Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Síða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Síða 17
Fimmtudagur 30. október 1997 Fréttir 17 Forynjur í fortíð og nútíð Sú sögn er til um Vest- mannaeyjar, að tröll hafi átt að kasta þeim út á sjó þar sem þær eru. Segir sagan að tröll þetta hafi verið statt einhvers staðar á Hellisheiði þá er það kastaði Eyjunum á þann stað sem þær eru nú. Hins vegar segir ekki af því hvað henni gekk til né hvað hafi valdið þessari hennar löngun. Ekki er mér kunnugt í þjóðsögum urn neitt sambærilegt grjótkast, en víst má telja að tröllinu hafi tekist einkar vel lending bjarganna, ef undan er skilinn sá áhittingur að lenda nákvæmlega á virku eldsumbrotasvæði. í Egilssögu segir hins vegar af grjótkasti sem hefur kannski nokkra vísan í söguna af tröllinu sem skapaði Vestmannaeyjar. Þar segir frá því þegar Skalla-Grímur Kveldúlfsson kastar á eftir Þorgerði steini einum miklum, er hún lagðist til sunds á Brákarsund á flótta undan honum: „Kastaði hann steini miklum og setti milli herða henni og kom hvártgi upp síðan,“ eins og segir í sögunni. Kannski eru þessar sögur dæmi urn horfna hugmyndafræði, eða skopskyn þjóðarinnar fyrr á tímum. Myndrænar eru þær í öllu falli og vísa jafnt til lifandi hugmyndaheims, þar sem náttúrufyrirbrigði er reynt að skýra í krafti þjóðsagnahefðar og hins að hún lýsir kannski ákveðnum vanmætti fólks, þegar það stendur frammi fyrir einhverju sem það þekkir ekki og er því framandi. Samt einhverra hluta vegna finnst mér vanta niðurlagið á tröllasöguna. Þess vegna hef ég ákveðið að bama hana héma. Hjá mér er framhald sögunnar svona: Þegar björgin lentu á sjónum urðu öldumar til og em enn að velkjast um allan sjó og móta land. Þar tvinnast saman land og haf sem verið hafa hlutskipti þjóðarinnar alla tíð. Misjafnlega gjöfult, en alltaf fim mikil fyrir augað og ímyndunaraflið. Nú er lfklega ekki lengur til staðar að menn trúi sögninni um tröllið í þeirri mynd sem þjóðsagan segir okkur. Nú er tamara mönnum að trúa frekar annars konar tröllum og magnaðri. Nefnilega hagvexti, arðsemi og standard; þeim ágætu forynjum. Westpenoe (Eg gluggaði í nokkrar bækur til að forvitnast um hvort ekki væru til einhverjar gamlar sögur og sagnir frá Vestmannaeyjum og hvort þær væm á einhvem veg tengdar Vestmanna- eyingum og Eyjabyggð sérstaklega. Við fljótlega skoðun var ekki svo að sjá. Þær em mjög svo svipaðar öðmm sögum og sögnum af fastalandinu.) Frá upphafi hafa eyjamar borið nafnið Vestmannaeyjar, þó ýmis önnur nöfn hafi verið uppi af útlendingum. í mesta lagi notuðu embættismenn nafnið Westpenoe, en það náði aldrei að festast í munni manna. Sagan af tilurð nafnsins mun öllum kunn af frásögn Landnáma- bókar um þá írsku þræla Hjörleifs er flýðu hingað, en náðust svo og vom drepnir, og heitir síðan Vestmanna- eyjar. Sagan af Hjörleifi og þrælunum er hins vegar nokkuð fomeskjublandin og með ævintýrablæ. Hins vegar verður ekkert sagt hér um sann- leiksgildi hennar, enda má það einu gilda. Um trúverðugleikann þarf heldur ekki að fást, því að „sérhver má trúa því sem honum þykir trúlegt, eða hafna, og verður sumt jafnan nokkuð álitamál", eins og sagt hefur verið um sagnaarf íslendinga. Þannig er hverjum manni gefmn frjáls aðgangur og þanki og hefur mönnum kannski aldrei verið fengið sambærilegt frelsi. Og einmitt með slíku frelsi var kannski hægt að þreyja langa vetur og misjöfn veður í ellefuhundmð ár. Nú aftur á móti tala menn um frelsi hagkerfisins, arðseminnar og standardsins. Því er kannski von að spurt sé hvort þessi frelsishugtök komi til með að vera það skjól sem sagnahefðin veitti fyrr á öldum. Ég er ekki viss um að Hagtölur mánaðarins, skattskýrslan og auglýsingabæklingar af ýmsu tagi komi til með að verða sú lesning sem gæti orðið svipað athvarf; ogþó. Sagncthefðin Hitt má þó Ijóst vera að enn em sagðar sögur sem eiga sér rætur í sagna- hefðinni, þó í rafmagnsbirtu sé og flöktandi skini sjónvarpsins. Heldur fer þeim þó fækkandi sem geta sagt góða sögu. Þó em Vestmannaeyingar í hugum landsmanna vel þekktir fyrir það að segja góða sögu. Þegar sú frétt birtist í blöðum nú á haustdögum að undarlega hvelju, loðna og miður geðslega hafi rekið á land á Ströndum datt mér í huga að skoða hvort einhverjar sagnir væm til af slíkum skepnum við Vest- mannaeyjar. Það kom í ljós að til em sagnir af einhverjum hveljum sam- bærilegum, þó með haus og hala. Var ekki ótítt að undrafiskar og sjóskrímsl gengju á land í Vestmannaeyjum, Heimaey eða úteyjum. í annálum Bjöms Jónssonar á Skarðsá er sagt frá því, að árið 1635 hafi komið á land undrafiskar margir. Frásögn Bjöms er á þessa leið. „Þetta ár komu á land í Vestmannaeyjum fiskar sem engir höfðu fyrr slíkir sézt, nær hundrað að tölu, vom með tveimur höfðum og emjuðu upp og ýldu með aumlegum hljóðum. Væri til þeirra jámum lagt eða höggvið beit ekki á, fóm í sjó aftur.“ „Síðsumar eitt bar það við í Elliðaey, að lundamenn vöknuðu nótt eina við mikinn hávaða úti fyrir bólinu. Heyrðu þeir undirgang mikinn og hávaða, ekki ólíkan því, að skrjáfaði í skeljum og fór þetta vestur yfir eyna og dó út. Töldu menn víst, að sjóskrímsli hefði verið þama á ferðinni, en enginn þorði að líta út. Veður var hið versta, austanrok með rigningu." Önnur saga er og, þar sem ekki fer nein útlitslýsing fyrirbæris sem í fjöm átti að hafa sést, en afleiðingar hinar skelfilegustu fyrir þann er í óvættinni lenti. Sagan er á þessa leið „Einhverju sinni fór bóndi af einhverjum bænum fyrir ofan Hraun fyrir dag á reka suður eftir eins og venja var. Hann kom ekki heim aftur um daginn, og var þá farið að leita hans. Fannst hann meðvitundarlaus og mállaus, liggjandi fyrir ofan Klaufarskálina. Dó hann skömmu síðar og fékk ekki málið fyrir andlátið nema hvað menn þóttust heyra, að hann segði, þegar reynt var að spyrja hann þess, hvernig hann hefði orðið svo á sig kominn: „Það em ekki allt selir, sem sýnist.“ Frjáls túlkun Hvemig menn vilja túlka þessar sögur er hverjum frjálst. Hins vegar er trúlegt að þær verði léttvægar fundnar, ef tillit er tekið til sannleiksástarinnar. Samt eru menn í nokkrum vanda staddir þegar menn standa frami fyrir Strandahveljunni sem að framan er getið. Það var nóg og mikill viðburður að ástæða þótti til að gera út fréttamenn að skoða og skilgreina hræið með fæmstu náttúrufræðingum landsins. Er nú skarð fyrir skildi að Þórbergs Þórðarsonar nýtur ekki við, því hann var mikill áhugamaður um hvers kyns skrímsl og hélt úti skrímslafræð- ingum til að upplýsa sig um gang mála af þeim skepnum. I framhaldi af frásögninni af bóndanum sem fór að leita reka má segja frá því sem sagt er urn selveiðar við Eyjar í bókinni, Ömefni í Vestmannaeyjum eftir Þorkel Jóhannesson. Þarsegir: „Selveiði er hér lítil, þar vikum eður látrum hagar ekki so til í flestum stöðum með sjávarsíðunni, að nótum verði fyrir komið. Þó hefur hér nokkuð lítið veitt verið innan hafnar, þá sjaldan er það hefur brúkað verið. A skerjum við úteyjar sjást hræðilega stórar skepnur og þeirra höfuð mjög lfkt hestshöfði, og grenja mjög ámátlega, þá sjaldan þeir gefa hljóð af sér, og gefa sig ekki neitt, þó rnenn rói hjá þeim, eður banki og kalli, heldur liggja grafkyrrir. En af soddan selum er mjög fátt. Á meðal þessara er Brandselurinn. Hann er svo kallaður, því hann er við þá ey Brandinn. Enginn hestur er so digur eður höfuðstór sem hann, segja menn, en sést þó ekki í hvert sinn sem þangað er farið.“ Það má sjá á þessari frásögn að nægar ástæður eru til þess að ímyndunaraflið fái byr undir báða vængi. Mönnum er tamt að smíða sér grýlur úr því sem það þekkir ekki. Þannig nærist óttinn á sálinni og sögur verða til að létta eða þyngja mönnum lund eftir atvikum. Ég sagði hér að framan að kannski væru hugmyndir manna ekkert ólfkar því sem áður var um hið óþekkta. Hagtölur mánaðarins, skattskýrslur og auglýsingabæklingar eru í hugum margra lítt árennileg. Langir talnadálkar í hagtölum vekja mönnum ugg og skattskýrslan hefur löngum valdið óttablandinni tilfinningu þeirra sem stunda skattsvik, að ekki sé talað um auglýsingabæklinga frjálsrar samkeppni sem detta inn um bréfalúgur landsmanna daglega og skelfa fólk á yfirdráttum. Ennþá gengið á reka Ennþá ganga menn til reka, en nú í kauphöllum og selveiðar stunda menn nú í stórmörkuðum að veðja á besta tilboðið; að ekki sé talað um sjómenn sem hrekjast um ballarhaf undan kvótaforynjum og sægreifum sem er nýyrði í skrímslasögunni. Þannig eltir sagan þjóð sína og lætur ekki í friði. Er þá óhætt að segja að allir hafí ærinn staifa og sitthvað að iðja á löngum vetrurn og björtum sumamóttum. Þjóðsagan gengur aftur í orðsins fyllstu merkingu og meðan svo er þurfa menn ekki að óttast næstu ellefuhundruð árin. Hver forynjan verður þá skal hins vegar ekki spáð í hér. Benedikt Gestsson. Heimildir: 1. Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Safnað hefur Jóhann Gunnar Ólafsson (1966) 2. Ömefni í Vestmannaeyjum eftir Þorkel Jóhannesson (1938)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.