Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Qupperneq 16
16 Fréttir Fimmtudagur 22. maí 1997 Dagar lita og tóna: Þelr bestu til þessa Aö vanda voru dagar lita og tóna haldnir hér um hvíta- sunnuna. Þetta var í 6. sinn sem þessi listahátíð er haldin og hún festir sig æ betur í sessi með hverju árinu sem líöur. Auk þess sem framlag heimamanna er talsvert, kemur lunginn úr bestu hljóðfæraleikurum á íslandi hingaö, sumir hafa verið með allt frá upphafi. Vestmannaeyingar eru þekktir fyrir að skipuleggja vel hátíöir og stórmót, svo sem þjóðhátíðir, fótbolta- mót og golfmót. Og þegar um tónlistaruppákomur er aö ræða, á borð viö Daga lita og tóna, þá er skipu- lagningin ekki síðri þar. pað var samdóma álit þeirra tónlistarmanna sem Fréttir ræddu við að allt skipulag hefði verið frábært og þeim Listvinafélagsmönnum til mikils sóma. Dagar lita og tóna hófust á föstu- dagskvöld með opnun ntálverka- sýningar Kristjáns Jónssonar. Þá léku Léttsveit Tónlistarskólans og Vinir Óla. Einnig kontu fram tónlistar- mennirnir Guðjón Pálsson. Huginn Sveinbjörnsson, Haukur Ágústsson. Michelle Gaskell, Þorbjörg Olafsdóttir og íris Guðmundsdóttir. En aðaljazzdagamir voru á laugardag og hvítasunnudag. Þá voru tónleikar sem hófust kl. níu að kvöldi og stóðu fram á nótt. Þær sveitir sem komu fram voru auk heimamanna í Létt- sveitinni og Vinum Óla, Kvartett Gunnars Gunnarssonar. Swingbandið sent er skipað nemendum Reynis Sigurðssonar, vibrafónleikara, Kvart- ett Ómars Axelssonar, Tríó Þóru Þórisdóttur, Hljómsveit Guðjóns Pálssonar, Kunningjar Grönwalds og Tríó Tinu Palmer. Þá söng Vest- mannaeyingurinn íris Guðmundsdóttir við undirleik Ama Elfars. Kvartett Gunnars Gunnarssonar píanóleikara er auk hans skipaður þeim Sigurði Flosasyni á saxófón, Tómasi R. Einarssyni á bassa og Pétri Grétarssyni trommuleikara. Það má kannski segja að þarna sé á ferð landsliðið í jazzleik og hafi einhverjir verið öðrum fremri þá voru það þeir. Þá kom Swingbandið, sem er skipað fimm ungum tónlistarmönnum, mjög á óvart og greinilegt að þar er Reynir Sig. að gera góða hluti. En undirrituðum fannst hlutur kven- fólksins í tónlistinni bera af. íris Guðmundsdóttir hefur aldrei sungið betur og er að komast í heimsklassa. Ekki skemmir sá frábæri undirleikari Árnir Elfar fyrir. Þá var Tríó Þóru Þórisdóttur mjög gott. Þóra beitir röddinni skemmtilega og hafði sér til fulltingis ekki lakari menn en Gunnar Gunnarsson á píanó og Tómas R. á bassa. En albesta atriðið fannst undir- rituðum Tríó Tinu Palmer. Tina er dönsk en het'ur dvalið hér á landi í Hlutur kvenfólksins í tónlistinni bar af aö mati greinar- höfundar. Tina og Þóra Gréta voru meðal þeirra kvenna sem fram komu á hátíðinni. Jazztónleikar Daga lita og tóna voru vel sóttir. Var Akógeshúsið þéttsetið báða dagana. rúmt ár. Með henni léku Hilmar Jensson á gítar og Pétur Grétarsson á trommur. Nú kynnu menn að ætla að slík hljóðfæraskipan hentaði ekki fyrir jazz en því fór fjarri. Þetta var frábært frá fyrstu til síðustu mínútu, talsvert öðruvísi en maður hefur vanist, ný- stárlegt og umfram allt stórskemmti- legt. Fyrrum voru skemmtikraftar ýmiss konar við konungshirðir til að konta tignu fólki í gott skap. Þar fóru fremstir svokallaðir, jesters” á enska tungu og vom ranglega nefndir hirðfífl á íslensku. Þeirra starf var að létta lund kóngafólks með skemmtileg- heitum, söng og tónlist. Og flutningur þeirra þriggja var virkilega í ætt við það sem undirritaður hefur gert sér í hugarlund um flutning .jestera." Þau höfðu greinilega gaman af því sem þau voru að gera, voru að skemmta fólki og tókst það heldur betur. Fullt hús var bæði kvöldin í Akógeshúsinu þar sem Dagar lita og tóna hafa verið haldnir frá upphafi og undirtektir áheyrenda bám því vitni að þeir vom ánægðir. Kynnir var „Vest- mannaeyingurinn" Vemharður Linn- et sem er fróðastur íslendinga um jazztónlist, næst á eftir Jóni Múla. Skilaði hann sínu hlutverki vel að vanda. Á sama hátt og sjóstangveiðimót og Flugleiðamót í golft eru orðnir fastir punktar í tilverunni á hvítasunnu í Eyjum, þá eru Dagar lita og tóna orðnir það Ifka. Það væri einhvern veginn erfitt að hugsa sér hvítasunnu án þeirra. S.J. Guðjón Pálsson var að sjálfsögðu niættur og er hann greinilega í toppformi. Eyjamönnum hefur bæst góður liðsstyrkur í Erlendi Jónssyni sem er liðtækur jazzleikari. Vernharður Linnet: •• Nils Henning Orsted Petersen ó næstu hátíð Vernharður Linnet, kynnir á tón- lcikunum. hefur verið viðloðandi þessa hátíð frá upphafi. „Eg hef verið með í fimm skipti af sex,” sagði Vernharður. „Eitt árið var ég staddur úti á Guernsey og dauðsá eftir því. Sem gamall Eyjapeyi hef ég reynt að vera þeim Listvinum innanhandar. Svo má nú ekki gleyma því að afi minn var danskur fógeti og ég hef reynt að læða dönskum áhrifum inn. I fyrra kom Anne Farholt með sína sveit og núna Tina Palmer. Og á næsta ári em allar líkur á því að sjálfur Nils Henning Örsted Petersen, bassaleikati mæti. Ég hringdi í hann á laugar- daginn og sagði honum Itvað morg- unverðurinn væri frábær hjá Else læknisfrú. Ég held að það haft gert útslagið með að hann sagðist mæta á næsta ári.” sagði Vernharður. En hvaða atriði þótti kynninum skemmtilegast? „Það er Hljómsveit Guðjóns Pálssonar og sá sem hefur kornið mér mest á óvart er sá gamalreyndi Bjöm R. Einarsson.” Vernharður ásamt Hugin Sveinbjörnssyni, saxófónleikara sem verið hefur með frá upphafi Daga lita og tóna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.