Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Qupperneq 20
Vantar þig pípara eða ÁRSÆLL ÁRNASON ÖKUKENNSLA
plötusmið? húsasmfðameistari ÆFINGATÍMAR
Hajðu þá samband! Þórannn Þórballsson Bessahrauni 2, stmi 12169 Bodsími 984-52885 Stefán Helgason
pípulagninga- og plötusmiður, Brimhólabraut 38
Bröttugötu 16, stmi 12628. ALHLIÐA TRÉSMÍÐI Sími11522
Skagstrendingur og
Bergur-Huginn:
Loðnuflokkun
á Seyðisfirði
Bergur-Huginn hf. sem gerir út
frystitogarann Vestmannaey VE
og Skagstrendingur Skagaströnd
sem gerir út frystitogarana Arnar
HU og Örvar HU hafa stofnað
fyrirtæki um loðnuflokkunarvcrk-
smiðju á Seyðisfirði. Verða
togararnir staðsettir á Seyðisfirði á
næstu ioðnuvertíð og munu frysta
þar loðnu. Afkastagetan cr um 100
tonn á sólarhring.
Magnús Kristinsson, framkvæmda-
stjóri, segir að fyrirtækið heiti
Strandberg sf. og er það staðsett í
Eyjum. „Markmiðið er að taka þátt í
loðnufrystingu í framtíðinni. Loðnu-
flokkunin verður í húsnæði
Vestdalsmjöls á Seyðisfirði þar scm
togaramir verða. Samanlögð frysti-
geta þeirra er um 100 á tonn
sólarhring,“ sagði Magnús.
Ljósleiðarinn:
Vilji til að
breyta legu
á Sneiðinni
Á þriðjúdaginn funduðu útvegs-
bændur í Vcstmannaeyjum, stjórn
LIU og útgerðarmenn af Austur-
og Norðurlandi með fulitrúum
Pósts og síma og Cantat-3 hópnum
um hugsanlcga breytingu á legu
Ijóslciðarans á miðum suður af
Eyjum.
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður, sagði að sjö Kanadamenn
hefði mætt á fundinn fyrir hönd
Cantat-3 hópsins. „Þeir skýrðu af-
stöðu sína til legu strengsins og við
okkar. Niðurstaðan varð sú að við
ætlum að hittast aftur. Það kom fram
vilji hjá Kanadamönnum að færa
strcnginn til á Sneiðinni. Þeir vilja fá
tillögur frá okkur og vcrða þær að
liggja fyrir innan hálfs mánaðar,"
sagði Mag.
■ seflt
inanb*jar-
ijólnnur
steinsson
,vs;í8S-34I36
Harðar Ingvarssonar
S: 11136 & bs: 985-22136
Njsmíili - breytingar - vityerðir
Utan búss sem innan.
Teikna ogsmíia:
Sólstojúr, viÓbyggingar, útihuriir, glugga,
utanhússklainingar, pakviigeriir
og mótaufpskittur.
- Ágúst Hreggviðsson, s: 12170.
Síldveiðar hafa gengið vel undanfarið og hefur veríð nnkíl og stöðug
vinna við vinnslu síldarinnar, bæði í Isfélaginu og Vinnslustöðinni. Á
þriðjudaginn var búið að salta í 5000 tunnur í Vinnslustöðinni. Matthilda
Tórshamar var að vinna við að ganga frá tunnum sem saltað var í á
þriðjudaginn þegar myndin var tel.in.
Amar í 4. sætið
Á fundi kjördæmsiráðs Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurlandskjördæmi
á laugardaginn leggur kjörnefnd
fram tillögu að framboðslista
flokksins. Samkvæmt heimildum
blaðsins verður lagt ti! að þeir sem
lcntu í Fiminta til sjöunda sæti í
prótkjöri flokksins færist upp um
sæti.
Þessi ákvöröun var tekin eftir að
Eggert Haukdal, scm lenti í 4. sætinu,
ákvað að gefa ekki kost á sér á lista
Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í
vor.
Amar Sigurmundsson, sem lenti í
fimmta sæti í prófkjörinu, staðfesti í
samtali við FRÉTTIR að tillaga kjör-
nefndar legði til að hann færðist upp í
fjórða sætið og ætlar að hann taka
því. „Það er þó rétt að benda á að
þetta er tillaga og það er ekki hægt að
útiloka að fleiri komi fram á fund-
inum,“ sagði Amar.
A-A fundir
A-A fundir eru haldnir sem hér segir i húsi
félagsins að Heimagötu 24: Sunnudaga kl.
11:00, mánudaga kl. 20:30, miðvikudaga
kl. 20:30 (móttaka nýliða kl. 20:00),
fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 23:30
og laugardaga, fjölskyldufundir kl. 20:30.
Athugið símatíma okkar sem eru hvern
fundardag og hefjast 30 min. fyrir ákveðinn
fundartíma og eru i 2 klst. í senn.
Öll almenn heimilistækja
og raflagnaþjónusta.
EINAR HALLGRÍMSSON
Verkstæði að Skildingavegi 13
S: 13070 £ heimas: 12470
Farsími 985-34506.
Raflagnaþjónusta
Nýlagnir - Breytingar • Viðhald ■
Heimilistækjaviðgerðir
Sveinn Hauksson
Kirkjubæjarbraut 8
Sími 12882, boðtæki 984-61128
4 4
M'URVtL-UTSYN
UM309Í EYJUM:
Fríðfinnur Finnb oqaeon,
ðímar 11166 oq 11450.
Ljosritunar-
pappír í
miklu úrvali
Eyjaprent hf.
Nýr sölulisti vikulega
Skrifstofa í Vestmannaeyjum að
Heimagötu 22, götuhæð. Viðtalstími kl.
15:30 - 19:00, þriðjudaga til föstudaga.
Skrifstofa í Rvk. Garðastræti 13. Viðtalstimi
kl. 15:30-19:00, mánudaga. Sími 13945.
Jón Hjaltason, hrl.
Löggiltur fasteignasali
Rútuferöir - GM
Skoðunarferójr-Veisluterðir-Grillteröir-
íþróttahópfeíðir. Sjónvarp og vídeó.
Ódýr og góð þjónusta.
FERDASkRlf STOFA
REYKJAVÍKUR
Umboðsmaöur í Eyjum:
GÍSLI MAGNÚSSON
Brekastíg 11
sími 98-11909
Apótekaraskipti í Eyjum:
Hanna María tekur
yið af Sigurjóni
Hanna María Siggeirsdóttir lyfja-
fræðingur hefur verið skipuð
apótekari í Vestmannacyjuin frá
og með 1. janúar nk. Hún tekur við
af Sigurjóni Jónssyni sem hcfur
verið apótekari í Eyjum sl. 10 ár cn
hann tckur við nýju apóteki sem
opnað verður í Grafarvogi í
Reykjavík í byrjun næsta árs.
Mikill áhugi var meðal lyfja-
fræóinga um stöðuna í Eyjum. Alls
sóttu sjö um. Sérstök uppstillinga-
nefnd tilnefnir þá þrjá umsækjendur
sem henni þykja hæfastir. Það er
síóan ákvörðun heilbrigöisráðheiTa
hver verður fyrir valinu og forseti Is-
lands skipar í stöðuna.
Sigurjón, sem er fæddur og upp-
alinn Eyjamaöur, hefur stýrt
apótekinu í áratug. Hann segir að
þetta hafi verið ágætur tími og hann
og Vestmannaeyjar skilji í sátt. Hann
verði auðvitað áfram Eyjamaður en
nú sé kominn tími til að breyta til. I
Grafarvogi búa um tíu þúsund manns
og segir Sigurjón að þjónustan þar
hafi verið sáralítil hingað til. Þetta
hverfi fari stækkandi og spennandi
verði að opna nýtt apótek.
Hanna María Siggeirsdóttir hefur
verið apótekari í Stykkishólmi sl. 9
ár. Hún er fædd 6. ágúst 1950 í
Reykjavík og lauk Cand. pharm.
prófi í lyfjafræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla í janúar 1978. Hanna
María hefur unnið sem lyfja-
fræðingur í Apótek Noröurbæjar, hjá
Lyfjaverslun ríkisins, í Holtsapóteki,
var kennari viö Lyfjatæknaskóla
íslands og stundakennari viö
Hjúkrunarskóla Islands, auk þess að
vera í afleysingum víða á lands-
byggöinni. Hanna María er kvænt
Erlendi Jónssyni sem er dósent í
heimspeki viö Háskóla Islands. Þau
eiga tvo syni, 8 og 12 ára.
„Ég sótti um í Vestmannaeyjum
vegna þess að það er stærra bæjar-
félag. I Stykkishólmi búa um 1200
manns og ég cr einnig með útibú í
Grundarfirði þar sem eru um 800
manns. Ég er því að fara úr aö
Ökukennsla
Arnfinnur
Friðriksson
Strembugötu 29
Sínri 12055 og 985-39067
A1 - Anon
Þriðjudaga:
Byrjendafundir kl. 20:00
Almennir fundir kl. 20:30
AÖ Heimagötu 24.
HSHflutningar
Daglegar ferðir,
hvert á land sem er.
Vöruafgreiðsla
Skildingavegi 2 - Sími 13440
Vöruafgreiðsla í Reykjavík
Skútuvogi 8 - Sími 685400
þjónusta 2000 manns í 5000 manns.
Eg hef kynnst Vestmannaeyingum
þegar ég var að leysa þar af og kunni
vel við mig og gat hugsaó mér aö fara
þangað," sagði Hanna María.
En það er ekki nóg með að Hanna
María sé apótekarinn í Stykkishólmi
því hún gefur einnig út héraðsfrétta-
blaöið á staðnum, Stykkishólms-
póstinn. Hún byrjaði aö gefa það út í
ársbyrjun en blaðió kemur út viku-
lega með auglýsingar, fréttir og
tilkynningar. Auk þess hefur hún
setið sem varamaður í bæjarstjóm
Stykkishólms fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn og setið í ýmsum nefndum á hans
vegum.
Ragnar áfram
í 2. sæti G-lista
Listi Alþýðubandalagsins í kos-
ningunum í vor hefur verið
ákveðinn að því er Margrét
Frímannsdóttir hefur tjáð blaðinu.
„Það var algjör samstaða um tvö
efstu sætin á listanum hjá öllum fé-
lögum flokksins í kjördæminu. Það
hefur aldrei gerst áður og þess vegna
var ákveðið aö stilla upp á listann en
ekki hafa forval eins og ætlunin var,“
sagði Margrét.
Margrét verður í I. sæti, Ragnar
Óskarsson í 2. eins og á þessu kjör-
tímabili. I 3. sæti verður Guðmundur
Lárusson.
/
Agústa Har-
aldsdóttir YE
áfram í Evjum?
Alit bcndir til þess að Ágústa
Haraldsdóttir VE, sem selja átti til
Keflavíkur, verði áfram í Vest-
niannacyjum.
Guðjón Hjörleifsson, segir að
bærinn muni að öllum Iíkindum nýta
forkaupsrétt að bátnum og selja hann
aftur. „Það er Vestmannaeyingur
sem ætlar að kaup bátinn og eru
samningar á lokastigi. Það á eftir að
funda í bæjarstjóm um málið en það
er fátt sem getur komið í veg fyrir að
báturinn verði áfram í Eyjum," sagði
Guðjón.
Ekkert verður af
/
kaupum Isfél-
agsins á Þórshöfn
Ekkert verður af því að ísfélag
Vestmannaeyja kaupi tæplega
heimings hlut í Hraðfrystistöð
Wrshafnar.
Að sögn Sigurðar Einarsson,
forstjóra Isfélagsins, neyttu starfs-
menn og aðrir hluthafar
forkaupsréttar síns. „Tilboð
Isfélagsins var þannig að við vildum
kaupa öll þau hlutabréf sem í boði
voru. Heimamenn vildu ekki að
meira en 20 prósent hlutur í fyrirtæk-
inu færi úr plássinu og þess vegna
varð ekkert úr þvj að vió keyptum,“
sagði Sigurður.