Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Side 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 22. maí 1997
Förum alltaf að vrfi
Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri KA, segist ekki naia
ástæöu til aö biðja Vestmannaeyinga afsökunar á einu eöa
neinu enda þvertekur hann fyrir aö hafa veriö aö þjófkenna
þá í nýlegu fréttabréfi fyrirtækisins sem talsvert hefur
verið til umræöu í bænum. í fréttabréfinu segir hann að
tap heföi verið á verslunum fyrirtækisins í Vestmanna-
eyjum á síðasta ári, m.a. vegna mikillar rýrnunar. Þor-
steinn segir í viðtali viö Fréttir aö rýmun sé vandamál sem
allir sem reka verslanir þurfi aö berjast viö. Þó hún hafi
veriö eitthvað meiri í Eyjum en í öörum verslunum
félagsins segi ekkert um það hvort einhverju hafi verið
stoliö eöa ekki. Eins neitar hann því að KÁ hafi þaö aö
markmiði að sölsa undir sig alla verslun í Eyjum. í því
sambandi bendir hann á aö þeir hafi selt bygg-
ingavöruverslunina Húsey þar sem hún var ekki á því sviði
sem þeir ætia aö einbejta sér að, dagvöruverslun. í
viðtalinu kemur fram að KÁ hafi tekist það ætlunarverk sitt
að bjóöa sama vöruverð í öllum verslunum. Þaö hafi komið
Vestmannaeyingum til góöa
Koma KÁ til Eyja, liður
í ákveðinni þróun
Þorsteinn segir að það hafi í sjálfu sér
verið liður í ákveðinni þróun þegar
KÁ nam land í Vestmannaeyjum og
það hafi frekar verið stigsmunur en
eðlismunur að merki Kaupfélags
Vestmannaeyja vék fyrir KÁ
merkinu. Kaupfélag Vestmannaeyja
hafi, eins og svo margar aðrar
verslanir á landsbyggðinni, orðið
undir í vaxandi samkeppni. I staðinn
fyrir að fara í gjaldþrot hafi
forráðamenn Kaupfélagsins hér leitað
eftir samstarfi við KÁ. Fullyrðir hann
að það hafi ekki verið slæmur kostur
fyrir Eyjamenn, hvað sem hver segir.
„Kaupfélag hafði verið í Vest-
mannaeyjum í marga áratugi áður en
KÁ kom til sögunnar. Um svipað leyti
rann Kaupfélag Vestur Skaftfellinga
saman við KÁ. í framhaldi af því
vöknuðu m.a. spumingar um hvað
félagið ætti að heita. Meðal annars
kom upp sú hugmynd að félagið yrði
nefnt Kaupfélag Suðurlands en KÁ
varð ofan á. Það sama gerðist þegar
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og
Meitillinn í Þorlákshöfn sameinuðust.
í báðum tilfellum varð að vera eitt
nafn á félögunum og oftast er það
nafn stærra félagsins sem verður ofan
á. KÁ var orðið þekkt nafn og því
eðliiegt að það yrði notað,“ sagði
Þorsteinn.
Úr sömu fjölskyldunni
Hann vill líka benda á að bæði KÁ og
KV hafi tilheyrt sömu fjölskyldunni,
Sambandinu sem öll kaupfélög í
landinu voru aðilar að. ,Þ>egar ég kom
að þessum rekstri fyrir tveimur árum
leit ég svo á að Vestmannaeyingar
hefðu komið til lands og við til Eyja. í
KÁ eru 4700 félagar og þar af eru 500
í Vestmannaeyjum sem sýnir að
Eyjamenn eru ekki áhrifalausir innan
félagsins."
Rekstur KÁ hafði átt undir högg að
sækja þegar Þorsteinn kom að
félaginu árið 1995. Um leið var mikil
gerjun í öllum verslunarrekstri í
landinu og stefndi þróunin öll í eina
átt, einingum fækkaði um leið og þær
stækkuðu. KÁ, eins og öll stærstu
kaupfélögin, var með mjög víðtækan
rekstur en því vildi Þorsteinn breyta.
„Þegar ég byrjaði var strax ákveðið að
KÁ einbeitti sér dagvöruverslun,
ferðaþjónustusviði og búrekstrarsviði.
Þessar þrjár greinar eru allar af sama
meiði, byggjast á að selja vöru og
þjónustu beint til viðskiptavinanna. Á
lægra vöruverði.
þessu ári er áætlað að veltan verði 4
milljarðar og skiptist þannig: Þrír
milljarðar frá dagvöruversluninni, 600
milljónir á ferðaþjónustusviðinu og
búrekstrarsviðið á að velta 400
milljónum króna.“
Fljótlega eftir að Þorsteinn kom til
KA bættust við verslanir á Hvolsvelli
og Hellu og Tanginn í Vestmanna-
eyjum sem Eyjakaup rak þá. „Þegar
okkur bauðst að taka Tangann á leigu
var eðlilegt að við tækjum því boði
því það var eðlilegt framhald af því
sem við vorum að gera. Þessar
aðgerðir hafa skilað sér í aukinni
veltu. Árið 1994 var veltan í
dagvöruverslun hjá KÁ 1200 milljónir
en á þessu ári gerum við ráð fyrir 3
milljarða veltu eins og ég sagði áðan
sem er rúmlega tvöföldun á þremur
ámm. Þetta hefur síðan skilað sér í því
að við erum betur í stakk búin til að
bæta kjör okkar hjá birgjum.“
Breytingum lokið
Um leið og KÁ hefur aukið umsvif í
dagvöruverslun hefur allt verið selt
sem ekki féll að rekstrinum og í dag
hefur félagið selt einingar sem veltu
milli 600 og 700 milljónum. „Við
teljum að þessum breytingum hafi
ekki lokið fyrr en í lok síðasta árs. Þá
hafa verið stofnuð hlutafélög um
rekstur trésmiðju og vélsmiðju."
Þegar KÁ er borið saman við stærstu
verslunarkeðjur landsins sést að
félagið er í hópi þeirra stærstu. „Við
erum með verslanir um allt Suðurland
en við erum vfðar. Við höfum styrkt
stöðu okkar með því að kaupa 50%
hlut í 11 - 11 búðunum í Reykjavík.
Þá erum við aðilar að Innkaupa-
fyrirtækinu Búr ásamt Olíufélaginu
hf. og Nóatúnsbúðunum. Velta Búrs
er 2,5 milljarðar króna og er það
annað stærsta innkaupafyrirtæki
landsins á eftir Baug sem Hagkaup og
Bónus eiga og reka. KÁ er í dag fjórði
stærsti matvörusali landsins. Aðeins
Hagkaup, Bónus og Nóatún eru stærri
en við. Einnig erum við sterkir í ferða-
þjónustu. KA rekur sex bensínskála á
Suðurlandi ásamt veitingasölu. Sölu-
skálinn í Goðahrauni er einn
hlekkurinn í þeirri keðju,“ sagði
Þorsteinn.
Góðar við-
tökur í Eyjum
Ekki segist Þorsteinn geta kvartað yfir
þeim viðtökum sem KÁ hefur fengið
í Vestmannaeyjum. „Eyjamenn hafa
Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri KÁ: Eyjamenn hafa tekið okkur vel. Þeir vilja sa
sjálfstæði en þeir gera sér grein fyrir hagkvæmni þess að vera hlekkur í stærri keðju.
tekið okkur vel. Þeir vilja samt halda
sínum sérkennum og sjálfstæði en þeir
gera sér grein fyrir hagkvæmni þess
að vera hlekkur í stærri keðju. Málið
er að menn eru alls staðar að stækka
einingamar, í sjávarútvegi, land-
búnaði, iðnaði og verslun til að
standast samkeppnina. Við teljum að
okkur hafi tekist það og Vest-
mannaeyingar finna það í vöruverðinu
sem er svipað hér og Reykjavík.“
Þorsteinn segir fáránlegt að ætla að
halda því fram að í Félags-Fréttum
KÁ hafi hann verið að þjófkenna
Eyjamenn eða starfsfólk KA í Eyjum.
„Þar sagði ég að verslanir í
Vestmannaeyjum hafi verið reknar
með talsverðu tapi á síðasta ári, meðal
annars vegna mikillar rýmunar.
Einnig sagði ég að samkeppni á
matvörumarkaði hefði verið mjög
hörð. Okkur hefur tekist að snúa vöm
í sókn í Vestmannaeyjum með því að
laga til í rekstrinum en samkeppnin
verður áfram sú sama í greininni."
Rýrnun þekkt
vandamál
Rýmun x verslun er vandamál sem
allir kaupmenn þuifa að berjast við og
segir Þorsteinn að eðlileg rýmun sé
talin vera á bilinu eitt til eitt og hálft
prósent. „Ástæður fyrir rýrnun eru
einkum þrjár; vörur skemmast. þær
skila sér ekki frá birgjum og svo er
það þjófnaður. í þessum tveimur
verslunum í Eyjum var rýmunin
heldur meiri, en hvers vegna höfum
við ekki hugmynd um. Venjulega hafa
menn ekki hugmynd urn hvað gerist
og kalla þetta rýmun. En það voru
fleiri þættir en rýmunin sem þurfti að
taka á og það var gert. En það hefur
aldrei komið upp á borðið að
Vestmannaeyingar séu þjófar og við
höfum yfirleitt verið heppnir með
starfsfólk í Eyjum.“
Ýktar sögur af
uppsögnum
Sögusagnir um stórfelldar uppsagnir
hjá KÁ em líka stórlega ýktar að sögn
Þorsteins. „Við höfum gengið í gegn-
um miklar breytingar á undanförnum
tveinxur ámm. Það á við allan
reksturinn. Nú erum við m.a. að taka
inn nýjar tölvur og taka upp ný
vinnubrögð. Við þetta fækkar störfum
um sjö, þar af tvö í Vestmannaeyjum.
Hver er Þorsfeinn Pálsson?
Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri KÁ, er 43 ára,
kvæntur og flmm barna faðir. Hann er fæddur og
uppalinn í Reykjavík og bjó þar til fyrir tveimur árum
að hann fluttist á Selfoss.
Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskólanum og
starfaði þar á eftir hjá Flugleiðum í fjögur ár. Þar á eftir
hóf hann störf hjá Hagkaup og vann þar ýmis stöif f 14 ár,
síðast sem framkvæmdastjóri. Þá tóku við stöif hjá
tölvufyiiitæki áður en hann réðst til KÁ.
Helstu áhugamál eru þjóðmálin, útivera og íþróttir,
sérstaklega þó stangaveiði sem honum þykir á-nægjuleg.
ekki síst vegna úti vemnnar.
Þorsteinn kemur vel fyrir og eins og algengt er um
stjómendur sem náð hafa árangii þá virðist hann ekki taka
sjálfan sig of alvaiiega. Að sumu leyti minnir hann á
farsælan skipstjóra, talar hreint út án þess að mæla illt til
nokkurs rnanns. Hann er leiðtogi, sem blaðamanni, senx
er Eyjamaður, finnst eiginlega of góður fyrir Selfyssinga.