Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Síða 2
2 FRÉTTIR Fimmtudagurinn 21. mars 1996 Fréttir Þrjár og hálf stjarna „Þetta var allt voða rólegt hjá okkur eiginlega alveg steindautt enda margir að vinna og flotinn allur á sjó í blíðunni,“ sagði lögregluvarð- stjóri sem rætt var við eftir helgina. Gaf hann helginni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum. „Þetta er ein rólegasta helgin sem ég man eftir í langan tíma og fátt bókað nema eftirlitsferðir," bætti hann við. Stúlka fékk á kjaftinn Um þrjú leytið á aðfaranótt laugar- dagsins kom til ryskinga í hóp sem safnaðist saman við Klett. Stúlka ,sem þar var, fékk á kjaftinn og kærði hún það til lögreglu. Ekki hefur hún fylgt kærunni eftir þannig að reikna má með að ekki verði meira úr því. Til leiðinda á Pizza 67 Það eina sem kom inn á borð lög- reglunnar nóttina eftir var að manni, sem var til leiðinda á Pizza 67, var vísað þaðan út. Annars var ekkert bókað nema eftirlit og aftur eftirlit eins og nóttina áður. 13 umsóknir Fyrir bæjarráði á þriðjudaginn lágu 13 umsóknir um starf atvínnu- og ferðamálafulltrúa. Nú er gert ráð fyrir því að leggja þetta starf niður og ráða í staðinn forstöðumann Þróunarfélags Vestmannaeyja sem bæjarstjóm ætlar að koma á koppinn. Bæjarstjóra var falið að hal'a santband við umsækjendur og gera þeim grein fyrir breyttri stöðu. Jafnframt að bjóða þeim að vísa umsóknum til væntanlegs Þróunar- félags. ísfélaginu þakkað Bæjarráð tók heilshugar undir þakkir félagsmálaráðs til eigenda ísfélagsins, vegna púttvallar sem félagið útbjó fyrir eldri borgara í húsi sínu. Selma sýnir í Loftkastalanum Selma Ragnarsdóttir. fatahönnuður og stalla hennar efna til tísku- sýningar í Loftkastalanum í Reykjavík á ntorgun. Sýningin hefst kl. 18:18 og þar kynna þær nýja línu sem þær hafa verið að hanna frá því í haust. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði og gestir mega eiga von á óvæntum uppá- komurn. Hópferó á leikÍBVá laugardaginn Flugleiðir hafa í samráði við Handknattleiksráð kvenna ÍBV ákveðið að efna til hópferðar á leik IBV og Stjörnunnar á laugardaginn. Mæting á Vestmannaeyjaflug- velli er kl. 12:30 á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:30. Mætingíbrottförerkl. 18:30. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Flugleiðir í s. 481- 3300. Verðið er 4630 krónur með skatti. Bráðabirgðatölur Fiskistofu fyrir janúar og febrúar: M fyjamaniw 30 þúsund tonnum meiri enásíðosta ári -72.180 tonn af fiski á land í Vestmannaeyjum á móti 42.248 tonnum á sama tíma í fyrra. Munar mestu um loðnuaflann sem var 69.374 tonn fyrstu tvo mánuði þessa árs en 1995 var hann 38,066 tonn. í lok febrúar sl. voru komin 72.180 tonn af fiski á land í Vestmanna- eyjum á móti 42.248 tonnum á sama tíma í fyrra að því er kemur fram í bráðabirgðatölum Fiskistofu. Munar þar mestu um loðnuaflann sem var 69.374 tonn fyrstu tvo mánuði þessa árs en í fyrra var hann 38,066 tonn. Botnfískaflinn hefur aftur á minnkað úr 4182 tonnum í 2806 tonn á milli ára. Mestur hluti loðnuaflans núna, eða 62.061 tonn, kom á land í febrúar en 1995 var loðnuaflinn 37.072 tonn. Sennilega er loðnuaflinn í ár sá mesti sem borist hefur á land I Vestmanna- eyjum í einum mánuði. Einnig hefur síldaraflinn tekið stórt stökk upp á við fyrstu tvo mánuði þessa árs miðað við síðasta ár. Núna var hann 4518 tonn en var 994 tonn í fyrra. Er síldaraflinn í ár sá mesti sem borist hefur á land á þessum árstíma í nokkra áratugi. Ef botnfiskaflinn er borinn saman fyrstu tvo mánuði áranna 1995 og 1996 kemur ljós að ufsa- og karfa- aflinn hefur dregist verulega saman en þorskaflinn er nánast sá sami. Árið 1995 komu 1131 tonn af þorski á land í Eyjum en 1110 í ár. Ysuaflinn er heldur upp á við, fer úr 374 tonnum í 389 tonn en ufsinn fer úr 1659 tonnum í 692 tonn og karfmn úr 814 tonnum í 341 tonn. Annar botnfiskafli var 205 tonn árið 1995 en er 274 tonn í ár. Tölur um botnfiskafla miðast við óslægðan ftsk með haus. SKEMMDIST I OVEÐRI: Húsið sem skátarnir eru að byggja austan við Þorlaugargerði skemmdist talsvert í óveðri fyrir um viku síðan. Húsið er klætt með gipsplötum og virðist sem vindurinn hafi náð að komast inn í húsið. Var þrýstingurinn það mikill að plöturnar sprungu út á nokkrum stöðum. Samkvæmt upplýsingum Bjarna Sighvatssonar, er enn ókannað hvað tjónið er mikið en skátarnir verða að bera það sjálfir því húsið er ótryggt. Af bjartsýni Um árabil hefur verið rekin óopinber vinnu- miðlunarskrifstofa í Eyjabúð við Strand- veginn. Þar hafa skipstjórar og útgerðarmenn fengið að hengja auglýsingar í glugga ef vant- að hefur mannskap á flotann. Fyrir svo sem tveimur áratugum var ekki óalgengt að gluggarnir í Eyjabúð væru svo þétt setnir af slíkum auglýsingum að lítt sást inn um þá. Til að mynda man skrifari eftir einni auglýsingu þar sem auglýst var eftir skipstjóra og skips- höfn á ákveðið skip. Þetta var á þeim árurn sem atvinnuleysi var óþekkt hugtak í Vestmannaeyjum og framboð á störfum meira en eftirspumin. En síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar og margt breyst í þjóðfélaginu. Nú hin síðari ár hefur meira verið um að auglýsingamar í gluggunum í Eyjabúð hafi verið frá atvinnu- lausum sjómönnum sem hefur vantað skiprúm. En í síðustu viku sá skrifari þess merki að eitthvað hafði breyst. Upp voru komnar þrjár auglýsingar þar sem óskað var eftir sjó- mönnum til starfa, alls vantaði fimm sjómenn á Eyjaflotann. Bogi í Eyjabúð sagði að þetta væri nýnæmi og til að mynda væri mjög langt síðan auglýst hefði verið eftir hásetum. En hann var líka hinn ánægðasti með Jtessa þróun mála eins og líklega flestir. Þróun í útgerðarmálum í Vestmannaeyjum hefur verið mönnum nokkurt áhyggjuefni á síðustu árum. Tilkoma kvóta og eignarhald á honum hefur orðið til þess að útgerð hefur færst á æ færri hendur og sá möguleiki nánast úr sögunni, eins og tíðkaðist fyrir nokkrum árum, að ungir og áltugasamir menn hefðu tækifæri til að stofna eigin útgerð. Skrifari minnist þess til dæmis að fyrir nokkrunt áruni komu þingmenn kjördæmisins í heimsókn upp í Stýrimannaskóla, rétt fyrir kosningar, til að ræða við nemendur. Margrét Frímannsdóttir spurði nemendur m.a. þeirrar spumingar hvemig horfur væm fyrir unga ntenn að komast í útgerð í dag. Einn nemendanna svaraði þeirri spumingu þannig að einungis væru tveir möguleikar til slíks. Annað hvort fæddust menn inn í útgerð eða þeir.... sig inn í hana, (þarna notaði nemandinn orð sem ekki þykir prenthæft enda kom nokkuð á þingmenn við þetta skorinorða svar). En þama hitti hann líka naglann á höfuðið. Þeir einir hafa komist inn í útgerð sem geta státað af einhverjum ættartengslum í því sambandi. Þangað til nú á þessu ári. Þau gleðilegu tíðindi hafa nú gerst að ungir og bjartsýnir menn hafa sagt kerfmu stríð á hendur og ákveðið að reyna sig í útgerðaiTekstri. Þetta er ánægjuleg þróun. í stað þess að skipum fækki í byggðarlaginu, sjást nú í fyrsta sinn í langan tíma rnerki þess að flotinn sé að stækka. línu- ritið er aftur farið að stíga upp á við, hægt að vísu enda em þessi tvö skip ekki stór að rúm- lestatölu. En þetta er rétta leiðin og til að mynda munu þessi skipakaup eiga sinn þátt í áðumefndum auglýsingum í Eyjabúð. Ekki hafa allir spáð vel fyrir jxssum nýju út- gerðamtönnum, sumum þykir þetta óðs manns æði og segja dæmið ekki geta gengið upp. Þeir em aftur á móti fullir af trú á sjálfa sig, framtíðina og atvinnugreinina, staðráðnir í að gera sitt besta með hjálp guðs og góðra manna. Skrifaii óskar þessum bjartsýnu og áræðnu ungu mönnum, sem flestir em nemendur hans, bæði úr bamaskóla og stýrimannaskóla, alls hins besta í útgerðinni. Hann þykist þess full- viss að útgerðin verði ekki eintómur dans á rósum frernur en annar atvinnurekstur en hann fagnar því að enn skuli finnast í Vestmanna- eyjum menn sem neita að láta kerfið múlbinda sig og leita þeirra möguleika sem gefast. Til hamingju með það. Sigurg. \ FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481 - 1293. Netfang/rafpóstur frettir@ismennt.is. Heimasíða FRÉTTA:http://vey.ismenntis/~frettir FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Eyjakaup, Eyjakjör og Söluskálanum. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.