Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Page 18
18 Fréttir Fimmtudagur 30. október 1997 Landakirkja Fimmtudagur 30.11. Kl. 11:00 Kyrrðarstund á Hraun- búðum Kl. 17:00TTT fundur Kl. 20:30 Öldungadeild KFUM- &K Sunnudagur 2.11. Kl. 11:00 Sunnudagaskólinn Kl. 14:00 Almenn guðsþjónusta -Barnasamvera meðan á prédik- un stendur. - Messukaffi Kl.15:15 Almenn guðsþjónusta á Hraunbúðum Kl. 20:30 KFUM & K Landa- kirkju - unglingafundur Mánudagur 3.11. Kl. 20:00 Saumafundur Kvénfé- lags Landakirkju Kl. 20:30 Bænasamvera og Biblíulestur (KFUM & K-húsinu. Þriðjudagur4.11. Kl. 16:00 Kirkjuprakkarar (7-9 ára) Kl. 20:00 Fullorðinsfræðslan I KFUM & K-húsinu Miðvikudagur 5.11. Kl. 10:00 Mömmumorgunn Kl. 12:10 Kyrrðarstund í hádegi Kl.15:30 Fermingartímar - Barnaskólinn Kl.16:30 Fermingartímar - Ham- arsskóli Kl.20:00 KFUM & K-húsið opið unglingum Fimmtudagur 6.11. Kl. 17:00 T.T.T. (10-12 ára) Kl.20:30 Öldungadeild KFUM & K fundar [ húsi félaganna. Hvítasunnu- KIRKJAN Þriðjudagur Kl. 17:00 fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur (Stein- grimur A Jónsson) Föstudagur Kl. 17:00 Krakkakírkja Kl. 20:30 Unglingasamkoma, með gleði og fögnuði. Laugardagur 20.30 Brotning brauðsins Sunnudagur 15:00 Vakningasamkoma - Vitnisburðir - Lofgjörð -Prédikun Fjölbreyttur söngur og lifandi orð. Hjartanlega velkornin! Aðventkirkjan Laugardagur1.11.. Kl. 10.00 Biblíurannsókn Kl. 11:00Guðjþjónusta Gestur helgarinnar er Derek Beardsell Allir velkomnir. Baháí sam- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20:30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni Biblían talar Sími 481-1585 Vestmannaeyjameistaramótið í sundi 1997: Ólafur og Eva Lind sund- kóngur og sunddrottning Vetmannaeyjameistaramótið í sundi var haldið um síðustu helgi. Sigurvegarar voru Olafur Jónsson og Eva Lind Ingadóttir sem eru sundkóngur og sunddrottning Vest- mannaeyja árið 1997. Mótið fór fram fimmtudag, föstu- dag og laugardag og var keppt í 19 greinum. Er þetta í annað skiptið sem mótið fer fram á þremur dögunt. Ástæðan fyrir því er að þá geta krakkarnir keppt í fleiri greinum en áður. Kynslóðaskipti hafa átt sér stað hjá Sundfélagi IBV undanfarið og eru yngri krakkar að taka við af þeim eldri. Árangurinn á mótinu vargóður og voru bæði yngri og eldri krakkar að bæta tíma sína. Smári Harðarson, þjálfari Sundfél- agsins, segir að að rnikil efni séu á ferðinni nteð yngri krakkanna. „Vonandi halda þau áfram að æfa og þá eigum við eftir að sjá frekari afrek hjá þeim.sagði Smári. Æfingatímar eru nú á þægilegri tíma fyrir krakkana og nú eru krakkamir búnir fyrir kvöldmat en áður voru æfingar til klukkan tíu á kvöldin. „Þá eru við orðnir tveir sem sjáum um þjálfunina, annar sér um eldri krakkana og hinn um þá eldri. Ég vil nota tækifærið og óska Ólafi og Evu Lind til hamingju með árangurinn. Um leið vil ég hvetja fleiri krakka til að mæta og sjá hvort sundið hentar þeim. Æfingar eru klukkan fjögur á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Keppendur ásamt þjálfurunum Guðnýju Jensdóttur og Smára Harðarsyni. Á myndinni til hliðar eru Olafur og Eva Lind með verlaun sín. Þrír Eyjmenn á vaxtarræktarmótið Islandsmótið í vaxtarækt verður í Loftkastalanum í Reykjavík laug- ardaginn 22. nóvember. Eftir því sem næst verður komist taka tveir eða þrír Eyjamenn þátt í keppninni að þessu sinni. Þeir eru Smári Kristinn Harðarson sem er að keppa í þriðja sinn, Kristján Sigurðsson en þetta er frumraun hans og Hermann Haraldsson. Hermann er gamalreyndur í vaxtarræktinni en hann hann var ekki endanlega búinn að taka ákvörðun þegar síðast fréttist. Smári ætlar að mæta öflugur til leiks enda reynslunni rikari. Hann ætlar að nýta reynsluna úr fyrri keppnum. Einnig ætlar hann að styðja við bakið á Kristjáni enda segir hann að fyrsta skiptið sé alltaf erfitt. Smári varð þriðji í fyrra en hann er ákveðinn að gera betur næst. „En það eru engir titlar gefins í þessari keppni og ég fæ þá ekki á silfurfati frekar en aðrir,“ sagði Smári. Fréttatilkynning: Áhugamenn og hags- munaaðilar í ferðamáium Mánudaginn 4. nóvember verður haldinn kaffifundur í Rannsóknasetri Vestmannaeyja, þriðju hæð klukkan 20.00 Ætlunin er að skiptast á skoðunum um hin ýmsu mál er varða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og markaðssetningu hennar. Ætlunin er að halda slíkan fund fyrsta mánudag hvers mánaðar fram á vor. Allir eru velkomnir, kaffi á könnunni. Páll Marvin Jónsson,framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Vestmannaeyja. Ásmundur Friðriksson: Að gefnu tilefni Eins og áhugafólki um íþróttir er kunnugt, var leik ÍBV og KA, sem fram átti að fara sl. föstudagskvöld, frestað til kl. 13 á laugardag þar sem dómarar leiksins komust ekki til Eyja. Sl. laugardag háttaði þannig til að fram fóru tvær jarðarfarir frá Landakirkju. Sú fyrri kl. 11 um morguninn og hin seinni kl. 14. Það hefur verið viðtekin venja hér í Eyjum að stæiri íþróttaviðburðir, svo sem kappleikir í úrvalsdeild knatt- spymu og handknattleiks, séu ekki háðir á þeirn tíma sem kirkjulegar athafnir fara fram. Þegar undirrituðum, ásamt hand- knattleiksráði, varð kunnugt um það sl. föstudagskvöld að leikur ÍBV og KA hefði verið settur á kl. 13 á laugardag, höfðum við samband við starfsmann HSÍ vegna þessa og tjáðum honum þær venjur sem hér væru í gildi. Fórum við fram á að leikurinn færi fram kl. 16 að loknum útförunum. Við þessum óskum var ekki unnt að verða. Hörmum við það. biðjum hlutaðeigandi velvirð- ingar og vonurn að slíkt gerist ekki aftur. F.h. IBV Ásmundur Friðriksson, formaður. Nú er komið að skemmtun ársins ÁTVR. Kvenfélagið Heimaey og Vestmannaeyingafélagið á Suðumesj- um hafa ákveðið að hóa saman öllu sínu liði til haustfagnaðar. Hug- myndin er að hleypa nýju fjöri í lundaballið en þá bregður svo við að lundinn lætur ekki plata sig í háfinn. Því verða aðrar kjöttegundir að duga þetta árið. Við sjáum svo um alit hitt. Haustfagnaðurinn verður haldinn í Gullhömrum. Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg í Reykjavík föstu- daginn 7. nóvember og hefst kl. 19.30 stundvíslega. Miðaverð er 3500 krónur og forsala verður í Iðnaðar- mannahúsinu mánudaginn 3. nóv- emberkl. 16.00 til 19.00 og fimmtu- daginn 6. nóvember frá 17.00 til 19.00. Seldir verða 300 miðar á mat- inn og því eins gott að tryggja sér miða. Gómsætur matur verður á borðum, Guðjón Hjörleifsson bæjar- stjóri flytur hátíðarræðu, fjöldasöngur og fleira. Hljómsveitin Flauel og Berglind Björk leika fyrir dansi. Árlegt bjórkvöld ÁTVR verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember. Að þessu sinni verður það á írlandi, áður Amma Lú. Mæting er kl. 22.00. Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.