Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Síða 11
Fimmtudagur 30.janúar 1997
Fréttir
n
verða undir í baráttunni við þéttbýlið við Faxafíóa:?
Koma þessi börn til með að velja sér búsetu í Vestmannaeyjum?
fólk verið að flytja heim að loknu
námi og í Framhaldsskólanum em
kennarar með góða menntun. Þá em
ótaldir læknar, tannlæknar og
starfsfólk Sjúkrahússins sem hefur
lokið háskólaprófi. Þessi upptalning er
ekki tæmandi en hún sýnir að
menntað fólk sér framtíð í að setjast að
í Vestmannaeyjum. Því til stað-
festingar skal bent á að langstærsti
hluti þeirra býr í eigin húsnæði. Er það
breyting frá því fyrir nokkmm ámm
þegar t.d. læknar og tannlæknar sem
hingað komu vom í leiguhúsnæði sem
þeim var skaffað.
Þurfum á menntuðu
fólki að halda
Til em þeir sem hafa hom í síðu þessa
fólks, telur að það sé að setja sig á
háan hest gagnvart þeim sem hér búa
fyrir. Þessi gagnrýni á við engin rök að
styðjast. Þau kynni sem við á Fréttum
höfum af þessu fólki sýna að þama er
fólk sem vinnur af fullum heilindum
og er tilbúið til að takast á við ný
verkefni. Vestmannaeyingar eiga að
taka vel á móti þessu fólki því það á
eftir að styrkja þetta litla samfélag
okkar í framtíðinni. Það er hverju
bæjarfélagi nauðsynlegt að hafa á að
skipa sem mestu mannavali ætli það
að standast aukna samkeppni. í þessu
sambandi verður fróðlegt að fylgjast
með því sem verður að gerast í
Rannsóknasetrinu, ísfélagi, Vinnslu-
stöð, Vestmannaeyjabæ og Fram-
haldsskólanum. Forráðamenn þessara
stofnana og fyrirtækja em stöðugt að
gera sér betur grein fýrir nauðsyn þess
að fylgja sem best eftir framþróun á
öllum sviðum. Hún ásamt þekkingu er
lykill að velferð í framtíðinni. Takist
forráðamönnum að aðlaga fyrirtæki
sín og stofnanir að stöðugt harðnandi
samkeppni er bjart framundan. I
framhaldi af því munu einstaklingar
koma meira til sögunnar. Möguleikar
þeirra liggja víða, ekki síst vegna
þeirra möguleika sem fjarvinnsla
býður upp á. Þar gæti nýstofnað
Þróunarfélag komið að góðum notum.
Eins þyrftu forstöðumenn banka-
stofnana að fylgjast vel með þróun
mála og taka á móti fólki sem til
þeirra leita með nýjar hugmyndir með
opnum huga.
Hvert er hlutverk
bæjarstjórnar?
Fari þetta saman þurfa Vestmanna-
eyingar ekki að kvíða framtíðinni en
nái svartsýnin yfirhendinni verður
stöðnun í Vestmannaeyjum og
áframhaldandi fækkun íbúa með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Margir
horfa til bæjarstjómar þegar hallar
undan fæti í atvinnumálum en það er
engin lausn að bæjarsjóður taki beinan
þátt í atvinnumálum. Það er aftur á
móti hlutverk bæjarstjómar að sýna
fram á þá möguleika sem fyrir hendi
em. Stofnun Þróunarfélags og ráðning
atvinnufulltrúa er góð viðleitni en
spuming er hvort ekki sé nauðsynlegt
að koma upplýsingum um starfsemi
félagsins til bæjarbúa með skilvirkari
hætti. Við það mætti hnýta upp-
lýsingum frá bönkunum um
fjármögnunarmöguleika. Eins gæti
bæjarstjóm staðið fyrir almennum
borgarafundum þar sem farið yrði yfir
sviðið ásamt forráðamönnum stærstu
fyrirtækjanna, bankanna og fleiri.
Komi fram jákvætt viðhorf hjá
þessum aðilum til búsetu í Vest-
mannaeyjum smitar það út frá sér og
umræðan yrði á jákvæðari nótum. Það
gæti orðið fyrsta skrefið í að snúa við
byggðaþróuninni.
Er kvótakerfið
afhinuilla?
Um áramótin vom 13 ár frá því kvóti
var settur á fiskveiðar við ísland. Frá
þeirri stundu hafa umræður um
kvótann verið heitar og oft hafa
tilfinningamar verið skynseminni
yfirsterkari. Einkum er það framsalið
sem fer fyrir brjóstið á fólki. Það er
aftur á móti ekki hægt að horfa fram
hjá þeirri staðreynd að framsalið er
undirstaða þess að kvótakerfið virki
og aðeins lítill hluti er seldur gegn
greiðslu. Að stærstum hluta eru skipti
á aflaheimildum gagnkvæm, þ.e.
skipst er á tegundum milli skipa sem í
mörgum tilfellum em skilyrði fyrir því
að hægt sé að gera út áfram.
Ekki er ætlunin að taka upp þráðinn í
þessari umræðu heldur líta á sífellt
háværari kröfur um að kvótinn verði
aflagður og í staðinn tekið upp
aflagjald og eða auðlindaskattur, sókn-
armark eða jafnvel að rykið verði
dustað af skrapdagakerfinu. Nú ætla
ég ekki að halda því fram að
kvótakerfið sé alfullkomið en áður en
því verður kastað fyrir róða verða
menn að hafa á reiðum höndum nýtt
kerfi sem hægt verður að vinna eftir.
Það verður þó að segjast eins og er að
ennþá hefur ekki verið bent á kerfi
sem tekur kvótakerfinu fram.
Ekki er þó hægt að ganga fram hjá
þeirri staðreynd að til eru þeir sem
fóru á hausinn eftir að kvótinn var
settur á en það var ekki kerfinu um að
kenna heldur samdrætti í aflaheim-
ildum.
Stjórnmálamönnum
illa treystandi fyrir
meiri peningum
Stjórnmálamenn hafa ekki sýnt að
þeim sé treystandi fyrir meiri pen-
ingum en þeir hafa nú þegar til
umráða. Gleggsta dæmið um það er
stanslaus peningaaustur í landbún-
aðinn. Það er ótrúlegt, en á tíu ára
tímabili, frá 1985 til 1994, fóru 100
milljarðar úr vösum skattborgaranna
til að styrkja landbúnaðinn. En hvert
fara þessir peningar? Samkvæmt
nýjustu könnunum eru bændur
fátækasta stétt landsins og er nú svo
komið að núverandi félagsmála-
ráðherra og fyrrum landbúnaðar-
ráðherra er farið að blöskra; talar um
að setja upp vinnuhóp til að kanna
hvað veldur. Ofan á þetta allt saman
eru settir ofurtollar á innfluttar
landbúnaðarvömr til styrktar bændum
sem neytendur þurfa að borga. Er
þama e.t.v. komin ástæðan íyrir þvf að
sveitarfélög sem byggja afkomu sína á
landbúnaði þenjast út á meðan
sjávarplássum blæðir? Og minnir
þetta ekki á þá tíma þegar fiskur var
seldur frá landinu Iangt undir
markaðsverði til að hægt væri að selja
útlendingum vaðmálið sem framleitt
var í sveitunum.
Ekki er þetta sagt af óvild til bænda
heldur til að sýna fram á að það kann
ekki góðri lukku að stýra þegar forsjá
atvinnuveganna kemst f hendur
stjómmálamanna.
Þetta ásamt svo ótal mörgum öðmm
dæmum segir manni bara eitt:
Stjórnmálamenn hafa ekkert með
meiri peninga að gera. En viljinn er
fyrir hendi og þar hafa þeir augastað á
aflagjaldi. Auðvitað eru þeir að lofa
skattalækkunum á móti en hvenær
hafa skattar, sem einu sinni hafa verið
settir á, verið lækkaðir á íslandi? Og
hætt er við að aflagjald í einhverri
mynd yrði bara enn frekari
skattheimta á sjávarplássin sem
bitnaði harðast á fiskverkunarfólki.
Horft til íslands
Margir hafa horft til sóknarstýringar á
fiskveiðum en þegar horft er til
reynslunnar getur hún ekki talist fysi-
legur kostur. Þar sem sóknarstýring er
notuð hafa fiskveiðar verið á fallanda
fæti og er nú svo komið að aðrar
fiskveiðiþjóðir horfa til Islands við
skipulagningu fiskveiða. Það má
heldur ekki gleymast að íslenskur
sjávarútvegur hefur náð að rétta úr
kútnum svo um munar þrátt fyrir að
eiga í samkeppni við sjávarútvegs-
fyrirtæki erlendis sem em meira og
minna rekin á ríkisstyrkjum. Um
skrap-dagakerfið þarf ekki ræða; það
var reynt einu sinni og reyndist
handónýtt.
Kvótinn hefur styrkt
Vestmannaeyjar
Vestmannaeyingar hafa náð að aðlaga
sig kvótakerfinu. Auðvitað hefur það
ekki gengið þrautalaust en það hefur
skilað Vestmannaeyjum á ný í fremstu
röð útgerðarstaða í landinu. Sagt er að
pólitískt minni og veðurminni fólks
nái ekki langt aftur í tímann. í því
sambandi er athyglisvert að minna á
að nokkrum ámm áður en kvóta-
kerfinu var komið á var stór hluti
Eyjaflotans auglýstur til sölu í
Morgunblaðinu. Astæðan var sú að
útgerðarmennimir sögðu engan
gmndvöll vera fyrir rekstrinum.
Ekkert varð af sölunni en sumir þeirra
sem þá sáu ekki til sólar em í dag með
útgerðir sem skila góðum hagnaði.
Verða að nó sáttum
við þjóðina
Þetta segir sfna sögu um kosti
kvótakerfisins en ætli útgerðarmenn
að fá áframhaldandi umráðarétt yfir
auðlindinni verða þeir að ná sáttum
við þjóðina sem ennþá á fiskinn.
Öflugur sjávarútvegur er undirstaða
velsældar í landinu. Um það er ekki
deilt en það verður að sjá til þess að
fiskverkunarfólk fái sinn hluta af
kökunni. Það verður líka að leggja
áherslu á betri umgengni um
auðlindina. Vilji menn skattleggja
sjávarútveg umfram aðrar atvinnu-
greinar á að gera það þegar menn em
að selja sig út úr greininni. Nýleg
dæmi sýna að sölugróði er langt
umfram allt velsæmi. Auðvitað eiga
menn að fá eðlilegan hagnað af eigum
sínum en allt þar umfram á að
skattleggja og það hressilega. Með því
er eignarhald þjóðarinnar staðfest og
réttlætiskennd fólks yrði ekki
misboðið. Að lokum verður
löggjafinn að sjá til þess að kvótinn
safnist ekki á fáar hendur.
I síðasta lagi verður að opnu nýju
fólki leið inni í kvótakerfið með
einhverjum hætti. Náist þetta í gegn
verða helstu agnúar kvótakerfisins
skomir af og þjóðin og útgerðarmenn
og sjómenn geta unað glaðir við sitt.
Blikur á lofti
Loðnuvertíðin í fyrra er sennilega sú
gjöfulasta hingað til. Hún skilaði
miklu til vinnslu og útgerða, sjómenn
fóm með góðan hlut frá borði og
fiskvinnslufólk mikla vinnu en
eftirtekja þess hefði mátt vera meiri.
Utlit fyrir komandi vertíð er gott þó
markaðsaðstæður á Japansmarkaði
séu lakari en á síðasta ári. Eins getur
veður og önnur ytri skilyrði haft áhrif.
Það eru þó ekki hinir náttúmlegu
þættir sem ógna vertíðinni heldur liinn
mannlegi þáttur. Allir kjarasamningar
em lausir og deiluaðilar eru byrjaðir
að brýna kutana fyrir komandi átök.
Eins og staðan er í dag bendir ýmislegt
til verkfalla. Ekki skal gert lítið úr því
neyðarúrræði launþega að grípa til
verkfallsvopnsins en er nauðsynlegt
að grípa til þess nú? Allir geta verið
sammála um að hækka þurfi lægstu
laun sem varla getur sett þjóðar-
skútuna á hliðina. Þjóðarsáttar-
samningar urðu þess valdandi að lægst
launaða fólkið sat eítir. Þar brást
verkalýðshreyfingin sjálf því strax á
eftir fylgdu aðrar stéttir og fengu
ennþá meira af kökunni. Smiðshöggið
ráku svo alþingismenn þegar þeir
skömmtuðu sjálfúm sér hærra kaup og
skattafríðindi.
Eigi að nást samkomulag verða
aðilar að huga að þessum atriðum nú
þegar gengið er til samninga. Eins
ríkisstjómin að láta af þeirri
skattpíningu sem hér er við lýði og
leyfa fólki sem vill, að bjarga sér upp
á eigin spýtur. Það kemur stöðum eins
og Vestmannaeyjum best og verði
þetta haft að leiðarljósi verður hægt að
koma í veg fyrir verkföll á vertíðinni.
Nú reynir á okkur sjálf
Þessi hugleiðing, hvemig framtíðin er
í Vestmannaeyjum, hefur farið út um
víðan völl en öll þau mál sem drepið
hefur verið á skipta okkur máli með
einum eða öðmm hætti. Það sem
flestir horfa til, er hvemig íbúaþróun
verður hér á næstu ámm. Sumir segja
að hér verði íbúatalan komin niður í
3500 manns innan ekki margra ára.
Fari svo getum við engum um kennt
nema okkur sjálfum. Auðvitað verður
það ekki auðvelt verk en fýrsta skrefið
gæti orðið að bæjarstjóm gerði
bæjarbúum grein fyrir stöðu mála í
bænum. Gæti hún fengið fólk úr
hinum ýmsum atvinnugreinum,
bankastofnunum og verkalýðs-
félögunum í lið með sér. Takist
þessum aðilum ekki að vekja bjartsýni
á framtíð Vestmannaeyja gera það
ekki aðrir. Eins verðum við að taka
nýju fólki opnum örmum. Það kemur
inn með nýjungar sem við þurfum á
að halda. Þá verðum við að huga að
mannlífinu og sjá til þess að ekki verði
leiðinlegt að búa í Eyjum.
Stórt framfaraskref var stigið í lok
síðasta árs með sameiningu íþrótta-
félaganna Þórs og Týs. Þar brutu
margir odd af oflæti sínu ef það mætti
verða til að styrkja æskulýðs- og
íþróttastarf. Þetta er fordæmi sem fleiri
þyrftu að taka upp. Þó var of seint
gripið í taumana sem kallar á mikla
vinnu þeirra sem taka við. Þeir gera
sér grein fyrir því að öflugt íþróttalíf
smitar út frá sér.
Það sem kannski háir okkur mest er
að oft er verið að verja ímyndaða
hagsmuni og þegar svo er komið tapa
allir. Er ekki kominn tími til að hætta
að velta sér upp úr því hvað aðrir geti
gert og em að gera og spýta í lófana og
meta upp á nýtt hvað við getum sjálf.
Omar Garðarsson.