Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur30. janúar 1997 Fréttir Laus höndin á fullu tungli Síðasta vika var í annasamara lagi hjá lögreglu. Þar hafði veðrið sitt að segja og eins var nokkrum laus höndin um helgina. Lögreglumaður hafði á reiðum höndum skýringu á slagsntálagleðinni. Fulll tungl var um helgina og segir hann að það fari ótrúlega oft saman, fullt tungl og slagsmál. Margt fólk var að skemmta sér á föstudagskvöldið og fylgdi því talsverður erill. Kvartað var yfír hávaða í heimahúsum og í tvígang barst kvörtun vegna sama hússins. Skemmdir í roki Ekki var lögreglu kunnugt urn nema tvö óhöpp í veðrinu sem gekk yfir á fimmtudag í síðustu viku. í fyrra tilfellinu fauk fiskikar inn á lóð í Foldahrauninu. Ekki vissi lögreglan hvaða erindi fiskikar átti uppi í miðjum bæ. Seinna tilvikið varð þegar móta- flekar í nýbyggingu við Birkihlíð fuku á nærliggjandi hús. Brutu þeir m.a. þakkassa, blómakassa og skemmdu trjágróður. Ekki var tjónið alvarlegt að sögn lögreglu. Tveir árekstrar Tveir árekstrar urðu um helgina. Ekki voru þeir alvarlegir og ekki urðu slys á fólki. Sá fyrri varð um miðnætti á föstudagskvöldið og sá seinni eftir hádegi á laugardaginn. Líkamsárásir og slagsmál Fyrsta líkamsárásin sent kærð var um helgina kom til kasta lögreglu klukkan 2 á aðfaranótt laugar- dagsins. Stúlka kærði mann sem hún sagði að hefði slegið sig inni á Pizza 67. Fékk hún blóðnasir. Rétt fyrir klukkan 2 nóttina á eftir vtir kærð líkamsárás sem átti sér stað á Lundanum. Lögreglan fór á staðinn og fjarlægði þann sem sök átti á látunum og fékk hann að launum gistingu í fangageymsl- unni. Rétt fyrir klukkan 3 var tilkynnt um slagsmál við Amigo. Sá sem þar gekk vasklegast frant var færður á lögreglustöð. Ekki var um alvarleg slagsmál að ræða. Klukkan 4 sömu nótt barst til- kynning um slagsmál á HB-pöbb. Þegar lögreglan kom ú staðinn voru slagsmálin afstaðin og slagsmála- hundamir farnir svo notuð séu orð þess sem skráði dagbókina. Ekki innbrot Um klukkan hálf þrjú á aðfaranótt laugardagsins var lögreglu tilkynnt að verið væri að brjótast inn í hús. Við eftirgrennslan kom í Ijós að þar var leigjandi á ferð. Hafði hann gleymt lyklinum og bjargaði sér með því að fara inn um glugga. Rúða brotin á Reynistað A laugardagsmorguninn var lög- reglu tilkynnt um rúðubrot í versluninni Reynistað. Ekki er vitað liver þar var að verki og eru allar upplýsingar vel þegnar segir lögregla. Innbrot í Dalabúið Á mánudagsmorguninn var til- kynnt um innbrot í Dalabúið þar sem stolið var bensíni. Ekki er vitað hver þar var að verki og er málið í rannsókn. í fyrradag fór fram útskrift á fiskvinnslunámskeiðum Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar í Vestmannaeyjum en þau hófust 8. janúar. Alls luku 25 manns námskeiðum fyrir fiskvinnslufólk og fimm fyrir bræðslumenn. Starfsmennirnir voru 15 frá ísfélaginu og 15 frá Vinnslustöðinni. Á námskeiðunum fer fram bókleg kennsla í tíu fjögurra klukkustunda einingum. Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að fiskvinnslunámskeiðin hófust hafa 877 lokið þeim í Eyjum. Langflestir Ijúka öllum tíu einingunum í einni lotu en nú hagaði svo óvenjulega til að einn þátttakandinn, Guðrún Hauksdóttir, lauk sjö námskeiðum árið 1987 og kláraði þau þrjú sem eftir voru nú tíu árum síðar. Fiskvinnslufyrirtækin, Verkalýðsfélagið og Snót hafa í sameiningu annast undirbúning og framkvæmd námskeiðanna í Eyjum frá upphafi. „Að sjálfsögðu er það gert í góðri samvinnu við Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar. Slíkt fyrirkomulag er að engu síður óvíða og hefur það gert alla framkvæmd þeirra mun auðveldari," sagði Arnar Sigurmundsson. Fréttir Leiðrétting Þau mistök urðu við tölvuvinnslu síðasta blaðs að mynd af Sigrúnu Karlsdóttur, fyrsta félagsráðgjafa sem starfaði hjá Vestmannaeyjabæ, féll niöur. í stað hennar kom hluti af annarri mynd sem var annars staðar í blaðinu. Þetta uppgötvaðist ekki fyrr en búið var að prenta blaðið. Eru viðkomandi beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Bjöllur á kettina Kona hafði samband við blaðið í síðustu viku og var með þarfa ábendingu. Vill koma því á framfæri við kattaeigendur að þeir sjái til þess að kettimir beri ólar með bjöllu í. Segir hún það nauðsynlegt vegna fuglanna sem geti ekki forðað sér þegar bjöllulausir kettir læðast að þeim. O) Q) T3 O Af víðsýni og réttsýni íslensk lögmannastétt er allt í senn, vel menntuð, víðsýn og réttsýn. Slíkt er enda við hæfi þegar tekið er tillit til þess að úr þeirri stétt eru valdir æðstu dómarar okkar. Þá er nauðsyn að til slíks veljist víðsýnir menn og réttsýnir. Lögmenn munu og yfir höf'uð einkar vammlitlir menn sem hæfir starfinu. Að vísu koma fyrir stöku undantekningar á borð við það þegar upp kemst að lögmenn hafi gerst fjölþreifnir um sjóði er þeir skyldu hafa til umsjónar og sömuleiðis þegar það þykir orka tvímælis að lögmaður sé þvoglumæltur, af annarlegum ástæðum, eins og einum var borið á brýn nú á dögunum. En þama er um að ræða undantekningartilfelli í stéttinni sem sýna þó að víða leynast svartir sauðir. Skrifara hefur oft þótt það einkennilegt hve sjaldan þessi víðsýna og réttsýna stétt sér ástæðu til að stinga niður penna urn hin ýmsu málefni þjóðfélagsins og gæti verið gott fyrir okkur hina að fá innlegg frá jafn fróðum mönnum og víðsýnum um mannlífið. Þó gerist það stöku sinnum. T.d. minnist skrifari þess að fyrir bæjarstjómarkosningamar 1994 ritaði lögmaður nokkur í Vestmannaeyjum mjög svo gagnmerka grein í Fréttir og deildi þar á meirihluta sjálfstæðismanna. En þá fann einn andstyggðar íhaldsmaður hjá sér þörf til að andmæla þessari prýðisgrein lögmannsins sem var samin bæði af víðsýni og réttsýni. Skrifari getur vel skilið að menn verði af því pennalatir ef skrif þeirra em rökkuð niður á þann hátt sem þar var gert. Sömuleiðis getur slíkt haft slæm áhrif á sálarlíf viðkomandi og skiljanlegt að þeir heykist á því til lengdar að kasta perlum fyrir svín. En nú sá skrifari það í síðustu Fréttum að hinn sami lögmaður hefur aftur tekið fram pennann, hartnær þremur ámm frá síðustu grein. Og það gladdi skrifara enda greinin vel skrifuð og af víðsýni og réttsýni. Aftur á móti hryggði það skrifara nokkuð þegar hann las greinina að persóna skrifara virðist undinót öldugangs í sálarlífi lögmannsins. Bullið sem kemur úr penna skrifara hefur nefnilega þau áhrif á lögmanninn að hann getur vart á heilum sér tekið. Skrifara þykir þetta einkar miður, hann hefur vendilega reynt að gæta þess í sínum skrifum að þau kæniu ekki til með að raska sálarró lesenda. En nú hefur það einmitt gerst og er skrifara ekki til álitsauka. Sérstaklega þykir lögmanninum það slæmt að fjallað skuli um sömu hluti og gert var á síðasta ári, þ.e. um útkomu jólablaða og þó sýnu verst að farið skuli lofsamlegum orðum um framsóknarmenn. Skrifari getur alveg tekið undir það að óvenjulegt er að framsóknarmönnum sé hrósað og skiljanlegt að það setji sálarlíf manna á annan endann. Og skrifari getur alveg tekið undir það að óverjandi sé að minnast á útgáfu jólablaða í Vestmannaeyjum þegar ekki líða nema 52 vikur á milli. Lágmarkstími milli slíkra umfjallana ætti að vera þrjú til fjögur ár, jafnvel áratugur. En nú þegar skrifari hefur séð hvílíkur óláns- og vandræðamaður hann er í skrifum sínum, að fjalla um sama efni og hann gerði fyrir ári, þá vill hann íyrir alla muni reyna að finna fleiri syndaseli á borð við sjálfan sig. Öll slík endurtekning virðist nefnilega falla hluta lögmanna illa í geð. Nú hafa forsvarsmenn atvinnurekenda og launþega til dæmis hafið sama söng og þeir sungu í fyrra og raunar líka í hitteðfyna og árið þar áður. Skerðing kaupmáttar, segir verkalýðurinn; kaupið verður að hækka. Stöðugleiki í þjóðfélaginu, segja atvinnurekendur, kaupið má ekki hækka. Þetta var líka sagt í fyrra og líka í hitteðfyrra og þetta hlýtur að fara illa með sálarlíf lögmanna að mega hlusta á þennan sama söng ár eftir ár. Beinast liggur því við að leggja til við verkalýð og atvinnurekendur að þeir annaðhvort finni nýjan söng eða hætti að öðrum kosti að hrella blásaklaust fólk með eilífum endurtekningum. Nú þekkir skrifari ekki hvort lögmenn eru upp til hópa kirkjurækið fólk. Þó hefur hann um það grun að sumir úr stéttinni séu það ekki og af skiljanlegum ástæðum. Skrifari hefur nefnilega uppgötvað að jól eftir jól er hann búinn að hlusta á sama guðspjallið endurtekið, jarðarför eftir jarðarför eru sungnir sömu sálmar og sunnudag eftir sunnudag er sama faðirvorið lesið. Að vísu hefur skrifari ekki orðið fyrir óþægindum vegna þessa en hann getur fyllilega skilið að slíkt og annað eins geti tekið á sálarlíf viðkvæmra manna, víðsýnna og réttsýnna að hlusta á sama hlutinn margendurtekinn. Spuming hvort ekki sé rétt að beina því til næsta kirkjuþings að lagfæra þennan ágalla sem stefnt getur sálarró manna í óefni. Og nú er skrifari í vanda staddur. Nefndur lögmaður, ásamt stómm hópi áhangenda og vina, hefúr beint því til hans að hann láti af skrifum sínum og lini þar með sálarhrellingar þeirra. Nú er áhangenda- og vinahópur skrifara að mun minni í sniðum. Engu að síður hafa þeir að honum lagt að halda áfram iðju sinni. Eftir að hafa lagst undir feld og hugsað málið vandlega, hefur skrifari ákveðið að skrifa áfram enn um sinn. Lögmönnum og öðrum þeim sem telja sig geta beðið tjón á sálu sinni af lestri þeirra skrifa, bendir skrifari á að hlaupa yfir síðu tvö og jafnvel fjarlægja hana úr blaðinu sem er enn betra svo að óvitar komist ekki í efnið. Að svo mæltu óskar skrifari lögmönnum og öðm góðu, réttsýnu og víðsýnu fólki guðs friðar og rósemi í sálarlífi. Sigurg. \ FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Amigo og Söluskálanum. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.