Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Page 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 30.janúar 1997
Eru útgerðarstaðir eins og Vestmannaeyjar dæmdir til
Slagurinn um fólkið
harðnar á næsiu árum
■Verðlag, skólamál, samgöngur, læknisþjónusta og fjölbreyttmannlíferu atriðisem fólk horfir tilþegarþað velur sér
búsetu, ekki síður en atvinna. Með meiri stöðugleika skiptir ekki síður máli hvað fæst fyrir peningana
Árið 1996 var í flestu tilfelli Vestmannaeyjum og
Vestmannaeyingum hagstætt og er það mest að þakka
góðum sjávarafla. Hefur afli Eyjamanna sjaldan eða aldrei
verið betri og afkoma ísfélags og Vinnslustöðvar var betri
en dæmi eru til áður. Sama má segja um einkaútgerðirnar
í bænum sem eru að skila góðum arði. Þetta hefur skilað
sér í meiri veltu í bænum og atvinnuleysi hefur verið
hverfandi allt árið. Þrátt fyrir þetta höfum við mátt horfa
upp á fækkun í bænum. Þann I. desember 1995 voru íbúar
í Vestmannaeyjum 4.805 en samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu voru þeir komnir niður í 4.749 þann
I. desember sl. Hér verður reynt að meta stöðu
Vestmannaeyja í dag, hvað veldur fólks-fækkun og hvort
hægt sé að snúa þessari þróun við.
Ekki einangrað
fyrirbrigði
Vestmannaeyjar eru ekki einangrað
dæmi um fækkun íbúa því sama þróun
er undantekningalítið á landsbyggð-
inni. Þar hefur ibúum fækkað á
undanförnum árum á meðan fólki
fjölgar við Faxaflóann. Þetta gerist
þrátt fyrir að atvinnuleysi er óvíða
meira en í Reykjavík og er því eðlilegt
að staldrað sé við og spurt hvað
Reykjavík haft fram yftr bæi á
landsbyggðinni? Auðvitað kemur
margt til, fjölmennið býður upp á
fjölbreyttara mannlíf, meiri og betri
þjónustu á ýmsum sviðum en hin
mannlega fjarlægð eykst í réttu
hlutfalli við stærð samfélaganna. I
fjölmenni er auðvelt að týnast og
hvergi getur einmanaleikinn orðið
meiri. Þá er óupptalið hvað erfitt getur
verið að nálgast atriði sem á minni
stöðum er hægt að bjarga með einu
símtali.
Ekki hef ég á reiðum höndum tölur
um fólksflutninga til Reykjavíkur en
þeir hafa staðið nær alla öldina með
mismiklum krafti þó. Helsta
mótvægið við Reykjavík hafa verið
öflugir útgerðarstaðir og þar hafa
Vestmannaeyjar verið í fremstu röð.
Nú hefur þetta breyst og nú eru það
helst staðir eins og Egilstaðir og
Selfoss sem eru að sækja í sig veðrið
auk þess sem fjölgun hefur orðið á
Akureyri.
Vinnuletjandi
skattakerfi
Til að skoða þetta nánar verður að fara
aftur í tímann og skoða hvernig
ástandið var þegar uppgangur var
mestur í Vestmannaeyjum. Þá voru
hér vertíðir sem stóðu undir nafni og
vinna til sjós og lands gaf góðan
pening. Hingað fluttist fólk sem á
nokkrum árum gat komið ár sinni vel
fyrir borð fjárhagslega. Hluti þess
notaði Vestmannaeyjar sem stökkpall
á leið sinni til Reykjavíkur en margir
settust hér að og hafa unnið bæjar-
félaginu mikið gagn.
Það sem breyst hefur síðan er að
vinna er jafnari yfír árið fyrir utan
toppa á loðnu- og síldarvertíð. Þrátt
fyrir þessa breytingu verður ekki
annað sagt en að sjómenn hafí haldið
sínum hlut en fólk í fiskvinnslu hefur
setið eftir í launum. Er nú svo komið
að fískvinnslufólk, og reyndar fleiri
stéttir, þarf að sætta sig við fáránlega
lág laun. Takist því með mikilli vinnu
að ná sér upp í tekjum tekur ekki betra
við því þá bíður skatturinn með
útréttan hraminn, tilbúinn til að hrifsa
til sín tæplega helminginn af
laununum í formi staðgreiðslu.
Staðgreiðslan var mikið framfaraspor
á sínum tíma en ffamkvæmd hennar er
fáránleg. 1 dag miðast hún við rúmlega
60 þúsund krónur og eftir að þeim
tekjum er náð er tekur skatturinn um
42%. Upphaflega var staðgreiðslan
35% en hefur smátt og smátt verið að
hækka og er nú 42% og þó hækkunin
sé ekki nema sjö prósentustig, svo
notuð séu orð hagfræðinnar, er
hækkunin hvorki meira né minna en
20%. Á sama tíma hefur virðis-
aukaskatturinn hækkað úr um 20% í
rúm 24% þannig að umtalsverður
skattur er greiddur af þeim 60 þúsund
krónum sem launamenn fá að valsa
með skattfrjálst í hverjum mánuði.
Uppgötvun
forsætisráðherra
Nú hefur forsætisráðherra uppgötvað
að staðgreiðslukerfið sé vinnuletjandi.
Þetta hafa flestir séð fyrir löngu og til
voru menn sem óttuðust strax j
upphafi að þetta gæti orðið raunin. í
heild má segja að skattheimta á íslandi
sé komin út fyrir allt velsæmi og full
ástæða til að staldra við. Hún er
þannig upp byggð að fólki, sem að
jafnaði er með um 60 þúsund á
mánuði, fínnst það hefndargjöf þegar
topparnir koma og helmingurinn fer í
skatta eftir fyrstu vikuna. Kemur þetta
hvergi betur fram en í fískvinnslunni
og ekki síst í loðnu og sfld.
Sjómenn njóta skattaafsláttar og er
ekkert nema gott um það segja en
spurningin er hvort ekki sé kominn
tími til að athuga hvort fólk í
fískvinnslu eigi ekki að njóta
skattaafsláttar í einhverju formi.
Þjóðfélagið stendur í mikilli skuld við
fiskvinnslufólk og á mikið undir því
að einhver kæri sig um að vinna í físki
yfirleitt. Skattaafsláttur ásamt hærri
launum í fiskvinnslu gerði búsetu í
sjávarplássum eins og Vestmanna-
eyjum eftirsóknarverðari og gæti
komið landsbyggðinni til bjargar. Von
um góðar tekjur laðaði fólk til búsetu í
sjávarplássunum upp úr 1970 en það
hefur breyst. Þetta er atriði sem þarf að
skoða áður en heilu bæimir og jafnvel
heilu fjórðungamir leggjast í auðn.
Hvað hefur áhrif
á búsetu fólks?
Þegar kemur að þvf að fólk velur sér
búsetu em nokkur atriði sem það hefúr
í huga. Fram til þessa hefur atvinna
verið efst á blaði en nú skoðar fólk
líka hvemig skólamálum er háttað,
stöðu heilbrigðisþjónustu, almenna
þjónustu og hvað hún kostar. Þar
komum við að atriðum eins og
almennu vöruverði, hvað kostar að
kynda húsin, hvað kostar að komast úr
og í vinnu og samgöngur og
ferðakostnaður er líka inni í myndinni
þegar sest er að úti á landi. Þegar
kemur að atvinnu er það fjölbreytnin
sem fólk skoðar fyrst og síðast. Því
miður fyrir landsbyggðina hefur
Reykjavík vinninginn á flestum
þessum sviðum. Þar er hitunarkostn-
aður helmingi lægri en t.d. í
Vestmannaeyjum, vömverð lægra þó
sá munur hafi minnkað á síðustu
ámm. Er nú svo komið að matvara
fæst hér á svipuðu verði og á
stórmörkuðum og á Reykjavíkur-
svæðinu, þó ekki þeim alódýrustu eins
og t.d. Bónus en við getum samt vel
við unað. Hvað hitaveituna varðar þá
er hún tvöfalt dýrari hér en það em
forsendur til lækkunar með lengingu
lána og er von til þess að svo verði
gert.
Munur á fasteignaverði hér og í
Reykjavík er um 30% samkvæmt
upplýsingum fasteignasala hér í bæ.
Þegar menn skoða fasteignaverð horfa
menn oftast frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur. Bera þá saman hvað
stóra eign þeir fá á Reykjavíkursvæð-
inu fyrir það verð sem þeir fá fyrir hús
eða íbúð í Vestmannaeyjum.
Horfi menn aftur á móti á þetta frá
Reykjavík til Eyja er lægra
fasteignaverð kostur. Mismunurinn er
fundið fé ætli menn sér að setjast að í
Eyjum.
Skólamál skipta
líka máli
í skólamálum em Vestmannaeyjar vel
settar, með Framhaldsskóla sem
útskrifar stúdenta og nema á
iðnbrautum og vélstjómarbraut. Það
nýjasta í skólamálum er stofnun
Listaskóla sem taka á til starfa á næsta
ári. Reyndar verður sú breyting á
næsta ári að Stýrimannaskólinn í
Vestmannaeyjum verður lagður niður
í því formi sem við þekkjum hann.
Verður hann deild innan
Framhaldsskólans frá og með næsta
hausti. Hvaða áhrif breytingin kemur
til með að hafa á framhald
skipstjómamáms í Vestmannaeyjum
mun framtíðin skera úr um. En þar
þurfa forráðamenn Framhalds-skólans
og bæjarins að halda vöku sinni.
Á siðasta ári yfírtóku sveitarfélögin
rekstur gmnnskólanna af ríkinu sem,
ef rétt verður á haldið, gæti orðið
mikið gæfuspor fyrir bæjarfélagið.
Það ríður á miklu fyrir hvert sveitar-
félag að myndarlega verði staðið að
skólamálum. Það hlýtur að vera
kappsmál bæjarstjómarmanna hér að
sjá til þess að hér verði öflugir
grunnskólar því þeir verða eitt af því
sem fólk mun skoða þegar kemur að
því að það velji sér búsetu.
Fjölbreytt atvinna
skiptir líka máli
Hvað atvinnumálin varðar þá geta
staðir eins og Vestmannaeyjar ekki
státað af mikilli fjölbreytni því hér er
lífið fískur og aftur fiskur. Það em þó
ýmis teikn á lofti um að á því geti
orðið breyting. Auðvitað verður
fiskurinn undirstaðan en með aukinni
framleiðslu í neytendapakkningar gæti
vinna í fiski orðið íjölbreyttari og
eftirsóknarverðari en nú er. En til þess
þurfa launin að hækka hvort sem það
er í formi skattalækkana eða beinna
kauphækkana.
Fólksfækkun þrátt
fyrir uppgang
Umræða um fólksfækkun í bænum,
sem sumir vilja kalla fólksflótta hefur
verið svolítið undarleg og á skjön við
atvinnuþróun síðustu ára. Fréttir af
rótgrónum Eyjamönnum, sem bíða
bara eftir að losna við húsin sín og em
svo famir, fá menn eðlilega til að
staldra við og spyija hvað veldur? Það
sem almennt kemur fram hjá fólki er
ótti við framtíðina í Eyjum, segir
atvinnuástand ótryggt sem kemur á
óvart miðað við að síðasta ár var eitt
það gjöfulasta sem hafið hefur gefið
Vestmannaeyingum. ísfélag og
Vinnslustöð hafa náð sér á strik og em
aftur komin í hóp öflugustu
sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Þau
ásamt einkaútgerðum í Eyjum ráða
sennilega orðið milli 11% og 12% af
öllurn aflaheimildum landsmanna.
Aðeins þetta atriði ætti að vera nóg til
þess að fólk hér héldi ró sinni ekki síst
í ljósi þess að íbúar Vestmannaeyja
em ekki nema 1,8% þjóðarinnar.
Liggur vandinn í
hagræðingunni?
Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að horfa
fram hjá nokkmm atriðum og það
fyrsta sem kemur upp í hugann er
hagraeðing sem virðist lausnarorðið í
dag. f vaxandi samkeppni er öllum
nauðsynlegt að hagræða en það þýðir
líka að færri hendur þarf til að vinna
hvert verk, tæki af öllum gerðum em
að taka við af mannshöndinni.
Sjávarútvegur er þar engin undan-
tekning, skipin hafa stækkað og færri
hendur þarf til að koma hverju tonni í
gegnum vinnslusalina. Það em ekki
mörg ár síðan nótabátar bám 200 til
250 tonn og í áhöfn vom tíu til tólf
karlar. Fjóra til fimm bfla þurfti til að
koma aflanum í hús auk þess sem tveir
til þrír menn úr landi vom við
löndunina. Nú er algengt að
burðargeta skipanna sé frá 1000
tonnum upp í 1500 og jafnvel meiri og
þegar komið er í land er einum barka
stungið niður f lest og aflanum dælt í
land. í dag skilar einn sjómaður sama
magni að landi og fimm til sex áður og
umsvifin á bryggjunni em horfin. I
landi hafa afköstin tvöfaldast og í
sumum tilfellum meira á hvem
starfsmann.
Þetta em staðreyndir sem ekki er
hægt að líta framhjá þegar horft er til
mannljöldaþróunar í Vestmannaeyj-
um því um helmingur alls vinnuafls
hér starfar við sjávarútveg. Mótvægi
við þessa þróun gæti orðið frekari
fullvinnsla á sjávarafla sem kallar á
fleira starfsfólk. Reyndar er fúllvinnsla
komin í gang í Vestmannaeyjum,
sérpökkun í Vinnslustöðinni hefur
verið vaxandi og er framleitt bæði
fyrir erlenda og innlenda markaði.
Eins verður að stefna að því að hér
rísi upp minni fyrirtæki í fiskvinnslu.
Þau hafa mikla möguleika í sérvinnslu
ýmiss konar. Slík starfsemi kallar oft á
mörg störf sem gætu fyllt upp í það
skarð sem myndast við hagræðingu í
stóm frystihúsunum. Því miður hafa
lítil fyrirtæki verið að týna tölunni en
önnur lifa enn. Rekstur þeirra er ekki
auðveldur en tilvera þeirra sýnir að
þetta er hægt. Þróunarfélagið er kjör-
inn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga
á að stofna ný fyrirtæki hvort sem er á
sviði sjávatútvegs eða í öðmm grein-
um. Hlutverk lánastofnana skiptir líka
miklu máli þó fmmkvæðið komi ekki
frá þeim.
Björtu hliðarnar
Þrátt fyrir þetta og ugg gamalgróinna
Vestmannaeyinga um framtíðina er
ýmislegt jákvætt að gerast. Sem dæmi
má nefna að aldrei hefur fleira
háskólamenntað fólk búið í
Vestmannaeyjum. Vestmannaeyingar
hafa snúið heim úr námi og er þá að
finna t.d. í skólunum og heilbrigðis-
geiranum, Bæði ísfélag og Vinnslu-
stöð hafa ráðið til sín fólk með góða
menntun, hér er risið öflugt tölvu-
fyrirtæki, í Rannsóknasetri Háskólans
starfa fimm til sex manns með
háskólapróf, Fréttir hafa yfir einum
háskólamenntuðum manni að ráða,
auk þess hefur ungt kennaramenntað