Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Síða 1
24. árgangur • Vestmannaeyjum 30. janúar 1997 • 4. tölublað • Verðkr. 130,- • Sími: 481 3310 • Myndriti:481 1293
, Flensan aðeins í rénun
Ovenju mörg luntjnabolgutilfelli
Flensan sem hér herjar er aðeins í rénun. Hún hefur leikið suma grátt,
einkum vegna lungnabólgu sem fólk á öllum aldri hefur verið að fá.
„Magapest,, sem er að ganga,, hafa menn hrist af sér á einum sólarhring en
flensan sem er að ganga tekur lengri tíma. Henni fylgir hiti, höfuðverkur,
beinverkir og hálsbólga og er fólk veikt að meðaltali í fjóra til fimm daga. Er
þetta mesti faraldur í þijú ár,“ segir Hjalti Kristjánsson heilsugæslulæknir.
Hann hvetur fólk til að fara vel með sig og fara ekki út fyrr en það hefur verið
hitalaust í sólarhring. „Fólki er að slá niður og fólk á öllum aldri er að fá
“V* lungnabólgu. Hef ég aldrei séð eins mörg lunganbólgutilfelli á þeim sex til sjö
árum sem ég hef starfað hér,“ sagði Hjalti.
Vertíðin hefur farið rólega af
stað. Einkum hefur loðnan látið
bíða eftir sér en það er ekki
óalgengt á þessum tíma. Þá hafa
stöðugar brælur undanfarið sett
strik í reikninginn. Nýjasti
báturinn í Eyjaflotanum, Surtstey
VE, var í startholunum á
mánudaginn en hann er á trolli.
Báturinn hét áður Stakkur en
skömmu áður en haldið var til
veiða voru skipverjar að mála
nýja umdæmisbókstafi á
skrokkinn og þurfti til all nokkra
leikfimi, eins og sést á myndinni
að ofan!
Enska fyrstudeildarliöið Crystal Palace:
Gerir líklega fil-
boð í Hermann
Hermann Hreiðarsson, varnar-
maður ÍBV, hefur dvalið hjá 1.
deildarliðinu Crystal Palace í
Englandi undanfarna tíu daga. Til
stóð að hann yrði þar í viku en
dvölin var framlengd um viku þar
sem Dave Basset, framkvæmda-
stjóri Crystal Palace, vildi skoða
Hermann nánar.
Fréttir náðu sambandi í gær við
Steve Kemper, þjálfara varaliðs
Crystal Palace, en Hermann hefúr nú
spilað þrjá leiki með varaliði
félagsins, nú síðast æfingaleik gegn
Fulham í gær, en áður gegn Chelsea
og Swansea. Kemper hrósaði
Hermanni mjög fyrir frammistöðu
sína í leikjunum.
„Hermann hefur staðið sig mjög
vel. Hann hefur leikið sem
ntiðvörður í leikjunum og Dave
Basset, framkvæmdarstjóri, hefur
fylgst með honum í öllum
leikjunum. Basset og stjórnar-for-
maður félagsins hafa rætt saman unt
framtíð Hermanns og það kæmi mér
ekki á óvart þótt gert yrði tilboð í
hann. Segðu mér annars, hversu
mikils virði er Hermann,” sagði
Kemper og hló glatt. Var að heyra á
Kemper að talsvert miklar líkur
væru á því að boðið yrði í Hermann,
ekki síst vegna þess að félagið þarf á
vamarmanni að halda.
Framtfð Hermanns hjá Crystal
Palace ræðst á morgun en þá kemur
í Ijóst hvort félagið hyggst gera
honum tilboð, að sögn Kempers.
Tillögur um 6% niðurskurð til Sjúkrahússins:
Elriri gerf neimr
skeria þjóiwstu
í tillögu sem lögð var fyrir
forsvarsmenn Sjúkrahúss Vest-
mannaeyja er gert ráð fyrir að
skerða framlag ríkisins um 6% á
næstu þremur árum, eða um 11
milljónir króna. í ár og á næsta ári
á að skera niður um rúmar 4
milljónir og rúmar 2 milljónir 1999.
Framkvæmdastjóri Sjúkrahússins
segist ekki sjá hvernig hægt verði
að bregðast við nema með skertri
þjónustu. Reynt hafi verið að spara
og hagræða eins og kostur er
undanfarin ár og hefur tekist að
halda rekstrinum innan ramma
fjárlaga. Nú segir hann að það sé að
koma í bakið á mönnum þar sem
ekkert tillit sé tekið til þess.
Á fjárlögum þessa árs var gefið út að
skera á niður framlög til sjúkrahúsa á
landsbyggðinni um 160 milljónir í
áföngum á þremur árum. Nefnd, sem
skipuð var til að koma með tillögur til
spamaðar og hagræðingar, kallaði
forsvarsmenn sjúkrahúsanna á sinn
fund á þriðjudaginn þar sem tillagan
var lögð fram.
„Samkvæmt henni er gert að spara
um 6%, eða 11 milljónir í áföngum á
næstu þremur árum. í ár og á næsta ári
eru það rúmlega 4 milljónir hvort ár
og rúmar 2 milljónir 1999,“ segir
Gunnar Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri. „Á þeim tveimur árum frá því
ég byrjaði og í mörg ár á undan hefur
verið reynt að spara og hagræða í
rekstrinum eins og kostur er. Ég sé
ekki að lengra verði gengið nema að
þjónustan verði skert."
Hann segir að tekist hafi að halda
rekstrinum nokkum veginn innan
ramma fjárlaga og stjórnendur hér
haft unnið að hagræðingu í fullu
samstarfi við ráðuneytið. Það segir
hann að hafi haft lítið að segja. „Það
borgar sig greinilega ekki að vera
góði strákurinn. Það virðist hafa verið
betri leið að keyra fram úr og fá
aukafjárveitingar því það sem við
höfum verið að gera er einskis metið.“
Nefndin lagði fram tillögur um
spamað en Gunnar segir að þar komi
ekkert nýtt fram. „Eini kosturinn sem
ég sé þó við þetta er að við fáum að
vinna úr þessu sjálfir sem er betra en
fá einhvem utanaðkomandi. Þetta er
þó erfitt verk en fyrir 15 febrúar
eigum við að koma með tillögur á
móti og um mánaðamótin febrúar
mars kemur í ljós hvort við höfum
haft erindi sem erfiði," sagði Gunnar
að lokum
Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉTTINGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
úræðisbraut 1 - sími 481
Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn:
Alla daga n/sunnudaga Kl. 08:15 Kl. 12:00
Sunnudaga Kl. 14:00 Kl: 18:00
Aukaferö Föstudaga Kl: 15:30 Kl: 19:00
31 BRUAR BILIÐ
•HeríOlfUr Sml4íl2800Fax4ít2991