Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Qupperneq 8
8
Fréttir
Fimmtudagur30. janúar 1997
Þorsteinn Þorsteinsson lítur yfir farinn veg:
Kommúnistí hei
ég aldrei verið
-en ég þarfað tala við Árna Johnsen áður en ég ákveð hvort ég kýs
Sjálfstæðisflokkinn næst segir íhaldsmaðurinn Doddi í olíunni.
Doddi með yngsta afkomandann, Guðrúnu Báru, sem er dótturdóttir Eiríks sonar hans.
Doddi í olíunni er hann
kallaður sem má rekja til
þess að hann vann í mörg
ár hjá Skeljungi. Hann er
Vestmannaeyingur í húð og
hár, stundaði sjó áður en
hann byrjaði hjá Skeljungi
og íhaldsmaður er hann
fram í fingurgóma. Sótti
fyrsta landsfund
Sjálfstæðisflokksins þegar
Ólafur Thors var kosinn
formaður flokksins.
Reyndar er hann ekki alveg
sáttur við sinn ágæta flokk
þessa stundina en kennir
Framsóknarflokknum um.
Doddi er ekki bara
sjálfstæðismaður, hann er
líka mjög sjálfstæður
maður sem kom fram þegar
hann átti 70 ára afmæli 17.
janúar. Flestir hefðu annað
hvort haldið stóra veislu
eða látið sig hverfa en ekki
hann Doddi. Hann tók sér
far með Herjólfi fram og til
baka þar sem hann naut
gestrisni áhafnarinnar.
Hann segist hafa skroppið í
Karabíska hafið í tilefni
afmælisins og lék hann
sama leikinn núna og fyrir
tíu árum, þegar hann varð
sextugur.
Hefur ekki enn fengið
borgað fyrir fyrsta starfið
Fullu nafni heitir hann Þorsteinn Þor-
steinsson. Fæddur í vesturendanum á
Lambhaga í Vestmannaeyjum 17.
janúar 1927. „Þó pabbi hafi komið úr
Landeyjum og mamma að austan
kalla ég mig Vestmannaeying því hér
hef ég alltaf átt heima. Pabbi fór á
hausinn árið 1932, átti smáhlut í
einhverjum kopp og missti kofann í
framhaldi af því.“
Doddi gekk í Bamaskólann og
stefndi á nám í Gagnfræðaskólanum
þegar örlögin gripu inn í. „Pabbi dó
skömmu áður en ég fermdist og þá
varð ég að fara að vinna,“ segir Doddi
og ber ekki á öðru en honum fmnist
það sjálfsagður hlutur. En í fyrsta
starfmu kom fram það sem hefur
einkennt Dodda, hann lætur ekki vaða
ofan í sig á skítugum skónum. „Strax
eftir fermingu fékk ég vinnu á
Tanganum en ég sagði fljótlega upp.
Ástæðan var sú að ég hafði fengið frí
til að fara með skátunum að
Úlfljótsvatni. Þá bað annar um frí og
fékk. Var mér sagt að ég fengi því
ekki frí en ég sagðist ætla að fara og
sagði upp. Þetta var mitt fyrsta starf en
ég er ekki farinn að fá uppgjörið
ennþá," segir Doddi og hlær.
Eftir þetta lá leiðin á sjóinn. Fyrst
fékk hann pláss hjá Jóni Guð-
mundssyni á Ver. „Við vomm á
snurvoð. Það var gott að vera með
Jóni. Um haustið lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem ég fékk vinnu
við hitaveituna. Hitaveitan í Reykjavík
var mikið verk og dró til sín menn af
öllu landinu. Eg bjó t.d. ásamt
hundrað öðmm í Ingimarsskóla og öll
hótel voru fúll. Skólinn byrjaði svo 1.
október og þá varð ég að fara út og þá
lá leiðin aftur til Eyja og þar hef ég
verið síðan,“ segir Doddi með áherslu.
Góður hlutur á síldinni
Vertíðina á eftir reri hann með Eyjólfi
á Bessastöðum sem var með litrikari
formönnum í Eyjum á þessum ámm.
„Það var gott að vera með Eyjólfi.
Hann var góður sjómaður og er með
eftirminnilegri mönnum sem ég man
eftir. Fimmtán ára fór ég á sfld með
Sighvati Bjamasyni. Það voru
svokallaðar tvflembingsveiðar og vom
Gullveig VE og Ársæll VE saman
með nót þetta sumar. Við fiskuðum
heilt helvíti, 19.000 mál og tunnur sem
þótti mikið á þessa koppa. Var kaupið
mikið eftir því.“
Um haustið fór Doddi f Vélskólann
sem lauk um áramót og á vertíðinni
var hann aftur með Eyjólfi en sem
háseti. „Á vertíðinni lærbrotnaði
vélstjórinn, Bjöm ffá Bólstaðarhlíð, og
þá var ég gerður að vélstjóra. Reri ég
næstu 14 eða 15 vertíðir með Eyjólfi
og flest sumur. Sumarið 1945 fór ég
þó aftur á sfld með Sighvati Bjama en
þá var öldin önnur. Þetta var
sfldarleysissumar og fengum við ekki
nema 5000 mál og fór öll sfldin í
grút.“
Árið 1953 fór Doddi til Danmerkur
að ná í Tjaldinn með Kjartani á Hrauni
og var þar til ársins 1958 eða í fimm
ár. Næst var hann á Lagarfossi með
Jóni í Sjólyst og í framhaldi af því fór
hann í sitt síðasta pláss til sjós. ,,Ég var
með Sigga Ella frá Varmadal í tvær
vertíðir og tvö sumur. Þá var ég
orðinn svo sjóhræddur og hætti. Mér
fannst Siggi heldur kærulaus á sjó.“
Meðvitundarlaus í 14 daga
Af sjónum lá leiðin til Skeljungs en
þar hafði Doddi reyndar unnið milli
þess sem hann stundaði sjóinn. „Eg
var í útivinnu hjá Skeljungi þangað til
ég meiddi mig. Það gerðist upp við
Draumbæ. Það datt rör ofan á hausinn
á mér með þeim afleiðingum að hann
brotnaði. Ég lá meðvitundarlaus í 14
sólarhringa. Auk þess var ég alveg
máttlaus. Á 15. degi átti að höggva
upp á mér hausinn. Læknirinn, Bjami
Jónsson, sonur Jóns seglasaumara, sá
þá að ég var að koma til meðvitundar.
Bauð hann mér sígarettu en ég sagðist
ekki reykja en mundi þiggja í nefið.
Sendi hann hjúkrunarkonu eftir
neftóbaki og kom hún með heila
krukku.“
Ekki tók Bjami í mál að Doddi
borgaði neftóbakið og hélt áfram
rannsóknum. „Ég sagði við hann að
mér fyndist hann vera líkur pabba
sínum. Þá sannfærðist hann um að ég
væri ekki ruglaður. Hann hafði þó
áhyggjur af beinflís í hausnum á mér
en varð ánægður þegar ég byrjaði að
hnerra af neftóbakinu. Hann sagði að
það ýtti á eftir flísinni að koma út.“
Varð íhaldsmaður
í sveitinni
Menn ganga ekki að því gruflandi
hvar Doddi stendur í pólitíkinni. Hann
er og verður sjálfstæðismaður og
sjálfur segist hann vera rakið íhald af
gamla skólanum. ,Úg var á landsfúndi
Sjálfstæðisflokksins þegar Óli Thors
var kosinn formaður. Síðan hef ég
setið landsfundi nema þann síðasta,“
sagði Doddi. Hann hefur séð formenn
koma og fara, karla eins og Bjama
Benediktsson, Jóhann Hafstein, Geir
Hallgrímsson, Þorstein Pálsson og nú
síðast Davíð Oddsson. Hann kaus þó
ekki alltaf þá sem urðu ofan í
formannsslagnum. „Ég kaus Matta
Bjama þegar hann bauð sig ffam. Eins
kaus ég Gunnar Thor og fótbolta-
manninn,“ segir Doddi og á þar við
Albert Guðmundsson.
„Kommúnisti hef ég aldrei verið. Ég
varð íhaldsmaður þegar ég var í sveit
sem unglingur. Ég var í því að fara
með mjólkina sem var flutt í brúsum á
klökkum. Ég gerði ekki meira en að
ráða við brúsana og svo þegar þeir
komu til baka vom þeir fullir af skyri,
mysu, ostum og undanrennu sem kom
frá Mjólkurbúi Flóamanna. Þetta
fengu bændumir sent heim án þess að
þeir væra að biðja um það. Mér fannst
þetta mikið óréttlæti og kenndi
framsóknarmönnum um. Ég hélt að
þeir réðu öllu í Mjólkurbúinu."
Doddi segist alltaf hafa kosið
Sjálfstæðisflokkinn en hann er ekki
ánægður með flokkinn sinn í dag. „Ég
verð að tala yfir hausamótunum á
honum Áma Johnsen. Mér finnst
alþingismenn ekki vera að gera rétt,“
segir Doddi og vísar til þess að bætur
til hans hafa verið skertar um 12
þúsund krónur. „Alþingismenn era
líka of kæralausir en svona er þetta
alltaf þegar helvítis ffamsóknar-
mennimir komast í ríkisstjóm. Þeim er
aldrei treystandi.“
Með Herjólfi á
stórafmælum
Doddi varð sjötugur 17. janúar sl. sem
bar upp á föstudag. í tilefni dagsins
tók hann sér far með seinni ferð
Herjólfs þar sem áhöfnin bar hann á
höndum sér. í nesti hafði hann einn
wiskýpela. „Það var tekið mjög vel á
móti mér um borð. Lalli skipstjóri