Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 21. mars 1996
Fréttir
AUGLYSENDUR ATHUGIÐ!
o
Blaðaauki Frétta um fermingar
miðvikudaginn 3. apríl nk.
Aukablað í lit með fjölbreytilegu efni og
fallegum auglýsingum sem tengjast
fermingunum. Aukablaðinu verður að
sjálfsögðu dreift með Fréttum.
Nöfn allrafermingarbama í
Vestmannaeyjum verða birt íblaðinu.
Auglýsendur em hvattir til að auglýsa í
blaðinu. Hajið samband við Fréttir
(Þorstein eða Ómar) og tryggið ykkur
auglýsingapláss. Síminn er 4813310
I
FRETTIR
Vinsælu
vörumar íazrðu
hjá ohhurl
IÍSLENSKUR
MASCARPONE
RJÓMAOSTUR 250 GR.
MASCARPONE er ítalskur rjómaostur, ein af skrautfjöðrum ítalskrar matargerðarlistar.
Hann er ýmist notaður í pastarétti eða sem óbætisostur enda er hann uppistaðan í hinum
fræga Tiramísú óbæti. Mascarpone er oft bragðbættur með líkjör og borðaður með
ferskum óvöxtum eins og perum eða jarðarberjum og sykri. Einnig er blandað saman við
hann gróðaosti, ansjósum, sinnepi og/eða kryddi og þannig er hann borðaður með
brauði og kexi. Mascarpone hentar ekki í ostakökur og þykkir ekki sósur.
LAPY FM
KEXIO VINSÆLA
LOKSINS KDMfE) AFTUR
TIRAMISU
150 g suðusúkkulaði, rifið
eða saxað
24 stk Ladyfingers
eða hrærðir tertubotnar
2 bollar sterkt, kalt kaffi
6 egg, aðskilin
6 msk sykur
500 g mascarpone
Leggið kexið í bleyti i kaffið. Ef þið notið botna er best
að skera þó út eftir skólinni sem ó að nota og hello
kaffinu yfir. Einnig mó draga úr kaffimagninu og nota
kaffilíkjör i staðinn. Hrærið eggjarauður og sykur þar til
það verður létt og Ijóst og blandið saman við ostinn.
Stífþeytið hvíturnar og blandið þeim varlega saman við
ostahræruna með sleikju. Setjið helminginn af kexinu
eða botninum í botninn ó skól. Setjið helminginn af
ostahrærunni yfir, því næst helminginn af súkkuloðinu,
þó kexið, siðan ostahræruna og að síðustu súkkulaðið
sem eftir er. Lótið réttinn standa í minnst 1 -2 klst óður
en þið berið hann fram.
Ibúð til sölu
3ja herbergja íbúð, Áshamar 67 2. hæð, er til sölu.
Skemmtileg íbúð. Skipti á 2ja herbergja íbúð möguleg.
Upplýsingar í síma 481-1456 eftir kl. 19 (Áa).
I-------------------------------------------------1
Hið risavaxna sjónvarpsverkefni Jason stofnunarinnar frá Eyjum:
Tiianit teygir
tmga sína til Eyja
- Frumkvöðull Jason stofnunarinnar fann fyrstur manna flak Titanic á hafsbotni.
Eins og greint var frá í Fréttum í
síðustu viku er risavaxið sjón-
varpsverkefni í undirbúningi þar
sem sýnt verður m.a. frá Vest-
mannaeyjum á næsta ári til
skólabarna víðs vegar um heim.
Sjónvarpssendingarnar eru í
tengslum við svokallað Jason
verkefni sem Dr. Robert D.
Ballard er upphafsmaðurinn að. í
raun og veru er hér um ævin-
týralegt verkefni að ræða því Dr.
Ballard er einhver þekktasti neð-
ansjávarkönnuður heims í seinni
tíð. Hans kunnasta afrek í seinni
tíð var að finna fiak Titanic árið
1985. Því má segja að angar
Titanic teygi sig til Eyja! Auk þess
hefur Dr. Ballard unnið að
fjölmörgum rannsóknum neðan-
sjávar í hátt í f jóra áratugi og eftir
hann liggja margar bækur og
greinar. Hann er virtur fræði-
maður og fyrirtæki hans er
umfangsmikið og veltir ótrúlegum
fjárhæðum, samanber verkefnið
hér á Islandi sem áætlað er að kosti
um 150 milljónir kr.
Ráðgert er að vera með fimm
beinar útsendingar á degi hveijum frá
Eyjum og ofan af landi í klukkutíma
í senn í tvær vikur. Utsendingarnar
verða í apríl á næsta ári en inn á mitli
verða sýndar upptökur sem teknar
verða í sumar frá fugla- og náttúmlffi
Eyjanna og fleiri áhugaverðum
stöðum á landinu. Einskis er látið
ófreistað við að ná sent bestum
myndum. Sem dæmi er ráðgert að
setja myndavélar ofan í lundaholur
og neðansjávar! Búist er við að fimm
milljónir nemenda geti fylgst með
þessu í beinni útsendingu. Þar að auki
em fjölmiðlarisar eins og BBC,
morgunþátturinn frægi Good
Moming America og National
Dr. Robert D. Ballard.
Geographic ávallt í startholunum og
fylgjast vel með þessum verkefnunt.
Ef allt gengur upp og af verkefninu
verður, eins og alll bendir til, ættu
Vestmannaeyjar að geta fengið
stærstu auglýsingu sína í sjónvarpi
sem um getur.
Fann fyrstur flak Titanic
Samkvæmt upplýsingum á heima-
síðu „The Jason Project”, var verk-
efnið sett á laggirnar 1989 af Dr.
Robert D. Ballard eftir að hann
fyrstur manna fann flak hins
sögufræga Titanic á hafsbotni, en það
sökk í apríl 1912 eftir að hafa rekist á
ísjaka. Alls fómst 815 af 1348
farþegum og 688 af 860 í áhöfn. Eftir
margar árangurslausar tilraunir til að
finna flakið var það leiðangur á
vegum Dr. Roberts D. Ballard sem
fann flakið árið 1985. Eftir að hafa
fengið þúsundir bréfa frá bömum um
allan heim sem vildu fá meiri
upplýsingar um uppgötvun Ballards
og hans aðstoðarmanna, ákvað hann
að að þróa aðferðir til að gera kennur-
Málverk af hinu fræga Titanic sem sökk 1912.
um og nemendum um allan heim
kleift að taka þátt í alþjóðlegum
rannsóknum með því að nota nútíma
fjarskiptatækni, eins og t.d. beinar
sjónvarpsútsendingar um gervihnött.
Þetta varð að vemleika I989 og
það er „The Jason Foundation for
Education” sem fjármagnar og sér
um þessa vísindaleiðangra um allan
heim. Þetta er sniðið að þörfum
grunnskólanemenda sem geta tekið
þátt í rannsóknunum með því að
fylgjast með beinum stjónvarpsút-
sendingum, taka þátt í gagnvirkum
samskiptum og síðast en ekki síst í
gegnum veraldarvefmn. Kennarar
eru verkefnisstjórar og gegna lykil-
hlutverki í virkri þátttöku nemenda
og að miðla þeim fróðleik sem fyrir
augu ber. A vegum Jason stofnunar-
innar eru gefnar út vandaðar og
ítarlegar kennsluleiðbeiningar fyrir
kennara sem hafa áhuga á þessu
verkefni. Hingað til hafa skólar í
Banda-ríkjunum, Bretlandi, Mexíkó
og Bermuda getað tekið þátt í
verkefn-um stofnunarinnar.
Risavaxið verkefni
Þegar heimasíða Jason stofnunar-
innar er skoðuð á veraldarvefnum fer
ekkert á milli mála að hér er um
ótrúlega stórt og mikið verkefni að
ræða því stofnunin sinnir einungis
því sem henni finnst áhugavert og
vekur athygli fjölmiðla. Dr. Ballard
hefur stjórnað um 65 neðansjávar-
leiðöngrum um allan heim síðustu
áratugi. í nokkmm leiðangrum hefur
verið um langa dvöl að ræða í bæk-
istöðvum neðarsjávar og hefur
Ballard gert margar athyglisverðar
uppgötvanir. Til að finna flak Titanic
notaði Ballard lítinn fjarstýrðan
kafbát, Jason Jr. Meðal verkefna sem
Jason stofnunin hefur fengist við er
að rannsaka hinar frægu Galapagos-
eyjar ofansjávar og neðan. Verkefni
næsta árs verður svo að öllum líkind-
um ísland.
Að sögn Páls Marvins Jónssonar,
forstöðumanns Rannsóknasetursins í
Eyjum, skoðaði fulltrúi Jason stofn-
unarinnar, Monica Hindmarch, einn-
ig Grímsvatn, Mývatn, Lónsvík og
Reykjavík í ferðinni til Islands.
Spurningin er fyrst og fremst hvar
aðalbækistöðvar útsendinganna
verða en um Vestmannaeyjar eða
Reykjavík er að ræða. Hins vegar er
öruggt að kvikmyndatökulið mun
koma til Eyja í sumar og mynda. Páll
Marvin hefur undir höndum mynd-
band sem íjallar um hvemig
verkefnið er sett upp og skýrir út
hvemig verkefnununt er komið til
skólakrakkanna. Þeir sem hafa áhuga
geta fengið að sjá myndbandið hjá
Páli.
ÞoGu
Háskóli Islands - Rannsóknasetrið Vestmannaeyjum
Almennur fyrirlestur
Almennur fyrirlestur um náttúrufriðun og friðlönd á íslandi verður haldinn Sunnudaginn
24. mars n.k. kl. 14:00 í Rannsóknasetrinu að Strandvegi 50, 3ju haeð.
Erindið flytur Sigrún Helgadóttir líffræðingur og þjóðgarðsfræðingur hjá
Náttúruverndarráði - Allir velkomnir