Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Síða 4
Sœlkeri víkunnar Ódýr ha Ég þakka ekki fyrir þessa áskorun því Sigurjón var búinn að handsala loforð um að skora ekki á mig. En ég læt mig samt hafa og það og býð upp á góðan hakkrétt. HAKKRÉTTUR VIKTORS I /2 kg nautahakk 1 egg 1 msk sinnep Hvítlaukur að vild Slat Pipar 1 dlrasp 2 dl kjötsoð (2 súputeningar í heitt vatn) 1 laukur í sneiðum 3 tómatar (eða Vi dós tómatar) 1 lítil paprika í sneiðum Rifinn ostur Hakkið hrært með eggi og kryddi. Raspið látið drekka í sig kjötsoðið. Síðan er öllu hrært saman. Kjötbland- an sett í eldfast mót og ofan á hana enr Fréttir - Viktor Hjartarson kkréttur settar tómatsneiðar (eða marðir tómatar), paprika, laukur og að lokum er osti stráð yfir. Bakað í hálfa klukkustund við 200 til 225 gráðu hita. Rétturinn er borinn fram með hvít- lauksbrauði og hrásalati. Þetta er mjög ódýr réttur fyrir fjóra en hann kostar aðeins um 600 kr. Ég skora á Guðjón Kjartansson sem er rosalega góður kokkur. Verði ykkur að góðu! ORÐSPOR - ORÐSPOR Fréttir af hrakförum rollu einnar í Reykjavík um helgina vöktu athygli enda ekki á hverjum degi sem rollum er rænt á þennan hátt til brúks. Onefndur úteyingur hafði samband við blaðið og sagði lausnina á þessari ráðgátu fundna. Sú saga fljúgi nefnilega fjöllunum hærra að Suðureyingar hafi verið með árshátíð í Reykjavík um helgina!!! Kennarinn: Hefur þú ekki lesið bréf Páls postula til Korintuborgarmanna? Nemandinn: Onei, ég legg það ekki í vana minn að hnýsast í bréf annarra manna! Frábær stemmning og skemmtun A nýafstöðnu Innanhússmeistaramóti í sundi sem haldið var 1' Eyjum, lögðu margir hönd á plóg við undirbúning og starf meðan mótið stóð yfir. Blaðafulltrúi mótsins var Helga Tryggvadóttirog hafði hún í nógu að snúast allan tímann og þótti standa sig vel í sínu starfi. Helga er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fulltnafn? Helga Tryggvadóttir. Fæðingardagur og ár? 22. febrúar 1966. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Sjálfstæð móðir tveggja dætra, Rósu Sólveigar og Karenar Rutar. Menntun og starf? Stúdent af fjölmiðlabraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og BA gráða í sálfræði frá Háskóla Islands. Núverandi starf er uppeldi dætranna. Laun? Engin veraldleg. Helstigalli? Égkugeta verið með afbrigðum morgun- fúl. Helsti kostur? Þarna fórstu alveg með það. Uppáhaldsmatur? Ég held mikið upp á kjötrétti sem innihalda mikið af grænmeti. Versti matur? Súrmatur. Uppáhaldstónlist? Sálartónlist, Sinatra og eiginlega allt nema sveita- tónlist. Svo eru tónleikarnir, sem Rósa dóttir mín heldur, alveg frábærir. Hvar myndir þú vera ef þú yrðir fluga á vegg í einn dag? Hjá ákveðinni vinkonu minni, sem er í FÍV, þegar hún tekur þá ákvörðun að „læra heima” þann daginn. Uppáhalds stjórnmálamaður? Össur Skarphéðinsson er ágætur. Getur þú bent á einhvern forsetaframbjóðanda? Formaður sunddeildar ÍBV, Elías Atlason, upp- fyllir öll skilyrði, alla vega þetta með aldurinn. Svo er hann líka einstak- lega virðulegur. Uppáhalds íþróttamaður? Logi Jes, að sjálfsögðu. Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið þitt? Fréttatengt efni og sjúkrahúsa- vandamálaþættir, t.d. Chicago ^ Hope. Hvaða sjón- varpsras horfir þú mest á? Líklega Stöð 2. Uppáhaldsleikari? Ektaparið Susan Sarandon og Tim Robbins klikkar aldrei. Uppáhaldskvikmynd? Forrest Gump. Uppáhaldsbók? Égámérfrekar uppáhaldshöfunda en einhverja ein- staka bók. T.d. fyrri bækur eftir Tom Clancy. í dag er það Oliver Sacks taugalæknir sem skrifar um sérstök taugafræðiieg fyrirbæri sem á vegi hans verða. Hver eru helstu áhugamál þín? Sálfræði, sund, lestur og svo er ákaflega notalegt að grípa í prjónana þegar tími gefst til. Einnig hef ég mjög gaman af að stússa í eldhúsinu. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika, umburðarlyndi og gott skap. Annars er erfitt að gera upp á milli góðra eiginleika fólks. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fariannarra? Hroki. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Banff í Kanada og svo auðvitað Eyjar Hvað liggur mikil vinna á bakvið móteinsog IMÍ? Mjögmikil. Núna voru tveir og hálfur mánuður til stefnu frá því að ákvörðun vartekin um að halda mótið hérna. Það er ítill tími en með mikilli vinnu tókst allt mjög vel. þetta var í 8. sinn sem sunddeildin er framkvæmdaaðili mótsins þannig að fólk er orðið þjálfað í þessu og gengur beint til verks. En hversu margir sjálfboðaliðar koma nálægt mótinu? Um40 manns. Hvernig var þetta mót samanborið við önnur? Þetta mót var mjög gott. Líklega það besta frá 1992. Nær Logi Jes Ólympíulág- mörkunum? Því býst ég fastlega við. Að hann skyldi bæta sig bæði í 100 og 200 m sýnir að hann er á réttri leið og er að gera góða hluti. Auk þess er andlega hliðin í lagi og það hefur ekki lítið að segja. Hann hefur sjálfur trú á sér og við verðum bara að senda honum góða strauma og standa með honum. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir eftirfarandi orð? -Sund? Maggi bróðir. - Logi Jes? Frábær íþróttamaður og manneskja sem við getum verið stolt af. - Sunddeild ÍBV? Duglegir krakkar. - IMÍ? Stemmning og frábær skemmtun Eitthvað að lokum? Hvar er 50 metra innilaugin??? Fimmtudagur 21. mars 1996 Dagur tónlistarfólks á laugardaginn: Sameiginlegir tónleikar - Samkórsins, Kórs Landakirkju, Harmonikkufélagsins og Lúðrasveitarinnar. Tónlist, tónlist, tónlist. Á laugar- daginn sameinast Lúðrasveit Vest- mannaeyja, Harmonikkufélag Vestmannaeyja, Kór Landakirkju og Samkór Vestmannaeyja í miklum tónlistarviðburði í Safnaðarheimilinu kl. 16:00. Þetta er dagur tónlistarfólks í Vest- mannaeyjum og hefur verið unnið að undirbúningi frá því í haust. Hug- myndin mun hafa kviknað þegar Kór Landakirkju og Samkórinn unnu sam- an að jólatónleikum. Tónleikarnir verða þannig upp byggðir að Kór Landakirkju flytur fyrst nokkur lög, þá Harmonikku- félagið, Samkórinn og síðast Lúðra- sveitin. f lok tónleikanna munu kór- amir syngja saman nokkur lög við undirleik Lúðrasveitarinnar. Hér er um einstæðan tónlistar- viðburð í Eyjum að ræða því hér leggst tónlistarfólk í Vestmannaeyjum á eitt í sameiginlegum tónleikum. Efnisskráin er fjölbreytt eins og við er að búast þegar fjórir hópar listafólks sameinast um tónleika. Sérstök ástæða er til þess að hvetja fólk til að fjöl- menna í Safnaðarheimilið á laugar- daginn til að sýna í verki að það kunni að meta framlag sem þetta. Miðaverð á tónleika er kr. 800. Tónlistarfólk mun um kvöldið halda sameiginlega veislu í Kiwanis þar sem án vafa verður glatt á hjalla og lagið tekið! Þar mun að sjálfsögðu Eyjahljómsveit leika fyrir dansi, hljómsveitin Dans á rósum. Góð aésókn í pútt eldri borgarn Mjög góð aðsókn er að púttvelli eldri borgara í ísfélaginu sem opnaður var um þar síðustu helgi. Kristjana Þorfinnsdóttir, formaður Félags eldri borgara segir að enn sakni hún fleiri félaga sem viti kannski ekki alveg hvað pútt er. Hér sé ekki um að ræða að slá goifkúlur með golfkylfu langar vegalengdir heldur eru þetta stuttar brautir þar sem reynt er að koma golfkúlu niður með smá lagni og henti sérlega vel fólki á besta aldri! Auk þess er einnig boðið upp á boccia sem er íþrótt sem allir hafa gaman af. Opnunartími púttvallarins er eftirfarandi: Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar ki. 14 til 16. Þriðjudaga kl. 13 til 15 en þá er líka boðið upp á boccia. Eldri borgurum er velkomið að líta inn og kynnast golfíþróttinni í glæsilegum húsakynjtum. Alltaf er heitt á könnunni. NÝFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Drengur Þann 15. mars sl. eignuðust Þórunn Jónsdóttir og Hlynur Geir Richardsson dreng. Hann vó 16 merkur og var 54 sm á lengd . Ljósmóðir: Guðný Bjamadóttir. FRÁ ODDINUM Páskavörur - Páskaskraut í úrvali. Mikið úrval al bast- og tágakörfum í mörgum stærðum. RITFANGA- OG GJAFAVÖRUVERSLUNIN ODDURINN STRANDVEGI 45 - SÍMI 481 1945

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.