Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Qupperneq 19
Fimmtudagur 30.janúar 1997 Fréttir 19 Undirbúningur nýja félagsins gengur vel • Framhaldsstofnfundur á þriðjudaginn Nýja félagið byrjar með tóma buddu Framhaldsstofnfundur nýstofnaðs aðildarfélags IBV sem varð til með sameiningu Týs og Þórs, verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar nk. kl. 20.00 í Þórsheimilinu. Nýráðinn framkvæmdastjóri nýja félagsins til næstu þriggja mánaða, Guðmundur Þ. B. Ólafsson, hefur þegar tekið til starfa og er mikil undirbúningsvinna framundan. Nýja félagið tekur m.a. við öllum helstu verkefnum Týs og Þórs eins og t.d. Pæjumóti, Shellmóti og þjóðhátíð, svo eitthvað sé nefnt. Lagt verður til að nýja félagið fái nafnið „ÍBV-íþróttafélag“ „Fyrstu verkefnin hafa aðallega fólgist í að að móta starfið sem snýr að knattspymudeildinni og handknatt- leiksdeildinni. Forsendur hafa breyst því þessar tvær deildir taka nú inn á sig alla yngri flokkana sem voru áður í umsjá Týs og Þórs. Það sem snýr að aðalskrifstofunni þá er öll stjómsýsla nýja félagsins í Þórsheimilinu en við sjáum um reksturinn á báðum heimil- unum. Búið er að ráða starfsmenn í Týsheimilið og góð nýting er á íþrótta- salnum. Verið er að hafa samband við helstu styrktaraðila og kennitalan er klár," segir Guðmundur. Nýja félagið byrjar með tóma sjóði. Aðspurður sagði Guðmundur að Handbolti, 1. deild kar.a • Eyjamenn í rosastuði gegn Gróttu „A fhverju ekki að prófa að verða íslandsmeisfarar?" „Ég er búinn að segja við strákana, af hverju ekki að prófa að verða íslandsmeistarar? Strákarnir eru í rosalega góðu formi, þeir eru ekki að glíma í leikjunum heldur spila góðan handbolta, hafa gaman af því sem þeir eru að gera, eiga fullt af trixum og geta gert ýmislegt. Ég lofa náttúrulega engu en við sýndum það á Opna-Reykjavíkur- mótinu í haust að IBV getur náð langt,“ segir Zoltan Belanyi, horna- maðurinn knái, eftir stórsigur ÍBV á Gróttu á mánudaginn á útivelli, 28-19. Með sigrinum komst ÍB V í 4. sæti með 18, jafnmörg og Fram en ÍBV á leik tií góða. ÍBV breytti stöðunni úr 3-3 í 7-3 og lagði grunninn að góðum sigri. A þessum kafla var lok lok og læs í vöminni og svo vart keyrt á hraðaupp- hlaupum þar sem Belanýi var drjúgur. Langt er síðan vörn IBV hefur verið jafn öflug og í þessum leik sem lofar góðu um framhaldið. Staðan í hálfleik var 12-8 fyrir IBV og enn dró í sundur með liðunum í seinni hálfleik. Mestur varð munurinn tíu mörk. A loka- kaflanum fengu ungu varamennimir að spreyta sig og stóðu sig vel. Allir leikmenn IBV spiluðu vel í Ieiknum, liðið lék sem ein heild og enginn sem skar sig úr. Markaskor- unin dreifðist mikið sem er jákvætt. Meira að segja Sigmar Þröstur, sem átti góðan leik í markinu, komst á blað. ÍBV liðið hefur vaxið ásmegin í síðustu leikjum og greinilegt að strákamir em að komast í toppform á hárréttum tíma. Metnaðurinn er svo mikill að flestir þeirra eru að æfa aukalega til að komast í enn betra form. Það segir ýmislegt. Kæmi ekki á óvart að ÍBV færi a.m.k. í undanúrslit. Og ef þeir taka Belanýi á orðinu væri virkilega gaman að prófa að verða íslandsmeistari! Ekki satt? Mörk ÍBV: Zoltan Belanyi 8/4, Gunnar Berg 3, AmarP. 3, Svavar 3, Haraldur 2, Ingólfur 2, Guðfmnur 2, Sigurður 2, Erlingur 2, Daði I, Siginar Þröstur 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 13/1. Birkirívar 1. ÍBV á ansi erfiða leiki eftir. Næsti leikur ÍBV er gegn FH á útivelli á miðvikudaginn. Auk þess á ÍBV eftir Fram og KA á útivelli en ÍR, Stjömuna, Hauka og HK á heimavelli. Knattspyrnuráð tekur við tippinu Tipparar! ÍBV býður ykkur velkomna til leiks. Getraunastarfsemi Týs og Þórs hefur fengið á sig nýtt útlit, þar sem Knattspymudeild IBV hefur tekið við rekstri Islenskra Getrauna. Breytingar á starfseminni verða nokkrar til að byija með og verða vonandi til að auka áhuga knattspymuáhugamanna og allra Eyjamanna á að tippa og styrkja um leið knattspymuna í Eyjum. Getraunanúmer ÍBV verður eftir sem áður 900 og minnum við tippara á að merkja það númer á seðilinn áður en honum er rennt í gegnum kassann. Einnig hvetjum við alla til að tippa sem mest í Týsheimilinu á opnunartíma þar sem góð þjónusta er fyrir hendi. Helstur breytingar á starfseminni em þær að tippaðstaðan í Týsheimilinu verður tekin í gegn og mun taka talsverðum breytingum. Beinar útsendingar verða sýndar hér eítir á 46” risas- kjá og þá verða veglegar veitingar einnig í boði. Auglýst verður vel þegar beinar útsendingar verða í boði fyrir utan venjulegan opnunartíma, t.d. á sunnudögum og mánudögum frá stærstu liðunum. Öll aðstaðan verður máluð í hólf og gólf og þá í litum allra stærstu knattspymuklúbba á Englandi. Félagsmerki helstu félaganna verða máluð á veggi ásamt öðmm fylgihlutum, s.s. fánar, treflar, húfur, myndir ofl.. Því má segja að aðstaðan fái öll nýjan svip til að skapa sem besta stemmingu á enskan hátt eins og hún gerist best. Ætlunin er að gera getraunastarfið að sterku og fjölþættu starfi þar sem fólk á öllum aldri getur verið þátttakandi. Annars er sjón sögu ríkari og því best að mæta á staðinn n.k. lau- gardagsmorgun. Um síðustu helgi var ekki leikið í ensku deildinni þar sem deil- darbikarinn var í fullum gangi. Einn heppinn tippari varð til hér á landi um sfðustu helgi, er hann var með 13 rétta og hlaut fyrir það 4 millj. króna. Sá seðill sem var þá í gangi var með mörgum “fyrirfram” ömggum leikjum sem brugðust svo en kom þessum tiltekna aðila vel. Hann hefur augljóslega ekki haft mikla trú á svonefndum stórliðum eins og Liveipool og Newcastle, sem hlutu slæma útkomu um síðustu helgi. “Púlurunum” tókst að fá á sig fjögur mörk á styttri tíma en skiptimiði í strætó gildir. Kenny Dalglish hefur ekki náð að rétta þá röndóttu við en þá er bara að fjárfesta í leikmönnum. Það vantaði svo sem!!! Annars eiga Newcastle og KR meira sameiginlegt en búningana, þeir halda að meistaratitillinn sé alltaf til sölu. Annars em ánægjulegar fréttir að Man. Utd. ér á réttri leið, Arsenal er að reyna að koma meðalaldri leikmanna liðsins niður í 33 ár, Chelsea er að verða fyrsta landsliðið f heiminum sem kemst að í deildarkeppni, Middlesbourogh þurfti sjálfsmark til að sigra utandeildarlið og sfðast en ekki síst er Leeds Utd. komið á skrið í deild og bikar, enda tími til kominn. Hópleiknum var frestað um s.l. helgi vegna ofangreindra breytinga en hann hefst laugardaginn l.febrúar með miklum látum. Þessi leikur er flestum kunnugur og stendur yftr 110 vikur og er hópunum skipt niður í fjóra riðla og er það sama fyrirkomu- lagið og í fyrravetur. Árangurinn f 8 bestu vikunum gildir, þannig að henda má út 2 lélegustu vikunum. Þátttökugjald er kr. 4.000 pr. hóp. Þá hefst einnig nýr leikur sem er sniðinn fyrir fyrirtæki og báta. Þar verður keppt í einni deild og stendur keppnin yftr í 10 vikur. Sigurvegarinn hlýtur að launum glæsilegan farandbikar ásamt eignarbikar. Heimilt er að senda fleiri en eitt lið frá hverju fýrirtæki og er þátttökugjald kr. 10.000 pr. lið. Fyrirtæki og bátar geta þá sent sína spá á faxi í Þórsheimilið alla virka daga eða í Týsheimilið á opnunartíma. Einnig em fleiri hugmyndir á döftnni um nýjungar og má þar helst nefna svonefndan “Milljónapott” sem gengur út á kaup í hlut í ákveðnu kerfi sem er annað hvort stillt upp fyrirfram eða eftir að hlutasöfnun fer fram. Svoleiðis kerft sem nefnast “húskerfi” hafa vakið mikla lukku hjá jreim félögum sem hafa tekið það form upp, en þetta form verður betur kynnt síðar þegar ákveðið verður að byija með það. Knattspymudeildin hefúr nú geftð út „Getraunafréttir ÍBV” þar sem farið er yftr það sem er að gerast í getraunastarfseminni og l.tbl. kom út í gær miðvikudaginn 29.feb. og á sá bæklingur að vera kominn í hús og einnig liggur hann á sölustöðum hér í bæ. Ætlunin er að gefa út slíkt fréttabréf vikulega og mun það þá liggja frammi á sölustöðum á miðvikudögum. Við viljum benda tippurum á að opið er í Týsheimilinu á lau- gardögum frá kl.l 1-14 og frá og með föstudeginum 8.febrúar verðureinnigopiðáfösmdögumfrákl.19.30-22. Einnig er upplagt fyrir þá sem vilja fá fféttír af karla- og kvennafótboltanum hér í Eyjum að láta sjá sig því knattspymuráðsmenn, leikmenn og þjálfarar munu einnig láta ljós sitt skt'na! Að endingu viljum við minna knattspymuáhugamenn á beina útsendingu á laugardaginn frá ensku deildinni er Leeds Utd og Arsenal mætast á Elland Road, en þar mun George Grahammæta sínum gömlu félögum. Knattspyrnudeild ÍBV vissulega væri það ekki sú staða sem menn höfðu vonast eftir í upphafi. Þegar farið var að af stað með nýtt félag var það á þeim forsendum að það hefði úr einhverjum fjármunum að spila í byrjun. Svo er ekki og því séu nokkrir mánuðir í að félagið fái inn tekjur af starfseminni. „Fram að því verðum við að treysta á skilning bæjarbúa og þreyja þorann. Við höfum víðast hvar fengið góð viðbrögð enda hafa flestir skilning á því að við erum að reyna að búa til farveg fyrir nýja og betri tíma. En það er alveg ljóst að miðað við hvernig rekstrarumhverfið var orðið var kominn tími til að stokka upp spilin í íþróttahreyfingunni," segir Guðm- undur. Sökum þess að nýja félagið byrjar með budduna tóma má búast við því að lengri tíma taki að ýta félaginu úr vör. Undirbúningur gengur samt vel. Þessa dagana er verið að leita að fólki í Pæjumótsnefnd, Shellmótsnefnd, þjóðhátíðamefnd og stuðningskvenna- deild. Að sögn Guðmundur gengur það ágætlega. Flestir þeir seirt talað hefur verið við hafa tekið vel í að starfa áfram en einnig er vonast til að ný andlit bætist við. „Þeir sem hafa unnið mikið fyrir Týrvog Þór í gegnum tíðina verða margir áfram. En sumir ætla að taka 1 sér frí og höfðu reyndar ákveðið það fyrir löngu. Það er ljóst að við þurfum á öllu góðu fólki að halda og það mætti endilega hafa samband við okkur. Vonandi gera allir sér grein fyrir því að hlutimir gerast ekki sjálfkrafa, það er mikil vinna framund- an," segir Guðmundur. Nýja félagið, ÍBV-íþróttafélag, er aðili að héraðssambandinu IBV. Ársþing ÍBV fyrir árið 1995 (seinni þingdagur) verður haldinn fimm- tudaginn 13. febrúar í ÍBV heintilinu við Hamarsveg kl. 20. Að honum loknum verður fyrri þingdagur fyrir árið 1996. Ljóst þykir að hlutverk aðalstjómar mun breytast að einhverju leyti þar sem stjóm KH ÍBV mun taka við nokkmm verkefnum aðalstjómar ÍBV, til að mynda að skera úr um ágreiningsmál serft upp kunna að koma á milli handknattleiksdeildar og knattspymudeildar. 20 milljón kr. gat? Eins og kemur fram í viðtali við framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélag, byrjar nýja félagið á núlli. Vonast hafði verið eftir því að nýja félagið hefði eitthvað á milli handanna í byrjun en svo er ekki. Hins vegar er ljóst, samkvæmt heimildum blaðsins, að töluvert af skuldum standa enn út af borðinu þegar búið verður að gera dæmið upp að fullu með sameininguna. Það mun vera í verkahring skilanefndarinnar að klára þau mál og er verið að vinna í því að ftnna flöt á því máli. Líklega er vel á annan tug milljóna um að ræða sem verður að klára með einum eða öðmm hætti, samkvæmt heimildum blaðsins. íþróttahúsið Vikan 30. jan. til 5. febr. Laugardaginn 1. febrúar 13.30 íslandsmót í handbolta 2. fl. karla ÍBV-Haukar 17.00 íslandsmót í innanhússfótb. 3. fl. karla Þriðjudagur 4. febrúar kl. 20.00 íslandsmót 1. deild kvenna ÍBV til Kýpur í mars ÍBV fer í átta daga æfingaferð til Kýpur 16. mars nk. Þar tekur ÍBV þátt í alþjóðlegu æfingamóti. ÍBV kom sá og sigraði á mótinu í fyrra. Öllum á óvart vann ÍBV mótið í fyrra og var fyrst íslenskra knatt- spymuliða til að vinna alþjóðlegt mót. Keppt verður í tveimur riðlum. Meðal liða fkeppninni verður Flora Tallin frá Eistiandi, nokkur lið úr sænsku 1. deildinni eins og Hammarby, Sundsvall og Gavle. Ferðin er liður í undirbúningi ÍBV fyrir átökin f sumar. Um 20 manna hópur fer utan. Þess má geta að íslandsmeistararar ÍA hættu við þátttöku í mótinu þar sem þeim þótti það of dýrt. Friðrik S. er hættur! Nú er endanlega Ijóst að Friðrik Sæbjömsson, vamarmaðurinn sterki, er hættur að leika með ÍBV. Hann hefur ráðið sig á sjóinn og getur því ekkert sinnt fótboltanum. Hann mun hins vegar spila tneð Smástund næsta surnar. Áðrir sem hafa yfirgefið ÍBV eru Nökkvi Sveinsson sem er líklega hættur og Jón Bragi Arnarsson sent lagði skóna á hilluna. Hvað gera markverðirnir? Knattspyrnuráð ÍBV gekk frá samningum við Leif Geir Haf- steinsson og ívar Bjarklind í síðustu viku. Nú á eftir að ganga frá samningum við þrjá leikmenn. Það eru markverðirnir Friðrik Friðriks- son og Gunnar Sigurðsson og svo Sumarliði Ámason. Allt er á huldu hvað Friðrik og Gunnar eru að spá en allar líkur eru taldar á því að Sumarliði verði áfram í herbúðum ÍBV. Kristinn til Þýskalands Kristinn Hafliðason, leikntaður ÍBV, fór í síðustu viku til Þýskalands að spila þar í 4. deild. Kristinn náði sér ekki á strik í fyrra enda enn að jafna sig eftir meiðsli sem hafa gert honum lfflð leitt undanfarin misseri. Kristinn hefur verið að byggja sig upp frá því í haust og vildi fara út til að ná í leikreynslu fyrir sumarið. Kristinn kemur aftur í tæka tíð til ÍBV til að vera nteð í slagnutn í sumar. Bjarnólfur í víking Bjamólfur Lárusson er þessa dagana staddur við æftngar hjá úrvalsdeildarliðinu Hibernian í Skotlandi. Að því loknu fer hann í viku til Bristol City á Englandi en það lið er í toppslag 2. deildar þar í landi. 2. fl. ÍBV lék tvo útileiki um st'ðustu helgi og nenntu allir að mæta að þessu sinni! ÍBV tapaði fyrst fyrir FH 30-22 og svo fyrir Vfkingi 23- 22. Sigurður Bragason skoraði samtals 18 mörk í leikjunum og Jón Þór Klemensson 7. 3. fl. ÍBV lék einnig tvo útileiki unt helgina. ÍBV tapaði fyrir Gróttu 23-21 en sigraði Hauka 19-18. Jóhann Halldórsson skoraði samtals 10 mörk en Richard Guðmundsson var markahæstur í fyrri leiknum með 8 mörk og Gottskálk Ágústs- son í þeim seinni með 7 mörk.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.