Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Síða 4
4 Fréttir Fimmtudagur22. maí 1997 Sælkeri vikunnar - Dagný Pétursdóttir Tælenskur eggjaréttur Sælkeri síðustu viku skoraði á Dagnýju Pétursdóttur (Deng) og hér tekur hún við. „Eg kann ekkert að fara eftir upp- skriftum, nota aldrei svoleiðis heldur prófa mig áfram. Þess vegna gef ég ekki mjög nákvæm mál heldur verður hver og einn að láta sinn smekk ráða ferðinni. En hér kemur mjög einfaldur réttur, svona hálfgerður hversdagsmatur sem er vin- sæll heima hjá mér. Hann heitir á tælensku: SANIL PUNKU SORIO 6egg 2-3 rauðir laukar 1/2 kg nauta- eða svínahakk engiferrót (eða pipar) sterk sojasósa smávegis sykur örlítið af 3ja kryddinu smávegis tamarind (má nota edik) matarolfa Harðsjóðið eggin, takið af þeim skurnið og djúpsteikið þau sfðan í vel heitri olíu þar til þau eru orðin fallega brún. Takið þau þá upp úr með sigti og látið bíða. Saxið laukinn og kraumið hann í matarolíu á pönnu. Bætið hakkinu, og þunnt sneiddu engifer út í. Það má nota pipar í staðinn fyrir engifer ef ein- hverjum líkar ekki engiferbragðið en það á mjög vel við þennan rétt. Bætið síðan sojasósu, 3ja kryddi, tamarind og sykri út í. Látið þetta malla á pönnunni í svona 10-15 mínúturog veltið því vel á meðan. Ef þetta verður of þykkt má bæta vatni út f til að fá meiri sósu. Setjið þetta síðan á fat, skerið eggin í báta og raðið ofan á. Skreytið með rauðri papriku og steinselju. Ef óskað er, má bæta meira grænmeti í skreyt- inguna, svo sem tómötum og agúrkum. Og með þessu á svo að bera fram Jasmín hrísgrjón. Ég ætla að skora á Svandísi Sigurð- ardóttur sem næsta sælkera. HafV er ffrír satt ... að í pólitíkinni sé margt skratað þessa dagana enda aðeins ár í bæjarstjórnarkosningar. í bænum er mikið spjallað um að næsti leiðtogi íhaldsins verði apótekarinn Hanna María. Hjá V-listanum er búist við áframhaldandi samstarfi, a.m.k. var það samþykkt á fundi hjá Alþýðubandalaginu í síðustu viku. ... að mörgum finnst bærinn ekki nógu hreinlegur þessa dagana. Ónefndur maður hafði á orði við Fréttamann að þýskir ferðamenn hefðu komið að tali við sig og dásamað náttúrufegurðina. Hins vegar fannst þeim bærinn hálf sóðalegur. Þá hafa náttúruunnendur bent á pottur væri brotinn hvað varðaði hreínsun í Herjólfsdal. Einnig má nefna að tjörnin í Herjólfsdal er hreinasti viðbjóður og varla hægt að vera með krakka þarna nærri í þessari útivistarparadís. Tjörnin hefur reyndar verið hreinsuð skömmu fyrir þjóðhátíð en það væri verðugt verkefni að gera það strax á vorin. ORÐSPOR - ORÐSPOR - Jónas var hjá sálfræðingnum sínum, fram úr hófi áhyggjufullur. „Ég er orðinn einhvers konar skeppna eða skrímsli," sagði hann. „Konan mín er svo hrædd við mig að hún þorir ekki að opna munninn á meðan ég — er nálægur og hún gerir hvað sem ég skipa henni í lotningarfullri undirgefni. Og tengdamóðir mín -- sem er búin að búa hjá okkur í níu ár -- hún fór með allt sitt hafurtask um daginn og sagðist aldrei koma inn í húsið okkar á meðan ég væri þar." Sálfræðingurinn hnyklaði brýrnar í góða stund í faglegum þönkum. „Ég hef aðeins tvær spurningar," sagði hann. „Getur hver sem er gert þetta, og hvað viltu mikið fyrir leyndarmálið?" Jónas var hjá lækninum sínum. „Sko, læknir, vinur minn, góður félagi minn, heldur að hann sé með kynsjúkdóm og hann vill vita hvort það er erfitt að lækna svoleiðis." „Það er möguleiki." „Já, sko, vinur minn vill þá fá að vita hvort það er mjög dýrt." „Almannatryggingar borga eitthvað af því, en að öðrum kosti er hægt að dreifa greiðslum. Þettatekur bara nokkra mánuði og enginn þarf að vita neitt um þetta." „Bara eitt enn," sagði Jónas, „vinur minn vill fá að vita hvort meðhöndlunin er mjög sársaukafull." „Ég veit það ekki," sagði læknirinn, „renndu vininum þínum út og leyfðu mér að skoða hann!" Mjög ánægður Dagar lita og tóna voru haldnir um hvítasunnuna aðvanda. Aðstandendur hátíðarinnar hafa fengið mikið lof fyrir vandaðan undirbúning og gott skipu- lag. Það er Listvinafélagið sem hefur haft veg og vanda af Dögum lita og tóna. Einn þeirra sem hvað mest hefur mætt á við allan undirbúning þessarar hátíðar er Eyjólfur Pálsson sem er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Eyjólfur Pálsson Fæðingardagur og ár? 20. maí 1932 Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Kvæntur Ástu Ólafsdóttur, eigum þrjú börn og þrjú afabörn, þrjá litla skæruliða. Menntun og starf? Kennarapróf frá Háskóla íslands. Framkvæmdastjóri Daga lita og tóna. Laun? Lægrienáður. Helsti galli? Af mörgu að taka, m.a. morgunsvæfur. Helsti kostur? Of margir svo að upp verði taldir í stuttu spjalli. Uppáhaidsmatur? Saltkjöt og baunir að viðbættum soðkökum. Versti matur? Agúrkur. Uppáhaldstónlist? Jazz. Hvar myndir þú vera ef þú yrðir fluga á vegg í einn dag? Ég er ekki forvitinn að eðlisfari. Uppáhalds stjórnmálamaður? Olof Palme, heitinn. Uppáhalds íþróttamaður? Enginn sérstakur. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, Vestmannaeyjadeild Rauða kross íslands og Listvinafélagi Vestmannaeyja. Hvert er eftirlætissjón- varpsefnið þitt? Fréttir og fréttatengdir þættir svo og umræðuþættir ýmiss konar. Hvaða sjónvarpsrás horfir þú mestá? Okkar sjónvarp. Uppáhaldsleikari? Alec Guinnes og Meryl Streep. Uppáhaldskvikmynd? ítalska myndin Reiðhjólaþjófurinn. Uppáhaldsbók? Islands- klukkan - Kristrún í Hamravík. Hver eru helstu áhugamál þín? Menningar- og mannúðar- mál. Hvað metur þú mest í fari annarra? Að vera ekki leiðin- legur. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Osanngirni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Gamla sveitin mín, Austur-Eyjafjöll með útsýni til Vestmannaeyja. Hvað rekur ykkur Listvini til að standa fyrir þessari uppákomu á hverju ári? Áhugi fyrir tónlist og myndlist. Ertu ánægður með útkomuna að þessu sinni? Mjög ánægður. Hvernig kemur þetta út fjárhagslega? Þurfum ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur. Hvað er þér minnisstæðast frá tónleikunum núna? Vil ekki gera upp á milli flytjenda. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð: -Jazz? Mikil tilfinning. -Akóges? Dagar lita og tóna. -Vernharður Linnet? Jazzgeggjari. Eitthvað að lokum? Nei. Stuð að eilífu! Hvítasunnuhelgin er orðin einhver skemmtilegasta helgi ársins. Hér rekur hverja uppákomuna á fætur annarri á fjörur okkar. Þar ber að sjálfsögðu hæst jasshátíð þrjú kvöld í röð þar sem fjöldi fólks mætti og var gaman að sjá hversu breiður hópur fólks það var. SJÓVE fólk reri þrátt fyrir leiðindaveður og hélt sitt ball. Á skemmtistöðunum var mikið fjör og loksins opið aðfaranótt hvíta- sunnu til þrjú en ekki lokað á miðnætti eins og áður. Svo var ýmislegt annað um helgina? elgi! um að vera eins og golfmót, fermingar, árgangsmót o.fl. o.fl. Næsta helgi er full bókuð. Á Höfðanum verða Sixties, á Lundanum eru Sunnan tveir og allt opið upp á gátt á Mánabar og tekin ný limrukeppni. Sigurlimran í síðustu keppni var svona: Mánabar er kráin mín þar erjullt affljóði. Þœr vilja upp í rúm til mín með svonaflottu Ijóði. Hvað er að gerast Hvílík h Harmoníkufónleik- at á sunnudaginn Sunnudaginn 25. maí, kl. 16 heldur finnski harmonikuleikarinn Tatu Kantumaa tónleika í Bæjar- leikhúsinu í Vestmannaeyjum. Aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir ful- lorðna og 500 fyrir 12 ára og yngri. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt, bæði íslensk og erlend lög. Tatu Kantomaa fæddist í Norður-Finnlandi 1974. Sjö ára að aldri hóf hann að læra á harmoníku hjá föður sínum. Ári síðar hjá Veikko Ahvenainen og þar næst hjá rússneska harm- onikileikaranum Viktor Kouzowlev. Ellefu ára gamall hélt hann sína fyrstu einleikstónleika. 1986 lék hann inn á sína fyrstu hljómplötu, síðan inn á tvo geisladiska og nú er framundan útgáfa á nýjum diski. Tilefni þessara tón- leika er að kynna þá tónlist sem á honum er, m.a. meistaraverk á borð við Raddir vorsins eftir J. Strauss. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kantomaa haldið tónleika víða um heim og á hann án efa eftir að skipa veglegan sess meðal færustu harm- onikuleikara heims. (Fréttatilkynning). Nýfœddir Vestmannaeyingar Stúlka Þann 10. apríl sl. eignuðust Sigrún Ágústsdót- tir og Magnús Guðmundsson stúlku sem nefnd hefur verið Kolbrún Sara. Hún vó 11 merkurog var 47 sm. Systur hennar heita Inga Hrund og Guðrún Dís. Fjölskyldan er búsett í Hull í Englandi. Stúlka Þann 8. aprfl sl. eignuðust Sólveig Sigurðardóttir og Daði Ragnarsson stúlku. Hún vó 17 merkur og var 54 sm. Systkini stúlkunnar heita Ingibjörg, Sæþór og Sara Rósalind. Fjölskyldan er búsett í Reykjavík. Linda vann Linda Hannesdóttir vann 14 tommu sjónvarp í skafmiðaleik Hróa Hattar sem Café María hefur umboð fyrir. Hverri pizzu fylgir skafmiði og datt Linda í lukkupottinn fyrir tveimur vikum en vikulega verður dregið út eitt sjónvarp fram í ágúst. Á myndinni er Linda ásamt Rannveigu Hreinsdóttur, eiganda Café María.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.