Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Síða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Síða 7
Fimmtudagur 21. mars 1996 Fréttir Tæknideild bæjaríns kölluð inn á teppið hjá HUN-nefnd - vegna efnistöku suður í Garðsenda og Höfðavík. Hefði viljað sjá sterk rök fyrir efnistökunni, segir formaður HUN-nefndar. „Ég er mjög óhress með að efnis- taka skuli hafa fram fram suður í Garðsenda og Höfðavík. Þetta var gert algjörlega án samráðs við HUN-nefndina sem á að veita um- sögn um slík leyfi. Því miður var ég ekki stödd í Eyjum þegar farið var í efnistökuna. Ég hefði viljað sjá rök fyrir því af hverju farið var í efnistöku þarna en ekki annars staðar þar sem hún er heimiluð samkvæmt reglugerð,” segir Au- róra Friðriksdóttir, formaður heil- brigðis- og umhverfisnefndar (HUN). Margir bæjarbúar eru mjög ósáttir við þessa efnistöku og segir Auróra að síminn hjá sér hafi verið rauðglóandi eftir að hún kom til Eyja. HUN-nefndin hefur krafið tæknideild bæjarins um svör vegna þess máls og bíður nú eftir skýrslu frá henni. Bæjartæknifræðingur sagði við Fréttir 29. febrúar sl. að ætlunin hefði verið að kynna efnistökuna fyrir HUN-nefnd en formaðurinn hafi ekki verið á landinu. „Það eru fleiri en ég í HUN-nefndinni. Nú hefur nefndin beðið tæknideildina um skýrslu vegna þessa máls þar sem við viljum fá svör við því hvers vegna efnistaka fór þama fram. Ég vil benda á að fyrir tveimur árum var gengið frá skipulagi um efnistöku á nýja hrauninu. Samkvæmt því skipulagi er Skans- fjaran eini staðurinn á eyjunni þar sem efnistaka er leyfdeg. Efni sem þar er á að duga í ýmis konar uppfyllingu. Vegagerðin fór fram á efnistöku í Höfðavík fyrir tveimur ámm þegar verið var að ntalbika þjóðvegina. Við höfnuðum því alfarið, sem segir allt um þá stefnu sem við höfurn markað. Því er efnistakan í síðasta ntánuði mikil vonbrigði en við höfum átt gott samstarf við tæknideild bæjarins,” segir Auróra. En lítur HUN-nefndin á það alvar- legum augum að bærinn sé í efnistöku í Höfðavík án leyfis frá HUN- nefndinni? „Ég vil auðvitað fá að sjá góð rök fyrir þessari efnistöku. En ég vil fyrst bíða eftir skýrslu tæknideildarinnar áður en ég svara þessu.” TÍMABÆRT AÐ FRIÐLÝSA FLEIRI STAÐI Auróra segist hafa fengið mikil viðbrögð vegna þessa máls. „Það er mikið hringt í mig og ég er mjög ánægð með það. Slík viðbrögð segja mér að fólk sé vakandi. Mér finnst fólk vera að vakna verulega til vitund- ar um umhverfismál. Hefur orðið stökkbreyting í þeim efnum bara á sex ámm. Auðvitað er miklu farsælla að íÉRVEÍSLAí FRAMllNDAN? N„ VlLBtfX" Á veisluborðið: Skóbót RULLUTERTUBRAUÐ: Avaxta- tertur Jarðarberja, kirsjuberja, ananasog bláberja BARUSTIG 7 SÍMI 481 2664 Við erum búnir til veislu Kremtertur ásamt okkar þekktu marsi- pantertum, rjómatertum, kransakökum og fermingar- bókum. Líttu við og skoðaðu myndalistann. vinna með bæjarbúunt og við tökum fegins hendi við öllum ábendingum. Ég verð að segja eins og er að mér finnst HUN-nefndin njóta meiri virð- ingar í dag en fyrir nokkrum árum. Þetta hangir saman á spýtunni með auknum áhuga almennings á umhverf- ismálum. Þetta er ekki lengur einka- mál einhverra sérvitringa heldur lætur almenningur í sér heyra ef honum mislíkar eitthvað.” I grein sem Auróra skrifaði í Fréttir fyrir kosningamar 1994 segir m.a. að „full þörf sé á að marka framtíðar- stefnu í umhverfis- og náttúruvernd- armálum hjá Vestmannaeyjabæ.” Aðspurð um þetta sagði Auróra að búið væri að samþykkja skipulag um efnistöku á nýja hrauninu. Þá hefur allt járnadrasl verið þrifið þar sem hita- veitusvæðið var. Einnig er nefndin að vinna að því að friða ýmsa staði á Heimaey en alltof lítið hefur verið gert af því að mati Auróru. Sem dæmi tekur hún að Heimaklettur og gamla hraunið séu ekki friðlýstir staðir en slíkt sé löngu orðið tímabært. Þá bendir hún á að stór hluti af umhverf- ismálum byggist á þátttöku fólksins og að fá félagasamtök í lið með nefnd- inni. I íyrra hafi slíkt átak gengið mjög vel og vilji fyrir því að gera slíkan hreinsunardag að árlegum viðburði. Einnig hafa sinubrunar algjörlega verið bannaðir á Heimaey og eru Vestmannaeyjar fyrsta bæjarfélagið sem gerir slíka samþykkt. HUN-NEFND FÁI MEIRI VÖLD „Auðvitað má alltaf gera betur og við erum að vinna í þessari stefnumót- un. Ég vil beina þeim tilmælum til bæjarbúa að taka þátt í að gera eyjuna okkar hreinlegri með því að henda ekki drasli eða sturta jarðvegi til hægri og vinstri,” segir Auróra. Hefur HUN-nefndin nógu mikla lögsögu að þínu mati? „Nei. Bygginganefnd fer með skipulagsmál ríkisins. Ýmis mál sem koma inn á borð til hennar ættu alveg eins heima hjá okkur. Stundum er málum vísað til okkar til umsagnar. En í sumum málum vildi ég að HUN- nefndin hefði úrslitavald og væri í raun og veru meiri þungavigtamefnd en hún er í dag.” ÞoGu Vestmannaeyjaflug Flugleiða gekk illa á síðasta ári: Ekki sjálfgefíð að dregið verði ór ferðvm Markaður innanlandsfiugsins fer minnkandi eftir því sem vegasam- bandið fer batnandi. Bíllinn er meginsamkeppnisaðili í innanlands- fluginu og Vestmannaeyjaflugið gekk illa á síðasta ári og þar eru Flugleiðir að keppa við ferju sem er niðurgreidd af ríkinu. Þetta sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða í Morgunblaðinu á fóstudag- Samkvæmt bráðabirgðatölum Veiðistjóraembættisins voru drepn- ir um 178 þúsund lundar á síðasta ári. Upplýsingarnar eru byggðar á skýrslum sem allir veiðimenn þurfa að senda inn sem hafa veiðikort sem þeim ber skylda til samkvæmt lögum. Veiðistjóri segir í samtali við Fréttir að lögin urn embættið séu þannig úr garði gerð að ekki sé hægt að rekja hvaðan veiðiskýrslumar koma og því ekki hægt að segja nákvæmlega hve stór hluti af lundaveiðinni kemur frá Eyjum. Hins vegar sagði veiðistjóri að líklega mætti áætla að um 160 þúsund inn þar sem greint var frá aðalfundi Flugleiða. Um 100 millj. kr. tap var af innanlandsflugi Flugleiða á síðasta ári en einingin skilaði sem fyrr framlegð til sameiginlegs rekstrarkostnaðar. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að afkoman af Vestmannaeyjaleiðinni hafi verið lakari en vonir stóðu til. „Við vomm lundar hefðu veiðst í Eyjum. Samkvæmt skýrslunni em það um 20 lundar á hvem veiðikortshafa. Lang- mest veiddist af lunda hér á landi á síðasta ári, næstmest af rjúpu eða um 107 þús. fuglar. Embættinu bámst um 8156 veiði- skýrslur eða 73% af útsendum skýrslum. Embættið skorar á þá veiði- menn sem eiga eftir að skila skýrslum að gera það sem fyrst. Jafnframt er bent á að veiðimanni er skylt að skila inn veiðiskýrslu þó engin veiði hafi verið á síðasta ári og þótt veiðimaður óski ekki eftir endumýjun á veiðikorti. ekki sáttir við niðurstöðuna á síðasta ári. Einhver fækk- un varð á far- þegum sem má fyrst og fremst rekja til óhag- stæðs veðurs sl. sumar. Við gefum ekki út afkomuna fyrir einstaka leið en Ijóst er að við emm að keppa við mjög öfiuga ferju á Vestmannaeyjaleiðinni. Flugið kallar á mjög dýr tæki og reksturinn er erfiðari þegar annað samgöngutæki er einnig á þessari leið. Ég skil mjög vel hvaða augum Vestmannaeyingar líta á ferjuna sína. En það breytir því ekki að ferjan er stór liður í samgöngum milli lands og Eyja og flytur lleiri farþega en llugið.” Éngar fyrirætlanir em um breyt- ingar á Vestmannaeyjaleið Flugleiða sem stendur, að sögn Einars. Hins vegar er allt innanlandsflugið til endurskoðunar. „Ekki er sjálfgefið að dregið verði úr ferðum. Við jukum ferðir til Eyja fyrir nokkrum ámm til að láta tíðnina skapa farþega. Ýmsar leiðir em færar en ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um aðgerðir,” sagði Einar Sigurðsson, blaða- fulltrúi Élugleiða að lokurn. Um 160 þús. lundar veiddust í Eyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.