Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Qupperneq 10
14
Fréttir
Fimmtudagurinn 21. mars 1996
Vel heppnuð kynning Vinnslustöðvarinnar á steikingarsaltfiski á Hótel Sögu:
Sigurður Hall leiðbeinir gestum á Sögu við val á saltfiskréttum en alls gátu gestir valið um 30 til 40 rétti.
Ljósmyndir: Rasi.
Saltfískur í
hótíðabúningi
Kynning Vinnslustöðvar á
steikingarsaltfiski á Hótel Sögu
hefur farið fram úr björtustu
vonum. Boðið er upp á 30 til 40
uppskriftir af saltfiski sem Sigurður
Hall, matreiðslumeistari, Þorbergur
Aðalsteinsson og Ragnar Wessman,
yfirmatreiðslumeistari á Hótel
Sögu, eiga heiðurinn af. Steikingar-
saltfiskurinn, sem framleiddur er í
Vinnslustöðinni undir merkinu 200
mílur, hefur fengið mjög góðar við-
tökur. Er þetta stærsta átak sem
gert hefur verið til að kynna fyrir
Islendingum hvaða möguleika salt-
fiskur býður upp á sem hráefni í
veislurétti. Er leitað í smiðju
Spánverja en á Spáni er saltfiskur
mikilsmetinn, ekki síst fiskur frá
Islandi. Er hann hráefni í ótal
veislurétti hjá Spánverjum og voru
30 til 40 þeirra kynntir á Sögu.
Kynningin hófst á fimmtudaginn í
síðustu viku og henni lýkur í dag að
því er Þorbergur Aðalsteinsson, fram-
leiðslustjóri, tjáði blaðinu. Fer hún
fram á veitingastaðnum Skrúð sem er
á neðstu hæð Hótel Sögu. Þorbergur
segir að þar séu í boði milli 30 og 40
réttir úr steikingarsaltfiski á hlaðborði.
„Hann er, soðinn, hrár, marineraður
og steiktur á allra handa máta. Auk
þess er boðið upp á salöt og eggja-
kökur þar sem saltfiskurinn er
uppistaðan. Þetta hefur líkað mjög vel
og viðtökurnar eru miklu betri en
nokkurþorði að vona. Um helgina var
fullt út úr dyrum. Sjálfur ætlaði ég að
smakka á krásunum á laugardaginn og
varð ég að bíða í einn og hálfan
klukkutíma áður en ég komst að,“
sagði Þorbergur.
Upphafið að samstarfmu við Sigurð
Hall má rekja til þess að hann vann
sjónvarpsþátt um saltfisk fyrir SÍF.
Þátturinn var tekinn upp á Spáni og
sýndur á Stöð 2. í framhaldi af því var
efnt til kynninga á steikingarsaltfiski í
Hagkaup í Reykjavík, Garðabæ og
Akureyri sem Sigurður stóð fyrir.
„Þær heppnuðust mjög vel en fyrir-
myndin að steikingarsaltfiskinum er
sótt til Spánar. Þetta er í fyrsta skipti
sem Islendingar fá að kynnast þeim
möguleikum sem saltfiskurinn býður
upp á sem veisluréttur. Þegar ákveðið
var að kynna hann í Hagkaups-
verslunum vildum við fylgja því
myndarlega eftir. Sögumenn voru
strax til í slaginn og hafa þeir staðið
myndarlega að hlutunum. Eftir því
sem ég kemst næst hafa almenningi á
Islandi ekki staðið til boða eins margir
réttir úr saltfiski og á Hótel Sögu.
Þetta er okkur mikil hvatning og er
ekki annað að sjá en að steikingarsalt-
ftskur, sem Vinnslustöðin framleiðir
undir merkinu 200 mflur, eigi eftir að
slá í gegn,“ sagði Þorbergur að lokum.
Sigurður Hall segir að nýr heimur
hafi opnast fyrir sér þegar hann fór að
kynna sér matargerðarlist Spánveija.
„Ég sem hélt að ég vissi allt um
matargerð. Það skemmtilegasta var,
að þarna er íslensk afurð sem er svo
mikils metin í spænskumælandi
löndum. Ég fylltist stolti og gleði og
fór að velta því fyrir mér af hverju
Islendingar nýta sér ekki saltfiskinn
meira. Ég sá að þama var ég kominn
með verkefni og ég er í því ennþá,“
sagði Sigurður.
I framhaldi af því fór hann í samstarf
við Vinnslustöðina sem hefur borið
góðan árangur. „Saltfiskur hefur í
gegnum aldirnar verið hluti af okkar
daglega kosti en útvötnun er ekki
Sigurður ásamt kokkunum á Hótel Sögu sem báru hitann og þungann af kynningunni.
meiri en svo að hann er alltaf
brimsaltur. Spánverjar taka nánast allt
salt úr honum og þannig fisk er
Þorbergur er að framleiða í
neytendapakkningar. Þá er hægt að
steikja hann og sjóða og krydda með
hverju sem er og útbúa úr honum
sannkallaða veislurétti.“
Kynningin á Hótel Sögu hefur
heppnast mjög vel að mati Sigurðar.
„Það hefur verið fullt hús alla daga og
ég hef sjaldan fengið eins mikið hrós
fyrir matreiðslu. Það er gaman að fá
tækifæri til að kynna fisk frá
Vestmannaeyjum með þessum hætti.
Samstarfið við Þorberg og hans fólk í
Vinnslustöðinni og Ragnar Wessman
og annað starfsfólk á Hótel Sögu
hefur verið einstaklega ánægjulegt.
Allir hafa lagst á eitt til að gera þetta
sem best,“ sagði Sigurður að lokum.
Sveinbjöm Friðjónsson, fram-
kvæmdastjóri veitingasviðs, er mjög
ánægður með hvemig til tókst og við-
tökur gesta. „Kynningin hefur gengið
ljómandi vel. Við höfurn verið með
gítartónlist til að skapa réttu
stemmninguna og kynnt spænsk
Riojavín, rauð og hvít og fleiri
huggulegheit. Hótelgestum höfum við
boðið að smakka á saltfiski og vín-
unum til að æsa upp í þeim
bragðlaukana og hefur líkað vel.“
Sveinbjöm hafði ekki á reiðum
höndum hvað margir hafa komið á
kynninguna en hann segir að þeir
skipti hundmðum. Við verðum áfram
með saltfisk í hátíðarbúningi hér í
Skrúð þannig að gestir okkar geta
áfram fengið að kynnast þessu
hnossgæti," sagði Sveinbjöm að
endingu.
Frá tæknideild
Tæknideild Vestmannaeyjabæjar hefur flutt aðstöðu sína
að Tangagötu 1 (Bæjarveitum).
Símanúmer tæknideildar er 481 -1323.
Húsaleigustyrkir námsfólks
Umsóknir um húsaleigustyrki á vorönn 1996 skulu berast
bæjarskrifstofunum eigi síðar en 31. mars nk. Framvísa
verður Ijósriti af húsaleigusamningi.
Umsækjendur skulu eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og
stunda starfsmenntunarnám utan Eyja, sem ekki er unnt
að stunda heima í héraði.
, FRÁ FÉLÓ ,
Árshátíð FÉLÓ
Árshátíð FÉLÓ verður haldin 12. apríl nk. og verður hún
fyrir þá sem eru í 7. bekk og ofar. Margt verður gert til
skemmtunar, þar á meðal söngkeppni „Karokee" þar sem
vegleg verðlaun verða veitt. Kosið verður í nýtt Unglingaráð
svo og verða ungfrú og herra FÉLÓ valin. Þeir sem hafa
áhuga á að skemmta á hátíðinni eru beðnir um að láta
okkur í FÉLÓ vita sem fyrst. Þeir sem ætla að keppa í
söngkeppninni geta skráð sig í lúgunni í FÉLÓ og fá allir
þátttakendur að æfa sig í kerfinu öll þriðjudagskvöld fram
að árshátíð.
Þeir sem gefa kost á sér í nýtt unglingaráð eiga að skrá sig
í lúgunni í FÉLÓ.
Fatnaður í óskilum
í Félagsheimilinu er fatnaður í óskilum og ef hann verður
ekki sóttur fyrir 22. mars nk. verður hann gefinn.
DANSARAR 12 ÁRA OG ELDRI
Danslistamót verður haldið í þriðja sinn á vegum
Listdansskóla íslands og fer mótið fram á Selfossi 1. og 2.
júní nk. Boðið er upp á fría gistingu og fæði meðan á
mótinu stendur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið
frekar geta haft samband við undirritaðan.
Ræðukeppni GRUNNSKÓLANNA
OG DISKÓ
Á morgun föstudag verður ræðukeppni milli Barnaskóla og
Hamarsskóla og fer keppnin fram í Félagsheimilinu
klukkan 20. Að lokinni keppni verður diskó í opnu húsi í
Féló fyrir 8., 9. og 10 bekk.
Tómstunda- og íþróttafulltrúi.