Kópavogur - 21.11.2014, Qupperneq 2
2 21. Nóvember 2014
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar:
Reikna með afgangi
Gert er ráð fyrir ríflega 100 milljóna króna afgangi af rekstri A-hluta bæjarsjóðs
Kópavogs, samkvæmt fjárhagsá-
ætlun sem lögð var fyrir bæjarstjórn
á dögunum. Reiknað er með 357
milljóna króna afgangi af samstæðu
Kópavogsbæjar á næsta ári.
Gert er ráð fyrir að skatttekjur
nemi 19,5 milljörðum króna. Sam-
kvæmt áætlun þessa árs er reiknað
með 17,8 milljörðum króna í skatt-
tekjur og aukast þær því milli ára.
Í A-hluta kópavogsbæjar eru meðal
annars útgjöld vegna fræðslumála, fé-
lagsþjónustu, menningarmála, hrein-
lætismála, skipulags- og byggingar-
mála og æskulýðs- og íþróttamál. Í
B-hlutanum eru til dæmis Tónlist-
arhús, Hafnarsjóður, vatnsveita og
fráveitumál.
Í áætluninni kemur fram að A-
hluti bæjarsjóðs verður rekinn með
106 milljón króna rekstrarafgangi á
næsta ári. Sé skoðuð niðurstaða sam-
stæðu Kópavogsbæjar þá verður hún
rekin með 357 milljón króna rekstr-
arafgangi á næsta ári samkvæmt fjár-
hagsáætluninni.
Stærsti útgjaldaliðurinn er fræðslu-
mál, en alls er gert ráð fyrir 12,5 millj-
örðum þar sem tæpir átta milljarðar
eru fólgnir í launakostnaði. Gert er
ráð fyrir að fjórum milljörðum króna
verði varið til æskulýðs- og íþrótta-
mála, en um 3,3 milljörðum til félags-
þjónustu, svo stærstu útgjaldaliðir
séu nefndir.
Haft er eftir Ármanni Kr. Ólafs-
syni, bæjarstjóra, í fréttatilkynningu
frá bænum, að áætlunin sýni sterka
stöðu Kópavogs og skattar lækki.
Almennar gjaldskrárhækkanir séu
tvö prósent milli ára, sem sé undir
3,4 prósenta verðbólguspá næsta árs.
Hann segir einnig í tilkynningunni
að kjarasamningar hafi „veruleg áhrif
á reksturinn á næsta ári,“ samt sem
áður sé rekstrarafgangurinn viðun-
andi.
Í áætluninni sé ekki gert ráð
fyrir óreglulegum tekjum, líkt of
af lóðasölu. Það muni væntanlega
bæta stöðuna frekar. Einnig sé gert
ráð fyrir að skuldahlutfall bæjarsins
lækki.
Um síðustu áramót var skuldahlut-
fall Kópavogsbæjar rúmlega 185 pró-
sent, en gangi fjárhagsáætlunin eftir
verður það komið niður í 166,6 pró-
sent áramótin 2015/2016. Eftirlits-
nefnd með fjármálum sveitarfélaga
miðar við að skuldahlutfall sé minna
en 150 prósent af tekjum.
Kærunefnd útboðsmála:
Stöðvar risasamning Sorpu
Milljarðasamningur Sorpu um byggingu gas- og jarðgerðar-stöðvar í Álfsnesi hefur verið
stöðvaður, af kærunefnd útboðs- og auð-
lindamála. Þetta kemur fram í úrskurði
kærunefndarinnar frá 29. október.
Sorpa hefur staðið í samningum við
fyrirtækið danska fyrirtækið Aikan A/S
um málið og hefur það verið mörg ár
í undirbúningi. Samþykkt var í stjórn
Sorpu 12. maí í vor að ganga til samn-
inga Aikan. Þá hafði Sorpa í febrúar birt
tilkynningu á útboðsvef Evrópusam-
bandsins um að semja ætti við Aiken
án útboðs.
Íslenska gámafélagið og Metanorka
kærðu samningsgerðina, en þau telja að
bjóða eigi verkefnið út.
Þrír milljarðar
Nefnt hefur verið í þessu sambandi að
aðferð Aikan verksmiðjunnar þjóni
ekki markmiðum Reykjavíkurborgar
varðandi sorpflokkun eða mark-
miðum um að draga úr úrgangslosun.
Metanorka hefur enn fremur kynnt
aðrar lausnir og ódýrari fyrir stjórnar-
mönnum í Sorpu ef marka má fundar-
gerðir.
Gas- og jarðgerðarstöðin hefur verið
árum saman á borði Sorpu. Áætlaður
kostnaður við jarð- og gasgerðarstöðu
Aikan mun vera um þrír milljarðar
króna. Metanorka hefur talið sig geta
reist stöð sem þjónar markmiðum
borgarinnar og annarra sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu fyrir helming
þeirrar upphæðar.
Undanþága
átti ekki við
Kærunefndin segir meðal annars í úr-
skurði sínum að Sorpa hafi ekki sýnt
fram á að lausn Aiken sé sú eina sem
fullnægi kröfum Sorpu. Þá geti hún
ekki réttlætt fyrri ákvörðun sína með
vísan í undanþágur í lögum um opin-
ber innkaup.
Kærunefndin stöðvar því samnings-
gerðina tímabundið, þangað til hún
hefur sjálf fjallað efnislega um málið
í heild.
„Þetta kostar bara tafir“
„Þetta var þeirra ákvörðun, en ekki end-
anleg efnisleg ákvörðun,“ segir Björn
Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu,
í samtali við blaðið. „Nú er unnið að
því að afla frekari gagna,“ segir hann
og bætir því við að skoðanir Sorpu á
málinu séu augljóslega aðrar en þeirra
sem kærðu samninginn. Um hvaða af-
leiðingar ákvörðun kærunefndarinnar
hafi segir Björn: „Þetta kostar bara tafir.“
Hann segir Sorpu hafa talið sig vera
í fullum rétti með því að semja án út-
boðs og hefði talið það fullnægjandi
að birta tilkynningu um samninginn
á útboðsvef ESB. „Við töldum að þetta
myndi duga ef einhver vildi gera við
þetta athugasemd.“
Björn segir að staða málsins hafi verið
kynnt fyrir stjórn Sorpu, en þar á Kópa-
vogur fulltrúa.
Fimleikafélagið Gerpla, Skólahljómsveit Kópavogs og Kjarninn, félagsmið-
stöðin í Kópavogsskóla og Kópavogsskóli eru handhafar jafnréttis- og mann-
réttindaviðurkenningar Kópavogs í ár. Á myndinni má sjá Ármann Kr. ólafsson,
bæjarstjóra, á vel heppnuðu aðventumóti Gerplu um síðustu helgi.
15 í námsleyfi
Bæjarráð hefur samþykkt um-sóknir 15 starfsmanna Kópa-
vogsbæjar um launað námsleyfi.
Starfsmenn eru flestir að ljúka
framhaldsgráðum í háskóla, en
leyfin eru frá tveimur og hálfum
mánuði og upp í hálft ár. Bæjarráð
samþykkti allar umsóknir sem
lagðar voru fyrir ráðið, með því
skilyrði þó að viðkomandi héti því
að koma aftur til starfa hjá bænum
að námi loknu.
Ljóðstafurinn
Lista- og menningarráð Kópavogs-bæjar efnir í fjórtánda sinn til
ljóðasamkeppninnar Ljóðstafur Jóns úr
Vör. Framtakið er auglýst á vef Kópa-
vogsbæjar og kemur þar fram að veg-
leg verðlaun verði veitt hlutskarpasta
skáldinu, auk þess sem það varðveiti
Ljóðstafinn í eitt ár.
Dómnefnd velur úr þeim ljóðum
sem berast. Öllum skáldum er vel-
komið að senda ljóð í keppnina en
skilafrestur rennur út 21. desember.
Ljóðum skal skilað með dulnefni. Nafn,
heimilisfang og símanúmer skáldsins
skal fylgja með í lokuðu umslagi, sem
auðkennt er með sama dulnefni. Ljóðin
mega ekki hafa birst áður segir á vef
bæjarins og hver má bara senda inn
eitt ljóð.
Greint verður frá niðurstöðum
samkeppninnar og verðlaun veitt á
afmælisdegi Jóns úr Vör 21. janúar á
næsta ári. Jón úr Vör bjó nánast allan
sinn starfsaldur í Kópavogi en tilgangur
keppninnar er að efla og vekja áhuga á
íslenskri ljóðlist
Tólf þúsund gestir á Náttúrufræðistofu Kópavogs:
Risaeðlubein í Kópavogi?
Síðustu ár hafa skólahópar verið ríflega þriðjungur safngesta en hlutfall grunn- og framhalds-
skólanema hefur farið vaxandi. Þá
hefur borið á því síðustu tvö ár að
nemar úr erlendum framhaldsskólum,
einkum frá Danmörku, sæki safnið
heim,“ segir Finnur Ingimundarson,
forstöðumaður Náttúrufræðistofu
Kópavogs.
Hann bendir á í viðtali við Bæjar-
blaðið Kópavog að aðsókn að stofunni
hafi aukist til muna eftir að hún flutti
árið 2002 í Safnahúsið, Hamraborg
6a. Þar er nú eina náttúrugripasafnið
á höfuðborgarsvæðinu sem opið er
almenningi. Fyrir flutninga hafi á milli
1-2 þúsund gestir heimsótt stofuna ár-
lega. Eftir flutningana hafi þeim strax
fjölgað í sjö þúsund en síðan hafi á
bilinu 10-12 þúsund manns heimsótt
stofuna árlega.
Finnur segir í samtali við blaðið
að ferskvatns- og sjávarlífverur veki
gjarnan mikinn áhuga en á safninu
er einnig afð finna merka beinagrind,
sem gjarnan vekur spurningar gesta.
„Beinagrind háhyrningsins veldur
einnig miklum heilabrotum um hvort
þar sé risaeðla á ferð.“ Sjá bls. 8.
Verkfall tónlistarkennara:
Sveitarstjórnarmenn gagnrýndir
Starfi tónlistarskóla er nú stefnt í hættu af kjörnum fulltrúum sem á annan áratug hafa setið
aðgerðarlausir á meðan kjör tónlist-
arkennara hafa smám saman dregist
aftur úr kjörum sambærilegra hópa,“
segir meðal annars í ályktun sem sam-
þykkt var á fjölmennum samstöðufundi
Kennarasambandsins í Hörpu í vikunni.
Þar segir jafnframt að sú gróska sem
einkennt hafi tónlistarlífið hérlendis
undanfarna áratugi sé ekki sjálfsprottin
„heldur á hún rætur í því metnaðarfulla
starfi sem fram fer daglega í tónlistar-
skólum landsins.“
Í ályktuninni segir enn fremur að
tónlistarkennarar fari fram „með þá
sanngjörnu kröfu að störf þeirra verði
metin til jafns á við aðra kennara og að
laun þeirra verði leiðrétt. Þeirri kröfu
hefur fram að þessu verið svarað með
skeytingarleysi og hrópandi þögn þrátt
fyrir að tónlistarkennarar hafi nú verið
í verkfalli í fjórar vikur og nám tónlist-
arnemenda beðið mikinn skaða.“
Sveitarstjórnarfólk er harðlega
gagnrýnt í ályktuninni: „Sveitarstjórn-
armenn stæra sig á tyllidögum af blóm-
legu menningarlífi. En með hverjum
deginum sem líður án þess að samið sé
við tónlistarkennara sést að orð þeirra
eru innantóm.
Mál er að linni. Við krefjumst þess að
samið verið strax við tónlistarkennara
svo að þeir geti snúið aftur til sinna
mikilvægu starfa.“
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands Sveitarfélaga, upplýsti á
fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í
vikunni að tilboð hefðu farið milli
samninganefndar tónlistarkennara og
samninganefndar sveitarfélaganna.
Hann væri bjartsýnni en áður, en brugið
gæti „til beggja vona“.
Sjá umfjöllun bls. 10-11.