Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Qupperneq 14
18
Fréttir
Fimmtudagur 21. mars 1996
LANDAKIRKJA
Fimmtudagur 21.3.
Kl.17:00 T.T.T. æskulýðsstarf fyrir
tíu til tólf ára- leikir og létt
gaman
Laugardagur 23.3.
Krakkar úr T.T.T halda á T.T.T. mót
í Vatnaskógi þessa helgi.
KI.KcOO Sameiginlegir tónleikar
Kórs Landakirkju, Samkórs
Vestmannaeyja, Lúðrasveitar
Vestinannaeyja og Harmonikku-
félags Vestmannaeyja.
Sunnudagur 24.3.
Kl. 11:00 Sunnudagaskóli
Kl. 14:00 Almenn Guðsþjónusta-
Messukaffi
Kl. 20:30 KFUM & K fundur-
BINGÓ - veglegir vinningar, spjaldið
ákr.200,-
Þriðjudagur 26.3.
Kl. 16:00 Fenningartímar -
Bamaskólinn- Munnlegt próf
Kl. 17:00 Kirkjuprakkarar - fyrir 7 til
9 ára!
Kl. 20:30 Biblíulestur í heimahúsi
Upplýsingar á skrifstofu.
Miðvikudagur 27.3.
Kl. 10:00 Mömmumorgunn
Kl. 12:10 Kyrrðarstund í hádegi
Kl. 16:00 Fermingartími -
Hamarskólinn- Munnlegt próf
Kl. 20:30 Opið hús fyrir unglinga í
KFUM & K húsinu.
Hvítasunnukirkjan
Fimmtudagur
20:30 Biblfulestur.
Föstudagur
20:30 Samkoma fyrir ungt fólk.
Laugardagur
13:00 Krakkaklúbbur
20:30 Brotning brauðsins
Sunnudagur
15:00 Vakningarsamkoma
Fjölbreyttur söngur, lifandi orð!
Þriðjudagur kl. 20:30
Samfélagshópur.
Samkomurnar eru öllum opnar.
Aðventkirkjan
Laugardagur:
kl. 10:00 Biblíurannsókn
kl. 11:00 Guðsþjónusta
Ræðumaður:
Ólafur V. Þóroddsson.
Þriðjudagur:
kl. 20:00 Biblíurannsókn
Efni: Opinberunarbókin
Verið velkontin í Aðventkirkjuna.
Áhugafélag
UM BÖRN OG
BRJÓSTAGJÖF
Opið hús í
Safnaðarheimili
Landakirkju alla
mánudaga milli kl. 16 og 17.
Baháí samfélagið
Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta
föstudag hvers mánaðar kl. 20:30.
Almenn umræðuefni. Allir velkomn-
Góður endasprettur hjá 2. deildarliði ÍV í körfubolta:
Nýtt PC kerfi hjá
Bæjarveitum
Þessa dagana er verið að setja upp PC
kerfi á Bæjarveitunum en tæknideild
bæjarins hefur flutt þar inn. Verður öll
grafísk vinna Bæjarveitna og tækni-
deildar sameiginleg sem hefur marga
mjög góða kosti í för með sér. 1 síð-
ustu viku voru teknar í hús Bæjar-
veitna öflugar Hyundai Pentium tölv-
ur en nú er einnig verið að tölvuvæða
Ráðhúsið. Þá er verið að vinna að því
að setja upp örbylgjusamband á milli
Ráðhússins, Ahaldahússins og Tölv-
unar sem sér um tölvukeyrslu fisk-
vinnslustöðvanna og skapast við þetta
ótrúlegir mögulegar en hér er um
brautryðjendastarf að ræða.
Davíð íTölvun og Sigurjón skrifstofustjóri Bæjarveitna við nýju PC tölvurnar.
Unnu báðtt andsiæðinga sína
2. deildarlið ÍV.
Þriðja og síðasta umferð í
Suðurlandsriöli 2. deildar í körfu-
bolta fór fram um helgina. ÍV gerði
sér lítið fyrir og vann báða and-
stæðinga sína. Hins vegar dugði það
ekki til þess að komast í úrslita-
keppnina en ÍV lenti í 2. sæti. Mótið
átti að fara fram 9. mars en var
frestað vegna veðurs.
ÍV lék gegn Hvergerðingum á fös-
tudaginn og við Laugdælinga á
sunnudaginn. Aðeins sjö leikmenn
komust með í ferðina enda greiða leik-
menn sjálftr ferðakostnað. Spiluðu
þeir báða leikina, nema Jónatan
Guðbrandsson sem lék aðeins þann
fyrri vegna anna heima fyrir. Sást svo
til hans í körfubolta við Bamaskólann
á sunnudeginum!
ÍV bættist góður liðsauki fyrir
síðustu umferðina. Friðrik Stefánsson,
fyrrum unglingalandsliðsmaður, er
kominn heim frá Akureyri og spilaði
með liðinu. Var hann mikill styrkur
fyrir þetta unga Eyjalið þar sem alla
ógnun hefur vantað undir körfuna í
vetur. Væri fróðlegt að sjá hvar liðið
væri statt núna ef hann hefði spilað
hina leikina.
ÍBV byrjaði leikinn gegn Hamri af
miklu krafti og yfirspilaði Hvergerð-
ingana gjörsamlega í fyrri hálfleik.
Staðan var þá orðin 52-26! I seinni
hálfleik einsettu strákamir sér að hafa
gaman af þessu og var sigurinn aldrei
í hættu þrátt fyrir að þeir hefðu aðeins
Ingibjörg K. Gísladóttir
Sveinn Gíslason
Guðbjörg Gísladóttir
Runólfur Gíslason
Gísli Gíslason
slakað á f lokin enda kornin þreyta í
þá. Örn Eyfjörð, Amsteinn Jóhanns-
son og Friðrik Stefánsson vom
atkvæðamestir en aðrir börðust einnig
vel. ÍV sigraði Hamar 91-79.
Stig IV: Örn Eyfjörð 32, Arnsteinn
26, Friðrik 21, Jónatan 7, Sigurjón A.
3 og Gísli Gunnar 2.
Á sunnudaginn fóm strákamir á
Laugarvatn og spiluðu við heima-
menn sem þegar höfðu tryggt sér sæti
í úrslitakeppni 2. deildar. Laugvetn-
ingar byijuðu leikinn án síns sterkasta
leikmanns sem lá í bæli sínu heima
fyrir. IV byrjaði með látum og tróð
Erling A. Ágústsson
Ragnar Jónsson
Margo J. Renner
Amsteinn glæsilega strax í íyrstu sókn
og gaf tóninn. IV komst í 19-4 eftir 5
mínútna leik. Þá tóku Laugvetningar
til sinna ráða og vöktu lykilmann sinn
sem mætti með stírumar í augunum
eflir örfáar mínútur. Hann hefði betur
haldið sig í rúminu því kraftakarlamir
Friðrik og Sigurjón tóku hann í
kennslustund og tróð Friðrik t.d.
fjómm sinnum yfir hann! Staðan í
hálfleik var 48-36 fyrir IV. Laugvetn-
ingar vöknuðu aðeins til lífsins í seinni
hálfleik en áttu engin svör við þriggja
stiga skotum Amsteins sem var í
miklum ham og skoraði alls 6 slíkar.
Sem fyrr var það þríeykið sem skoraði
mest fyrir ÍV. Vert er þó að geta Gísla
Gunnars sem spilaði sérlega vel fyrir
liðið, og Sigurjóns sem sýndi enga
miskunn í vöminni! Kristinn Týr fékk
loks tækifæri eftir að hafa vermt
bekkinn í allan vetur og sýndi það og
sannaði að hann er einn besti varnar-
maður liðsins og dreif liðið áfram með
baráttu sinni. Lokatölur urðu 75-63
íyrir ÍV.
Stig ÍV: Amsteinn 37, Örn 18,
Friðrik 16, Sigurjón A. 4.
Lokastaðan í riðlinum varð þessi:
Laugdælir 6 5-1 10
ÍV 6 4-2 8
Hamar 6 0-6 0
Óljóst er hvemig næsti vetur verður
hjá ÍV. Öm Eyijörð hyggst reyna fyrir
sér hjá sterku liði næsta vetur og sömu
sögu er að segja um Friðrik. Þá er
Amsteinn á leiðinni til útlanda í náin.
t
Hjartans þakkir til allra þeina fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við
andlát og útför ástkærs bróður okkar og mágs
MAGNÚSAR GÍSLASONAR
frá Hvanneyri
Guð blessi ykkur öll
Úrslitakeppnin
um helgina!
Riðlakeppni hópaleiksins er nú lokið og áttu
margir möguleika á að komast áfram fyrir
síðustu helgi og er óhætt að segja að spennan
haft verið mikil. Sú regla gildir að efstu liðin
4 í A og B riðli og efstu 4 í C og D riðli
mætast í 2 úrslitariðlum. Efstu hópar úr
undanriðlum taka með sér 4 stig, hópamir í 2.
sæti 2 stig og hópamir í 3. sæti taka með sér I
stig. Þeir hópar sem verma 4. sæti riðlanna
taka ekki með sér stig í úrslitariðlana. Spilað
verður í 4 umferðir og munu efstu hópar að
þeim loknum spila hreinan úrslitaleik.
Vinstri bræðingurinn sigraði í A-riðli með 70
stigum, Smástrákar lentu í 2. sæti með 68 stig,
H.H. - flokkurinn í 3. sæti með 66 stig. Bæj-
arins bestu, sýndu gamalkunnan endasprett og
brugðu sér úr efstu sætunum í það fjórða.
ER sigraði í B-riðli með 65 stig og geta menn
rétt ímyndað sér ástandið á kaffistofu FÍV.
Litla Heiði varð í öðru sæti með 63, Kaffi og
koníak í 3. sæti með 62 stig ásamt Hárunum,
en voru með fleiri útileiki rétta. Þessir 4 hópar
mæta hópunum úr A-riðli í úrslitariðli.
Asinn vann C-riðil með 67 stigum og næstir
komu Babar fflakonungur og Feðgamir með
64 stig. Babar nær öðra sæti á fleiri réttum
útileikjum. Silli og Valdi hf náðu 4. sæti með
63 stig.
Perlusultan vann D-riðil með 67 stig, Bónda-
sonurinn og Doddamir vora í 2.-3. sæti með
63 og hlýtur Bóndasonurinn 2. sætið vegna
fleiri réttra útileikja. Austurbæjargengið náði
að skjótast í 4. sæti með 62 stig.
32 hópa úrslit bikarkeppninnar voru á laug-
ardag. Heimir Hallgr. sló út Kaffi og koníak
á fleiri útileikjum réttum en báðir hópar vora
með 7 rétta. Jakob Möller sló út Sigurbjöm
Ingólfsson 6-5, Villta vestrið vann Klaka 74,
Magnús Steindórsson og Þorsteinn Trausta
vom jafnir með 5 stig en Magnús fer áfram á
fleiri útileikjum. FRY var slegið út af Begga
United 6-5, Oskar Öm sló út Bæjarins bestu
6-5, Pörupiltar slóu út Grundaiprinsa á réttum
útileikjum eftir að báðir voru með 5 rétta.
Sibbi Óskars vann Silla 7-4, Bjartur vann
Ekki EF 5-4, Jói Ragg sló út Vögg Jónasson
5-4, Cantona vann Amar Baldv. 7-5.
Þorsteinn Hallgn'msson sigraði Reynistað 8-
5, Vinir Ottós slógu út Vinstri bræðinginn á
réttum útileikjum eftir að báðir fengu 5 rétta.
Siggi Braga vann loks Hausana 7-6. Ekki er
búið að draga í bikamum en það mun að sjálf-
sögðu liggja fyrir á laugardagsmorgunn. Þeir
sem eiga eftir að greiða þátttökugjald
bikarkeppninnar eru beðnir um að gera það
strax, því þessi þátttökugjöld á í raun ekki að
lána því allur potturinn rennur í 1. vinning.
Af beinum útsendingum er það að frétta að á
laugardag sýnir RUV frá leik Arsenal og
Newcastle kl. 15:00 og á sunnudag kl 16:00
sýnir SKY-sports frá leik Man. United og
Tottenham Hotspur.
Tipparar eru beðnir um að skila röðum inn
fyrir kl. 13:00 og þess ber að geta að sölukerfi
getrauna lokar kl. 12:45.
Tipparar eru svo minntir á félagsnúmer Týs
ogÞórssemer900.
Sjáumst á laugardag.
Elsku pabbi!
Til hamingju með 50 ára afmælið.
Lifðu heill.
Þín Harpa
- (JXB iAiKT
irnMHUIBIlKJM.
-mmm&mBm
OTnmcpaLLDPtoiio
- dtoBitoa Mm
JiŒjaiira ú OTnmtPM
FRETTIR