Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Side 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 30. janúar 1997
Yfirtaka bæjarins á málefnum fatlaðra:
Nálægð tryggir
betri þjóiwstu
■og peningarnir eiga að nýtast betur, segir félagsmálastjóri.
í samræmi við lög um reynslusveitarfélög frá
árinu 1994 hefur Vestmannaeyjabær tekið
að sér að veita fötluðum, sem eiga hér
lögheimili þá þjónustu sem þeim ber lögum
samkvæmt. Undirbúningur að yfirtöku
bæjarins á málefnum fatlaðra var unninn á
síðasta ári en skrifað var undir samninginn
þann 3. janúar sl. Félagsmálastofnun
Vestmannaeyja sér um daglega stjóm þessa
málaflokks og til að forvitnast um hvað
þessi breyting hefur í för með sér ræddu
Fréttir við Heru Ósk Einarsdóttur félags-
málastjóra. Hjá henni koma fram miklar
væntingar til verkefnisins. Hún segir að nú
hafi bærinn tekið yfir flest mál sem áður
heyrðu undir svæðisskrifstofu um málefni
fatlaðra sem er staðstett á Selfossi. Það eitt
ætti að tryggja betri þjónustu við skjól-
stæðinga málaflokksins. Eins segir hún
fjármagn muni nýtast betur.
HERA elNARSDÓTTIR: Vona að nálægðin geri öll samskipti
fyrir fatlaða í Vestmannaeyjum og aðstandendur þeirra betri.
Helstu verkefni
Hera segir að sveitarfélögin hafi sinnt
ákveðnum þáttum í þjónustu við
fatlaða. Þar á hún við félagslega
liðveislu, akstursþjónustu, sérdeildir
leikskólanna og heimaþjónustu sem
bæði fatlaðir og aldraðir njóta. „Það
sem breytist er að við tökum yfir alla
þjónustu sem Svæðisskrifstofa um
málefni fatlaðra á Selfossi veitti,"
segir Hera. „Við afgreiðum umsóknir
um umönnunarbætur fyrir fatlaða,
útvegum stuðningsfjölskyldur, lið-
veislu og frekari liðveislu. Auk þess
tökum við við stjóm meðferðar-
heimilins að Búhamri 17, leikfanga-
safninu þar, vemduðum vinnustað og
sambýlinu.“
Nánari skilgreining á þessum
hugtökum er að liðveisla er félagsleg
þjónusta sem ætlað er að rjúfa
félagslega einangrun fatlaðra. Með
frekari liðveislu er ætlað að sjá til þess
að fatlaðir þurfi ekki að búa á stofnun,
þ.e. vera eins sjálfbjarga og kostur er.
Er hún breytileg eftir því hver á í hlut.
, Jdvað sambýlið varðar þá verðum við
nú að vera opin fyrir öðrum búsetu-
möguleikum fyrir íbúana þar. Sumir
verða þar eðlilega með fasta búsetu en
aðrir tímabundna. Það þarf að aðstoða
við útvegun annarra búsetuúrræða
þegar dvöl á sambýlinu lýkur."
Fleiri störf fyrir fatlaða
A Vemduðum vinnustað, Kertaverk-
smiðjunni Heimaey, hefur ákveðinn
fjöldi fatlaðra haft vinnu undanfarin ár
en Hera segir að fötluðum standi orðið
til boða fleiri möguleikar á vinnu,
einkum sumarvinnu. „Bærinn og
Landakirkja hafa verið opin fyrir því
að ráða til sín fatlaða á sumrin en nú
þarf að leita fleiri verkefna fyrir þetta
fólk. Eins þarf að kanna hvort ekki sé
möguleiki á að koma þeim í vinnu hjá
fyrirtækjum í bænum. Það verður
okkar verkefni að reyna að spila þetta
saman. Verður það einfaldara þegar
málaflokkurinn er alfarið kominn í
okkar hendur."
Kostírnir margir
Hera segist sannfærð um að breytingin
hafi marga kosti í för með sér. Nefnir
hún í því sambandi að dagleg þjónusta
við fatlaða, sem áður heyrði undir
svæðisskrifstofuna, hefur einnig færst
undir félagsmálastofnun bæjarins. ,£g
vona að nálægðin geri öll samskipti
fyrir fatlaða í Vestmannaeyjum og
aðstandendur þeirra betri. Öll
afgreiðsla mála kemur til okkar og í
þeim tilfellum sem þarf að leita annað
getum við útbúið og sent umsóknir
fyrir fólk. Allt verður þetta miklu
þægilegra og einfaldara."
Hún segir líka að áður hafi þau verið
háð því að fá hingað starfsmann frá
skrifstofunni á Selfossi til að afgreiða
ýmis mál. J því sambandi get ég nefnt
t.d. viðtöl við stuðningsijölskyldur.
Reyndar voru stofnanir hér mjög
sjálfbjarga en lokaorðið átti svæðis-
skrifstofan."
Haukar í Horni
Hópar sem eiga undir högg að sækja í
Vestmannaeyjum hafa alla tíð átt
hauka í homi og þar em fatlaðir ekki
undanskildir. „Við eigum marga góða
að sem er alveg sérstakt fyrir
Vestmannaeyjar. Félagið Þroskahjálp
hefur verið vakandi yfir því sem við
emm að gera og gefið gjafir sem hafa
komið í góðar þarfir. Annað dæmi
sem ég get nefnt er að áhöfnin á
Vestmanney VE hefur gefið andvirði
allra dósa sem til falla um borð til
Sambýlisins. Samtals hafa þetta verið
um 80 þúsund krónur á ári sem fara í
ferðasjóð íbúanna. Þá hafa konumar í
Vorinu gefið kaffisjóðinn sinn til
fatlaðra. Hefur þetta skipt stofn-
animar miklu máli og er dæmi um þá
nálægð og samhug sem oft kemur
fram hjá Vestmannaeyingum," segir
Hera.
Nær inn á mörg svið
Þjónusta við fatlaða nær inn á öll svið
mannlífsins og alltaf er spuming hvað
er brýnast hverju sinni. Hera segir
spumingu hverju eigi að brydda upp á
reynslutímanum. „Foreldrar bama á
meðferðarheimilinu við Búhamar vilja
t.d. lengja opnunartímann. í dag er
opið frá klukkan 8 á morgnana til hálf
fimm síðdegis sem er óþægilegur tími
fyrir vinnandi fólk. Helgarvistun hefur
verið frá föstudegi til sunnudags en
foreldrar vilja fá hana framlengda
fram á mánudagsmorgun. Félags-
málaráð hefur tekið ákvörðun um að
verða við óskum foreldranna en
boltinn er nú hjá bæjarráði og bæjar-
stjóm. Vonumst við eftir jákvæðum
viðbrögðum þar á bæ. Annars verðum
við að fikra okkur áfram og sjá í
samvinnu við þjónustuþega hvar
skórinn kreppir að.“
Þrettán stöðugildi
Þrettán stöðugildi heyra undir málefni
fatlaðra í Vestmannaeyjum og flytjast
þau frá ríki yfir á bæ. „Tuttugu
starfsmenn skipta á milli sín þessum
13 stöðugildum og þá em ekki talin
með tíu stöðugildi fatlaðra í
Kertaverksmiðjunni. Áætlaður launa-
kostnaður er 31.7 milljónir á þessu ári.
Þar fyrir utan er Framkvæmdasjóður
fatlaðra sem sér um að fjármagna
ákveðin verkefni. Til dæmis emm við
að sækja um peninga til að útbúa
aðgengi fyrir fatlaða að Ráðhúsinu. Ur
honum kemur fast fjárframlag til
fatlaðra vegna verkfærakaupa. Slíkir
styrkir miða að því að auðvelda
fötluðum að skapa sér atvinnu af
heimavinnu eða sjálfstæðri starfsemi..
Viðhald fasteigna og stofnkostnaður,
ef hann kemur til, kemur einnig úr
sjóðnum auk framlags frá bænum. I
heild gætu þetta verið um 40 milljónir
sem við höfum úr að spila á ári.“
Peningarnir
nýtast betur
Hera segir að fjárframlög hækki ekki
en með samræmingu megi nýta það
betur. „Sem dæmi get ég nefnt að
einstaklingur gat ekki fengið frekari
liðveislu nerna að fá heimilisþjónustu.
Ríkið greiddi fyrir frekari liðveislu en
bærinn heimilisþjónustuna. Neitaði
ríkið að borga fyrir hana nema að
bærinn borgaði heimilisþjónustuna og
skipti engu máli hvort viðkomandi
þurfti á henni að halda eða ekki.
Ég held líka að hægt verði að reka
þjónustuna á hagkvæmari hátt. Fyrir
einstaklinginn felst hagkvæmnin í því
að sömu þjónustu er hægt að veita
með færri starfsmönnum.'1
Aðspurð um fjölda skjólstæðinga
segir Hera að fimm búi á Santbýlinu
og sex njóta þjónustu meðferðar-
heimilisins. „En ef allt er talið nieð
held ég að við séum að tala um allt að
30 einstaklinga sem njóta þjónustu í
einhverri mynd.“
Nokkur atriði
breytast ekki
Málafiokkurinn heyrir undir ýmsar
stofnanir bæjarins. Félagsmálastofnun
sér um daglegan rekstur en yfirstjóm
er í höndum félagsmálaráðs sem
heyrir undir bæjarráð og bæjarstjórn.
„Eftirlitshlutverk Svæðisráðs er
óbreytt og trúnaðarmaður fatlaðra,
sem býr uppi á landi, verður áfram sá
sami. Hlutverk Greiningarstöðvar
ríkisins verður líka óbreytt."
Þar sem um reynsluverkefni er að
ræða voru aðilar sammála um að fá
óháðan aðila til að fylgjast með
hvernig til tekst. „Hagvangur hefur
verið ráðinn til þess. Munu menn frá
þeim koma einhvern tíma á
reynslustíma og kynna sér aðstæður
og svo í lokin til að sjá hvemig
verkefnið hefur gengið fyrir sig. Þá
fáum við úr því skorið hvemig til
hefur tekist með að sinna málefnum
fatlaðra undir okkar stjóm."
Þó Hera sjái marga kosti við það að
bærinn yfirtaki málefni fatlaðra og að
mörgu leyti sé vel búið að fötluðum
hér í bæ vantar ýmislegt. „Brýnast er
að fá hingað fagfólk, t.d. þroskaþjálfa
eða iðjuþjálfa. Okkur bráðvantar t.d.
þroskaþjálfa að leikfangasafninu.
Hann getur leiðbeint foreldium um val
á leikföngum og hvemig á að nota
þau. Eins gæti hann sinnt starfsþjálfun
fatlaðra á Vemduðum vinnustað,“
sagði Hera að lokunt.
Samningur Vestmannaeyjabæjar og félagsmálaráðuneytisins:
Yfirgripsmikill málaflokkur
Félagsmálaráðuneytið og reynslu-
sveitarfélagið Vestmannaeyjabær hafa
í samræmi við lög um reynslu-
sveitarfélög frá 1994 gert með sér
samning um málefni fatlaðra.
Samkvæmt honunt á Vestmannaeyja-
bær að veita fötluðum, sem eiga hér
lögheimili, þá þjónustu sem þeir eiga
lögum samkvæmt á vegum félags-
málaráðuneytins. Þetta felur í sér að
bærinn tekur að sér verkefni svæðis-
skrifstofu Suðurlands í málefnum
fatlaðra gagnvart íbúunum. Samning-
urinn nær ekki til þjónustu sem önnur
ráðuneyti eiga að veita fötluðum.
Hlutverk Greiningar- og ráðgjafa-
þjónustu ríkisins verður óbreytt. Hlut-
verk svæðisráðs og trúnaðarmanns
fatlaðra helst einnig óbreytt.
Bærinn skal veita þjónustu í sam-
ræmi við ákvæði laga um málefni
fatlaðra og samþykkt bæjarstjómar þai-
að lútandi.
Fjárhagshlið samningsins er staðfest
af fjármálaráðuneyti sem er ábyrgð-
araðili fyrir útgjöldum.
Meginmarkmið samningsins er að
færa stjóm og ábyrgð á þjónustu við
fatlaða yfir á eina hendi, þ.e. Vest-
mannaeyjabæjar og stuðla að betri
nýtingu á því fjármagni sem fer til
málafiokksins og bættri þjónustu við
fatlaða.
Stjórn og skipulag:
Þjónusta við fatlaða verður felld inn í
félagsþjónustu bæjarins. Fram-
kvæmdanefnd um reynslusveitarfélög
hefur yfimmsjón með með verkefn-
inu, Félagsmálaráð fer með yfirstjóm
málaflokksins í umboði bæjarstjómar,
félagsmálastofnun mun annast daglega
stjórn og félagsmálastjóri, sem fram-
kvæmdastjóri félagsmálaráðs, mun
hafa umsjón með þjónustu við fatlaða
og þann rekstur sem henni fylgir.
Verkefni
Við gildistöku samningsins tekur
Vestmannaeyjabær að sér þjónustu og
rekstur heimila og stofnana fýrir
fatlaða sem hér segir:
Verkefni svæðisskrifstofu um málefni
fatlaðra, stoðþjónustu, frekari lið-
veislu, atvinnuleit og starfsráðgjöf og
aðstoð til starfa á almennum vinnu-
markaði.
Rekstur sambýlis að Vestmannabraut
58 b, rekstur leikfangasafns að Bú-
hamri 17. rekstur skammtímavistunar
að Búhamri 17 og rekstur Heimaeyjar,
vemdaðs vinnustaðar.
Framlag til verkefnisins á fjárlögum
verður 31,7 milljónir í ár, 32 milljónir
árið 1998 og 32,3 milljónir árið 1999.
Auk þess er gert ráð fyrir fé úr
Framkvæmdasjóði fatlaðra. Undir
hann heyra stofnkostnaður, styrkir til
verkfæra- og tækjakaupa og vegna
námskostnaðar, viðhald húseigna og
styrkir til aðgengismála. Ákveðið er að
200 þúsund krónur komi úr sjóðnum á
árunum 1997, 1998 og 1999 til
verkfæra- og tækjakaupa og
námskostnaðar.
Mun ráðuneytið beita sér fyrir því að
fjárveitingamar taki mið af breyt-
ingum vegna kjarasamninga og al-
mennra verðlagsbreytinga. Verði
breytingai' á ákvæðum laga um
málefni fatlaðra skal endurskoða
ofangreindar fjái’veitingar.
ítarlegur kafli er um starfsmannamál.
Þar kemur m.a. fram að engin form-
breyting verður á ráðningasamningum
og lífeyrisréttindi haldast óbreytt.
Starfsmenn munu greiða til sömu
stéttarfélaga og lífeyrissjóða og áður.
Vestmannaeyjabæ er ekki heimilt að
segja starfsmanni upp störfum, breyta
launaflokkaröðun eða leggja niður
stöðu hans nema með samþykki
félags- og fjármálaráðuneytis. Nýir
starfsmenn verða staifsmenn bæjarins
og þær lífeyrisskuldbindingar sem
koma til greiðslu að tímabilinu loknu
eru á ábyrgð ríkissjóðs.
Þetta eru helstu ákvæði samningsins
en þar er líka að finna ákvæði um
eftirlit, úttekt á verkefninu og
endurskoðunarákvæði. Undir hann
skrifuðu Páll Pétursson félagsmála-
ráðherra, Guðjón Hjörleifsson
bæjarstjóri og Friðrik Sophusson
fjármálaráðheiTa.