Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Side 14
14 Fréttir Fimmtudagur 30. janúar 1997 Einhæft atvinnulíf bitnar illa á konum Karlmenn í athafnahug leita mun meirn til Þróunarfélagsins heldur en konur Vinnan göfgar manninn og gefur lítinu gildi. En hvað ef enga vinnu er að fá ? Missa |rá lífið og tilveran innihald sitt? A Islandi hefur byggðastefna og byggðaþróun verið áberandi í umræðu síðustu ára. Ekki eru allir á eitt sáttir og er stefnan óljós og ómarkviss. Fólks- flótti frá landsbyggðinni vegna ertlðra aðstæðna heldur áfram og þeir sem vilja fara gegn straumnum lenda einnig í erfið- leikum. Er eitthvað gert til að Iaða að utanaðkomandi fólk og stuðla þannig að eflingu Vestmannaeyjabæjar? I haust lóku hjón, sem ekki vilja láta nafns síns getið, saman föggur sínar, yfirgáfu höfuðborgina og héldu á vit ævintýra í Vestmannaeyjum, m.a. til að safna fyrir fbúð. Hann fór á sjóinn en hún, menntuð konan, fékk ekki vinnu við sitt hæfi til að byrja með og lenti í atvinnuleysi. „Það er úr engu að moða ef maður vill ekki vinna í fiski. Það er lítil hreyf- ing á fólki. Þeir sent hafa sæmilega vinnu halda fast í hana. Fyrir nýtt fólk eru nánast engir möguleikar nema ftskurinn. Eg var í mjög góðri og skemmtilegri vinnu í Reykjavík og var búin að setja mér ákveðin markmið og gerði unt leið kröfur til sjálfrar mín. Með fúllri virðingu fyrir þeim gráa er fiskurinn ekki hluti af þeint rnark- miðurn og ekki eðlilegt að hann sé það eina sem býðst. En ég var heppin og fékk vinnu við mitt hæfi," segir þessi kona. Fyrstu vikurnar í Eyjum rigndi lát- laust og mikil þoka umlukti bæinn. Við þessar aðstæður fann konan fyrir innilokunarkennd. Flug lá að miklu leyti niðri og í Eyjunt bregður maður sér ekki í langa bíltúra til að fá útrás. Öll fjölbreytnin sem fylgir því að vera nteðal fólks í vinnunni og þau tengsl sem myndast eru óneitanlega mikill missir þegar setið er heima á ókunn- I brennidepli ugum stað. „Lífið í Eyjum væri ekkert mál ef atvinnumöguleikar væru fjölbreyttari. En ég er miklu bjartsýnni núna en í haust þegar enga vinnu var að fá," sagði aðflutta borgarbamið í Eyjum að lokum. Lykill að fjölbreyttara atvinnulífi? Hvert er hægt að snúa sér og hverjir hafa umsjón með atvinnulífinu í Eyjum? Fomtleg umsjón þróunar atvinnu- lífsins er í höndunt Þróunarfélags Vestmannaeyja sem tók til starfa 1. september síðastliðinn og er því að slíta barnsskónum. Framkvæmda- stjórinn er Bjarki Andrew Brynjarsson en starf hans felst í aðstoð og leiðbeiningunt við atvinnu uppbygg- ingu svo sem útfærslu nýrra hug- mynda, vömþróun og rekstrartækni- legri ráðgjöf. En hvers er að vænta af hinu nýja félagi? Má fólk búast við fjölbreyttari starfsmöguleikum? Þróunarfélagið er ekki atvinnu- miðlun og vinnumiðlunin hér í bæ sér einungis um skráningu atvinnulausra og þeim listum er komið til atvinnu- rekenda. Enginn starfandi ráðgjafi er fyrir atvinnulausa í Vestmannaeyjum og ekki ljóst hver ætti að sinna slíkri þjónustu ef hún kæmist á fót. Oft er erfitt fyrir heimafólk jafnt sem utanaðkom- andi aðila að sjá hvar tækifærin bíða. Hvar er heppilega vinnu að fá? Hvert skal þá leita? I Vestmannaeyjum er sá staður ekki til sem sinnir sérstaklega fólki í at- vinnuleit. Bjarki er þeirrar skoðunar að þrátt fyrir að starf Þróunarfélagsins sé stutt á veg komið þá séu hugmynd- irnar ntargar og möguleikamir ýmsir sem vinna megi úr. Tréverksmiðjan sem tekur til starfa á næstunni sé eitt helsta dæmið um slíkt en með tilkomu hennar skapast um 15 ný stöðugildi sem konur jafnt sem karlmenn geta rennt hým auga til. Samvinna fyrir- tækja og tenging er annað sem reynt hefur verið að auka. Þar er reynt að nýta sérjjekkingu, kunnáttu og aðstöðu ntilli fyrirtækja og þar með stuðlað að hagræðingu og nýtingu. Markmið þessarar samvinnu er einnig að skapa „létt" stöif sem konur geta sótt í. En engin sérstök kvennastefna er rekin. Enginn þarfad skammastsín fyrir að vinna í fiskvinnslu. Starf Þróunarfélagsins byggist að miklu leyti á hugmyndum, fmntkvæði og þátttöku fólksins í bænum. Bjarki segir að ntun meira sé unt að karl- menn í athafnahug leiti til félagsins heldur en konur. Karlmenn séu djarf- ari athafnamenn en konur kjósi sér traustari gmnn og séu varkárari. Aðhaldssemi kvenna refsað? En eitthvað virðist vera að rofa til fyrir konur því eins og greint var frá í síðustu Fréttum er Þróunarfélagið að vinna að því að korna upp starfsemi sem gæti skapað létt störf fyrir konur, að búa til vömr sem tengjast t.d. afmælum og fermingum. En er aðhaldssemi kvenna refsað með einhæfum störfum sem ýta hvorki undir metnað né glæstar framtíðarhorfur? „Þeir sem koma til Vestmannaeyja eiga að gera sér grein fyrir því að hér er fiskvinnsla í fyrirrúmi", segir Linda Hrafnkelsdóttir formaður Snótar. Hún segist ekki skilja fordómana gegn því að vinna í ftski. Fólk viti oft ekkert um hvað það er að tala. Enginn þurfi að skammast sín fyrir slíka vinnu. En er ekki að fleiru að huga þegar atvinnumál kvenna eru rædd. Fátt bendir til þess að sjávarútvegurinn hætti að vera gmndvöllur atvinnulífs- ins hér í Eyjum en er eðlilegt að valið snúist í grófum dráttum um fisk- vinnslu eða „fiskvinnslu"? Met sala á 200 mílum í janúar - Fleiri nýjungar á markaðinn frá 200 mílum í næsta mánuði „Janúar er nlbcsti sölutíminn fyrir 200 mflurnar. Miðað við desember er um mörg hundruð prósent söluaukningu að ræða. Ekki fer á milli mála að Islendingar sækja í ilskneyslu eftir kjötátið yfir hátíðarnar. Við höfum undirbúið okkur mjög vel fyrir janúar og verið að pakka bæði í Eyjum og Þorlákshöfn. 200 mflurnar selja sig sjálfar í janúar en í lok febrúar förum við í stórt og mikið söluátak þar sem við munum kynna ýmsar nýjungar," segir Þorbergur Aðalstcinsson, markaðsfulltrúi Vinnslustöðv- arinnar í samtali við Fréttir Undirbúningur 200 mílna hófst fyrir tæpu ári síðan og hefur salan á þessari nýju fullvinnslu gengið vonum framar. „Við höfum fengið góðar viðtökur hjá versl- unarkeðjum og neytendum. Salan hefur gengið mun hraðar en við þorðum að vona. Markmiðið hjá 200 mílum er að útbúa fisk á þann máta að neytandinn þurfi að hafa sent minnst fyrir því að elda réttinn. Með þeint nýju réttum sem koma á markaðinn bjóðum við upp á samtals 12 vöru- flokka. Þar má nefna ýmsar hjúpaðar tegundir af ýsu. Fiskréttir 200 inílna eiga sameiginlegt að hægt er að setja þá í ofn, pönnu eða í örbylgju- ofn og því er 11jótlegt að matreiða þá." Að sögn Þorbergs er ekki um neinn sérstakan markhóp að ræða. Reynt er að taka tillit til allra aldurshópa. Þegar nálgast vorið vonast Þorbergur eftir því að yngra fólkið, 20 til 40 ára, sem hefur minni tíma til eldamennskunnar, taki við sér. Galdurinn á bakvið 200 mflumar eru vöruþróunin. Þorbergur segist velta upp hugmyndum og fær svo faglærða matreiðslu- menn í lið með sér til að reyna sig áfram og klára hugmyndimar. Fellur vel að annarri starfsemi Framleiðsla og pökkun 200 mflna fellur vel að annarri starfsemi Vinnslustöðvarinnar. Samnýting á mannskap og véltim gefur ýntsa möguleika. Á ársgrundvelli er áætlað að full- vinnsla 2(X) mílna skapi um 10-12 stöðugildi og munar um minna. í aflasamdrætti undanfaiinna ára hefur ítrekað verið bent á þá ntöguleika sem felast í full- vinnslu sjávarafúrða. Hvernig sem á því stendur eru 200 ntflur Vinnslustöðvarinnar nánast eina nýjungin í þeim efnum svo heitið getur hér á landi undanfarin misseri. Þorbergur segir að það eigi sínar skýringar hvers vegna íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki hafi ekki farið þessa full- vinnsluleið. Bolfiskvinnslan hafi gengið illa undanfarin ár og það þuifi hugrekki til að fara í vélakaup og ekki síst að koma vömnni á markað. í framhaldi af þessu vakna spurningar hvort Vinnslustöðin hyggist fara með 200 mflumar á alþjóðlegan markað? „Við höfum einbeitt okkur að innanlands- markaði og farið hægt í sakimar. Smátt og smátt höfum við verið að byggja 200 mflumar upp og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Um 97 til 98 prósent af sjávarafurðum Vinnslustöðv-arinnar fara á erlendan markað. Markmiðið er að geta selt eins rnikið af bolfiski og hægt er í neyt-endaumbúðum," segir Þorbergur. ÍBV strákarnir verða að styrkja beinin! Gamla stórskyttan og landsliðsþjálfarinn hefur svo sannarlega verið í essinu sínu eftir að hann hætti nteð landsliðið og fluttist til Eyja og tók við markaðsfulltrúastarfi Vinnslustöðvar- innar og þjálftin hins unga og efnilega ÍBV liðs í handbolta. Þorbergur segist ekki hafa getað Þorbergur: Mörg hundruð prósent söluaukning í janúar. trúað því að óreyndu hversu gaman hafi verið að þróa 200 mílumar og koma þeim á markað. „Þetta hentíir ntér ákaflega vel. Vinnutíminn er sveigjanlegur þannig að ég hef góðan tíma fyrir handboltann. Eg get komið og farið eins og mérhentar." Lætur þú handboltastrákana þína borða fisk frá 200 ntfluin? „Eg mælist eindregið til þess að þeir borði fisk, helst 200 mflur. Þeim veitir ekki af að styrkja beinin því þessir peyjar eru svo miklir kjúklingar," sagði Þorbergur sem sjálfur hefur tekið upp fiskát með þeirn árangri að lýsið hefur mnnið undanfama mánuði!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.