Fréttir - Eyjafréttir - 21.03.1996, Síða 15
IPRÓTTiR
19
Fimmtudagur 21. mars 1996
Logi með tvö íslandsmet
- og varð þrefaldur Islandsmeistari.
Logi fer af stað í íslandsmetsundinu í 200 m baksundi.
Logi Jes Kristjánsson baksund-
maður IBV kom alla leið frá Ari-
zona í Bandaríkjunum á heima-
slóðir til að gera atlögu að Islands-
metunum í 200 og 100 m baksundi
á Innanhússmeistaramóti Islands í
sundi sein haldið var um helgina í
Eyjum. Og þessi langþráði draum-
ur Loga rættist því hann setti Isl-
andsmet í báðum vegalengdum og
varð þrefaldur Islandsmeistari því
hann synti einnig til sigurs í 50 m
skriðsundi. Logi varð jafnframt
stiga- hæsti karlmaður mótsins,
fékk 908 stig fyrir 200 m baksundið.
Eydís Konráðsdóttir frá Keflavík
sló einnig í gegn, setti tvö
Islandsmet og var stigahæst
kvenna. Hún fékk 843 stig fyrir 200
m skriðsundið. Frábær árangur
náðist á mótinu því sex íslandsmet
voru slegin og eitt heimsmet í flokki
fatlaðra. Hið unga og efnilega
Eyjasundfólk sem einnig tók þátt í
mótinu stóð sig með mikill prýði og
sýndi miklar framfarir frá því í
fyrra.
Þetta var áttunda Innanhússmeist-
aramótið sem fer fram í Eyjum enda
er hér eina boðlega innisundlaug
landsins og sú „hraðskreiðasta" þar
sem hún er saltblönduð og gerir kep-
pendur „léttari” í vatninu.
Logi keppti fyrst í 200 m baksundi
á laugardeginum, synti á 2:00,37 mín
og bætti Islandsmetið um tæpa hálfa
sekúndu. Daginn eftir synti hann til
Islandsmets í 100 m baksundi á
tímanum 56,23 en Islandsmet Eðvarðs
Þórs Eðvarðssonar var 56,26.
Eydís Konráðsdóttir frá Keflavík
vann fjögur einstaklingsgull. Hún sló
eigið Islandsmet í 100 m flugsundi en
bætti 9 ára gamalt met Bryndísar
Olafsdóttur í 200 m skriðsundi, synti á
2:04,40 sek. og bætti metið um hálfa
sekúndu. Auk þess sigraði hún í 200
m flugsundi og 100 m baksundi.
Ríkharður Ríkharðsson Ægi gerði
sér lítið fyrir og setti íslandsmet í 100
m flugsundi, synti á 56,69 sek. og sló
met Magnúsar Más Olafssonar. Hann
vann einnig í 100 m skriðsundi en
fékk silfur í 50 m skriðsundi. Amar
Freyr Olafsson varð þrefaldur Islands-
meistari, vann í 200 m fjórsundi, 200
og 400 m skriðsundi. Magnús Kon-
ráðsson varð Islandsmeistari í tveimur
greinunt, 100 og 200 m bringusundi,
en varð í 2. sæti í 200 m fjórsundi.
Halldóra Þorgeirsdóttir Ægi 200 vann
tvö gull, í 100 og 200 m bringusundi.
Og Olafur Eiríksson bætti eigið
heimsmet í 100 m flugsundi í flokki
fatlaðra en það var orðið íjögurra ára
gamalt. Sem fyrr einokaði Ægisfólk
boðsundin. Karlasveit Ægis gerði sér
lítið fyrir að synti til íslandsmets í
4x200 m skriðsundi.
Smári Harðarson, þjálfari ÍBV, var
mjög sáttur við árangur síns fólks.
„Þetta var náttúrulega stórkostlegt hjá
Loga. Millitími hans í báðum sundum
gaf ekki til kynna að hannværi að fara
setja íslandsmet. En endaspretturinn
hjá honum var frábær. Hinir krakkam-
ir stóðu sig flest vel og bætingar hjá
fleslum í boðsundunum. Elva Lind.
Rannveig, Þórey Guðmunds, Gísli
Birgir og Borgþór bættu sig öll
verulega en önnur vom frekar stressuð
enda á fyrsta stórmótinu sínu. Við
munum ömgglega tefla fram enn ijöl-
mennara liði á næsta móti því nokkrar
stelpur vom rétt við lágmörkin. Eg er
ntjög ánægður hvemig til tókst á
mótinu og viðtökur gesta vom rosa-
lega góðar,“ sagði Smári.
Þær geta,
vilja og þara
- ÍBV stelpurnar komnar í undanúrslit eftirsigur
í oddaleik gegn Víkingi í Eyjum, 29-27.
„Ég sagði við stelpurnar fyrir
leikinn að það væri kominn tími til
fyrir þær að sýna sitt rétta andlit.
Það býr svo mikið í þessu liði og
mér fannst þær ekki hafa spilað vel
í tveimur fyrstu leikjunum. Og þær
sýndu nú sitt rétta andlit og allt liðið
spilaði í heild mjög vel. Við vorum
einfaldlega betri í kvöld. Okkar
bíða nú spennandi undanúrslita-
leikir við Stjörnuna. Við getum
alveg slegið þær út. Þetta er spurn-
ing urn rétt hugarfar. Formið er í
góðu lagi þannig að ég hef engar
áhyggjur af því. Ég vil þakka áhor-
fendum fyrir frábæran stuðning.
Það hleypti þvílíkum fítonskrafti í
stelpurnar að sjá fulla höll af fólki
styðja við bakið á þeim,“ sagði
Sigbjöru Oskarsson Jjjálfari IBV
við Fréttir eftir sigur IBV á Víkingi
í oddaleik liðanna á þriðjudaginn í
Eyjum, 29-27.
ÍBV lagði gmnninn að sigrinum í
fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var
j 4-10 fyrir ÍBV. I seinni hálfleik hafði
ÍBV undirtökin. Á tfmabili vom
Andrea og Malin teknar úr umferð en
þá tók Helga Kristjánsdóttir til sinna
ráða. I lokin spmngu svo ungu homa-
stúlkurnar Elísa og María Rós út og
röðuðu mörkunum. ÍBV náði 6 marka
forystu þegar 5 mín. voru eftir en
Víkingsstelpur minnkuðu muninn í
tvö mörk.
Ingibjörg fór á kostum en hún hefur
aldrei leikið betur en í vetur og er
orðinn lykilmaður liðsins í vöm og
sókn. Helga átti einnig skínandi leik
og Malin er ótrúlegur leikmaður. Hún
skorar ekki mikið en á hverja stoð-
sendinguna á fætur annarri, fiskar
vítaköst og fær andstæðingana rekna
útaf! Og loks létu Elísa og María Rós
að sér kveða og sýndu að þær em
mjög efnilegar. Minna bar á Andreu
enda var hennar sérstaklega vel gætt
og tekin úr umferð á tímabili. Dögg
Lára var sterk í vöminni sem fyrr.
Mörk ÍBV: Mörk ÍBV: Ingibjörg
JónsdóJtir 8, Helga Kristjánsdóttir 6,
María Rós Friðriksdóttir 5, Elísa
Sigurðardóttir 4, Andrea Atladóttir 3,
Malin Lake 2, Dögg Lára Sigurgeirs-
dóttir I.
• IBV sigraði fyrstu viðureign
liðanna í Eyjum á föstudaginn, 24-23,
eftir að Víkingur hafði yfir í hálfleik,
12-11. Leikurinn hvar hnífjafn og
spennandi allan tímann. ÍBV skoraði
tvö síðustu mörk leiksins. Sigurmark-
ið gerði Ingibjörg Jónsdóttir af línunni
og kórónaði þar með frábæra frammi-
stöðu. Hetja IBV var hins vegar Lauf-
ey Jörgensdóttir markvörður sem tók
fram skóna fyrir skömmu í forföllum
Mörk IBV: Ingibjörg 8/3, Andrea
5/2, Malin 4, Sara 3, Helga 2, Unnur
I, Elísa I.
• Annar leikur liðanna fór fram í
Víkinni á sunnudaginn. Eftir jafnan
leik framan af sigldi Víkingur fram úr
í lokin eftir að Andrea Atladóttir fékk
að líta rauða spjaldið en við það
hmndi sóknarleikur IBV. Lokatölur
urðu 27-21 fyrir Víkingi.
Mörk IBV: Ingibjörg 6, Helga 4,
María Rós 3, Andrea 4, Malin 2, Sara
I, Elísa 1.
03
1 % *wv..
Ingibjörg Jónsdóttir hefur farið hamförum upp á síðkastið með ÍBV og átt
hvern stórleikinn á fætur öðrum. Hér brýst hún inn af línunni í leik ÍBV og
Víkings sl. föstudagskvöld. Mynd: Ingi Tómas.
IBV og Stjarnan í
Eyjum á mánudaginn
Annað árið í röð mætast ÍBV og
Stjarnan í undanúrslitum. í fyrra
sigraði Stjaman fyrst í Garðabæ og
svo mjög sannfærandi í Eyjurn og
varð svo Islandsmeistari eftir auð-
velda sigra á Fram.
Fyrsti leikur Stjömunnar og ÍBV fer
fram í Garðabæ á laugardaginn. Ann-
ar leikurinn verður í Eyjum nk. mánu-
dag kl. 20:00. Ef ÍBV ætlar sér að
komast í úrslitaleik verður liðið að
sigra þann leik. Ef til oddaleiks kernur
fer hann fram nk. miðvikudag í
Garðabæ. Vestmannaeyingar eru að
sjálfsögðu hvattir til að styðja vel við
bakið á stelpunum á mánudaginn.
2. flokkur ÍBV
vann örugglega
2. Ilokkur ÍBV vann fjórða og
síðasta fjölliðamótið sem haldið var
um helgina. ÍBV vann þar með tvö
fjölliðamót og Haukar tvö. Þrátt
fyrir að ÍBV sé með mun hagstæð-
ari markatölu og betri árangur í
innbyrðis viðureignum liðanna
rnunu þau eigast við í aukaleik um
deildarmeistaratitilinn.
Sjálf úrslilakeppnin um íslands-
meistaratitilinn fer fram 20. apríl og
keppa 10 lið til úrslita.
ÍBV sigraði Val og KR um helg-
ina en gerði jafntefli við Hauka og
IR. Eyjamenn eru án vafa með
besta lið Iandsins í 2. ílokki en
strákamir urðu sem kunnugt er bik-
armeistarar fyrir skömmu. Gunnar
Berg Viktorsson, sem meiddist í
síðasta leik meistaraflokks, lék á
öðrum fæti í mótinu og helst að það
geti komið í veg fyrir meistara-
vonir. En Valdimar Pétursson fór á
kostum hjá ÍBV og skoraði 17
mörk í tveimur síðustu leikjunum.
ÍBV sigraði Gavle
í vítaspyrnu-
keppni á Kýpur
Knattspymulið ÍBV fór til Kýpur
sl. sunnudag í viku æfinga- og
keppnisferð. ÍBV leikur þrjá
æfingaleiki í móti sem fer frant í
tveimur riðlum.
IBV lék fyrsta leikinn sinn sl.
þriðjudag og sigraði Gavle, sem er
I. deildarlið í Svíþjóð, 9-8 í
vítaspyrnukeppni. Staðan eftir
venjulegan leiktúna var markalaus.
Að sögn Jóhannestir Olafssonar,
formanns knattspymuráðs, sem er
með liðinu á Kýpur, var ÍBV
sterkara liðið á vellinum en nýtti
illa dauðafæri. Þá var dómari
leiksins, sem var sænskur, okkar
mönnum erfíður. Það var Friðrik
Friðriksson markvörður sem var
hetja ÍBV. Hann varði þrjár
vítaspymur í vítakeppninni og sko-
raði svo sigurmarkið sjálfur!
Lið ÍBV var þannig skipað að
Friðrik var í markinu. Jón Bragi og
Hermann miðverðir, Friðrik og
Heimir bakverðir, Ingi, Leifur Geir,
Hlynur og Bjamólfur á miðjunni og
Tryggvi og Steingrímur frammi. I
seinni hálfleik komu inn á Rútur,
Magnús, Lúðvík og Nökkvi.
„Við æfum við frábærar aðstæð-
ur. Æfmgasvæðið er til fyrirmyndar
og hótelið l'yrsta flokks. Og ekki
má gleyrna veðrinu en hér er yfir 20
gráðu hiti. Það má alveg nefna að
norska knattspymusambandið
borgar fyrir norsku liðin sem hér
eru og stuðningsaðilar sænsku
liðanna borga fyrir sín lið. Strák-
amir okkur bónuðu hins vegar bfla
til að komast út,“ sagði Jóhannes.
í dag á ÍBV að leika í undanúrslit-
um mótsins og á laugardaginn er
keppt um sæti. Liðið er svo vænt-
anlegt heim á sunnudaginn og þá
tekur við deildarbikarkeppnin hér
heima.
Björn til liðs við
ÍBV úr KR
Knattspyrnulið ÍBV hefur fengið
liðsstyrk. Bjöm Jakobsson, 18 ára
KR-ingur, er kominn í raðir ÍBV.
Hann er sóknarmaður og er í
unglingalandsliðinu. Bjöm er á
öðru ári í 2. flokki og fór með ÍBV
til Kýpur. Eina skilyrðið fyrir því
að ÍBV tæki hann var að hann
klippti hárið en hann var nokkuð
síðhærður!