Kópavogur - 21.11.2014, Blaðsíða 4
4 21. Nóvember 2014
Hörð gagnrýni á
áfengisfrumvarp
Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum en
segist samt sem áður fylgjandi inntaki
frumvarpsins.
Um 40 umsagnir hafa borist Al-
þingi um frumvarpið en það er til
umfjöllunar í allsherjar- og mennta-
málanefnd þingsins. Umsagnir Sam-
taka atvinnulífins, Viðskiptaráðs og
nokkurra fleiri eru jákvæðar í garð
frumvarpsins. Hins vegar leggjast
margir á móti. Þar á meðal eru Land-
læknisembættið, Barnaheill, Umboðs-
maður barna, Foreldrasamtök gegn
áfengisauglýsingum, Félag félagsráð-
gjafa, og ýmis sveitarfélög úti á landi.
Fram hefur komið hér í blaðinu að
skoðanir um málið eru mjög skiptar.
Meðal röksemda gegn málinu hefur
verið nefnt að núverandi fyrirkomu-
lag vinni engan veginn gegn einstak-
lingsfrelsi, enda þótt því hafi verið
haldið fram. Einnig að það vinni
gegn lýðheilsumarkmiðum. Einnig
hefur komið fram að ekki er eining
um málið meðal kaupmanna. Þannig
hafa Fjarðarkaup í Hafnarfirði ekki
lýst stuðningi við málið og Jón Ger-
ald Sullenberger, kaupmaður í Kosti í
Kópavogi, hefur lýst andstöðu við að
sterkt vín verði selt í matvörubúðum.
Auglýsingabann
Félag atvinnurekenda gagnrýnir fyrst
og fremst að í frumvarpinu sé ekki
aflétt auglýsingabanni á áfengi. Sam-
tök iðnaðarins nefna þetta einnig í
umsögn sinni. Fjölmiðlanefnd sem á
að framfylgja auglýsingabanni, bendir
hins vegar á í sinni umsögn, að þar
sem áfengi er auglýst, leiði það til
vaxandi neyslu, einkum ungmenna.
Vísað er í alþjóðlegar rannsóknir því
til stuðnings. Fleiri lýsa sig andvíga
því að aflétta auglýsingabanni, en ekki
er fjallað er um það í frumvarpinu.
Blaðið hefur rætt við þingmenn, nú-
verandi og fyrrverandi, sem hafa lýst
áhyggjum af því að auglýsingabanni
yrði aflétt.
Hrákasmíð?
Svo gripið sé niður í eina umsögn
sérstaklega þá er Félag atvinnurek-
enda mótfallið því að sterkt áfengi
eigi aðeins að selja yfir búðarborð,
eins og gert er ráð fyrir í frumvarp-
inu. Óljóst sé og tilviljanakennt hverjir
megi selja áfengi, verði frumvarpið
að lögum. Fleiri athugasemdir eru
gerðar af hálfu Félags atvinnurekenda,
en sérstaklega má nefna gagnrýni á
það ákvæði frumvarpsins að þeir sem
afgreiða áfengi verði að vera 18 ára
hið minnsta. Hæpið sé að átján ára
unglingur eigi að framfylgja því að
jafnaldri eða manneskja sem getur
verið tveimur árum eldri, kaupi ekki
áfengi. Fleiri taka undir þennan síð-
asta punkt.
Gengið gegn einelti í Kópavogi
Tæplega átta þúsund tóku þátt í göngu gegn einelti í Kópavogi á dögunum.
Eineltisgangan fór fram í öllum
skólahverfunum níu í bænum og
tóku nemendur leik- og grunnskóla
þátt auk kennara og starfsfólks skól-
anna. Á skiltum sem börnin héldu
á mátti sjá slagorð á borð við: „Við
líðum ekki einelti,“ „öll dýrin í skóg-
inum eiga að vera vinir,“ „allir eru
vinir,“ og „stöðvum einelti.“
Markmið göngu gegn einelti er að
stuðla að jákvæðum samskiptum og
vekja athygli á mikilvægi vináttu og
virðingar.
Þetta er í annað sinn sem gengið
er gegn einelti í Kópavogi. Í ár var
bryddað upp á þeirri nýjung segir
í tilkynningu bæjarins að afhenda
leik- og grunnskólabörnum endur-
skinsmerki með merki bæjarins og
orðunum: Gegn einelti.
Kópavogur
21. TBL. 2. ÁrgaNgur 2014
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi
Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Veffang: fotspor.is. Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@
gmail.com. Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 11.000 eintök. dreifing: Póstdreifing.
Fríblaðinu er dreiFt í 11.000 e intökum í allar íbúðir í kópavogi
Þeir eru ófáir í okkar samélagi sem hafa grátlega lítið á milli handanna. Félagar í Öryrkjabandalagi Íslands eru margir í þeim hópi.Samtökin hafa í vikunni sætt árásum tveggja þingmanna stjórnar-
meirihlutans, Vigdísi Hauksdóttur og Pétri H. Blöndal, fyrir að voga sér
að láta í sér heyrast.
Þingmenn eiga alla jafna mjög greiðan aðgang að fjölmiðlum. Ræðustjóll
Alþingis er gjallarhorn sem í heyrist um allt samfélagið. Talsmenn Öryrkja-
bandalagsins búa ekki við sama lúxus.
Í auglýsingum samtakanna hafa verið rifjuð upp ummæli þessara þingmanna
tveggja. Í sömu auglýsingum er vitnað í Bubba Mortens.
Er það „persónuleg árás“ að endurtaka orð ráðamanna? Er bannað að vitna
í Bubba til að lýsa upplifun sinni?
Skorið er niður í helstu stofnunum landsins og gjöld fyrir velferðarþjón-
ustuna hækkuð enda þótt tugir milljarða virðist liggja á lausu hjá ríkinu.
Formaður fjárlaganefndar segir þrátt fyrir sýnilega góða stöðu ríkissjóðs
eigi samt að skera meir, enda verði „að minnka ríkisbáknið“ ef rétt er eftir
haft úr fréttum vikunnar. Þetta lýsir viðhorfinu.
Sömuleiðis má rifja upp nokkur ummæli hins þingmannsins. Hann var
á sínum tíma óþreytandi við að tala um að það væri ekkert mál að lifa af
lágum launum. Tvisvar ef ekki þrisvar talaði hann úr ræðustól Alþingis
um gamla bóndann sem gat léttilega lifað á 90 þúsund krónum á mánuði.
Hann drakk vatn og keypti ekki pitsur. Skilaboðin til hinna tekjulægstu
gætu ekki verið skýrari: Ef þú átt erfitt með að ná endum saman, þá geturðu
sjálfum þér um kennt.
Það er svo aftur merkilegt að þegar Öryrkjabandalagið vill vekja athygli á
kjörum sinna félagsmanna, að fólk sem úr ræðustól Alþingis jarmar eilíflega
um „frelsi“, skuli snúast á punktinum og vilja takmarka rétt annarra til að
ráða baráttu sinni.
Að mati þessara þingmanna á Öryrkjabandalagið nefnilega ekki að hafa
þetta frelsi. Um leið og þetta valdafólk fær spurningu um efndir orðanna,
er byrjað að væla. Hver er sinnar gæfu smiður, þangað til það kemur að
þeim sjálfum.
Ingimar Karl Helgason
Bubbi á bannlista
Leiðari
Aukin sala
hjá Kraftvélum
Ef við skoðum bara innflutn-ingstölur þá sést að á sama tíma í fyrra var búið að flytja
inn fimm beltagröfur en nú eru þær
22. Annað dæmi er svo að í fyrra var
flutt inn ein hljólagrafa en í ár hafa
þær verið fjórtán,“ segir Viktor Karl
Ævarsson, sölustjóri Kraftvéla á Dal-
veginum, í viðtali við Sleggjuna, nýtt
fréttablað um íslenskan iðnað.
Fram kemur í viðtali við Viktor að
stærri vélar seljist síður. „Við bjóðum
náttúrlega upp á þannig tæki. Það eru
vélar sem voru að seljast fyrir hrun
en enginn er að kaupa þannig núna.“
Þannig hafi ein jarðýta verið flutt inn
í fyrra, en fyrir hrun hafi verið fluttar
inn tíu til tólf jarðýtur á ári.
Sleggjan er mánaðarrit sem fjallar
um íslenskan iðnað og nýsköpun.
Fjallað er um einstök fyrirtæki, vöru-
þróun, stefnumótun og fjármögnun.
Í inngangi fyrsta tölublaðs segir að
íslenskur iðnaður sé hátækniiðnaður
sem mótist af nálægð við sjávarút-
veginn.
Atli Þór Fanndal ritstýrir Sleggj-
unni. Útgáfan Fótspor gefur blaðið út.