menn ÍBV eru. Aðalfundur Framherja Aðalfundur íþróttafélagsins Fram- herja verður haldinn í I>órsheimilinu nk. sunnudag, 19/11 kl. 13:00. Dagskrá er heföbundin en auk þess mun Hjalti Kristjáns- son, þjálfari, ræða um markmið nk. árs og halda fyrirlestur um mataræði knattspymumanna. Allir sem áhuga hafa á aó vera með nk. ár eru hvattir til aö mæta. Mætt hefur veriö á æfingar í íþróttahöllinni á laugardögum kl. 17 og sunnudögum kl. 18. Auk þess mæta félagar hjá Hjalta á föstudagskvöldum kl. 20:00 og tippa (getmr. 904). Drcgið hefur vcrið í riðla í 4. deíld Islandsmótsins innanhúss í Gerðubergi í janúarnk. Framherjar voru frekar óhcppnir mcö riðil, mæta Ámtanní, Leikni F. og Þrótti N., en hafa æft mun markvissaren í fyrra og eru alls óhræddir. (Fréttatilkynning) 3. fl. IBV vann í 3. fiokkur ÍBV karla vann Val i bikarkeppní HSÍ í Eyjum í síðustu viku í framlengdum leik, 22-21. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og staóan í hálfleik 8- 8. Aó loknum venjulegum leiktíma var staðan 16-16 og þurfti því að grípa til framlengingar. Þar reynd- ust Eyjastrákamir sterkari og unnu með einu rnarki, 22-21. Mörk ÍBV skoruóu: Sigurður Bragason 6, Reynir Hjálniarsson 6, Þorsteinn Þorsteinsson 4, Gottskálk Þ. Agústsspn 3, Jóhannes Egilsson 2 og Jóhann Ö. Friðsteinsson 1. Þá varói Gunnar Geír Gústafsson 22 skot og var rnaóur leiksins. Mikill hiti var í leik- mönnum því einn leikmaöur Vals fékk brottvísun og lcikmenn IBV voru utan vallarí 10 mínútur. Ekki hefur verió dregið í 8 lióa úrslitin. 4. fiokkur Þórs lék í síðustu viku í bikamum og burstaði Hauka. 4. fiokkur kvenna IBV er hins vegar úr leik því stelpumar töpuðu fyrir Fram. Heiður í íþróttaþætti RÚV, Syrpunni, sl. Fimmtudag heimsótti Sarnúel Om Erlingsson handboltastelpumar í ÍBV og sagði frá því öfluga starfi sem handknattleiksráð kvenna á heiðurinn að. Var þetta mikill heiður fyrir stelpumar og voru þær vel að því komnar. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47 II. hæð. Sími: 98-13310. Myndriti: 98- 11293. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Eyjakaup, Eyjakjör og Söluskálanum. FRÉTTIR eru prentaðar í 1850 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.