Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 4
Sælkeri vikunnar - Sigrún Þorláksdóttir
Ofnbakaður fiskréttur
Sælkeri síðustu
viku, Unnur Katrín
Þórarinsdóttir, skor-
aði á Sigrúnu Þor-
láksdóttur að taka
við í þessari viku.
Hér hefur hún orðið.
Eg hélt bara að
enginn ætlaði að skora á ntig að vera
sælkeri vikunnar og mikið þakka ég
henni vinkonu ntinni, henni Unni
Kam'nu, fyrir að benda á mig. Ég ætla
að korna með fiskrétt fyrir íjóra.
Ofnbakaður fiskur með banönum:
600 g ýsa
2-3 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
hveiti
1 púrrulaukur
2 msk. matarolía
I tsk. karrý
1 tsk. picanta
1 peli rjómi
2 bananar
salthnetur
Skerið fiskinn í sneiðar og veltið
upp úr hveiti sem kryddað er með
salti. Léttsteikið fiskinn upp úr
matarolíu á pönnu. Setjið fiskinn
síðan í eldfast mót. Brytjið púrru-
laukinn og setjið hann ásamt matar-
olíu í pott og látið krauma þar til
laukurinn verður meyr. Þá er krydd-
inu bætt út í pottinn ásamt rjómanum
og hitað örlítið. Hellið þessu nú yfir
fiskinn í mótinu, setjið það í ofn og
bakið við 180° C í 10-15 mínútur.
Þegar sá tími er liðinn eru niður-
sneiddir bananar settir yfir réttinn og
hann áfram bakaður í 5 mínútur til
viðbótar. Að lokurn er söxuðum
salthnetum stráð yfir. Rétturinn er
borinn fram með kartöflum, hrís-
grjónum og salati.
Ég ætla að skora á vin minn, Þröst
Árna Gunnarsson í Sparisjóðnum, að
vera næsta sælkera. Þannig vil ég
tryggja að sælkerinn haldist enn um
sinn innan veggja Sparisjóðsins.
ORÐSPOR
Eina nótt í litlum svefnbæ úti á
landi kviknaði eldur í lítilli en
verðmætri efnaverksmiðju.
Slökkvilið úr nærliggjandi sveit-
um kom á vettvang og eftir að
hafa barist við eldinn í
klukkutíma, sagði fram-
kvæmdastjóri efnaverksmiðjunnar: „Allar
efnafræðiformúlurnar okkur og leyndar-
mál eru í peningaskáp í miðri verk-
smiðjunni. Það verðurað bjarga þeim. Ég
greiði því slökkviliði fimm milljónir sem
tekst að bjarga formúlunum.”
Þetta varð til þess að slökkviliðs-
mennirnir tóku á öllu sem þeir áttu.
Tveimur klukkustundum síðar hafði
ekkert gengið.
Framkvæmdastjórinn, hækkaði
verðlaunin í tíu milljónir. í fjarska heyrðist
veikt sírenuvæl og svo svo sást gamall og
lúinn slökkviliðsbíll koma á fljúgandi
siglingu. Einn slökkviliðsmaðurinn hrópar
að þetta sé slökkviliðið Gamlir jaxlar sem
samanstendur einungis af eldri borg-
urum sem eigi þennan eina slökkvibíl.
sést
Öllum til mikillar furðu æðir
bíllinn áfram í gegnum hliðið að
efnaverksmiðjunni og beint inn í
verksmiðjuna, í mitt eldhafið.
Fjöldi fólks fylgdist með Gömlu
jöxlunum hoppa úr slökkvibíln-
um og berjast við eldinn á
hetjulegan hátt og höfðu önnur
eins hetjuleg vinnubrögð aldrei
áður í slökkvistarfi. Aðeins
klukkutíma síðar höfðu Gömlu jaxlarnir
ráðið niðurlögum eldsins og tókst þeim
einnig að bjarga öllum efnafræðifor-
múlunum og leyndarmálum efnaverk-
smiðjunnar. Framkvæmdastjóri verk-
smiðjunnar varð svo hrifinn af
framgöngu Gömlu jaxlanna að hann tvö-
faldaði björgunarlaunin og borgaði þeim
20 milljónir króna!
Eftir að hafa þakkað Gömlu jöxlunum
fyrir hetjulega framgöngu gat fram-
kvæmdastjórinn ekki stillt sig að spyrja
hvað gömlu slökkviliðsjaxlarnir ætluðu að
gera við verðlaunaféð?
- „Ætli við látum ekki verða okkar
fyrsta verk að láta gera við helvítis brems-
urnar á bílnum”.
Pabbi Jónasar dó og mamma hans tók
því mjög illa. Hún var óhuggandi í marga
daga og sat inni hjá sér og talaði ekki við
nokkurn mann. Loks tók hún sér tak og
fór að blanda geði við aðra. Þá sá Jónas
sér til hrellingar að gamla konan var farin
að ganga með buxurnar af pabba hans
um hálsinn. Hann kom því að máli við
prestinn og bað hann um að gera eitt-
hvað í málinu.
Séra Guðmundur kom þá að máli við
gömlu konuna og reyndi að fá hanatil að
sleppa buxunum, en það var sama hvað
hann sagði, sú gamla vildi það ekki.
„En af hverju ertu þá með buxurnar
hans Jóns um hálsinn?” spurði prest-
urinn.
„Það er vegna þess að þær veita mér
mikla huggun,” sagði gamla konan.
„En þá ættir þú frekar að ganga um
með Biblíuna. Þar er miklu meiri huggun
að finna.” sagði presturinn.
„Já, en,” sagði gamla konan, „það
stendur ekki í Biblíunni sem stóð í bux-
unum hans Jóns míns."
Meðvitaðri um starfið
Útskrift á
fiskvinnslunámskeiðum í
Eyjum fyrir fiskvinnslufólk og
bræðslufólk fór fram si.
þriðjudag. Alls luku 30 manns
námskeiðinu að þessu sinni.
Ein þeirra sem lauk
námskeiðinu var Guðrún
Hauksdóttir. Það tók hana tíu
ár að Ijúka námskeiðinu. Hún
byrjaði á námskeiðinu 1987
og lauk þá sjö einingum en
hætti þá að vinna í
fiskvinnslu. Hún fór aftur í
fiskinn í haust og lauk svo
námskeiðinu í janúar sem hún
hafði byrjað á fyrir tíu árum. Guðrún
er Eyjamaður vikunnar.
Fullt nafn? Guðrún Hauksdóttir.
Fæðingardagur og ár? 8. júní
1963.
Fæðingarstaður?
Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Ég er í sambúð
með Jóni Gísla Ólasyni og við
eigum tvö börn.
Menntun og starf? Ég er búin að
taka einhverja áfanga í fjölbraut og
er orðin sérhæfður
fiskvinnslumaður.
Laun? Þau eru ósköp lág enda
vinn ég fjóra tíma á dag.
Helsti galli? Ég veit ekki um neinn!
Helsti kostur? Skapgóð.
Uppáhaldsmatur? Nautapiparsteik.
Versti matur? Hjörtu.
Uppáhaldstónlist? Mér finnst
diskurinn með Björk sem heitir
Gling gló alltaf jafn góður.
Hvar myndir þú vera ef þú yrðir
fluga á vegg í einn dag? Ég vil
ekki vera fluga.
Uppáhalds stjórnmálamaður?
Enginn sérstakur.
Uppáhalds íþróttamaður? Vala
Flosadóttir.
Ertu meðlimur í einhverjum
félagsskap? Nei.
Hvert er eftirlætissjónvarpsef nið
þitt? Ég reyni alltaf að horfa á
Ráðgátur.
Hvaða sjón-1
varpsrás
horfirþú
mest á?
Stöð 2.
Uppáhaldsleikari? Enginn
sérstakur.
Uppáhaldskvikmynd?
Gaukshreiðrið er alltaf jafn minnis-
stætt.
Uppáhaldsbók? Þær eru svo
margar góðar.
Hver eru helstu áhugamál þín?
Fjölskyldan og mér finnst rosalega
gaman í útilegum í góðu veðri.
Hvað metur þú mest í fari
annarra? Hreinskilni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra? Frekja og leti.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Skaftafell, að sjá and-
stæður gróðurs og auðnar.
Hefur þetta námskeið eitthvað
að segja fyrir þig í starfi? Ég held
að fólk verði meðvitaðra um hvað
fiskvinnsla snýst.
Gætir þú hugsað þér að mennta
þig meira í þínu fagi? Alveg eins.
Ert þú tilbúin í verkfallsátök ef
því er að skipta ef
verkalýðshreyfingin
'^samþykkir slíkt? Ég ætla
•! 'íiWa að vona að ekki verði verk-
föll
Hvað dettur þér í
hug þegar þú
heyrir þessi orð:
- Námskeið?
Fræðsla.
■ Þorskurinn?
Ekki séð hann í 9
ár, enda var ég að
byrja í haust,
þegar síldin kom,
eftir öll þessi ár.
-Loðnan?
Peningalykt.
- Verkföll? Atök við
samningaborðið.
Eitthvað að lokum? Vonandi er
góð vertíð framundan.
Hvað er a5 gerast um helgina?
Visamánaðamótin!
Jæja þá, nú eru
JÓLAVISA/EURO
reikningamir komnir í
allri sinni dýrð. Vissuð
þið að 25% lands-
manna sem eru með
fynnefnd kreditkort
láta setja jólasummuna á raðgreiðslur?
Nei, ekki ég heldur, en þetta ntun vera
dagsatt. Dýr jól það.
En skemmtanafíkill Frélta kann gott
ráð við visa/eurohöfuðverknum.
Skellum okkur út á lífið um helgina,
gleymum ávísanaheftinu, kreditkort-
um og gluggaumslögum og hressum
upp á sálartetrið. Framundan eru mikil
uppgrip í loðnu. En hvað er þá urn að
vera?
Á Lundanum verður hin sívinsæla
hljómsveit 66. Enginn þarf að vera
svikinn af henni enda
kennir hún sig við flott-
asta árgang sem sögur
fara af!
Á Höfðanum verður 16
ára ball á föstudags-
kvöldið. Hljómsveitin
Herramenn sér um að halda trukki í
húsinu. Á laugardagskvöldið verða
Herramenn á HB Pöbb en þá er 18 ára
aldurstakmark.
Á Mánabar ætlar Jón Óli að bjóða
upp á diskóstemmningu um helgina.
Sá/sú sem mætir í flottustu diskó-
lörfununt fær óvæntan glaðning á
barnum. Pizza 67 er auðvitað með
opið fram eftir nóttu, Hertoginn er
rómaður, Lanteman klikkar aldrei og
Cafe María er á sínum stað.
NýfOzddir Vestmannaeyingar
9
Stúlka
Þann 27. janúar sl.
eignuðust Matthildur
María Eyvindsdóttir og
Georg Eiður Arnarson
stúlku. Hún vó 15
merkur og
var51 sm.
Ljósmóðir:
Guðný Bjarnadóttir
Drengur
Þann 28. janúar sl.
eignuðust Alda
Jóhannsdóttir og Óskar
Ólafsson dreng. Hann vó
17 merkur og
var55 sm. Drengurinn
er í fangj systkina sinna,
Birnu Óskar og Ólafs.
Ljósmóðir:
Drífa Björnsdóttir
Stúlka
Þann 17. janúar sl.
eignuðust Dagrún
Sigurgeirsdóttir og
Hafþór Snorrason stúlku.
Hún vó 16 merkur og
var55 sm.
Ljósmóðir:
Drífa Björnsdóttir