Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. mars 1996 Fréttir Logi Jes Kristjánsson varð þrefaldur íslandsmeistari í sundi Hann keppir nú að iágmörkum fyrir Ólympíuleikana íAtlant, Uppskerloh erfiðisins ■ Sá er orðinn stór og þrekinn, vart þekkjan- [ legur. Logi Jes Kristjánsson, 23 ára, einn 1 fremsti sundmaður Islendinga, er kominn ■ heim til Eyja í smáfrí frá Bandaríkjunum, til I að taka þátt í Innanhússmeistaramóti Islands I í sundi. Dóttursonur eins fremsta íþrótta- | manns Vestmannaeyja fyrr og síðar, Friðriks | Jessonar, sem kenndi Vestmannaeyingum ■ fyrstur manna að synda við Þrælaeiði fyrr á ■ öldinni. Arfleifð afa síns, sundið, ætlar Logi J að nota til að feta í fótspor hans, með því að [ taka þátt í stærsta íþróttaviðburði heims, I Olympíuleikunum sem fara fram í Atlanta í I sumar. Logi hefur í þrjú ár markvisst I undirbúið sig fyrir að ná svokölluðum Olym- | píulágmörkum sem hann fær þrjú tækifæri í | maí nk. til að ná. Logi fékk styrk frá ■ fyrirtækjum í Eyjum og Olympíunefnd ■ Islands upp á 1,5 milljónir til að auðvelda J undirbúninginn. Og það var þess virði hjá J Loga að skreppa heim á IMI um helgina. * Langþráður draumur náðist, að slá Islands- I metin í 100 og 200 m baksundi. Fréttir I ræddu við Loga um undirbúninginn, lífið í | Arizona, hvers vegna sundmenn raka allt | hár af Iíkamanum og hvað ef hann nær ekki ■ draumamarkmiðinu, að komast á Olympíu- ■ leikana? Logi stundar nám í grafískri hönnun við ’ Háskólann í Arizona og er að ljúka sínum þriðja I vetri. Með náminu er hann í sundliði skólans og I æfir þessa dagana nánast sem atvinnumaður. | Fyrstu tvö árin tók hann 30 til 36 einingar á önn | í skólanum. I vetur, þegar hann er að keppa að | lágmörkum fyrir Olympíuleikana, tekur hann ■ lágmarks fjölda eininga yfir allan veturinn eða • 24 til að geta einbeitt sér að sundinu. Aherslan á J sundið tefur hann í námi um eitt ár og að öllu 1 óbreyttu lýkur hann námi vorið 1998. „Þetta er • fóm sem ég sé ekki eftir. Ég æfi við bestu I hugsanlegu aðstæður, í útilaug við góðan hita og I með topp þjálfara. Ekki er hægt að hugsa sér | það betra,” segir Logi. Ein sekúnda á ári! Hann keppir nú að því að ná lágmörkum fyrir J Olympíuleikana sem Sundsamband Islands í J samráði við íslensku Olympíunefndina hefur * sett. Ekki gat hann náð lágmörkum í Eyjum um I helgina þar sem tíminn er miðaður við 50 metra I laug. Alþjóða Olympíunefndin leyfir tveim | bestu, í hverri grein sem komast yfir ákveðin | lágmörk, að taka þátt í Olympíuleikum. Þess ■ vegna ætti Logi að vera búinn að tryggja sér ■ þátttökurétt. En Sundsamband Islands setur upp . mun strangari lágmörk fyrir sitt fólk og segist [ Logi vera sáttur við þau. Logi er fyrst og fremst baksundsmaður og I keppir að lágmörkum í 100 og 200 m baksundi. I Yfirkeppnistímabiliðsyndirhann lOtil 12km | á dag sex daga vikunnar auk þess sem hann er í | lyftingum þijá daga vikunnar. Eftir slíkar lang- ■ varandi æfingar og þegar hann þarf að vera í ■ toppformi á stórmóti, eins og Olympíuleikum, ■ minnkar hann álagið, fer niður í 5 km og allt [ niður í 2 km á viku. Öll þjálfun er mjög vísinda- J leg og eins og best verður á kosið. Lágmörkin fyrir Ólympíuleikana, sem Logi I keppir að, er 57,7 sek. í 100 m baksundi. Logi á | best 58,8 sek. og vantar því aðeins rúma | sekúndu upp á. í 200 m baksundi er lágmarkið | 2:04,04 en Logi á best 2:07,00 og vantar því ■ tæpar þijár sek. upp á. „Ég hef verið að bæta mig um eina sekúndu J undanfarin ár eða síðan ég byijaði að stefna að J þessu. Þetta ætti því að ganga upp miðað við I þær forsendur. Þótt lengra sé í lágmarkið í 200 I metrunum er það alveg jafn raunhæft og í 100 I metrunum,” segir Logi. | Þrír möguleikar eru fyrir Loga að ná lág- I__________________________________________ markinu. Fyrst er mót í Bandaríkjunum í byijun maí en Logi stefnir ekki að því að vera í topp- formi á þeim tíma. En sá íslenski kjarni, um fimm sundmenn, sem á möguleika á Ólym- píulágmörkum, fer til Frakklands í lok maí á tvö mót gagngert til þess að reyna við lágmörkin. „Við emm öll að stefna að því sama. Því miður er ekki hægt að reyna þetta á Islandi. Eina 50 metra laugin er Laugardalslaugin. Hér er allra veðra von og óhagstætt veður getur eyði- lagt fyrir okkur ævistarfið.” Allt hár á líkamanum rakað af! Logi er vel hærður í dag og fúlskeggjaður. Mjög algengt er að sundmenn raki sig hátt og lágt. En hvað með Loga? , Já, ég hef einu sinni rakað allt hár af líkam- anum, nema auðvitað það sem er ofan í sundskýlunni, svona til að upplýsa kvenþjóðina. Tilgangurinn er að ná góðu skriði og betri tíma. Þetta er eins og að bóna bíl. Vel bónaður og fægður bíll er straumlínulagaður og ekkert vatn situr á honum, frekar en mér í lauginni. Ég tala af eigin reynslu og held að hér geti munað upp í hálfa sekúndu í lauginni. Ég var ekki rakaður um helgina en ætla að gera það þegar ég reyni við lágmörkin í maí.” Háskólalið Arizona í sundi, sem Logi keppir með, er í dag í 14. sæti yfir bestu sundlið Bandaríkjanna. Mikil keppni er innan liðsins en Logi hefur verið langbesti baksundmaður skólans frá því hann fór út. Honum reiknast jafnframt til að vera meðal 25 bestu baksunds- manna í háskólunum í Bandaríkjunum í sínum vegalengdum. Um helmingur af sundliði skól- ans kemur frá öðrum löndum þannig að yfir- bragðið er alþjóðlegt. Boðsundsveit skólans er t.d. eingöngu skipað útlendingum. Þess má geta að sundlaugamar í Bandaríkj- unum eru tíu prósent minni en evrópsku laug- amar. Bandaríkjamenn nota yarda í stað metra í háskólakeppninni en yfir sumarið er æft og keppt í metralaugum enda fara heimsmeis- tarakeppnir og Ólympíuleikar fram í metra- laugum. Logi segir að þetta hafi sína kosti og galla. Snúningamir við bakkann skipti meira máli í yardalaug en á móti kemur að auka sundtök bætist við í metralauginni. Góð fyrirmynd Logi er án nokkurs vafa fremsti afreksmaður Vestmannaeyinga í íþróttum í dag. Hann er margfaldur Islandsmeistari og Smáþjóðaleika- meistari og er besti baksundsmaður landsins fyrr og síðar, Islandsmetin um helgina bera vitni um það. Afreksíþróttafólk er fyrirmynd ungu kyn- slóðarinnar og hið unga og efnilega sundfólk í sunddeild IBV beið spennt eftir því að sjá átrú- naðargoð sitt þegar Logi kom til Eyja í síðustu viku. Logi segir að virðingin sé gagnkvæm því hann var í sporum þessa unga fólks fyrir nokkmm ámm. „Ég met það mikils að fá tæki- færi til að segja þeim aðeins til og fá þau til að hlusta og hlusta á þau. Sund er einstaklingsíþrótt og einhver mesta alhliða íþrótt sem til er. Meiðsli í sundi þekkjast ekki. Sundfólk byggir upp líkama sinn og lærir að aga sig og býr að þessu ævilangt. Þess vegna hvet ég krakka til að prófa að æfa sund,” segir Logi. Hann er góð fyrirmynd, er bindindismaður á vín og tóbak og þakkar það öðm fremur góðum árangri í sundi. Um krakkana í sunddeild ÍBV segir Logi að þama séu mörg góð efni sem eigi möguleika á að ná langt í framtíðinni, þótt það sé kannski ekki aðalatriðið. „Astæðan fyrir því að ég dreif mig héðan, úr ágætri aðstöðu í Éyjum og til Bandaríkjanna, var til að öðlast ákveðna sálarró. Ég fór til Ungverjalands í æfingabúðir 1992 og sá hvað þurfti til þess að ná langt. Ég dreif mig út til Bandaríkjanna af því að mig langaði til að prófa þetta, slá tvær flugur í einu höggi með því að mennta mig og synda. Núna þarf ég ekki að naga mig í handarbökin þegar ég verð sextugur, að hafa ekki reynt þetta. Hins vegar er ég ekki með skólastyrk í Bandaríkjunum. Þess vegna var styrkur fyrirtækjanna í Eyjum og Ólym- píunefndarinnar eins og himnasending fyrir mig. Styrkurinn gerir mér kleift að geta einbeilt mér algjörlega að því að synda og keppa að lág- mörkunum. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka kærlega þeim aðilum sem gerðu þetta að veruleika,” segir Logi. Ekki fer á milli mála að Logi hefur fómað ýmsu og lagt mikið á sig til að ná settu mark- miði, að komast á Ólympíuleikana. En hvemig mun Logi taka því ef draumurinn rætist ekki? „Auðvitað verð ég grautfúll og gráti næst, slíkt er mannlegt eðli. En ég verð þá bara að ein- beita mér að næsta verkefni sem er Evrópukeppnin á næsta ári og að slá íslandsmet. Ekki veit ég hversu lengi ég æfi sund. Alla vega verð ég í þessu á meðan ég er að bæta mig.” í fótspor afa Ólympíuhugsjónin er mjög göfug. Þeir sem hafa upplifað að taka þátt í Ólympíuleikum eiga vart orð til að lýsa þeim skemmtilega anda sem þar svífur yfir vötnum. A þessu ári em liðin 100 ár frá því að Ólympíuleikamir vom endurvaktir í þeirri mynd sem við þekkjum þá í dag. Draumur Loga er að feta í fótspor afa síns, Friðriks heitins Jessonar, og fá að taka þátt í þessu ævintýri. Friðrik fór á Ólympíuleikana í Berlín 1936 eða fyrir 60 ámm. Þar sýndi hann glímu ásamt fleiri Islendingum. „Mín fyrstu kynni af Ólympíuleikum voru í gegnum afa þegar ég var peyi. Þá sagði hann mér frá þessum Ólympíuljóma og hversu stórkostleg upplifun þetta var. Líklega hef ég leynt og ljóst stefnt að því að feta í fótspor afa frá því hann sagði mér frá þessu,” segir Logi. Hann teygir úr sér og þessar hendur, þessar risahendur, teygjast langt upp í loftið. Hann er afslappaður og finnst alltaf jafn gott að koma heim og finna fyrir stuðningi bæjarbúa. „Það er gott að vita að Vestmannaeyingar fylgjast með og standa með mér. Ég finn það svo vel þegar ég kem heim og þá hafa ntargir samband við foreldra mína. Þó ekki sé nema að fá smá kveðju, „gangi þér vel á mótinu”, met ég mikils. Og þá á ég vart orð yfir þeim velvilja sem mér var sýndu með slyrknum frá Eyjafyrirtækjun- um, hann skipti sköpum fyrir mig hvað varðar undirbúninginn.” Og Logi kom, sá og sigraði á Innanhúss- meistaramótinu um helgina, þrátt fyrir að vera ekki í toppformi eða hafa hvílt sig sérstaklega fyrir mótið. Arangurinn gefur góðar vonir fyrir mótin í maí. En hann hefur alla vega náð Islandsmetum Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar. Öll fórnin og allar æfingamar öll þessi ár skiluðu honum á toppinn um síðustu helgi, og það á heimavelli í Eyjum. Þorsteinn Gunnarsson Logi Jes sýnir leikni sína við eldamennsk- una í Arizona í Bandaríkjunum. __________________________________________I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.